Tíminn - 25.01.1964, Síða 8

Tíminn - 25.01.1964, Síða 8
Gísli Guðmundsson, alþingismaður: ALÞINGI Á ÞING- • • VOLLUM VIÐ OXARA JEg hefffi tekið það, sem merki til þjóðaranda og þjóðarkjarks, ef alþýða hefði almennt tekið sig fram um að beiðast þess, að Alþingi væri sett á Þingvelli og ekki horft í kostnað þann og ómak, sem þar við hefði aukizt“. (Jón Sigurðsson, forseti í Nýj- um félagsritum II. árg. bls. 9). Af hálfu hlutaðeigandi borgar- yfirvalda hefir verið ákveðið að byggja „glerhöll" i stíl atómald- ar mjög nærri þeim stað, þar sem nú standa dómkirkjan og Al- þingishúsið. Hér er um að ræða ráðhús fyrir Reykjavikurborg. Ekki er það ætlan mín hér að á- mæla borgarstjórn fyrir þessa á- kvörðun eða gagnrýna verk þeirra húsameistara og skipulagsfræð- inga, sem gert hafa þær tillögur um ráðhús og umhverfi þess, sem nú liggja fyrir, og kann þó að •orka tvímælis. Ráðamenn höfuð borgarinnar ætla ekki að skera við nögl þá fjármuni, er þeir telja til þess þurfa að tákna rausn henn ar og reisn. Byggingarkostnaður ráðhússins, sem er rúml. 35 þús. rúmmetrar að stærð, er nú áætl- aður 120 milljónir króna. Til þess að gera þar bæjarhlað við hæfi er áformað að rífa 15 íbúðar-, skrifstofu- og samkomuhús, sum allgóð og úr steinsteypu, og ýmsu öðru á að breyta. Daglnn, sem bæjarstjórn Reykja víkur samþykkti ráðhúsbygging- una, kom Alþingi saman til fyrsta fundar eftir áramótin. í tilefni af fyrirætlun borgarstjórnarinnar urðu á þessum fundi allmiklar um ræður um „húsnæðismál“ Alþing- is. Sumir þingmenn \öldu nú þá hættu yfirvofandi, að borgin yfir- Skj'ggði ríkið, sögðu að Alþingis- húsið mundi ekki lengur setja svip á umhverfi sitt, er höll sú hin mikla væri risin, enda óhæfilega að því þrengt og stækkunarmögu- leikar að litlu gerðir. Fram kom, að ríkinu bæri að hindra bygg- ingu ráðhúss á þessum slóðum, en einnig að byggja bæri Alþingishús á öðrum stað í borginni. Eg leyfði mér þá að vekja máls á því, að til greina kæmi, að óska álits þjóðar- innar um að taka upp þá stefnu í þessu máli, að Alþingi yrði, er tími þætti til þess kominn, háð á Þing- völlum við Öxará, enda gæti það þá, án mjög mikils kostnaðar, auk- ið núverandi húsnæði sitt til bráða birgða, til notkunar á næstu ár- um eða áratugum. Dagblöð höfuðborgarinnar hafa nú um sinn, eins og ég bjóst við, ekki haft áhuga fyrir því að styðja þetta mál, en hins vegar skýrt fró málflutnlngi þeirra, sem fundu hvöt hjá sér til að kveða nið ur þá hugmynd, er ég leyfði mér að nefna. Eg á hér raunar ekkert frumkvæði, heidur aðrir menn, mér meiri, sem þjóðin telur með- al sinna beztu sona. Endurreisn Alþingis á Þingvöll- um við Öxará var í öndverðu ná- tengd endurreisn sjálfstæðis is- lendinga. Frægasta ljóð Jónasar Hallgrímssonar, „ísland farsælda frón“ var herhvöt endurreisnarbar áttunnar. Fjölnismenn fylgdust að í þeirri baráttu. Það var eigi sízt fyrir atbeina þessara manna, að 8 Kristján konungur VIII. fól hinni svonefndu „embættismannanefnd', árið 1840 að gera tillögur um stofnun ráðgjafarþings á íslandi. Um þetta var gefinn út konungsúr- skurður. Standa þar m. a. þessi fyrirmæli og að sjálfsögðu af ís- lenzkum uppruna: „-------En eiga þeir sér í lagi að því að hyggja, hvort ekki sé réttast að nefna fulltrúaþingið Al- þing, og eiga það á Þingvöllum, eins og Alþingi hið foma.