Tíminn - 28.01.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.01.1964, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKID inn og flytja aiásendingu, og á eftir fylgdi texti hennar. ChaTíiherlain-stjórnin var kom- in að leiðarlokum. Eitthvað um þrjátíu og tveimur klukkustundum á undan hafði hún skýrt Hitler frá því, að drægju Þjóðverjar ekki hersveitir sínar til baka út úr Pól- landi, myndi Bretland skerast í leikinn. Ekkert svar hafði borizt, og nú var brezka stjórnin staðráð- in í að .standa við orð sín. Daginn áður hafði hún óttazt, eins og Éharles Corbin, franski sendiherr ann í London hafði skýrt hinum hikandi Bonnet frá klukkan 2:30, að Hitler frestaði af ásettu ráði að senda svar sitt tii þess að geta lagt undir sig eins mikið af pólsku landi og mögulegt væri, en eftir að hafa náð undir sig Danzig, Hlið íhu og öðrum svæðum, kynni hann að koma með ,,göfuglynt“ friðar- boð, sem bj;ggðist á' greinunum sextán frá 31. ágúst. Halifax hafði stungið upp á því við Frakka til þess að koma í veg fyrir að festast í þessari gildru, að gæfi þýzka stjórnin ekki við- unandi svar við ensk-frönsku orð- sendingunum frá 1. september innan fárra klukkustunda, myndu Vesturveldin tvö lýsa stríði á hend ur Þýzkalandi. Að afloknum fundi brezku stjórnarinnar síðdegis 2. september, þegar ákveðin afstaða hafði verið tekin, stakk Halifax sérstaklega upp á því, að banda- mennirnir tveir legðu fram úrslita kosti í Berlín á miðnætti næstu nótt, og þeir rynnu út klukkan 6 að morgni 3. september. Bonnet vildi ekki hlusta á svo fljótfærnis legar aðgerðir. Raunin var sú, að franska stjórn- in, sem var illa klofin út af mál- inu, hafði átt í miklum erfiðleik- um með að ná samkomulagi um það, hvort Frakkland ætti að j standa við skuldbindingar sínar við ! Pólland —- og Bretiand líka — eða 'ekki. Hinn skuggalega dag. 23. ágúst hafði Bonnet eftir að hafa héyrt um för Ribbentrops til j Moskvu til samningagerðar fengið j Daladier til þess að kalla saman i varnarmálanefndina. sem átti að : athuga, hvað Frakkland gæti gert. Auk þeirra Daladiers forsætisráð- j herra og Bonnets voru þarna mætt- ir ráðherrarnir, sem höfðu með j mál herja4pna að gera, Gamelin (hershöfðÍT®i, yfirmenn sjóhers og iflughers og þar að auki fjórir aðr- ir hershöfðingjar — samtals tólf , menn. í fundargerðinni segir, að Dala- dier hafi lagt fram þrjár spúrning- ar: i 1 .Getur. Frakkland setið hjá að- j gerðarlausf, á meðan Pólland og Rúmenía (eða annað hvort þessara ' landa) eru þurrkuð út af Evrópu- kortinu? 2. Hvað getur Frakkland gert til þess að koma í veg fyrir þetta? 3. Til hvaða bragðs á að taka nú? Eftir að Bonnet hafði útskýrt hina hættulegu stefnu, sem hlut- irnir höfðu nú tekið, lagði hann fram spurningu, sem átti eftir að verða efst í huga hans til hins síð- asta: Þegar ; standið hefur verið at- hugað, væri þá ekki bezt fyrir okk- ur að standa við gefin loforð og leggja út í styrjöldina án lafar, eða ættum við að endurskoúa afstöðu okkar og hagnast á þeim tíma sem okkur gefst þannig Svarið við þessari spurningli e' nðallega hern aðarlegs eðlis. Þega1- málið hai'ði verið lagt þannig í hendur Game’.ins og Dar- I lands aðr’ír ils svöruðu þeir | — að Iandher og sjóher væru reiðubúnir Á frumstigi styrjald- arinnar geta þeir lítið gert gegn i Þýzka'.andi En hervæðingin ein í Frakklandi myndi vera nokkur létt ir fyrir Pólland, því að hún yrði til þess að festa töluvert af liði Þjóðverja á landamærum okkar. Gamelin hershöfðingi spurði, hversu lengi Pólland