Tíminn - 28.01.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.01.1964, Blaðsíða 8
Leikstarfsemi í Hrunamannahreppi Því er stundum haldið fram, að ekkert markvert gerist í menningar- eða félagsmála- starfi út um hinar dreifðu byggðir Öll hin svokallaða sveitamenning tilheyri fortíð- inni, og fámenni hamli allri slíkri starfsemi. Sem betur fer er þessu ekki þannig farið. Mjög víða í sveit um landsins er haldið uppi öfl- ugu félagsmálastarfi í ýmsum myndum. Ber þar enn mest á h starfsemi ungmennafélaganna. Með dugnaði, ósérplægni og samtakamætti hafa mörg hreppsfélög komið sér upp myndarlegum félagsheimilum, sem hafa orðið ómetanleg lyfti stöng til aukins átaks í fjöl- breyttari félags- og tómstunda iðju. Eitt af því sem ungmennafé- lögin hafa unnið að, er leik- starfsemi. f sumum sveitum er leiklistin orðin' gamalgróin og margt fólk í byggðarlögunum hefur fengið mikla þjálfun á leiksviði og náð góðum tökum á hinum ólíklegustu viðfangs- efnum. í þetta sinn vil ég, að gefnu tilefni minna á ungmennafélag Hrunamanria. — Það verður að segja að sú sveit sé ein hin glæsilegasta hér á Suðurlandi. Hvort tveggja er að sveitin er mannmörg og eigi síður hitt að fólkið er óvenju dugmikið og yfirbragðsfrítt og ber með sér áskapan virðingar og höfð- ingssvip og lund. — Þar í sveit hefur um áratugi verið rækt- aður heilbrigður félagsþroski, sem vafalaust á sinn mikla þátt í því hversu vel fólkið hefur unað þar við sitt og lítið flutt í burtu, enda mun í fáum sveit- um jafn margt af ungum glæsi legum bændum og bændakon- um og þar, að öllum öðrum ó- löstuðum. UMF Hrunamanna hefur um fjölda ára iðkað leikstarfsemi og mun að því er fróðir menn þar segja vera búið á vegum þess að fara á svið hvorki meira né minna en 80 leikrit af ýmsu tagi. S.l. föstudagskvöld sýndi félagið í Selfossbíó gamanleik inn „Gift eða ógift“, eftir J. B. Priestley í þýðingu Boga Ólafs sonar. Þetta er ósvikinn gaman leikur og í meðferð leikaranna var sannarlega skemmtileg stund að njóta tilþrifa þeirra á sviðinu. Þarna var enginn við- vaningsbragur á hlutunum, hraði, hispursleysi og léttleiki einkenndi allan flutninginn. Öll gervi og búningur leiksviðs ins var með ágætum, sem sagt, allur leikurinn heilsteyptur og vel útfærður. Hér verður ekki lagður dóm ur á meðferð einstakra leik- enda, þeir skulu allir hafa mín- ar beztu þakkir fyrir óvenju- lega gleðistund, en leikstjóran um Hólmfríði Pálsdóttur ber sérstaklega að þakka fyrir skemmtilega útfærslu og góð- 'ar staðsetningar leikenda, sem vitanlega á sinn stóra þátt í heildarmyndinni. Því miður voru miklu færri sýningargestir en vera skyldi, en þeir sem mættir voru klöpp uðu leikendum óspart lof í lófa við mörg atriði og að sýningu lokinni. Ef leikurinn verður sýndur víði..', vil ég eindregið benda fólki á að sækja hann ef það vill fá sér ósvikna gleðistund. Því sýningin gefur ekkert eft- ir því bezta, sem upp á er boð- ið af slíku tagi í þéttbýlinu. Óskar Jónsson Bók um Búnaðarsam- band Kjalarnessþings „Búnaðarsamband Kjalarnes- þings fimmtíu ára“ heitir bók, sem kom út á síðasta ári, og hefur að BÍLA OG BÚVÉLA SALAN v/Miklatorg Simi 2 3136 geyma, sem nafnið. ber með sér, búnaðarsögu Gullbringu- og Kjós- arsýslu á þessari öld. Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum tók saman bókina, sem er 160 blaðsíður í stóru broti, prentuð og bundin í Hólum. Frá- gangur bókarinnar er hinn prýði- legasti, góður pappír, skýr prentun og áferðaríalleg, og gott band. Fjöldi mynda af bændum og framá mönnum héraðanna, bæjum og verklegum framkvæmdum eru í bókinni. Jóhann Jónasson,'formaður bún- aðarsambandsins, ritar inngangs- orð, en síðan koma þættir úr sögu sambandsins, sjö þættir eftir Guð- mund Jósafatsson og einn eftir Ólaf Bjarnason. Þá eru greinar um hvert búnaðarfélag innan sam- bandsins, eftir ýmsa höfunda. Ingi- björg Jónsdóttir ritar um nám- skeið í meðferð og matreiðslu græn metis, og Guðmundur Jósafatsson ritar lokaorð. ÁrlS 1921 var merkisár I sögu (slenzkrar larSvinnslu, en þá kom þúfna- baninn. Mest var afrekaS með þessari vél i Kjalarnesþingi. MYNDI'N er úr bókinni um Búnaðarsamband Kjalarnesþings. Árni C Eylands við stýrið á þúfnabananum, búnaðarmáiastjóri og fleirl standa fyrir aftan hann. FRAMSÓKNARVIST Framsóknarfélögin í Reykjavík spila Framsóknarv»st ; Súlnasaln um, Hótel Sögu. fimmtudaginn 6. febrúar kl 20,30 Skemmtiatri'Öi og dans. 1 MINNING GÍSLIJÖNSSON Hofí, SvarfaðardaL Þann 8. þ. m. lézt á Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar Gísli Jóns- son Hofi Svarfaðardal. Með honum er horfinn einhver mesti og sér- kenniiegasti persónuleiki sinnar samtíðar meðal Svarfdæla. Hver sem eitt sinn sá Gísla í Hofi mun tæplega hafa gleymt mynd hans, svo fast hlaut hún að mótast í hugskoti manna, enda maðurinn þjóðkunnur. Gísli var fæddur að Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal 11. okt. 1869 og því 94 ára er hann lézt. Foreldrar voru Jón Kristjánsson bóndi Syðra Hvarfi og Dagbjört Gunnlaugsdótt ir bónda Atlastöðum Gíslasonar. Bæði voru komin af merkum svarf dælskum bændaættum. Sjá „Sterk ir stofnar", eftir Björn R. Árna- son. Þau Syðra-Hvarfshjón eignuð- ust 3 börn, 2 dóu í frumbernsku en Gísli einn náði þroskaaldri. Gísli ólst upp með foreldrum sínum, en er hann kvongaðist 1891 tók hann við búi á Syðra-Hvarfi og bjó þar til ársins 1904 er hann keypti jörðina Hof í Svarfaðardal. Með honum fluttu foreldrar hans og dvöldu til hinztu stundar. Kona Gísla vár Ingibjörg Þórð- ardóttir Hnjúki Svarfaðardal Jónssonar hin ágætasta kona á alla lund og búkona með afbrigð- um. Ingibjörg dó 1952. Börn þeirra voru 6, náðu 5 fullorðins árum, en eina dóttur misstu þau á barns- aldri og elzta barn þeirra Halldóra dó ung, en þá gift kona og móð- ir. Hin lifa foreldra sína báða, Gunnlaugur bóndi Sökku, Jón bóndi Hofi, Dagbjört húsfreyja Laugafelli Reykjadai, S.