Tíminn - 27.02.1964, Page 4
T í M I N N, fimmtudaginn 27. febrúar 1964 —
RITSTJÓRI HALLUR SÍMONARSON
FurSulegt.
Casslus þegir!
Liston beztur — ha, ha
Ég er beztur
. og Liston verSur búinn
lAtlll
Orðhákurinn Cassius
stóð við loforð sitt!
Alf-Reykjavík, 26. febrúar.
„I 'm the king', — ég er kóngurinn hrópaði Cassius Clay og dansaði stríðsdans í hringn-
um í fyrrinótt, þegar hann yngstur manna vann heimsmeistaratitilinn í þungavigt, aðeins 22
ára gamall. Sonny Liston hætti keppni eftir sex lotur, þá með blóðugt andlit og meiðsli
í öxl. Það ótrúlega hafði skeð, að Liston hafði verið yfirbugaður. Hinir átta þúsund áhorf-
endur í Miami Beach vissu varla hvaðan á þá stóð veðrið, er Liston sat sem fastast í horni
sinu þegar sjöunda lotan atti að hefjast — alít fór á ringulreið í heila minútu, enginn botn-
aði neitt í neinu nema kjaftaskurinn Cassius Clay og það var eiginlega hann, sem tilkynnti
fyrstur úrslitin. Langt út fyrir hringinn í Miami Beach hljómuðu öskur hans með öldum
Ijósvakans til milljóna manna út um víða veröld. — „I 'm the King. I 'm the King."
Og eftir þetta bætti hann við —
„enginn getur sigrað mig“ og sigri
hrósandi sagði hann svo í sífellu,
— „ég stóð við loforð mitt“. Fyr-
ir leikinn hafði Cassius spáð því,
að hann myndi sigra Liston í sjö-
undu lotu — og þótt fæstir tryðu
því að svo myndi fara, stóð orð-
hákurinn Cassius Clay við lof-
orð sitt.
Hnefaleikakeppnin í Miami
Beach í fyrrinótt var ein stór-
kostlegasta sem um getur í hnefa
leikasögunni. Fréttaritarar lýsa
keppninni svo, að Liston hafi þeg-
ar á fyrstu sekúndunum í 1. lotu
ráðizt eins og ljón að Cassiusi
og virtist ætla að gera út um
ieikinn strax. En Cassius var við-
búinn þessu og hann vék sér und-
an liðugt eins og balletdansari.
Tempóið var ekki mikið í 1. lot-
unni og það var Liston sem sótti
nær allan tímann, en hann varð
fyrir því óláni að meiðast í öxl
í þessari 1. lotu — og það átti
eftir að verða afdrifaríkt. Enn þá
er ekki vitað með vissu, hvort
meiðslin stöfuðu af höggi frá
Cassiusi, eða hvort þau voru af-
leiðing feiknarlegs vindhöggs
Listons.
í 2. lotu var tetmpóið meira og
enn var það Liston sem sótti, en
Cassius varðist mjög taktiskt og
stóð sig nú betur en í 1. lotunni.
Lriðja lota var mjög jöfn, en ná
var Cassius farinn að sækja. Og
Cassius sótti enn þá meira í næstu
lotu, kom m. a. góðu höggi á aðra
augnabrún Listons. í 5. og 6. lotu
urðu högg Cassiusar þyngri og
hnitmiðaðri, eitthvað virtist vera
að hjá heimsmeistaranum. Bjall-
an hringdi, sjöunda lota átti að
hefjast. Cassius spratt úr sæti
sínu eldsnöggt, þótt þreyta væri
farin að segja til sín. En hvað var
að gerast í horninu á móti? List-
on með blóðugt andlit gerði sig
líklegan til að rísa upp, en þjálf-
ari hans hindraði hann í því. —
Leiknum var Iokíð!!
Þetta var nokkuð, sem menn á'.t
uðu sig ekki á. í hinum sex lot-
um hafði viðureignin verið nokk-
uð jöfn að áliti dómara — Liston
bafði betur í þremur fyrstu — en
Cassius í þremur næstu. En lík
lega hefur þjálfari Listons vitað
hvað hann söng. Meiðslin í öxl-
inni voru meiri en það, að Liston
gæti staðizt gortaranum frá Louis
Framhalo á 13. sí8u.
FYRIR ALLA MUNIENOAN
FÉLAGARÍG Á DAGSKRÁ!
Eftir fjóra daga leggur is-
lenzka landsliðið í handknatt-
leik land undir fót, og heldur
til Tékkóslóvakíu í heimsmeist-
arakeppni. Margt hefur verið
skrifað og skrafað um hina
væntanlegu för og um helgina
síðustu var landsiiðið okkair
eðlilega mikið á dagskrá vegna
landsleikjanna við ‘Bandaríkja
menn’. Flestum þótti vel ganga
í viðurcigninni við þá — og
þótt sumt mætti fara betur,
voru góðu hliðarnar á lands-
liðinu okkar miklu fleiri en
þær siæmu.