og Rúmenía gætu veitt viðnám, og sagði, að hann teldi, að Pólland myndi veita heiðarlegt viðnám, sem kæmi í veg fyrir að stór hluti þýzka hers- ins sneri sór gegn Frakklandi fyr- ir næsta vor, en að þeirn tíma liðn- um yrði Stóra-Bretland komið við 'dið okkar. Eftir miklar umræður tóku Frakkarnir að lokum ákvörðun, sem var nákvæmlega bókuð í fund argerðinni — í þessum viðræðum heíur ver ið á það bent, að bíöum við þess að hafa styrkt lið okkar í nokkra mán I uði, mun Þýzkaland hafa unnið enn meira á, því að þá mun það hafa yfir auðlindum bæði PóIIands og Rúmeníu að ráða Því á Frakkland engra kosta völ. Eina lausnin er að standa viö gefin loforð við Pólland frá ! þvi áður en samningaviðræðurnar hófust við Sovétríkin Eftir að franska stjórnín hafði gert þetta upp við sig tók hún til starfa Að fundi þessum loknum, 23 ágúst var gefin út tilkvnning til allra hevmanna á landamærun- um og peir látnir taka stöðu sem i styrjöld Næsta dag voru ka’daðir út 360 000 varaliðar Hinn 31 ág. gaf stjórnin út tilkynningu. þar sem sagt var að Frakkland myndi „standa fast við" skuldbindingar sínar Og næsta dag. fyrsta dag þýzku árasarinnar á Pólland. fékk Halifax Bonnet til þess að láta Frakkland sameinast Bretlandi í aðvörun, sem gefin var stjórninni j í Berlín um að bæði löndin myndu standa við loforð sín við banda- mann sinn. En 2. september þegar Bretar vildu láta setja Hitler úrslitakosti á miðnætti, voru Gamelin hershöfð ingi og franska hershöfðingjaráðið á móti því Þegar öllu var á botn- inn hvolft, voru það Frakkar ein- ir, sem yrðu að berjast, ef Þjóð- verjar gerðu þegar í stað árás á vesturvígstöðvunum. Þar yrði ekki einn einasti brezkur hermaður til þess að hjálpa þeim. Herforingja- ráðið krafðist enn fjörutíu og átta stunda frests til þess að geta hald- ið áfram hernaðarundirbúningnum óhindrað Klukkan 6 eftir hádegi hringdi Halifax í Eric Phipps, brezka sendi herrann i Párís: „Fjörutíu og átta klukkustundir eru ómögulegar fyr ir brezku stjórnina. Afstaða Frakka kemur stjórn hans hátign- ar mjög illa'' Hún átti eftir að verða enn óþægilegri tveimur stundum síðar, þegar Chamberlain reis á fætur til- þess að ávarpa neðri málstofuna, en meginhluti þingmannanna var orðinn óþolinmóður vegna þess dráltar, sem orðinn var á því að Bretar héldu loforð sitt. Þolinmæði þeirra var næstum þrotin, þegar forsætisráðherrann hafði lokið ræðu sinni Hann sagði þingmönn- um frá því, að ekkert svar hefði enn komið frá Berlín. Bærist svar- ið ekki, og héti það ekki afturkalli þýzkra bermanna frá Póllandi, myndi stjórnin „verða að grípa til aðgerða" Samþykktu Þjóðverjar hins vegar að hörfa, sagði hann, að stjórnin myndi „vera fús að líta svo á sem aðstaðan væri sú sama og áður en þýzki herinn hafði farið yfir pólsku landamærin . . .“ Á meðan sagði hann stjórnina standa í sambandi við frönsku stjórnina varðandi hvenær aðvar- anirnar til þýzku stjórnarinnar gengju úr gildi. Eftir þrjátíu og níu klukku- stunda styrjöld i Póllandi hafði 61 — Ha, ha, sagði PhiJ. Hann virt^ ist skemmta sér yfir einhverjum einkabrandara. — Ef til vill sýnir *hún ekki rétta mynd af ást og þrá mann- fólksins, en hún hefur skapað mynd fyrir okkar kynslóð og hefur með því áhrif á óskir hennar. Kon urnar láta sig dreyma um, að karl maður bíti hana í öxlina eins og Clark Gable eða lúti yfir hana eins1 og Robert Mitchum. Phil leit á þær til skiptis. Báðar voru grafalvarlegar og hugsandi á svip. Hann hló og fékk sér sígar- ettu. — Jfínar elskanlegu, sagði hann. — Er ykkur