Tíminn - 19.01.1964, Síða 4

Tíminn - 19.01.1964, Síða 4
 UTSALA ★ UTSALA UTSALA Seljum næstu daga ★ Karlmannaföt og staka jakka / í Sýningarskálanum Kirkjustræti 10 Ótrúlega lágt verð GEFJUN - IÐUNN * * AUGIVSID I IIMANUM AUSTIN GIPSY 1964 Hinir mörgu sem hafa hug á að kaupa Austin Gipsy landbúnaðarbifreið- ina í vor eru vinsamiega beðnir að hafa samband við okkur sem fyrst vegna mikillar eftirspurnar. ' AUSTIN GIPSY fœst með heilli hurð að aftan. -- ■ AUSTIN GIPSY með þrautreyndum benzín eða diesil vélum, sem seldar eru til margra landa • ýmsar gerðir farartækja. AUSTIN GIPSY Á SEMI ELLIPTICS FJÖÐRUM er mjúkur í akstri og mjög auðveldur í viðhaldi. AUSTIN GIPSY hefur farið sigjrför um allar jarðir og oft leyst verkefni sem öðrum sambærilegum farartæki um hefur reynzt ofviða. AUSTIN GIPSY UMBOÐIÐ leggur áherzlu á að hafa nægar birgðir varahluta og að veita sem fullkomnasta þjónustu núverandi og tilvonandi eigendum. Gerið strax fyrirspurnir til umhoðsins og biðjið um verðskrá og myndalista. Garðar Gfslason hf. r____■ 11506 88 ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Heimilisfriður - hjartafriður „Hjartað bæði og húsið cnitt heimili veri, Jesú Jtijtt, hjá mér þigg hvíkj, hentuga. >ótt þú komir með krossinn I þinn kom þú blessaður til mín inn. Fagna’ eg þér fegins huga.“ Fáar bænir íslenzkra ljóða eru fegri né innilegri en þessi bæn Hallgrims ' Pétursssonar. Og fáar sögur guðspjallanna eru yndislegri í öllum sínum einfaldleika en sagan um Jesú, þar sem hann situr á tali við konuna við Jakobsbrunninn. Sú frásögn gæti verið úr nú- tímalífi fólks næstum hvar sem væri í veröldinni, en þó ekki sízt í hinum svokölluðu háþró- uðu menningarlöndum. Kristur er á ferðalagi. Og samkvæmt sinni eigin yfirlýs- ingu um refana og fuglana, sem hafa hreiður og greni og hins vegar Mannssoninn, sem á hvergi heima, er hann heimilis- laus í þess orðs venjulegustu merkingu, en samt á hann alls staðar heima, finnur alls staðar helgidóm síns himneska föður með fegurð, friði og frelsi, jafn vel á fjalli Samverjanna, sem í musteri sjálfrar Jerúsalem- borgar. „Musteri Guðs eru hjörtun, sem trúa þótt hafi þau ei yfir höfuðið þak.“ En konan við brunnin var friðlaus, leitandi sál. Hún átti heimili — hafði raunar átt heimili með fimm mönnum. En einmitt þess vegna átti hún ekkert heimili í orðsins fyllstu merkingu, samanber orð Jesú við hana, „sá maður, sem þú átt nú er ekki þinn“. Konan gæti verið táknmynd hinnar heimilislausu og frið- lausu nútimakonu eða manns. sem hrekst í þrotlausri leit og innibyrgðri ástarþrá frá ein- um til annars. Hún er þreytt og leið á öllu og öllum. Hún segist hafa komið og verða að koma dag eftir dag erfiða leið að brunninum til að sækja vatn, en alltaf er skjólan tóm áður en varir. Þetta er hennar saga, hennar hversdagserfiði, en um leið hennar andlega æviraun í lík- ingamáli. „Mér finnst ég hrekjast meðal ótal brunna og mega drekka, en þyrsta æ því meir.“ Og hjartafriðurinn og heim- ilisfriðurinn er líkt og vatnið í skjólunni hennar, hvort tveggja þrotið óðara en varir. Og hún sjálf táknmymT'þeirrar sálar, sem er að farast í straumi og djúpi öfugsnúins aldarfars og tízku. Hún sjálf sekkur dýpra og dýpra, og hefur þegar nálgazt botninn í djúpi örvænt- ingar og friðleysis. Engin þreyta er lík þeirri, sem kem- ur innan að frá, lífsleiðri sál uppgefnum, vonlausum huga. En hversu djúpt, sem hún sekkur, finnur hún samt þorst- ann í sál sinni innst á strengj- um hjartans bærist þrá — svo- Íítill vonarneisti. slokknandi blik. Og hjá þessum heimilislausa vegfara finnum hún allt I einu nýjan skilning, einhvern sól- skinsblett, einhverja svölun svo sem aldrei fyrr. Hann talar við hana af fullum skilningi, nær- gætni og ástúð, og samt er hann ekki að hlífa henni, held- ur bendir hispurslaust á hvar meinið liggur: „Farðu og sæktu manninn þinn“ Hún átti fimm og þó engan. Ást hennar var forsmáð, leiksoppur augnablikstilfinn- inga og tækifæra ekki annað Af því stafaði ógæfan, heimilis- leysið — friðleysið. Nú sá hún það fyrst og fann í einhverju undarlega skæru ljósi Hún stóð frammi fyrir hásæti kærleikans og sannleik- ans í senn. Og sú hátign var þar sem hann sat á steinunum við troðninginn. stíginn eftir þreytta fætur allra hinna þyrstu, sem daglega höfðu sótt vatn í brunninn. Hún fann frammi fyrir þessum tróni í þessari skuggsjá, sem orð hans, sem þar sat brugðu upp, að hennar eigin hjartans lindir voru þrotnar eða frosnar, og ekkert vatn allra heimsins brunna og nautnalinda mundi svala henni og veita henni Framhald á 15 sí8u TÍMINN, sunnudaginn 19. janúar 1964 —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.