Tíminn - 11.02.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.02.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS r hann barðist við að tala sh^rtvog :neð áherzlum, varð hon- :»m ’ oft liti'ð til Clementine, þar se&Slrún sat í áheyrendastúkunni, h'gíí'ljrosi'hennar leit hann þögula atningu. Á meðan hún í vonleysi irffi áð horfa upp á tvo unga lllgjarna og grimma þingmenn hæðast af miskunnarleysi að mál- Hgö'liúm’’trans í sjál'fri þingstofunni, fí'^útti hann hughreystingu og styrk j til hennar í þeirri ákvörðun sinni : að komast yfir þessi vandræði sín. Þó að hver ræða væri hinum j unga Winston rammasta þolraun, funni hann enskri tungu og var full Ijóst til hvers gagns hún gæti kom iá. Orðtak hans var: „Stutt orð eru bezt, og gömul orð bezt all'rah Hann fyrirleit óþarfa skrúðmælgi og sykurhúðaða orðaleiki, eins og þegar talað var um „lægri launað- ar stéttir" í staðinn fyrir fátæka, og þegar heimilin voru nefnd „fjöl skylduskjól“ o. s. frv. Hann taldi, að sérhver setning ætti að vera vel gerð og í fullu samræmi við ' efni ræðunnar og það, ásamt þeirri heitu þrá hans að læknast af mál- íkyillanum, varð til þess að hann fór yfir og æfði flutning ræðu sinnar alltaf fyrirfram og kom ætíð til þingdeildarinnar með full skrifaða ræðu, sem hann las af bl'öðum sínum yfir þingheimi. Við æfingarnar var aldrei meira en einn áheyrandi. Clementine hjálp- aði honum ein innan veggja heim- ilis þeirra. Og með skilningi henn ar og hjálp brustu stíflurnar, er áður stóðu í vegi fyrir tilfinninga hita þeim og málsnilld, sem inni fyrir bjó. Þegar hann minntist í ræðum sínum sorglegra atburða eða hrylli legra atvika, sem vöktu honum tár á hvarmi, fann hún til' með hon- um. Og eins hló hún í viðurkenn- ingarskyni, þegar honum hraut fyndni af vörum eða kinkaði kolli til samþykkis við þau atriði, er hann vildi leggja áherzlu á. Eins og leikari á leikæfingu, sótti hann ráð, viðurkenningu og gagnrýni til Clementine, og tók mikið tillit til skarpra athuga- semda hennar. Ef hún sagði: „Þetta mundi ég ekki segja, Win- ston“, strikaði hann yfir þau orð sín, enda virti hann mjög varúð hennar og vizku. Clementine sagði honum hrein- skilnislega, að margar af þeim ræðum, sem hann hafði áður flutt, væru of hvassar, lýstu of mikilli smámunasemi og væru tíðum of önugar og bitrar. Smám saman fágaði hann orðfæri sitt og bætti úr göllunum, og tileinkaði sér þá skilningsríku þolinmæði, er átti eftir að setja mark sitt á hinar frá- bæru ræður hans, sem einkenndust af góðu skaplyndi og voru jafn- framt fluttar af glæsimennsku. Hann fór ekki lengur í launkofa með tiifinningar sínar. Honum var ekki neitt launungarmál lengur, að samúð með þeim, sem þjáðust og áttu bágt, var ríkur þáttur í eðli hans. Fyrir áhrif eiginkonu sinn- ar þroskuðust og* skerptust gáfur hans. Að vísu leiddu skoðanir hans og skap hann stundum enn afvega, en hann kunni að læra af mistökum sínum. Með óbilandi stuðningi og bjartsýni eiginkonu sinnar sér við hlið varðveitti hann ætíð hugrekki sitt og missti aldrei trú á sjálfan sig. Fyrstu daga sína á þingi var hann hrifinn af löngum orðum og málalengingum og notaði gjarnan óvenjuleg orðatiltæki til að rugla þingmennina í ríminu, en hann virt ist skorta alla kímni. Stöðugar æf- ingar með Clementine styrktu sjálfsálit hans og þroskuðu með honum hæfileikann að svara und- irbúningslaust og þegar í stað fyr- ir sig með hnyttinni fyndni, nap- urri hæðni og frumlegum athuga