ekki ljóst, að ást þín, Min, til Whit, og ást og sambúð okkar Page er einmitt það, sem Hollywood heldur, að hún sé að sýna á hvíta tjaldinu? Page leit hugsandi á hann, og Min blístraði. — Ekki alveg, sagði hún með efa í röddinni. — Jú, vissulega. Hér er að finna þá fullkomnun, sem Hollywood reynir að ná í myndum sínum. Tökum sem dæmi okkur Page.! Page brennir kóteletturnar, ég verð gramur, og vi§ rífumst. Og svo snæðum við í ásí og samlyndi bacon og egg, sem við matreiðum í sameiningu í staðinn fyrir brennda matinn. Eg skyldi éta hatt inn minn, ef þið gætuð sannfært mig um, að ég færi með rangt mál. Þetta er ástæðan fyrir því, að fólk fer í kvikmyndahús. — Eg veit um símanúmerið hjá Jayne Mansfield, sagði Min og dró fæturna upp undir pilsin. — Þegi þú, bullukolla. Eg hef meira að segja. Þú með þína Holly wood-ást og rómantík — það er eins og með mig og starf mitt. Rómantík og draumar eru nauð- synlegir. En það er aðeins árang- urinn af þeim, sem hnefur gildi. Draumar þínir um Clark Gable og að ihann biti í öxlina á þér, leiddu þig í hjónaband með Whit. Draum- ar mínir um að gera eitthvað stór- iostlegt á sviði vísindanna, ráku mig til St. Louis og vera mín þar kom mér í skilning um mikilvægi starfs míns hér. Skilurðu, hvað ég á við, Min? Page brosti hamingjusöm. Hún skildi. — Eg skil þáttinn, sem fjallar urn þig og starf þitt, sagði Min. — Jafnauðskilinn ætti að vera þátturinn um ástina. Og hann mun halda áfram að vera svona. Þann ig mun fara fyrir börnum okkar og barnabörnum. — Hvers vegna hefur ekki ein- hver annar komið og sagt þetta — á undan þér? sagði Page. — Og svipta okkur gleðinni af því að uppgötva það sjálf? Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum með ánægjubrosi. — Eg'skil. — Það geri ég ekki, sagði Min þrjózkulega, því að ef við vissum þetta fyrir, hversu miklum sárs- auka kæmumst við ekki hjá? All- ar mínar skyssur . . . Hún stóð á fætur til að sjá bet- ur, hvort það væri bíllinn minn, sem kom akandi upp hlíðina. — Ef þessi skúrkur hefur gleymt að koma með pakkann, sem ég bað hann um, tautaði hún. Phil hló. — Hann hefur ekki gleymt honum. Þú vissir það fyrir heilum fimm árum, fað Whit var ekki af þeirri tegund, sem gleymir að gera öðrum greiða. En það tók þig fimm ár, að komast að því, að það eru einmitt þessir eiginleikar, sem gera það að verkum, að þú elskar hann svo mjög. — En hvers vegna, Phil? Hún sneri sér að honum með sársauka í augnaráðinu. — Hvers vegna þurftum við öll að eyða þessum tíma í að hlaupa í kringum sjálf okkur í l.eit að því, sem var allan tímann við hendina. Hvers vegna allar þessar skyssur og gjöldin fyrir þær? — Þeim árum var ekki eytt til einskis, vina mín, sagði hann mildi lega. Þegar fundin er lækning við meini, segjum við ekki, að öllu starfinu, sem í þá leit hefur farið, hafi verið eytt til einskis. Árið mitt í St. Louis gaf mér Page, og það ár lærði ég að meta starf mitt hér og starf mitt í heild. Eg þurfti að taka petta hliðarspor til þess að læra að ganga rétta veginn. — Þú "getur sannfært sjálfan þig, hrópaði Min, og varir hennar skulfu. En mig geturðu ekki sann fært. Hvers vegna þurfti ég að æða til St. Louis og kasta mér í heimsku minni í fangið á flugmann inum, sem ég ekki elskaði? Hvers vegna varð ég að gera það, úr því að Whit, heimilið okkar, pottarn- ir mínir og pönnurnar og börnin okkar Whit biðu mín . . Tárin brutust fram, og hún þurrkaði þau gremjulega í burtu. — Sumar konur, sagði Page spekingslega, ná aldrei hápunkti hamingju sinnar. Sumir