Tíminn - 28.01.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.01.1964, Blaðsíða 9
// Stjórnin er nú eins bíll með sprungið á öllum hjólum n HELGI HARALDSSON, bóndi á Hrafnkelsstöðum, leit inn í ritstjómarskrifstofu Tímans fyr ir nokkrum dögum, og við tók um tal saman um daginn og veg inn — Þótti þér síðasta ár gott viðskiptis, Helgi? — Ekki get ég hælt því sér- staklega, sagði Helgi. Þetta var auðvitað merkisár, en ég tel það eitt hið mislyndasta ár; sem komið hefur á þessari öld, fyr- ir landbúnaðinn að minnsta kosti. Veturinn í fyrra var með afbrigðum góður frá nýári þang að til í páskaviku, en þá skipti heldur cn ekki um eins og menn muna, og urðu afleiðing- ar þeirra umskipta afdrifarík- ar. Sumarið var sæmilegt og þurrkasamt, þegar það loks kom, en það var stutt, því að aftur herti að þegar í septem- ber meira en venjulegt er á þeim tfma. Sá skattur, sem árið lagði á bændur með þessum harðind- um bæði haust og vor, að við- bættum frostum í júlí, nem- ur áreiðanlega milljónatugum, og árið í heild fær þau eftir- mæli hjá bændum, að það hafi verið gallagripur hinn mesti. — En varð þá ekki árferðið betra í landsstjcrninni? Bætti það ekki allt upp og vel það? — Ja, við fengum auðvitað nýja stjóm á árinu — en ekki nýja ráðherra eða nýja stjórn- arstefnu. — Þessi víxill, sem „viðreisn" nefnist, var fram- lengdur. En breytingin á stjóm inni er helzt sú, að nú er hún eins og bílgarmur með sprung- ið á öllum hjólum — ekki vott- ur eftir af kosningavindinum f• á í vor. Og helzta uppbót stjórnarinnar á árferðið fyrir okkur bændur, verður líklega að telja þá nýlundu, að vísinda menn stjórnarinnar hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að sú stétt n anna, sem öðrum fremur framleiðir inatinn handa þjóð- it,ni og færir henni í búið það, sem hún getur ekki lifað án eða látið sig vanta einn einasta dag, sé nú orðinn mesti ómaginn á þióðinni. Stundum eru niðurstöður vís- indamanna svo augljósir sleggjudómar, að jafnvel ólærð ir menn hljóta að voga sér að andmæla. — Lastu áramótagreinar st jórnmálaforingjanna, Helgi? — Ojá, maður verður að líta á þetta . Það er með stjórnmála leiðtogana eins og álfana, að þeir eru helzt sýnilegir um ára mótin — einkum þeirra innri maður. Þess vegna er ætíð hægt að átta sig betur á við- horfi þeirra til mála við þessi tímamót. Mér finnst, að ef til vill sé unnt að fyrirgefa menntamála- ráðherranum, þó að hann skilji lítt í landbúnaði, þar sem hann þekkir ekki þá atvinnugrein fremur en köttur sjöstjörnuna, en innrætið leynir sér ekki — og það er vetra að fyrirgefa. —- Ég óska annars frændum vor- um, Norðmönnum til hamingju með að hafa fengið svo ágætan og liðtækan farkennara til þess að kenna ser landbúnað. Svo sé ég það í blö'oum, að hann ætlar svona um leið að fræða þá um eicthvað, sem hann kallar „Frá Snorra Sturlusyni til Laxness“. Hvort er sem mér sýnist, að hann verði að sækja fegurstu fjaðrir sínar tilbændastéttarinn ar, til bóndans í Reykholti og sonar Guðjóns i Laxnesi? Væri nú ekki líklegra, að honum þætti merkilegri til frásagnar sín eigin afrekssaga, eftir að hann fór að stjórna menningu íslendinga. En sælir éru hóg- værir, því að þeir munu landið crfa. Svo langar mig til að minn- ast á ráðherrann, sem stjórn- ar aflaklónum, hann frænda minn, Emil Jónsson. Hvað seg- ir hann? Hann segir, að árið 1963 hafi nofnd starfað að athugun á hag og rekstrarafkomu togaraút- gerðarinnar og komizt að þeirri niðurstöðu, að halli á hverjum togara sé að meðaltali 3-4 millj- ónir á ári. Ennfremur segir í þtirn fræðum, að ýmsir þættir útflutningsframleiðslunnnar scu hreinlega að stöðvast vegna stóraukins og sívaxandi til- kostnaðar. Líklega mundi hinn gamli og nafnfrægi Hafnfirð- ingur, Örn Arnarson, skáld, hafa orðað þetta þannig: Allar tekjur upp étnar illa eru rekin tryppin þar. HELGI