Tíminn - 28.01.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.01.1964, Blaðsíða 5
ÍÞRÚTTIR IÞRDTTIR 10 fyrstu af ca. 300 í MONTE CARLO 1964: 1. MORRIS MINI COOPER 2. FORD FALCON 3. SAAB 4. MORRIS MINI COOPER 5. SAAB 6. VOLVO 7. MORRIS MINI COOPER 8. MERCEDES BENZ 9. VOLVO 10. CITROEN DS 19. Morris-umboSið MORRIS MINI bifreiðar hafa þegar öðlazt miklar vinsældir hér á landi, jafnt fólks sem sendiferöa- bifreiðir. Sinstök reksturshagkvæmni, benzíneyðsla aðeins 5—6 Itr. pr. 100 km. — Rúmbezta bifreiðin í þess- um stærðarflokki MORRIS MINI er mest selda bifreið Bretlands í dag og vinnur stöðugt á á erlendum markaði. GERIÐ HAGKVÆMARI KAUP EF ÞIÐ GETIÐ! Verð frá 104—135 þús. Þ. ÞORGRÍMSSON & GO. Suðurlandsbraut 6 — Sími 22235. Morrls 850 Traveller K.R. náði aldrei að sýna I.R. klærnar Alf-Reykjavík, 27. janúar ÍR-Iiðið átti mjög góðan dag gegn KR á sunnudaginn og vann stórsig ur, 28:17. Margir höfðu búizt við, að KR, eftir sinn stóra sigur yfir Fram, myndi láta ÍR finna fyrir klónum. En þetta fór á aðra leið. Gunnlaugur Hjálmarsson stjórn- aði ÍR-liðinu mjög vel — og ef fyrstu mínútur leiksins eru undah skildar — má segja, að ÍR hafi allan tímann haft mikla yfirburði. En satt bezt að segja var allt of rnikið um slagsmál í þessum leik og var dómarinn, Sveinn Kristjáns son, sannarlega ekki öfundsverð. ur af hlutverki sínu. Gunnlaugur Hjálmarsson virðist nú vera að komast í mjög góða þjálfun og hann sýndi sinn lang bezta leik um langan tíma, en hann féll nokkuð á óþarfa skrípa látum, sem honum eru töm í tíma og ótíma og það var greinilegt, að dómarinn kunni ekki að meta þau, því Gunnlaugi var vísað út af í heilar 5 mínútur fyrir að gera sprell uppi við KR-markið. Byrjunin spáði góðu fyrir KR. Sigurður Óskarsson skoraði tvö mörk í röð af línu og KR virt- ist hafa leikinn í hendi sér, og áð- ur en langt leið var staðan orðin 6:3 fyrir KR. En þá fóru þeir Skákmótið um helgina Áttunda og níunda umferð á Reykjavíkurskákmótnu vorú tefld- ar á laugardag og sunnudag. Úr- slit urðu þessi: 8. umferð: Gaprindasvili—Jón 1—0 Trausti—Tak 0—1 Freysteinn—Wade 1—0 Arinbjörn—Guðm. P. V2—¥2 Ingvar—Magnús ¥2—¥2 Friðrik—Gligoric bið Johannesen—Ingi bið 9. umferð: Magnús—Johannesen 0—1 Gligoric—Ingvar 1—0 Jón Kr.—Friðrik bið Wade—Gaprindasvili 1—0 Guðm,—Freysteinn ¥2—% Tal—Arinbjörn 1—0 Ingi R.—Trausti frestað Eftir þessar umferðir er Tal efstur með 8% vinning. Gligoric hefur 7 vinninga og biðskák, Frið- rik 6V2 vinning og tvær biðskákir Framhald á 15. sí?u. að taka við sér, Gunnlaugur og Hermann og hvað eftir arinað lá knötturinn í KR-markinu. ÍR jafn aði og náði svo forustunni og í hálfleik skildu fjögur mörk á milli 13:9. Yfirburðir ÍR komu betur í ljós í síðari hálfleik og KR brotnaði gjörsamlega niður. Það hjálpaði ÍR mikið, að markvörðurinn, Jón, var í stuði og varði mjög vel. Ann ars var harka gífurlega mikil í leiknum og hvorugt liðið veigraði sér við að beita alls konar bolabrögðum. Nokkrum leikmönn- um úr báðum liðum var vísað út af til „kælingar" — en þeir urðu bara heitari af biðinni og héldu uppteknum hætti. Þegar yfir lauk var munurinn 12 mörk, 28:16 og hefði hann get- að orðið stærri, ef ÍR-ingar hefðu vandað sig undir lokin. Gunnlaug- ur og Hermann voru aðalmenn ÍR í þessum leik, ásamt Jóni í mark- inu. Mörk ÍR skoruðu Hermann 12, Gunnlaugur 8, Þórarinn 8, Þórður 2, Ólafur 2 og Gylfi 1. KR náði sér ekki á strik og það setti liðið út af laginu, að ÍR- ingar lögðu áherzlu á að gæta Karls. — Mörk KR skoruðu Reyn- ir 6, Karl 5, Sigurður 3, Gísli B. 2 og Björn 1. Sveinn Kristjánsson slapp vel frá dómarastörfunum. ' i StMirren áheima- vellií3' umferiinni Önnur umferð skozku bikarkeppninnar var háð á laugardaginn. Sf. Mirren lék á heimavelli gegn Stranraer og sigraði með tveimur mörkum gegn engu í mjög hörðum leik, þar sem leikmenn fengu á- minningu m. a- Þórólfur Beck. í gær var dregið um hvaða lið mætast í þriðju umferð og var St. Mirren heppið, leikur á heimavelli gegn annaðhvort Berwich eða Falkirk. í 2. umferðinni má segja, að ekkert hafi verið um ó- vænt úrslit, nema hvað Morton, efsta liðið í 2. deild, stóðst Celtic ekki snúning á heimavelli sínum og tapaði 1:3. Rangers vann Duns með 9:0, og Dundee lék á útivelli gegn Brechin og vann með 9:2. í 3- umferð mætast þessi lið. East Stirling—Dunferm line, Dundee—Clyde eða Forfar, Motherwell—He- arts, Rangers—Partick, Kilmarnock—Albion, Celt- ic,—Airdris, Aberdeen eða Queens Park gegn Ayr. ÚRSLIT í YNGRIFL0KKUNUM NOKKRIR leikir fóru fram í yngri flokkunum í íslandsmótinu í handknattleik um helgina. — Úr- slit urðu þessi: 3. fl. karla Fram-Kefliv. 13:6. 3. fl. karla Þróttur-Valur 12:13. 3. fl. karla FH-Haukar 15:2. 2. fl. karla Akran-Þróttur 17:11. 2. fl. karla Keflav.-Árm. 12:15. 2. fl. karla RR-FH 10:10. Síðasti leikuEÍnn, leikur FH og KR, var mjög skemmtilegur og jafn. FH hafði oftast forustu og virtist hafa tryggt sér sigur, en KR tókst að jafna rétt fyrir leiks- lok. Bæði liðin sýndu mjög góðan ieik. Aygiýsið í TÍMANUM MORRIS Mini Cooper ■ Monte Carlo Morris 850 T Í*M I N N, þrlðjudagur 28. janúar 1964 — s

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.