Það hefur löngum þótt galli
á landsliðum, sem við íslend-
ingar teflum fram í flokka-
íþróttum, að félagarígur situr
oft í öndvegi og hindrar góða
samvinnu milli leikmanna.
Þetta hefur skeð í knattspyrn-
unni — og því miður virðist
handknattleikurinn ekki vera
laus við þetta fyrirbrigði að
öllu leyti Félagarígur má ekki
undir neinum kringumstæðum
sitja í fyrirrúmi — og kannski
allra sízt, þegar við teflum
fram liði í heimsmeistara-
képpni, þar sem möguleikar
íslands eru alls ekki svo litlir
undir eðlilegum kringumstæð
um.
Það var því þeim leikmanni
landsliðsins, sem gekk til íands
liðsþjálfara eftir síðari leikinn
við Bandaríkin, ti'l iítillar
sæmdar að ásaka hann um
hlutdirægni við skiptingu leik-
manna, þ c. Iandsliðsþjálf-
arinn átti að liafa látið “sína”
menn vera of mikið inn á, en
aðra leikmenn of Iítið.
Allir sem þekkja til lands-
liðsþjálfara vita að hann gegn-
ir sínu starfi samvizkusamlega
— og öllum ásökun eins og
þessi því út í hött. En hryggi
legt er það að svona mórall
skuli finnast innan landsliðs-
ins. Það er gersamlega úti-
lokað, að við náum nokkurn
tímann langt, nema mórall
eins og þessi hverfi. — a!f.
„I'm the king"
' fyrrinótt.
— Myndin er tekin
Meistaramót íslands í frjáls-
um íþrótlum innanhúss fer
fram í íþróttahúsi KR dagana
21. og 22. marz n.k. Frjáls-
íþróttadeild KR mun sjá um
mótið.
Keppnisgreinar verða þess-
ar:
21. marz:
Stangarstökk, Iangstökk án
atrennu, þrístökk án atrennu.
22. marz:
Kúluvarp, hástökk með at-
rennu, hástökk án atrennu.
Þátttökutiikynningar þurfa að
hafa borizt í pósthólf 1333, fyr
ir 16. marz.
• Reykjavíkurmótið í svigi
verður haldið í Skálafelli
sunnudaginn 1. marz n.k.
Nafnakali er kl. 10 f.h. í
öllum flokkum (við ræsimark).
Skíðadeild KR annast fram-
kvæmd mótsins. Keppt verð-
ur í öllum flokkum og er bú-
ist við góðri þátttöku. Haukur
Sigurðsson skíðakennari frá ísa
firði annnast brautalagningu.
Aldrei liefur verið eins erfitt
með snjó á þessum tíma árs,
en Haukur fór á sunnudaginn
til að athuga snjólagið í Skála
felli og er meiningin hjá hon-
um að leggja brautina norðan
til í Skálafelli.
Keppendur og starfsmenn
eru beðnir að mæta tímanlega
þennan dag.
Karólína Guðmundsdóttir,
formaður skíðadeildar KR, bið
ur cldri skíðamenn og konur
að mæta til samstarfs þennan
dag, þar scm mót þetta þarfn-
ast mikils starfsliðs. — Hitt-
umst heil í Skálafelli á sunnu-
dag.
• 5. :narz n.k. verður síðara
sundmót skólanna haldið í
Sundhöll Reykjavíkur. Keppt
verður í fimm greinum stúlkna
en sex greinum pilta.
Stigaútreikningur cr sam-
kvæmt því, sem hér segir:
a) Hver skóli, sem sendir
sveit í boðsund, hlýtur 10 stig.
(Þó skóli sendi 2 eða fleiri
sveitir hlýtur hann eigi hærri
þátttökustig).
b) Sá einstaklingur eða
sveit, sem verður fyrst, fær 7
stig, önnur 5 stig, þriðja 3 stig
og fjórða 1 stig.
Leikregium um sundkeppni
verður stranglega fylgt og í
björgunarsundi verða allir að
synda með markvaðatökum.
Tilkynningar um þátttöku
sendist sundkennurum skól-
anna i Sundhöll Reykjavíkur
fyrir kl. 13, miðvikudaginn 4.
marz n.k. Þær tilkynningar,
sem síðar berast, verða eigi
teknar íil greina.
• Knattspyrnusamband ís-
Iands mun, svo sem á s.I. ári,
gangast fyrir því í samráði við
íþróttakennaraskóla fslands að
haldin verði knattspyrnuþjálf-
aranámskeið á 1. og 2. stigi á
komandi vori.
Er aðilum knattspyrnusam.
bandsins, hvar sern er á land-
inu, gefinn kostur á að siík
námskeið verði haldin hjá
þeim og er þess að vænta, að
sem flestir notfæri sér þessa
þjónustu, sem er þeim látin í
té að kostnaðarlausu.
Umsóknir verða að hafa bor-
izt til KSÍ fyrir 15. marz n.k.