serhdum, þegar hann átti í kapp- ræðum. Þjóðfélagsfræðingarnir Sidney og Beatrice Webb voru meðal fyrstu gestanna, er boðið var á heimili nýgiftu hjónanna. Beatrice Webb skýrði svo frá: „Við snæddum hádegisverð með Winston Churchill og brúði hans. Hún var mjög álitleg kona, lagleg og kurteis og þar að auki einlæg kona, — en rík var hún ekki, og hvað það snerti engan veginn gott gjaforð, og segi ég það Winston til lofs. Winston hafði kvöldið áð- ur flutt ræðu af mikilli mælsku um atvinnuleysið. Hann er bráð- snjall — og er að minni hyggju all’t annað en lýðskrumari. Lloyd 7 George er hygginn maður, en hef- j honum á, að ég er aðeins að lýsa ur ekki gáfur á við Winston, og er; eigin skoðunum“. alls ekki jafn aðlaðandi persónu- leiki“. Áður en frú Webb hafði snætt þennan hádegisverð með Churchill hafði þessi ibláta kona lýst ! honum mc' j.r meiri harð- neskju: „Eirfa .aus — nærri óþol andi eirðarlaus, eigingjarn, hroka- fullur, grunnhygginn og afturhalds samur, en hefur til að bera visst, persónulegt aðdráttarafl, samfara áræði og nokkrum frumleika í hugsun . . . öllu frekar amerískur braskari en enskur aðalsmaður . . . ókleift að hann nái vinsældum . . . en þor hans og hugrekki, og hug- myndaauðgi ásamt gömlum og góð um venjum eiga eftir að bera hann langt á veg, nema hann tortími sjálfum sér eins og faðir hans gerði . . . “• Þó að þeir, sem komu til hádeg- isvérðarboðs þeirra Churchillhjóna hafi verið haldnir ýmsum fyrir fram ákveðnum fordómum um hinn unga og metnaðargjarna stjórnmálamann, fóru þeir þaðan með betri vilja og mikilii virðingu í garð þeirra hjóna, enda höfðu þeir látið heillast af Clementine og komizt í kynni við skarpar gáf- ur Winstons. Með Clementine sem stöðugan gagnrýnanda og áheyranda að æfingum sínum undir ræðuhöldin, öðlaðist Winston óviðjafnanlega hæfni í mælskusnilld, sem venju- legast kom skýrast í ljós, þegar hann var augsýnilega alls óviðbú- inn. Eitt sinn, þegar þingmaður nokkur var í miðri ræðu, veitti hann því athygli, að Winston, sem sat á fremsta bekk stjórnarandstöð unnar, hristi höfuðið í ákafa. „Ég sé, að háttvirtur andstæð- ingur minn hristir höfuðið", þrum- aði þingmaðurinn. „Ég vil benda „Og ég vil benda ræðumanni á, að ég er aðeins að hrista eigið höf uð“, svaraði Winston. Clementine hafði játað fyrir vin um sínum, að það gæti ekki verið auðvelt að vera gift Winston, enda var það ekki svo. Winston var kærulaus um einkamálefni sín, utan við sig, svaf á daginn, vann á nóttunni, kættist af sigrum sín um og mæddist af mistökunum. Hann var vægast sagt fullt verk- efni einnar stúlku, en Clementine annaðist um hann skilningsrík og blíðlynd. Hún róaði hann og veitti honum öryggi og ánægju. Hún átti furðulega auðvelt með að létta lund hans, þegar svo bar við, vekja honum hlátur, þegar honum var grátur í huga Á hinn bóginn var umhyggju- semi hans í hennar garð mikil. Þetta var fyrirmyndar hjónaband. Það, sem Clementine sagði oft- ast við þá vini sína, sem höfðu hjú- skaparáform í huga var eftirfar andi: „Þið verðið að eignast fjög- ur börn — eitt fyrir móðurina, eitt fyrir föðurinn, eitt, ef slys skyldi henda, og eitt vegna fjölg- unarinnar“. Fáum mánuðum eftir hjónavígsl- una færði hún Winston þau tíð- indi, að hún vænti fyrsta barnsins. Hann lét öllum illum látum og fór með hana eins og brothætt postu- lín og Clementine hló. Árið 1909 fæddist dóttirin Diana. Lloyd George spurði hann: „Er þetta fallegt barn“? Winston ljórn