Tíminn - 28.01.1964, Blaðsíða 1
\ *• '',WWiV\V \\ I*. \> v.'* V
benzin eða dieset
LÁND^
sfKOVER
22. tbl. — Þriðjudagur 28. janúar 1964 — 48. árg-
NORDURLANDSBORINN
Vilja ekki missa
Norðurlandsbor
KH-Reykjavík, 27. janúar
Allmikill hiti er í Húsvíkingum
út af þeirri ákvörSun jaröborana-
deildar raforkumálaskrifstofunnar
að hætta nú leit að heitu vatni á
Húsavík með Norðurlandsbornum
og flytja hann til Vestmannaeyja.
Kom þeim ákvörSun þessi mjög
á óvart, þar sem samningur hafði
verið gerður um leit á tveimur
öðrum stöðum en þeim, sem borað
hefur verið á að undanfömu.
Húsvíkingar vissu ekki um þessa
ákvörðun jarðboranadeildarinnar,
fyrr en á laugardag. Komu þá bæj
arráð Húsavíkur og hitaveitunefnd
saman á fund og mótmæltu harð-
lega þessari ákvörðun. Bæjarráð
og hitaveitunefnd samþykktu að
fara fram á það við þingmenn
Norðurlandskjördæmis eystra, að
þeir ynnu að því, að jarðborana-
deild breytti ákvörðun sinni um
brottflutning borsins frá Húsavík.
Áskell Einarsson, bæjarstjóri á
Húsavík, er kominn til Reykja-
víkur til ráðagerða, en hann vildi
ekki segja annað um málið í dag
en að borinn væri enn þá á Húsa-
vik og han vonaðist til, að málið
mundi leysast.
Gunnar Böðvarsson hjá jarð-
boranadeild raforkumálaskrifstof-
unnar, sagði blaðinu, að hinn ár-
angurslausa leit að heitu vatni á
Húsavík hefði valdið meiri von-
brigðum en víða annars staðar, því
að þar hefði einmitt verið talsverð
von um vatn. í ljós kom við borun-
ina, að þetta hitaveitusvæði er
eldra en víða annars staðar og
bergið meira ummyndað, en það
þýðir, að sprungur og glufur eru
fullar af kalki og kisil, og er því
ástæða til að sýna meiri varkárni
við leitina og mundi henni verða
hætt í bili. Gert er ráð fyrir að
taka aftur upp boranir á Húsavík,
en þá með minni bor og ódýrari
gegn úrskurðinum um fiskverðið:
SEGJA UPP
KH-Reykjavík, 27. janúar.
Mikil ólga er nú meðal sjó-
manna út af úrskurði yfirnefndar
um fiskverðið. Boðuðu sjómenn í
Bora eftir
neyzluvatni
á Bakkanum
HJ-Eyrarbakka, 27. janúar.
Hafizt hefur verið handa
um að bora hér eftir neyzlu
vatni, en það er af skomum
skammti i þorpinu. Brunnar
eru við svo að segja hvert
íbúðarhús, en nokkuir vand-
ræði eru með vatn til fisk-
vinnslunnar.
Á þriðjudaginn kom hing
að bíll með bor frá Jarðbor-
unum ríkisins. Bornum er
ætlað að bora hér eftir
neyzluvatni fyrir þorpið.
Verkið hefur gengið vel til
þessa, og mun holan vera
orðin 15 til 20 metrar að
dýpt. Verður reynt að bora
niður úr hrauninu til þess
að finna þar vatn. Borinn
er staðsettur við frystihúsið.
Áður en langt um líður
verður borinn þó tekinn i
burtu um sinn og fluttur til
Vestmannaeyja, þar sem
einnig er ætlunin að reyna
að bora eftir neyzluvatni.
Hafnarfirði til fundair í gær, þar
! sem þeir samþykktu meðal annars
! einróma að segja þegar í stað upp
I á bátunum og leggja niður vinnu
frá og með 4. febrúar n. k. Má þá
búast við, að állur hafnfirzki Iínu
veiðiflotinn stöðvist næsta mánu-
dag, og einnig má búast við mót-
mælaaðgerðum í öðrum verstöðv-
um.
Samkvæmt upplýsingum Einars
Jónssonar, stýrimanns í Hafnar-
firði, komu nokkrir sjómenn þar
saman, strax eftir að spurzt hafði
um úrskurðinn um fiskverðið og
mótmæltu honum harðlega. Siðan
fóru þeir um borð í bátana og
söfnuðu undirskriftum til mót-
mæla, sem send voru sjávarút-
vegsmálaráðuneytinu. Sagði Ein-
ar, að fengizt hefðu undirskriftir
allra skipshafna í Hafnarfirði.