“ Nafngift þingsins varð að ósk Fjölnismanná, en staðarvalið ekki. Embættismannanefndin klofnaði og meirihlutinn mælti með Reykja vík. Þjóðskáldið Bjarni Thorar- ensen amtmaður á Möðruvöllum og Jón Jónsson á Melum, sýslumað ur Strandamanna, mæltu með Þingvöllum. Deilt var, og af nokkru kappi. Því réðu örlög, að mestu málafylgjumennirnir í liði þeirra, er vildu Alþingi á Þing- völlum, þeir Bjarni Thorarensen og Tómas Sæmundsson, féllu báð- ir frá á árinu 1841, áður en stofn un þings og þingstaðar var ákveð- SVEINN í FIROI in. Það telur dr. Páll E. Ölason einsýnt, eftir ýmsu að dæma, að meirihluti landsmanna hafi verið á þeirra máli um þetta efni. En stjórnarráðið danska fór eftir til- lögum meirihluta embættismanna- nefndarinnar árið 1843. Sumir vildu kenna þetta Jóni Sigurðs- syni, sem tók afstöðu rneð Reykja- vík, og taldi þá þau rök þungvæg- ust, að efla þyrfti höfuðstað á ís- landi, og til þess væri vænlegt að hafa þingið þar. Taldi hann, svo sem reynzt hefir, Reykjavík vel fallna til höfuðstaðar, þó að hún hefði þá innan við 1000 íbúa. Svo sem vænta mátti var J.S. þó engan veginn ósnortinn af þeirri þjóð- ernistilfinningu, sem markaði af- stöðu Þingvallamanna, eins og vel sést á þeim ummælum hans, sem tilfærð eru í upphafi þessarar greinar. Og varla niundi honum nú þykja Reykjavík þurfa á þing- inu að halda til þess að verjast fólksfæð eða örva vöxt sinn. Þjóðin var ekki spurð og hefir aldrei verið spurð. En harm þeirra, sem þarna urðu fyrir von- brigðum, má vel marka af eftir- mælum Jónasar um Bjarna látinn: „Hlægir mig eitt það, að áttu því uglur ei fagna ellisár örninn að sæti og á skyldi horfa hrafnaþing kolsvart í holti fyrir haukþing á bergi. Floginn ertu sæll til sólar, er sortnar hið neðra." Þegar Jón Sigurðsaon fór til þings í fyrsta sinn vorið 1845, kvaddi Jónas hann vinarkveðju í ljóði. Enn leynist þar lítill brodd- ur: „Þingið fluttu þangað þeir á kaldá eyri“ En „listaskáldið góða“, Jónas Hallgrímsson, kvað ekki fleira. Nokkrum dögum síðar var einnig hann allur. Þingvallaraddirnar hljóðnuðu um sinn, enda mörgu að sinna. Löngu síðar veik Jón Sigurðsson enn að hinu gamla deilumáli. „í þessum flokki (þ. e. Þingvallaflokknum) voru öll skáld in“, segir hann og „flestir þeir, er litu helzt á málið eftir tilfinn- ingum sínum“. Hann vissi það sjálfsagt vel, þótt hann segði það ekki þá, að slíkir menn áttu drjúg- an þátt í því, að ísland varðveitti tungu sína og þjóðarvitund. Tómas Sæmundsson sagði m. a. í ritgerð sinni um þingstaðinn, sem hann samdi skömmu fyrir dauða sinn árið 1841: „Alþingi og Þingvellir ér svo samgróið í hugum manna, að það verður varla aðskilið — — Al- þingisstaðurinn gamli hefir meira til að vera í lotningu hjá íslend- ingum en nokkur annar staður, sem þjóðhelgi hefir haft hjá nokk- urri annarri þjóð, nokkurn tíma og nokkurs staðar í veröldinni — Vér hvetjum alla þá, sem tilfinn- ingar hafa í brjósti til að bera um, hvort þessum hugleiðingum skuli hrundið með mataráðstæð- um einum“. 80 ár liðu. Laust eftir 1920, er viðurkennt hafði verið fullveldi hins íslenzka ríkis, hófust ráða- gerðir 1 sambandi við 1000 ára af- mæli Alþingis. Þá var margt rætt og ritað um „endurreisn Þing- valla“ eins og nú undanfarið um „endurreisn Skálholts". Björn Þórðarson ritaði um þjóðhátíð á Þingvöllum, Guðmundur Davíðs- son um þjóðgarð og sr. Eiríkur Albertsson um lýðháskóla á Þing- völlum. Þá var það, að Magnús Jónsson prófessor mælti í tíma- ritsgrein (Eimreiðin) fyrir tillögu um að hafa Alþingi á hinum foma þingstað. Um þessa tillögu fór- ust honum m. a. orð á þessa leið: „Sú tillaga nær fram að ganga fyrr eða síðar. Það er nokkurs konar prófsteinn á þjóðina, hven- ær hún er orðin fullvaxin og veit, hver hún er, að þá flytur hún Al- þingi á Þingvöll við Öxará. Annars staðar getur það ekki átt heima." Magnús Jónsson var þá og lengi síðan þingmaður Reykvikinga. Engum kemur til hugar, að til- gangur hans með því að mæla fyr- ir endurreisn Alþingis á Þing- völlum, hafi verið sá að minnka hlut höfuðstaðarins. Sá mun held- ur ekki tilgangur þeirra manna, er á síðari tímum hafa haft sömu af- stöðu í þessu máli. Sveinn Sigurðsson segir í Eim- reiðihni 1924: „Með engu móti yrði þúsund ára afmælis þingsins betur minnzt en ÁSGEIR ÁSGEIRSSON með því að endurreisa Alþingi á Þingvöllum við Öxará. Ástæður þær, sem voru e. t. v. góðar og gildar um 1840 fyrir því, að þing- ið yrði að vera í Reykjavík, eru nú úr