Tíminn - 28.01.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.01.1964, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR, 27. janúar. NTB-Moskva. — Sovétríkin héldu í dag hátíðlegt 20 ára af mæli frelsunar Leningrad. — Þióðverjar settust um borgina í september 1941, og stóð um- sátrið til 14. janúar 1944. NTB-Washington. — Banda- ríkjamenn verða að byggja minnst 2 milljónir nýrra íbúða, til þess að mæta fólksfjölgun- ínni. Johnson forseti vill mynda nýtt ráðuneyti til þess að sjá um þessi vandamál. NTB-Cape Kennedy. — Frest- að hefur verið til miðvikudags að skjóta upp frá Kennedy- liöfða Saturn 1, stærsta gervi- hnetti, sem enn hefur verið smíðaður. — Hann er 562 tonn að þyngt og 50 metra langur. NTB-Washington. — Frú Margaret Smith, bandarískur öldungardeildarþingmaður, hef ur eefið kost á sér sem forseta- efni republikana. Hún er fyrsta konan, sem leggur út á þá braut. NTB-London. — Brezka stjórnin hefur lýst því yfir, að hún telji rétt, að fleiri lönd inn an NATO sendi liermenn til Kýpur, í stað þess að láta Breta eina um að halda uppi friði á eyjunni. NTB-London. — Robert Kennedy, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem verið hefur i London og skýrt ráðamönn- um þar frá viðræðum sínum við ýrnsa leiðtoga í Suðaustur- Asiu, er kominn heim til Wash- ington. NTB-Leopoldville. — Tvær bandarískar þyrlur eru komnar til Kikwit til þess að flytja burt þá trúboða, scm ennþá eru lif- andi, eftir liryðjuverk kong- óskra hermanna þar. NTB-Róm. — Ludwig Erhard, kanslari V.-Þýzkalands, er kom inn til ftalíu í tveggja daga heimsókn ásamt Gerhard Sehröder, utanríkisráðherra, og munu þeir ræða við ítalska ráðamenn. NTB-London. — Alþjóðlega kaffisambandið, sem hefur 13 míðlimi, koyn saman til lokaðra funda í London í dag. Munu helztu vandamálin vera að i hatda kaffiverðinu á heims- ! markaðinum jöfnu. NTB-Dar-Es-Salaam. - Julius Nyerere, forseti Tanganyika, hefur óskað aukafundar Afrík- anska Einingarbandalagsins, vegna þeirra mörgu uppreisna, sem orðið hafa í A.-Afríku síð- ustu vikurnar. NTB-Dar-Es Salaam. — Heim sókn Chou En-Lai, forsætisráð- Iicrra Rauða-Kína, til Tangany- ikii, hefur verið frestað um óá- kveðinn tíma, án þess að nokk- ' ur ástæða sé tilgreind. I I NTB-Londcn. — Elizabeth I Englandsdrottning og maður | hennar, hertoginn af Edinborg, ; munu fara í vikulanga heim- 1 sókn til Kanada í október n.k. Réttárhöldin yfir 22 fangavörðum og læknum í Auschwitz halda áfram: M YRTU MEÐ GAS11200 BÖRN! Hryllilegar lýsingar á aðstæðunum í Auschwitz-fangabúS- unum komu fram í réttinum í Frankfurt í dag við yfirheyrslu tveggja lækna, sem ákærðir eru, ásamt 20 öðrum fanga- vörðum og læknum, fyrir að hafa drepið f jölda manns með gasi, og framkvæmt skurðaðgerðir, sem leiddu til dauða fanganna. NTB-Frankfurt, 27. janúar Læknarnir, Dr. Victor Capesius, 56 ára, og Dr. Franz Bernhard Lucas, 52 ára, eru ákærðir fyrir m. a. að hafa hjálpað til við að drepa 1200 börn á gasi og að hafa framkvæmt geldingar og aðrar meiri háttar skurðaðgerðir, sem höfðu dauða í för með sér. Allir hinir ákærðu neita sekt sinni. Dr. Capesius er m. a. ákærður fyrir að hafa drepið fanga með því að gefa þeim mjög stóra mor- fínskammta og önnur eiturlyf. — Þessari ákæru svaraði hann í ögr- andi tón, að sjálfur Eisenhower hershöfðingi hefði tekið jafn stóra morfínskammta, þegar hann eitt sinn fékk fyrir hjartað, og að hann hefði lifað það af. — Ef ein- hver hefur dáið vegna morfín- skammtanna í Ausehwitz, hefur það verið vegna þess, að þeir þoldu ekki kaffið, sem þeir fengu