Fundur hafnfirzkra sjómanna í
gær var mjög fjölsóttur, og munu
flestir eða allir sjómenn af land-
legubátum hafa mætt. Jón Sig-
urðsson, formaður Sjómannasam-
bandsins, og Tryggvi Helgason,
sem báðir áttu sæti í yfirnefnd,
mættu á fundinum og útskýrðu,
hvernig nefndin starfaði. Þá voru
umræður og síðan einróma sam-
þykkt eftirfarandi yfirlýsing:
.Fun'dur, haldinn af sjómönnum
í Hafnarfirði 26..1. 1964, mótmælir
harðlega útkomnu fiskverði, sem
gefið var út á sama tíma og aðrir|
launþegar í landinu hafa fengið
hækkun á lunum sínum á síðasta
Framhald á 15. síðu. I
í rekstri, sem getur aðeins borað
500 m. niður.
Á morgun fara tveir menn frá
jarðboranadeildinni og ákveða,
Framhald á 15. slðu.
SKOTID
Á LJÖS-
DUFLIÐ
ÁJ-Rifi, FB-Reykjavík, 27. janúar.
Fyrir nokkrum dögum hætti ljós
duflið hér fyrir utan að lýsa reglu
lega, og var vitaskipið Árvakur
kvatt á vettvang til þess að athuga
það. Kom þá í ljós, að skotið hafði
verið á Ijóskerið, og sjór farið inn
í það, sem síðan hafði eyðllagt
Ijósið.
f fyrstu var talið, að ljósduflíð
væri að verða gaslaust, þegar það
hætti að sýna ljósmerkin reglu-
lega. Svo var þó ekki, heldur mun
hafa verið skotið á duflið með
byssu, og við það komst sjór inn
í það.
Talið er fullvíst, að ekki hafi
verið skotið á duflið úr landi, því
að vegalengdin er um 1 km. Eitt
skotgat var á gleri Ijóskersins, en
auk þess voru mekri um fleiri skot
annars staðar á duflinu.
Þykir mönnum sem eðlilegt er,
furðu sæta, ef sjómenn hafa það
sér til afþreyingar að skjóta á vita,
sem eiga að visa þeim sjálfum
leiðina til lands, en samkvæmt upp
lýsingum skipstjórans á Árvaki,
mun ekki áður hafa verið skotið
á ljósdufl, svo vitað sé, en hins
vegar hafa menn gamnað sér við
að skjóta á vitana.
HAFISINN REKUR
YFIR LÓÐIRNAR
GS-ísafirði, 27. janúar
Mikil brögð hafa verið að því
að undanförnu, að bátar hafa misst
lóðir sínar undir ís hér úti á mið-
unum. fsinn færist mikið úr stað,
og er oft kominn yfir lóðirnar
eftir 3—4i tíma, þótt þær hafi ver
ið lagðar, þar sem hvergi sér í ís.
Guðbjörg missti fyrir nokkru 80
lóðir, og má gera ráð fyrir, að tjón
ið sé sem svarar 25—30 þúsund
krónum. Einnig hafa brezkir tog-
arar valdið miklu veiðarfæratjóni
hjá bátunum í vetur.
í gærmorgun kom varðskipið
Óðinn hingað með Keili frá Skaga-
strönd, sem hafði verið.að veiðum
um 29 milur norðaustur af Horni,
en þar lenti báturinn í ís og
skemmdi skrúfuna, svo hann gat
ekki komizt hjálparlaust til lands.
Keilir var búinn að draga lín-
una, þegar þetta gerðist, en mjög
margir bátar hafa misst lóðirnar
að undanförnu bæði vegna íssins
og geysilegs ágangs brezkra tog-
ara, en það er haft eftir skipstjór-
um, að þýðingarlaust sé fyrir fiski-
bátana að leggja línu í djúpáln-
um, því þeir hafi þar ekki frið
fyrir togurunum, sem séu búnir að
leggja hann undir sig. Reyndar
eru brezku togararnir ekki einir
um þetta heldur draga íslenzku
togararnir þvers og krus og skipta
engu um veiðafæri bátanna.
Um ísin er það að segja', að hann
hefur verið óvenju nálægt landi
það sem af er vetrarins. Oft hefur
hann verið á 27 mílna svæðinu og
svo út á 35—40 mílna svæðinu, og
Framnaltí á 15. siðu.
hvernlg það getur gerzt
að svona merkur maður
. . . sé glataður okkur",
— sagði Jack Ruby um Kennedy
Bandaríkjaforseta á blaðamanna-
tundi, sem Ruby hélt f ríkisfangels-
inu i Dallas um helgina. Ruby hefur
setið þar síðan hann myrti Oswald.
Lögfræðingar Rubys hafa viljað fá
hann lausan gegn tryggingu, en fyr-
ir vlku var nú ósk dregln tll baka.
Ruby situr þvf áfram f stelnlnum, en
hefur þar talsvert frelsl, og gat m. a.
haldið blaðamannafundlnn. Þar voru
myndirnar teknar.