Tíminn - 05.03.1964, Blaðsíða 1
Aðeins þrjár dráttarbrautir taka 200 lesta skip og aðeins...
3 SMÍDA STÁL-
SKIP HÉRLENDIS
KH-ReyJcjavík, 3. marz
Jafnframt því sem íslenzkum
skipum fjölgar, verða þau stærri
og fullkomnari. Stálskipunum
fjölgar jafnt og þétt, og langflest
þeirra, scin nú eru I smíðum, eru
um 200 tonn og þar yfir að stærð.
Gallinn er aðeins sá, að nær öll
þessi skip eru smíðuð erlendis,
þar sem íslenzkar skipasmíðastöðv-
ar eru fáar og litlar. Aðeins þrjár
þeirra smíða stálskip, og aðeins
þrjár dráttarbrautir hérlendis eru
það stórar, að þær taki til viðgerð-
ar skip yfir 200 tonn að stærð.
Fjárskortur og mannekla standa
einkum í vegi fyrir innlendri
skipasmíði í dag.
Stálskipasmíðastöðvarnar þrjár
eru Stálvik h.f. í Arnarvogi, Stál
smiðjan h.í. í Reykjavík og Stál-
skipasmiðjan h.f. í Kópavogi.
Tíminn átti tal við forstöðu-
f STÁLVÍK h.f. í Arnarvogi er nú
að smíSa þriSja skip sitt, 170
tonna fiskískip fyrir HraSfrysti-
húsiS Jökul í Keflavík. ÁætlaS er,
aS smíSi þess verði lokiS fyrir
sumarsídlveiSarnar.
(Ljosm.: TÍMINN-KJ).
menn þessara skipasmíðastöðva og
spurðist fyrir um afkastagetu
þeirra. Stálvík h.f. í Arnarvogi er
nú að ljúka smíði 170 tonna fiski-
skips, um leið og stöðin sjálf er
enn í smíðum, en vonir standa til,
að henni verði lokið í sumar, og
verður fullsmíðuð, verður mögu-
legt að smiða þar fjögur 250 tonna
skip á ári. Hjá Stálskipasmiðjunni
í Kópavogi er nú 160 lesta skip
í smíðum, en stöðin er langt frá
því fullgerð enn þá. Þar mun
verða hægt að smíða allt að 220
verður þá hægt að smíða þar allt | tonna skip á næsta ári og að lík-
að 300 tonna skip. Þegar stöðin Framhald á 15. si8u.
Smáskærur á Borneo geta þýtt stórstyrjöld
„Eins og að slökkva í
helvíti með vatnsfötu”
NTB-Bangkok, 4. marz
Samningaviðræðurnar núlli
Malaysíu, Indónesíu og Filipps-
eyja fóru út um þúfur í dag, þar
scm deiluaðilar gátu ekki komið
sér saman um ýmis atriði í sam.
bandi við vopnahléð á Norður.
Borneó, og er ástandið nú orðið
þannig, að hið minnsta brot á
Ný bryggja við Faxa í sum
ar léttir aðeins á höf ninni
FB-Keykjavík, 4. marz
Mikil þrengsli eru í Reykjavík-
nrhöfn, og unnið er að athugun-
um á hafnarstæði inn við sundin
hér í nánd við borgina. f sum-
ar má búast við að bryggjurými
í höfninni sjálfri aukist lítillega,
þar sem væntanlega verður gerð
hryggja fyrir framan Faxaverk-
smiðjuna úti á Granda.
Samkvæmt upplýsingum, sem
hafnarstjóri gaf á nýafstöðnum
fundi hafnarstjórnar hefur á und
anförnum árum verið unnið að
bólvirkjagerð í vesturhöfninni við ur önnur þeirra gerð á þessu ári. | bryggjurýnn hafnarinnar
Grandagarð, og á síðasta ári var
lokið við nýtt bólvirki norðan við
verbúðabryggjurnar. Er þá full-
lokið bólvirkjum frá Fiskiðjuveri í
Bæjarútgerðar Reykjavíkur að lóð U
Síldar- og íiskimjölsverksmiðjunn-
ar.
Verið er að gera fyllingu innan
á norðurgarðinum í þeim tilgangi:
að gera þar 140 m langt bólvirki,:
en framundan lóð Síldarverksmiðj
unnar er gert ráð fyrir að gera
megi tvær bátabryggjur, og verð-
vopnahléssamningnum getur kom
ið af stað stórstyrjöld.
Fundur þeirra í dag einkennd-
ist af stórum orðum. Tunku Abdul
Rahman, íorsætisráðherra Malays-
íu, sagði eftir fundinn: — Eg
bið guð um að hann gefi okkur
vernd og siaft á þessu alvarlegasta
augnabliki í sögu þjóðarinnar.
Mörg stór orð og hörð hrutu af
vörum fundarmanna í dag, er hátt-
settir stjórnarfulltrúar frá lönd-
unum þremur mættust til tveggja
líma fundar í Bangkok. Bæði Indó
nesía og Maiaysía héldu fast við
fyrri ákvörðun sína, en deiluefnið
er skæruliðasveitir Indónesíu í
námd við Norður-Borneó.
Rahman Malaysíuforseti kallaði
saman til fundar eftir að vopna-
hléssáttmálinn á Norður-Bomeó
hafði hvað eftir annað verið brot-
inn. Krafðist hann þess, að Indó-
nesar kölluðu heim skæruliða
sína, og ákærði Indónesíu fyrir að
Framhald á 15. síSu.
Rótarhnyðja úr Lóni
ÞESSI MYND var tekin austur í Lóni í júlí í sumar, nánar tiltekið fyrir
neðan túngarðinn hjá Sigurði Jónssyni í Stafafelli (t.h.). Hjá honum
stendur Ásgelr L. Jónsson, ráðunautur. Þelr hafa mikið tré á milli
sín, en tré þetta kom upp úr tveggja metra djúpum skurði, sem verið
var að grafa fyrir ncðan túnið. Virðlst skógur hafa verið all stórvaxinn
í Lóni, þegar tré þetta féll á jörð, og væri gaman að vita frá hvaða
tíma landssögunnar það er. Ætti það að vera heldur auðvelt, enda
komln tækl til sögunnar, sem ákvarða aldur næsta nákvæmlega.
(Ljósm.: Þorkell Bjarnnson).