morfínið í— sagði hann! Dr. Lucas, sem hefur rífandi tekjur sem kvenlæknir eftir stríð ið, sagði í réttinum í dag, að hann hefði ávallt álitið, að verkefni læknisins væri að hjálpa, en ekki að drepa, og að hann hefði fylgt þeirri skoðun sinni. Ákæruvaldið segir aftur á móti, að Lucas hafi sjálfur hjálpað til við að myrða fanga með gasi. Hann neitar þessu en játar þó, að hann hafi vitað, að óvinnufærir fangar hefðu allt- af hafnaði í gasklefunum. Hann sagði einnig, að læknar hefðu orð ið að skrifa dánarvottorð, sem sýndu, að fangarnir hefðu dáið úr venjulegu hjartaslagi eða æða- stiflu. Hann hefði þó neitað að skrifa slík dánarvottorð fyrir hollenzka fanga, sem voru skotnir eftir „flóttatilraun". Dr. Lucas starfaði einnig í Mauthausen-fangabúðunum, sem hann sagði að hefði verið grimm- úðlegastar allra fangabúða. Hér hafði hann gelt fjölda fanga, af því að hann varð að hlýða skipunum yfirboðara sinna, og af því að fangarnir voru hvort sem er of DRUKKNADI / LÆKNUM SJ-Vorsabæ, 27. janúar. SNEMMA í gærmorgun hvarf Sigurður fvarsson bóndi í Vestur- Meðalholtum í Gaulverjabæjarhr. að heiman frá sér. Síðdegis í dag fannst lík Sigurðar í læk skainmt Stal bíl og ók á annan HS-Akureyri, 27. jan. ;; .„„v. Um kíukkan eitt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags var stolið bifreiðinni A-763 eign Vals Kristinssonar Kambsmýri 8, Ak- ureyri. Henni var ekið niður Löngumýri, niður á Byggðaveg norðan verðan, en neðst í Löngu- mýri er brött brekka. Hálka var mikil þegar þetta gerðist og bifreiðin bremsulaus, keðjulaus og svo til ljóslaus. A-763 fór því þversum í brekkunni, slengdist á bifreið, sem þar stóð og kastaði henni á ljósastaur, sem þar var skammt frá. Báðar bif- reiðarnar skemmdust mikið. Maðurinn, sem ók bifreiðinni hljóp á brott, en lögreglan hand- samaði hann nokkru seinna. Reynd ist hann vera utanbæjarmaður, próflaus og játaði á sig ölvun. —- Engin slys urðu á mönnum. Tveir aðrir minniháttar árekstr ar urðu um helgina, enda nýfall- inn snjór og hálka mikil. íyrir vestan bæinn í Vestur-Meðal holtum. Þegar í gær var hafin víðtæk leit að Sigurði og komu skátar úr hjálparsveit skáta í Hafnarfirði roeð sporhund austur og hófu leit með honum. Hundurinn rakti spor að læk, sem rennur vestan við tún ið í Vestur-Meðalholtum. Mikið straumkast var í læknum í gær, vegna úrkomunnar undanfarna daga, og því erfitt að hefja frekari íleit þá, enda dagur að kvöldi kominn. Snemma í morgun komu 19 skát ar úr hjáparsveitinni í Hafnarfirði og hófu leit í læknum undir stjórn Marinós Jó- hannssonar. Einnig tóku um 50 manns úr Gaulverjabæjarhreppi þátt í leitinni og síðar bættust við enn nokkrir skátar, svo að alls munu milli 70 og 80 manns hafá tekið þátt í leitinni. í dag var ein- göngu leitað í læknum og alla leið til sjávar. Var lækurinn slæddur og leitað meðfram bökkum hans, auk þess sem leitað var í Hóla- vatni og Arnarhólsvatni, sem hann rennur í gegnum. Síðdegis í dag fannst lík Sigurðar í læknum skammt vestan við bæinn í Vestur Meðalholtum. Sigurður var tæplega 37 ára og bjó með bróðar sínum og móður í Vestur-Meðalholtum. sjúkir til þess að hægt væri að bjarga þeim. Lucas hafði, rétt fyrir lok stríðs- ins, flúið vestur, vegna samvizku- bits, og leitað hælis hjá norskri fjölskyldu, sem leyndu honum í ibúð sinni til stríðsloka. Gerði fjölskyldan það vegna þess, að Lueas hafði bjargað skyldmenn- um hennar í Ravensburk-fanga- búðunum. Lucas hafði fengið heimilisfang fjölskyldunnar af þakklátum norskum föngum, að eigin sögn. Bíll valt GS-ísafirði, 27. janúar f gær valt