-Þing., Soffía, er yngst var þeirra syst- kina er ógift og stóð fyrir heimili föður síns eftir að hann varð ekkjumaður og jafnframt fyrir búi bróður síns Jóns eftir að hann hafði misst konu sína. Allt er þetta fólk hið ágætasta sem það á kyn til. Hjá þeim hjónum Gísla og Ingi- björgu ólst upp frá bernskuárum til fullorðins ára og jafnan sem eitt af börnum þeirra Ingibjörg Kristjánsdóttir, gift Steingrími kennara Benediktssyni, Vest- mannaeyjum. Heimili, þeirra hjóna var jafn- an mannmargt, einkum eftir að þau fluttust að Hofi, sem er miklu meiri jörð en Syðra-Hvarf. Búskap ur allur í bezta lagi. Ekki var þar neinn auður í garði, en þó jafn- an með bezt stæðu heimilum í Svarfaðardal. Gestanauð varð snemma mikil, einkum eftir að hjónin komu að Hofi, studdi þar margt að. Heimil- ið aðlaðandi, húsbóndinn mjög riðinn við ýmis félagsmálastörf og þurftu því margir þangað að leita ýmissa erinda. Auk þessa var Gísli þúsundþjalasmiður, jafnt á tré og járn, svo fjölhæfur í starfi að furðu gegndi. Honum virtist allt liggja í augum uppi. Varla hafði hann vél fyrr augum litið er hann hafði skilið gerð hennar og hvern- ig hún starfaði. Allt þetta samanlagt er ég hefi nefnt, olli því að á Gísla stóð enda laust kvabb og ónæði en þess varð aldrei vart að það rótaði geðró hans og prúðmannlegri framkomu, því hvorugt brást honum nokkru sinni. Allt þetta kvabb og ónæði, er það hlaut að hafa í för með sér tók vissulega mikinn tíma frá hús bóndanum til heimilisstarfa og ég ætla að öllum jafnaði hafi ekki mikill peningur komið í Ho-fsbúið í gegnum þessi störf, oftar lítið eða ekkert. Gísla gat aldrei lærzt að meta verk sín eftir þeim töxt- um síðari tíma, er giltu fyrir sams konar þjónustu hjá öðrum. Gísli dvaldi oft langdvölum frá heimili sínu bæði við félagsmála- störf og smíðar. Stjórn heimilis- ins hvíldi því oft þungt á hús- freyjunni en henni fataðist ekki stjórnin, allt var í öruggum skorð- um og bifaðist hvergi enda voru þau hjón hjúasæl og virt. Yfir Hofsheimilinu var jafnan bjart. Sambúð í bezta lagi og fjölskyldu- lífið innilegt og hlýtt. Eg hef leit- azt við að draga hér fram í stórum dráttum svipmynd af Hofsheimil- inu j búskapartíð þeirra Gísla og Ingibjargar en hefði þó átt skilið að fyllri hefði verið en í takmark- aðri blaðagrein, verður ekki allt sagt, það yrði of langt mál. Ævistarfi Gísla á Hofi verður ekki fulllýst með Hofsheimilinu einu. Ævistarf hans var langt út fyrir það. Gísli er fæddur á þeim tíma er ungum íslendingum var ekki margra kosta völ. Atvinnuvégir fáir og frumstæðir og leiðir til menntunar næsta torfærar og flest um ófærar vegna kostnaðar, það fékk Gísli að reyna, mun þó fast hafa á hann sótt þorsti til slíkra hluta, enda gáfur nægar og fjöl- hæfar. Minni svo trútt að ég ætla að til undantekningar megi telja. Hann virtist eiga hvert ár ævi sinnar frá bernsku skýrt afmark- að með sínum sérkennum og átti það jafnan tiltækt svo ekki skeik- aði. Fjölhæfni Gísla til verklegra starfa var óvenjuleg, en hið sama gilti á andlega sviðinu. Mér er sem ég sjái hann nú í dag ungan og upprennandi horfandi á alla þá möguleika til lærdóms sem við augum blasa. Þvílík dýrð að geta svalað hinum andlega þorsta og menntaþrá og hefja gönguna. Og T í m i n N. briSjudagur 28. janúar 1964' 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.