HARALDSSON Svo fjallar Emil um þessi al- þekktu viðreisnarbjargráð, sem ern búin að gera ólíft i land- inu, og ræði ég ekkl um þau. En það er svolítið meira blóð í kúnni, meira að segja alveg spánnýtt bjargráð, og leggið nú við eyrun, bændur góðir. Emil segir orðrétt: „Eitt vil eg svo nefna að lok- um,'og það eru hin lögbundnu teugsl milli raupgjalds og verð- lags, sem hafa verið í gildi og eru að verulegu leyti enn. Þó að vísitöluálag á laun hafi ver- ið afnumin, er enn eftir sara- band á milli almennra launa í landinu og landbúnaðarafurð- anna. Á því er enginn vafi, að þau tengsl valda miklu um þá öfugþróun, sem átt hefur sér stað enn í launamálum og verð lags, sem bezt má sjá af því, að í október og nóvember s. 1. hækkaði framfærslukostnaðar- vísitalan þeirra vegna um 6 stig, sem er þriðjungur af árs- hækkuninni Virðist nú fylli- lega tími til kominn, að verðá- kvörðun landbúnaðarvara sé tekin til gagngerðrar endur- skoðunar“ Þetta segir Emil, og nú held éP, að öllum frændum hans lífs og liðnum, að Fjalla-Eyvindi ekki undanskildum, þyki meira SMÁSPJALL VID HELGA Á HRAFNKELSSTÖÐUM UM ÁRFERÐIÐ TIL LANDS OG STJÓRNAR OG BÚVÍSINDA- MENNINA GUNNAR, GYLFA OG EMIL FRÆNDA HANS tn nóg um, og að þeir fari jafn- vel að skammast sín fyrir hann. — Og hvaða efni ætli þeir hafi til þess? — Var hann ekki búinn að segja áður, að kaup embættis- inanna hafi hækkað um 407o og verkamanna um 30%. Þettá er iíka staðreynd, og einnig hitt, að afurðir bænda hafa í sama tíma haekkað aðeins um 20,8%. Svo koma ráðherrar fram á krossgötum og segja, að það séu Dændur, sem valda þessari öf- ugþróun, 02 um fram allt verði að taka þá úr sambandi. Ætli það séu ekki einhverjir fleiri, og þá ef til vill í æðri sessi, sem þyrfti að taka úr sambandi. — En þú ættir nú að gefa fremur gaum að því, sem land- bunaðarráðherrann segir. — Já, og hvað segir hann um öll þessi boðorð? Heldurðu, að ég hafi ekki reynt að fylgj- ast með því. En sú leit hefur engan árangur borið, því að ég get ekki betur séð, en hann hafi tekið þann kostinn að þegja. Þó skal ég taka það fram. að ég hef aldrei efazt um það, að Ingólfur Jónsson vilji landbúnaðinum vel, og það vita allir bændur. En hitt vit.um við líka að hann er varla sjálfráður, og það er ekki von að vel fari, þegar umhverf- is hann sitja sex stjórn-andar honum verri. Ég held, að bænd- ur vildu gjarnan heyra hans álit á boðskap Emils og Gylfa. En Ingólfur hefur ekki held- i:. haft sérstakt hjúalán. Hann á t d. einn pólitískan fósturson, Gunnar nokkurn Bjarnason, ráðunaut með meiru, og hann hefur kvatt sér hljóðs í Mbl., og er ekki myrkur í máli frem- ur en venjulega - og honum er alltaf að fara fram. Fyrir nokkr um árum birtist bréf til Gísla á Hofi frá Gunnari í Frey, og þá hólt ég, að ekki væri hægt að skrifa vitlausari grein. En Gunn ai hefur bætt metið síðan. Þá átti hvorki að hafa hús né hey handa ánum. En nú er gengið enn lengra og ekki talið nauð- svnlegt að hafa bændur í land- mu heldur. — Er þér eitthvað í nöp við Gunnar? — Nei, blessaður vertu, það er nú síður en svo. Fyrir svo sem tuttugu árum fórum við Gunnar saman um allt Suður- land til þess að kenna bændum, eða svo átti það nú að heita Fiá þeirri ferð á ég margar góðar endurminningar, því að elskulegri félaga en Gunnar er' ekki hægt að fá, og hann er allt af góðkunningi minn síðan. En undir ferðalokin sagði hann *einu sinni við mig: Hvernig í fjandanum stendur á því, að bændur virðast trúa þér betur en mér? Ég held, að þeir haldi alltaf, að ég sé að plata þá- Ég gæti bezt trúað því, að þeir séu smeykir um það núna. — Þetta er landbúnaðarhag- fræði af hæsfcu gráðu maður. Það heitir skynvæðing. — Já, alveg rétt. Stórmerki gerast nú, ef Gunnar Bjarna- son verður helzti postuli skyn- væðingar á íslandi. Það væri gaman að vera í tímum hjá Gunnari, þegar