Volkswagen-bifreið út af veginum undir Eyrarhlíð. Bíllinn gjöreyðilagðist, en menn- irnir tveir, sem í honum voru sluppu ómeiddir. (Bifreiðin Í1754 var á leið undir Eyrarhlið í gær, þegar bílstjór- inni missti stjórn á henni. — Lenti hún út af veginum upp í hlíðina og hvolfdi við það og fór ofan í skurð við vegarkantinn. Hér var um að ræða bíl frá bíla- leigu, og er hann talinn gjörónýt ur, en mennirnir tveir sluppu ó- meiddir, og þykir það undrum sæta. 54 tn. bátur gerónýttist FK-Þorlákshöfn, 27. janúar. Um átta-leytið á sunnudags- morguninn slitnaði 54 lesta bátur, Hrönn upp af bólinu í Þorláks- höfn. Bátinn rak á land, þar sem hann brotnaði í spón og er gjör- ónýtur. Ofsarok var í Þorlákshöfn að- faranótt sunnudagsins og komst vindhraðinn upp í 8 vindstig á austsuðaustan. Þá slitnaði annar bátur upp á sama stað, Friðrik Sig urðsson, en eigendurnir voru um borð, og sigldu bátnum til Grinda- víkur og bjargaðist hann því frá skemmdum. Aðeins örfáum mínútum eftir að Hrönn hafði slitnað upp var báturinn kominn upp í fjöru gjör ónýtur. Báturinn hafði verið keypt ur frá ísafirði í sumar, og eigandi hans var Karl Karlsson skipstjóri. Friðrik Sigurðsson lá einnig í legunni í Þorlákshöfn, en eigend ur hans, bræðurnir Guðmundur og Friðrik Friðrikssynir fóru út í bátinn um nóttina, og sigldu hon- um síðan til Grindavíkur, og tókst þannig að koma í veg fyrir að hann færi sömu leið og Hrönnin. Lokaðist inni í bílnum og drukknaði Aðfaranótt laugardagsins varð i maður, Lýður Lárusson, ók bíl út banaslys í Grundarfirði. Ungur I af veginum skammt innan við þorp AKRANESSSTODIN 0PNUD I GB-Akranesi, 25. janúar. - Póst- og símamálastjóri, Gunn- laiigur Briem, opnaði s. I. laug- ardag, hina nýju sjálfvirku sím- stöð á Akranesi. Viðstaddir voru bæjarfógeti kaupstaðarins, frétta- menn útvarps og blaða og allmarg- ir aðrir gestir. Hið fyrsta sjálf- virka símtal átti símamálastjóri! við Ingólf Jónsson, ráðherra. Þorvarður Jónsson, verkfræð- ingur, sýndi gestum stöðina og út- skýrði ýmis atriði í sambandi við bessa merkilegu stofnun. í hinum rúmgóða sal á efri hæð póst-og simaíhálahússins við Kirkjubraut er hægt að koma fyrir sjálfvirkri símstöð með allt að 5000 númer- um. Stöð sú rr nú var tekin í notkun er gerð fyrir 1400 nútner, en fyrst í stað eru tengd við hana I bætt við 100 notendum í nágrenni númer 800_innanbæjarnotenda á bæjarins og alla leið inn í Hval- Akranesi. Á næstunni verður svo I Framhaia á 15 síðu ið, og lenti bíllinn niður í á, sem þarna er. Bíllinn sökk niður í ána og var á hvolfi, þegar að var komið. — Strax var reynt að ná Lýði út úr bílnum, en ekki var hægt að opna hurðina. Annar bíll var fenginn til þess að ná bílnum upp úr, en þegar því var lokið var Lýður látinn. Lýður Lárusson var um þrítugt, ókvæntur og barnlaus. Litil þáttaka á kosningum verkaiýðsféla i Rvik. UM IIELGINA fóru fram kosn- ingar í þremur vcrkalýðsfélögum í Reykjavík. í þetta sinn var þátt- takan í þeim afar dræm. í Dagsbrún fékk A-listinn, bor- inn fram af rtjórn og trúnaðar- mannaráði 1295 atkvæði (í fyrra 1389) og alla menn kjörna. B-list- inn fékk 465 atkvæði (630). í Iðju fékk A-listinn 282 atkv. (307), B-listinn, listi stjórnar og trúnaðanmannaráðs 798 atkv. (851) og alla menn kjörna, en C-listinn fékk 192 atkvæði (218). í Þrótti fékk A-listi, listi stjórn- ar og trúnaðarmannaráðs, 98 atkv. en B-listinn, borinn fram af Sig- urði Sigurjónssyni og fleirum, 101 atkvæði og alla menn kjörna.. 2 T í M I N N, þriðjudagur 28. janúar 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.