aði eins og sól í heiði. „Fallegast* barn, sem ég hef séð“. , „Líkist móðurinni, býst ég við“, sagði Lloyd George. „Nei“, svaraði Winston hátíðleg 12 að vinnunni síðustu dagana . . . — Vesalings Símon . . . Adrienne leit rannsakandi á hana. — Segirðu það? Ég vorkenni honum ekki. Eg held að hann bók- staflega elski hið nýja hlutverk sitt. Þegar öllu er á botn hvolft er það nú hann, sem öllu ræður. En þú . . . þú erfir náttúrlega helm inginn af hlutabréfunum og kannski þú hafir hugsað þér að taka að einhverju leyti við stjórn- inni? — Eg veit ekkert um fyrirtæk- ið, Clive talaði aldrei um viðskipta mál við mig. ,— Nei, því get ég vel trúað! Hann vildi hafa alla tauma í sín- um höndum. Ég hef stundum velt fyrir mér, hvort Símon hafi fallið það vel að vera „aðeins“ litli bróð ir og fá cngu ráðið. Livvy svaraði engu. Nokkru síð- ar sagði Adrienne kæruleysislega: — Ég sá reyndar Rorke Ilanlan í kvöld. Livvy horfði út í myrkrið. — Ég keyrði fram hjá húsinu hennar Maggie á leið í bæinn og ég sá þau saman úti í garðinum. — Þau voru . . þau voru alltaf góðir vinir? — Þegar ég bjó hérna . . . fyrir mörgum árum . . . var Maggie stúlkan hans. Þau voru alltaf sam- an. — Fyrir ekki löngu hitti ég fyrsta vininn minn í London. Það var hálfdapurlegt, því að mín ein- asta hugsun var: Hvað í ósköpun- um sástu við hann? Einkennilegt, hvernig maður þroskast frá sumu fólki! , Livvy reis upp. — Ég held að ég komi mér í rúmið. Þetta hefur ver ið óttalegur dagur. — Vesalings Livvy! sagði Adri- enne seinlega og horfði letilega á hana. Sagði hún „veslings“ Liwy, af því að hún var þreytt. Eða vegna þess að Rorke var kominn aftur en ekki til hennar. En Adrienne var vinur hennar, hún mundi ekki; trúa að þetta væri liður í skipu- lagðri áætlun . . . um að eiginmað ur yrði að deyja til að elskendur fengju notizt. Ef hún hafði haldið eitthvað á þá leið, hefði hún varla boðið Livvy að koma og búa hjá sér. 5. KAFLI. Á herbergi í gestaheimilinu „Syngjandi svanur“’ gekk Rorke fram og aftur um gólfið. Hann var að hugsa um Livvy, þegar hún kom á móti honum í myrkrinu uppi á \ hæðinni og tunglið skein á andlitj hennar. Hann hafði fengið sting í hjartað, en það var ekki vegna þess að hann elskaði hana enn, I heldur vegna þess, að hann gat^ ekki varizt ýmsum minningum frá j fyrri samverustundum þeirra. Þegar hann hafði fengið sím- ; skeytið, hafði honum orðið ná- kvæmlega eins við . . . hann hafði séð í huganum myndir frá sam- veru þeirra. Heyrðu gamli minn, ekki einu sinni enn, hafði hann sagt í aðvörunartón við sjálfan sig, síðan hafði hann hnuðlað sím skeytinu saman og kastað á gólfið. Síðan hafði hann farið niður og setzt við borð í garði gistihússins. En þegar hann kom aftur upp í her bergi sitt, lá skeytið enn á gólfinu. Hann hafði tekið það upp og slétt- að úr því. Hann var vitskertur, hann vissi það! Samt fór hann út aftur, í þetta sinn fór hann á skrif stofu blaðsins í bænum. Þaðan pantaði hann samtal við London. Þolinmæði var ekki ein af dyggð um Rorkes. Þennan morgun æsti hann sig út af því, sem hann hafði dáð hjá Persum hingað til — þol- inmæði þeirra og áhyggjuleysi og í SKUGGA ÓTTANS KATHRINE TROY þessi himneska ró yfir öllum gerð um þeirra. Þegar hann var loks kominn svo langt að honum hafði skilizt, að þetta var allt klára bull og flan, kom samtalið frá London. Mac Fisher sagði: — Halló, halló hver . . . í fjár- anum . . . — Hanlan, svaarði Rorke inn í rykuga símatrektina. — HANLAN, alveg