hann er að kenna Igndbúnaðarhagfræði á Hvanneyri. Ég tel víst, að hann byrji og endi á sama hátt Gg Cató gamli hinn rómverski forðum: „Fyrst og síðast legg eg til, að Karþagó verðl lögð í eyöi". Hvort Gunnari end- ist kenningin til eins langrar frægðar, læt ég óspáð. — En þú, hver eru þín ráð? Væri ekki rétt að sannprófa með einhveijum hætti vísinda- kenningar þeirra Gunnars, Gylfa og Emils? — Jú, það er satt, og ég hef eina tilögu fram að bera til viðreisnar i landinu. Gunnar segist eiga penna og gott blað. Það á ég líka. Mér er sagt, að í Hafnarfirði liggi 5 togarar bundnir, af því að enginn rekstr argrundvölíur sé undir útgerð þeirra. Og mér skilst það á Em- il frænda mínum Jónssyni, að það kosti um 20 milljónir í tapi á ári að gera þá alla út. Nú legg ég það til, að Hafnfirðing- ai selji einn þessara togara í þágu vísindanna, og kaupi fyr- ir verðið svín og hænsn og flytji þau að Krísuvík. Síðan fái þeir Gunnar Bjarnason fyrir bústjóra og láti Gylfa gera upp búreikningana. Þegar gróðinn og glæsibragurinn blasir við öllum eftir svo sem tvö ár, skal ég heita þessum búvísindamönn u.m því að beita mér fyrir bændaför af Suðurlandsundir- lendi til Krísuvíkur, svo að augu manna megi upp Ijúkast fyrir stórmerkjunum. Allt er þá þiennt er eins og trú von og kærleikur (þessara manna til bændanna) Guðmundur hinn ríki á Möðruvöllum þurfti þess með að láta færa sér heim sanninn, og það gerði Ofeigur í Skörð- um eftirminnilega. Nú gefst Gunnari Bjarnasyni færi á að taka að sér þetta hlutverk svslunga síns og vafalaust for- föður líka. Ég óska þess af al- hug að honum takist þetta vel, og þá munu bændur fara að hlusta frá fjalli til fjöru, sagði Helgi að lokum. — A.K. J mér finnst ég líka sjá að hverju hann hefði stefnt í námi. Vélfræði, verkfræði, til þessa mun hugur- inn heitast hafa leitað. Nú en möguleikarnir í dag voru ekki fyrir hendi 1885, því miður. Á uppvaxtarárum Gísla urðu fátækir piltar og stúlkur að sætta sig við næsta krappan kost á andlega sviðinu og leitast við að byggja sig upp á eigin námi ef þau höfðu manndóm til. Þessa leið fór ungi pilturinn á Syðra- Hvarfi og honum reyndist drjúgur heimafenginn baggi er út í lífs- baráttuna kom . Það segir sína sögu um álit og traust sveitunga Gísla á honum, að tæplega þrjtugur að aldri er hann orðinn oddviti Svarfaðardals- hrepps og sýslumaður 1902—’14. Til þess nú að gera langa og merka sögu stutta, þá hljóðar hún svo. Gísla voru falin flest þau störf í sveitarfélaginu er að félags málum lutu, ýmist sem odda- manni eða í stjórn. — Átti hann því um langt skeið meiri og minni þátt í öllum nýjungum og framvindu framfaramála sveit- arfélagsins, samvinnulipur og flestum glöggskygnari. Tvennt er þó það, sem ekki má falla niður, en taka sérstaklega fram, þá Gísla er minnzt að leið- arlokum og snertir hvort tveggja samgöngumál innan sveitarinnar. Hið fyrra eru afskipti hans af að fá byggðar brýr yfir Sklðadalsá og Svarfaðardalsá, en ár þessar falla eftir samnefndum dölum, áð- ur en þær sameinast í eitt. Ár þessar gátu í vatnavöxtum orðið hin verstu flögð og ófærar með öllu. Fyrir atbeina Gísla og annarra góðra manna veitti Eyjafjarðar- sýsla fé til brúabygginga yfir ár þessar. Tókst Gísli á hendur að sjá um framkvæmd alla og að ger- ast yfirsmiður og þótti mikið í ráðizt af ófaglærðum manni. — Teikningu og líkan að brúnum gjörði hann og mun líkan þetta geymt í Iðnminjasafni Reykja- vík. Þetta verk var eins og önn- ur verk, er Gísli leysti af hönd- um smekklegt og traust^og lofaði meistarann. Hversu mikil lausn þessi framkvæmd var í samgöngu málum sveitarinnar, þarf ekki að lýsa, það segir sig sjálft Hin samgöngubótin, er Gísli var fyrsti hvatamaður að og forystu- Framhald á 13. tffiu. T í MI N N, þriðjudagur 28. janúar 1964 — ð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.