sögunni að mestu leyti." Svona leit þessi kunni Reykvík- ingur á málið fyrir 40 árum. Á Alþingi 1926 fluttu þeir Sveinn Ólafsson, Ásgeir Ásgeirs- son og Benedikt Sveinsson í néðri deild svohljóðandi tillögu til þings- ályktunar um „þjóðaratkvæði um þinghald á Þingvöllum“: „Neðri deild Alþingis ályktar áð skora á ríkisstjórnina að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu á sumri komanda, jafnhliða lands- kjörinu, um það, hvort samkomu- staður Alþingis skuli vera á Þing- BENEDIKT SVEINSSON T í M I N N , völlum frá 1930. Skal við atkvæða greiðsluna farið eftir nýjustu kjör skrám til alþingiskosninga fvrir sérstök kjördæmi." „Þingvellir eru í augum ís- lenzku þjóðarinnar ógleymanlegur helgidómur. Óskir um að geyma þar elztu og dýrustu stofnun lands- ins er ljúfur draumur, sem þjóð- ina hefir dreymt frá því að bar- áttan fyrir endurreisn Alþingis hófst. Þúsund ára hátíðin, sem nú fer í hönd, hefur gefið þessum óskum og vonum byr undir báða vængi. Hefur það bezt í ljós kom- ið af samþykktum þingmálafunda, umræðum blaða og tímaritagrein- um. Má af öllu þessu ráða, að hug ur fjöldans horfi til Þingvalla. Rétt virðist því, að þjóðin fái tækifæri til að láta í ljós vilja sinn í þessu efni, og vilji hennar á að ráða gerðum þingsins um þetta. -------“ Þessi tillaga var felld í neðri deild með litlum atkvæðamun, Með henni voru greidd 12 atkv., en 14 á móti. Á Alþingi 1929 fluttu 10 alþing- ismenn í neðri deild tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæða greiðslu um samkomustað Alþing- is. Flutningsmenn tillögunnar vortt Sveinn Ólafsson, Benedikt Sveins- son, Magnús Torfason, Þorleifur Jónsson, Hákon Kristófersson, Hannes Jónsson, Bjarni Ásgeirs- son, Bernharð Stefánsson, Halldór Stefánsson og Jörundur Bfynjólfs- son.“ í greinargerð tillögunnar segja þeir m. a.: „Enginn vafi er á því, að ósk- in um að eignast aftur Öxarár- þing á enn þá djúpar rætur í hug um landsmanha." Getið er um áskoranir ung- mennafélaga og í „nokkrum þing- málafundargerðum." Sagt er, að afdrif tillögunnar frá 1926, sem felld var með 14:12 atkv., hafi vakið „táknræna eftirtekt víða í sveitum landsins.“ Og að „áhugi á Þingflutningi" hafi „síðan birzt almennar en áður, einkum hjá ungmennafélögum landsins, einn- ig í blöðum og tímaritum, enda hefir nálægð þinghátjðarinnar ýtt undir hreyfinguna." — — „Engin léttúð eða eigingjarnar hvatir hafa lagt þessa ósk á tungu þjóðarinn- ar“, segja þeir fiutningsmenn í greinargerðinni. Tillaga þessi varð ekki útrædd, en á árinu 1929 bárust Alþingi áskoranir frá 23 ungmennafélög- um og ungmennasamböndum um að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Loks fluttu svo 9 þingmenn til- lögu um Sama efni á Alþingi 1930. Þegar Sveinn Ólafsson alþm. mælti fyrir þingsályktunartillög- unni á Alþingi 1926, fórust hon- um m. a. orð á þessa leið: ,,— — — Þessi hugmynd um þingflutning er hvort tveggja í senn, djúptækt alvörumál og við- kvæmt tilfinningamál. Það er og á að vera hafið yfir dægurþras og smámunalegan sveitadrátt. Það ætti fremur flestu öðru að vekja til alvarlegrar umhugsunar ung- mennin, sem nú eru að hefja fram tíðina á herðar sér, og það hreyf- ir þá s.treng; í hugum aldraðra og ráðsettra manna, sem goluþyt- ur hversdagsmélanna snertir aldr- ei. Þetta mál ve~ður ekki végið — það verður ekki fellt eða stutt, nema í samræmi við þá skoðun eða trú, sem fyrir einstaklingnum vak- ir um örlög niðjanna á ókomnum tímum. — — — Engan slíkan stað á nokkur grannþjóðanna, engan eins þraut vígðan og vafinn frækilegum minn ingum, enda á engin þeirra jafn- gamalt löggjafarþing og Alþingi. Engin furða þess vegna, að þjóðin lítur á þennan stað eins og helgi- dóm. Þar hefir þing verið helg- að 800—900 sinnum. Þar hafa 24—30 kynslóðir í óslitinni röð Fremhald á 13. síðu. laugardaglnn 25. janúar 1964 —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.