rétt . . . heyrðu mig, Mac, veiztu eitthvað um Berenger-morð- ið? — Ég veit bara það, sem lögregl an Hefur sagt okkur. — Lestu það upp hið snarasta. Þetta símtal verður rokdýrt fyrir mig! Mac Fi' her sagði honum í stuttu máli það, sem hann vissi. Þegar Rorke 'nafði !agt símann á, var það fyrsta, Sem hann gerði að panta flugmiða heim til London. Og er þangað var komið keypti hann sér gamlan bíl og hér var hann í gcstaheimili Bill Carys. Hér hafði hann drukkið sinn fyrsta bjór og reykt fyrstu sígarettuna og komizt að raun um. að það var skollans ári skemmtilegt að vera orðinn fullorðinn og mikill karl! Og nú hafði hann séð Livvy aft- ur. og hvað þá? Hún var enn gædd þeim hæfi- leika að vekja tilfinningar í brjósti hans, en hann gerði sér engar von- ir framar Ástin var önduð. Livvy var elskuleg og gáfuð, hún var kvenleg og lifandi og töfrandi kona. En ekkert gat þurrkað út minningu hans um hina róstu- sömu trúlofun þeirra Hann vildi ekki bindast konu, sem neitaði að skilja, að vegna þess starfs, sem hann hafði kosið sér, kynntist hann oft ýmsu kvenfólki. Eftir öll reiðiorðin, sem þau höfðu sagt hvort við annað mundu þau muna þau og þau yrðu sögð aftur og aft- •ur . . misskilningur á misskiln- ing ofan . . . rifrildi og þras. Nei, hann hafði ekki áhuga á slíku! Þegar þessu væri lokið og gátan ráðin, mundi hann fara rak leitt til Teheran, Isfahan, Kabul eða hvert sem verða vildi . . . eins og Liwy hafði sjálf sagt einhverju sinni „frjáls og óháður enn . . . “ 6. KAFLI. Greinarnar á eikartrjánum stóru snertu nær því gluggana á svefn- herbergi Adrienne og Livvy var vakin af fuglasöngnum fyrir utan gluggann í fjarska sá hún þökin á Beren- ger-byggingunum. Hún sat þannig lengi. Loks heyrði hún, að Ad- rienne var komin á kreik og það var svo bljóðbært í húsinu, að hún gat fylgzt með hverri hreyfingu hennar Það ' ar miðvikudagur og hún var vön að vinna á Barnaheimilinu þá daga. Henni höfðu verið send boð með Adrienne að þeir vildu gjarnan að hún kæmi aftur. Og því ekki það? Rétturinn hafði kom- izt, að sinni niðurstöðu og hún var frjáls að hefja sitt eðlilega líf að að nýju Skömmu eftir að hún fluttist ný- gift til Ardern hafði hún heyrt, að Barnaheimilið þyrfti nauðsynlega á færu fólki að halda. Þess vegna hafði hún boðizt til að vinna þar þrjá daga í viku, ef þeir kærðu sig um. Og hún mundi enn, hve glöð hún varð þegar hún fór að starfa þar, loksins hafði hún eitthvað að dreifa tímanum með. Og hún gladdist einnig að fara þangað aftur í dag eftir viku burt- veru. Hún mundi þá næstu klukku- tíma vera of önnum kafin til að hugleiða sín eigin vandamál. Þarna voru mörg ung börn, sem þörfn- uðust hjálpar og hlýju. Hrædd, flóttamannabörn, sem þurfti að telja í kjark til að þau fengjust til að leika sér við önnur börn. Börn sem höfðu reynt hvað hungur og sorg var, og þurfti nú að veita öryggi og auðsýna þeim kærleika. Þegar Livvy kom fram í litla eldhúsið var Adrienne að skera brauð. Hún var klædd uppáhalds- litnum sínum, grænu og ljóst hárið var fagurlega uppsett. Hún leit snöggt á Livvy. — Þú lítur miklu betur út í dag — eða kannski þú hafir drepið fingri í kinnalitskrukku? — Hvort tveggja, svaraði Livvy hlæjandi — Ég hef sofið eins og steinn í alla nótt — eins og engar áhyggjur hvíldu á mér. — Þú átt heldur engar áhyggjur að hafa. Nú er allt um garð gengið T í M 1 N N, þriðjudaginn 11. febrúar 1964. — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.