Tíminn - 05.03.1964, Blaðsíða 3
HEIMA OG HEIMAN
Atrið! úr Utilegumönnunum.
Ungir ,Útilegumenn‘
BÓ-Reykjavík, 3. marz.
Nemendur í Gagnfræðaskóla
Vesturbæj. og Vonarstrætis héldu
lciksýningu í Sigtúni á þriðjudags
kvöldið, og fluttu fjóra þætti úr
Útilegumönnunum og leikþátt,
sem mun vera eftir Svein Berg-
sveinsson, prófessor í Berlín.
Þættirnir úr Útilegumönnunum
voru: stúdentarnir, Skugga-Sveinn,
hellirinn, grasafjallið, Haraldur
og Ásta. Tíu nemendur fluttu
þættina, en þeir hafa æft undir
stjórn Karls Guðmundssonar leik
ára. Æfingar hafa aðeins farið
fram í hálfan mánuð.
Björn Þorsteinsson, sagnfræð-
ingur, stendur fyrir þessari leik-
starfsecni. Fréttamenn hittu Björn
f Sigtúni, þegar lokaæfing var að
hefjast, og minntist hann á, hve
lítill tími hefði unnizt til æfinga.
— Maður er hræddur um að fella
krakkana með því að taka þau frá
námi til að æfa leikrit, sagði
Björn, og sannleikurinn er sá, að
skólakerfið veitir ekki svigrúm til
slíks. Á hinn bóginn er stöðugt
hamrað á félagslífi, í skólunum.
Kerfið er of þröngt og harðsnúið.
Það er illt að vera með lífið í
lúkunum út af náminu, þegar
skemmtilegt og uppbyggilegt við
fangsefni eins og leiksýning er
annars vegar. —
Nemendur hafa æft Tengdason-
inn svo að segja upp á eigin spýt-
ur, og soðið saman endi á þennan
leikþátt, sem barst þeim óbotnað-
ur í hendur. Þátturinn hefur
geymzt í fórum Ævars Kvaran
leikara, en höfundurinn mun sem
fyrr segir vera prófessor Sveinn
Bergsveinsson. Hann hefur feng-
izl nokkuð við leikritagerð- Fjór
ir nemendur komu fram í Tengda
syninum.
Björn Þorsteinsson sagði, að
nemendur í Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar héldu leiksýningu á
hverju ári, og liefðu stundum sam
ið leikritin sjálfir. Hefðu það
jafnvel þótt með beztu sýningum.
Atriði úr Tengdasyninum.
A FORNUM VEGI
Nauðsynjamál.
Sérhver maður, sem á sjókort
Iftur, sér, að hvergi við strendur
landsins eru jafnskerjóttar leið
Ir og á InnanverSum BrelðafirSI.
„Þar er viða haröur 'Hlér
og heldur leiðir naumar"
seglr Fornólfur um slglingar v15
Norveg. Þetta á við fi slglinga-
lelðum um Breiðafjörð. Eyjar og
sker, sker og eyjar með mjóum
sundum á milli er sífelld endur
tekning. Engum hefur tekizt að
telja allan þann aragrúa. Enn
segir Fornóifur:
„Beitta eg fyrir boða og sker
bulluðu krappir straumar."
Já, að ógleymdum straumun-
um, sem engin skip vinna, þeg
ar þelr eru I algleymingi.
Vitakerfi landsins fer, góðu
heilli; sífellt vaxandi. Þó hefjr
hluti Breiðafjarðar enn ekki not-
Ið þess. Á þvf kortl, sem hér
er fyrlr hendi, eru innstu leiðir,
sem lýstar eru, inn á Stykkis-
hólm og Flatey. Þó mun nú vera
komin týra innar. Það lætur
H.ærri, að 3/7 vegalengdar fjarð
arlns séu innar vitanna, þegar
mælt er utan frá yztu töngum,
Öndverðarnesi og Bjargtöngum
inn f innstu fjarðarbotna Gils-
fjarðar og Hvammsfjarðar. Eins
og kunnugt er hafa Eimskip og
Rfkisskip slglt á hafnir innfjarð
anna. Flóabátar fjarðarins sigía
vtkulega og oft daglega þessar
leiðir, að ógleymdum öllum ferð
um byggðamanna, sem sífellt
eiga leið um téðar slóðir.
Nú er i smíðum skip tll ferða
um flóann, miklu stærra en bát-
ar þeir, sem enn eru. Víst allt
að 200 tonn. Þá vaknar upp ann
að vandamálið. Það eru bryggj-
urnar. Á þelm höfnum er engin
bryggja — nema kannskl i
Skarðstöð — svo vegleg, að slikt
sklp getl leglð við þær. Lfklegt
er að talsvert öflug verzlunar-
miðstöð rísi upp i Búðardal.
Mjólkurvinnslustöð er þar f bygg
ingu og fráleltt Ifður á löngu,
að þar komi Ifka frystthús. Flyzt
þá meginfjárslátrunin þangað og
önnur verzlun vex að sama skapl.
Þetta allt krefst góðrar bryggju.
Tilgangur með þessari greln er
að vekja athygli þeirra, sem
þessum málum hafa yfir að ráða,
á téðum nauðsynjum. Þótt þessi
greln verðl send einu blaðl, eru
það vinsamleg tilmæli, að önn-
ur blöð vildu ljá henni rúm.
Jónas Jóhannsson, Öxney.
títsala á
kjólaefnum
títsala á
gardínuefnum
Mlkill afsláttur
Laugavegi 59
Útborgun bóta
Almennu trygginganna
í Gullbr.- og Kjósarsýslu
fer fram sem hér segir:
í Kjalarneshreppi: Föstudaginn 6. marz kl. 2 til 4-
í Seltjarnarneshreppi: Föstudaginn 13. marz kl.
1 til 5.
í Grindavík: Miðvikudaginn 18. marz kl. 9,30
til 12.
í Njarðvíkurhreppi: Miðvikudaginn 18. marz kl-
2 til 5; og Njarðvíkurhreppi: Föstudaginn 20.
marz kl. 2 til 5.
í Miðneshreppi: Miðvikudaginn 18. marz kl. 2 til 5.
í Gerðahreppi: Föstudaginn 20. marz kl. 2 til 5-
Ógreidd þinggjöld óskast greidd um leið.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Jörð til sölu
Jörðin Ás í Fellahreppi, N.-Múlasýslu, er laus til
sölu eða leigu ef viðunandi samningar nást.
Allar nánari upplýsingar í síma 20, Egilsstöðum-
Orðsending til
eigenda þungavinnubíla
Getum útvegað yður hinn þekkta
AIR-0 - MATIC
loftstýrisútbúnað á allar gerðir bifreiða, sem búnar eru
loftþjöppu.
ÖRYGGI - ÞÆGINDI
Veitum allar upplýsingar.
Bifreiðaverkstæðið Stimpill
Grensásvegi 18 — Sími 37534.
T f I N N, fimmfudaglnn 5. marz 1964 —
i