vísinda- menn finna aldrei það. sem þeir leita að. Min horfði krefjandi augnaráði á hana. — Hvaða niðurstöðu gef- ur það? — Að þú ert lánsöm. Og ég er það einnig. Við getum litið skyss- ur okkar rólegum augum og þakk- að það, sem náðst hefur — Mér finnst nú samt, að Whit hafi verið gert rangt til Og mér líka! Við hefðum öll orðið ham- ingjusamari, ef mér befði verið gefin meiri skynsemi — Þú ert nægilega hamingju- söm, sagði Phil, og þú munt halda áfram að vera það Wbit er svo skilningsgóður. — Heldur þú. spurði Min áköf, að gæzka hans og skilningur rétt- læti nokkra hætishót þá skyssu mína, að koma til hans spjölluð af öðrum? Heldur þú, að fjyrirgefn ing hans og skilningur dragi úr ákafa mínum að reynast honum góð eiginkona og bæta fyrir brot mín? Og ég -meina góð eiginkona, Phil Scoles í þeim gamaldags skilningi, sem felst í þessu orði. Hún stakk vasaklútnum 'aftur í j vasann, gekk að hlóðunum, skaraði í eldinn og setti kaffikönnuna yfir. 1 — Eg vildi, sagði hún ofsalega, að i heimurinn hefði ekki gleymt þessu | orði. Né að sýna fyrirlitningu, þeg- ar siðferðisbrot hefur verið framið. Eg hefði átt skilið hýðingu á opin- j berurú stað fyrir það, sem ég gerði með flugmanninum. — Hefur þú ekki tekið út þína refsingu? — Eg veit það ekki. Einhvern veginn slapp ég. Við sleppum öll. — Þú ert býsna hörð við okkur, Min. sagði Phil — Mér er alveg sama. hrópaði hún. Við þörfnumst harðneskju. , Og veiztu nokkuð? Hún sneri sér að honum og skók framan í hann > skörunginn — Eg ætla að hlaða byrgi um börnin mín og sjá svo um, að þau verði — að þau verði 1 — Góð? stakk Phil upp á, og augu hans l.iómuðu — Einmitt! Góð! Það er orðið, sem þessi kvnslóð verður að læra! Hann *kki að henni Hún hafði p standa — Hve i mörg biirn a lia ðtt annars að eign- Jast, frú Whitle.v' spurði hann með stríðnisglampa i augum — Ef þú ætlar að gerbylta heiminum ■ — Þetta er ekki fyndið. rauð- haus! Hún steig eitt skref aftur á bak og rétti út höndina Hún vissi, að ég var að koma fvrir hornið. — Þó að ég eignist aðeins einn son eða eina dóttur, þá er það þó upp- hafið að umbyltingu heimsins, ef ég el þau rétt upp. Einhvers staðar verður upphafið að vera og því ekki alveg eins í Berilo eins og annars staðar í heiminum. Upp- hafið gæti verið við fjögur og börnin okkar. Við fjögur þekkjum naumlega muninn á réttu og röngu en við þekkjum hann þó. Svo að nú veltur á okkur. Ykkur, mér og Whit og börnunum okkar. Sumir mundu segja, að Berilo sé smáborg í fjallahéraði, afskekkt og án alls mikilvægis En hún er mikilvæg, rauðhaus! Og hún sveiflaði þeirri hendinni sem laus var, eins og hún vildi láta vel að fjöllunum, gullnum í síð- ustu geislum kvöldsólarinnar, láta vel að dalnum, skrýddum skugg-' um kvöldsins, fljótinu, borgarstræt unum og litlu snotru bóndabæjun- um. — Þetta er allur heimurinn, hrópaði hún fagnandi. Phil horfði á mig, síðan á Min. — Gleymdu ekki okkur Page, sagði hann 'alvarlegur í bragði. Við mundum gjarnan vilja fá litla byrg ið þitt að láni. Min hló — Ó, rauðhaus. — Eg er stoltur af þér, stúlka litla, sagði hann. Eg dáist að þér. Min lyfti hönd minni og neri henni við vanga sinn — Fimm ár, sagði hún með eftirsjá i röddinni. Svo brosti hún og sneri andlitinu að mér, svo að ég gæti kysst hana. — Hey1 sagði hún — Veiztu nokkuð. rauðhaus? Eg held, að þú hafir þrátt fyrir allt á réttu að standa Þessum árum var ekki eytt til einskis! ---- ENDIR ------- 14 T í M I N N, þrlSiudagur 28. ianúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.