Tíminn - 05.03.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1964, Blaðsíða 2
Miðvikudagur, 4. marz NTBBrussel. — Framkvstj. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga ályktaði á fundi sínum í dag, að Spánn ætti að haldast utan EBE, og að S.-Afríka skyldi rekin úr Sameinuðu þjóðunum. NTB-Dallas. — Jack Ruby, sá sem skaut Lee H. Oswald, sagði í réttinum í dag, að hann sé ekki sekur um morðið, því að hann hafi verið geðveikur þegar hann skaut. NTB-Aþenu. — Páll Grykkja konungur liggur fyrir dauðan- um. ★ SJÖ ÚTVALDAR Gerða S. Jónsdóttir, Þuríður E. Magnúsdóttir, Karítas Kristjánsdótt- ir, Auður Hauksdóttir, Valgerður Ingólfsdóttir, Þórhildur Þórhallsdótt ir og Svanborg Dalmann heita þess- ar falelgu stúlkur (röð þeirra á myndinni vitum við ekki), sem flugu til Ameríku í gær, útvaldar úr hópi 30 íslenzkra stúlkna til að gerast ffugfreyjur hjá Pan American. Þess- ar 7 byrja á 4 vikna námskelði í. marz, og að þvi loknu hefja þær siörfin fyrir aivöru. (Ljósm.: TÍMINN-GE'. SÞ-HERLID TIL KYPUR NTB-Havana. — Fidel Castro forsætisráðherra Kúbu, sagði í dag, að Kúba myndi borga skaðabætur fyrir þjóðnýtinga eigna þeirra landa, sem hefðu „rétta“ viðskiptastefnu gegn Kúbu. NTB-Brussel. — EBE-löndin náðu í nótt samkomulagi um 10% hækkun á verði nauta. og kálfakjöti. NTB-París. — Gaston De- ferre, borgarmeistari í Mars- eille, forsetaframbjóðandi' franska jafnaðarmanna, fer til Bandaríkjanna 19. marz n. k. til viðræðna við stjórnmála- menn þar. Áður ræðir hann við EBrandt, borgarstjóra ÍV, ' 'tA' ... *NTB-Washington. — Dr. Glenn Seaborg, formaður bandarísku kjarnorkunefndat- innar, sagði í dag, að hægt væri að gera nýjan skipaskurð gegnum Mið-Ameríbu innan 5 ára með notkun kjamorku. NTB-Oslo. — Björn Staib og félagar hans, sem ætla í leið- angur yfir Norðurpólinn, komu til Thule á Grænlandi í dag með viðkomu á Keflavíkurflug- velli. NTB-Addis Abeba. — Jakob Malik, varautanríkisráðherra Sovétríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Eþíópíu í dag. NTB-Brussel. — Paul Henry Spaak, utanríkisráðherra Belg- íu, fer í heimsókn til Kongó 16. marz n. k. NTB-Algier. — Ben Bella, forseti Alsír, fer á morgun til Júgóslavíu til viðræðna við Tito forseta. NTB-New Delhi. — 11.380 Indverjar létust úr kóleru á géinni helmingi ársins 1963. NTB-Stokkhólmi. — Tóbaks- NTB-New York, Washington og Aþenu, 4. marz. Öryggisráðið samþykkti í dag, að koma á fót SÞ-herliði á Kýpur, og að senda sátta- semjara til eyjarinnar til þess Kona látin KJ-Reykjavík, 4. marz Símonía Jónsdóttir Hverfisgötu 91, sem varð fyrir bifreið á mót- um Eskihliðar og Miklubrautar .á laugardagskvöldið lézt í gær- kvöldi af völdum meiðsla er hún hlaut í slysinu. Símonía var 78 ára að aldri KJ-Reykjavík, 4. marz Um hálfátta í kvöld kom upp eldur í reykofni hjá Sláturfélagi Suðurlands við Lindargötu. Nokk- uð mikill reykur gaus upp, en slökkviliðið kæfði eldinn fljótlega. FELAGSMÁIA NÁMSKEIÐ HJÁ ÆSKULÝÐSRÁÐI ÆSKULÝÐSRÁÐ íslands gengst fyrir félagsmálanámskeiði fyrir meðlimi sína og aðra, sem áhuga hafa á félagsmálum, í Háskólan- um n. k. föstudagskvöld og laug- ardag 6—7. marz. Verða þar flutt erindi og veittar leiðbeiningar um ræðumennsku, reikningshald á hugamannafélaga, fundarstjórn og fundarsköp, fratnsögn, kvik- myndir og kvikmyndavélar. Nám skeiðið hefst á föstudaginn kl. 20,15 og á laugardaginn kl. 14. — Þátttöku þarf að tilkynna skrif- stofu ÆSÍ á Suðurlandsbraut 4, síma 149 55, opið kl. 15—17, í síðasta lagi á fimmtudag. Þetta er annað félagsmálanámskeiðið, sem ÆSÍ beitir sér fyrir í vetur. að koma á friði milli gríska meirihlutans og tyrkneska minnihlutans á Kýpur. Herlið NÝR FRAMKVÆMDA- STJÓRI EVRÓPURÁÐS Peter Smitliers, einn af aðstoð- arutanríkisráðherrum Breta, var kjörinn frainkvæmdastjóri Evrópu ráðsins fyrir skömmu í stað ítalska stjórnmálamannsins Lodovico Ben venuti, sem gegnt hefur starfinu i rúmlega sjö ár. Smithers er fæddur 1913, og varð aðstoðarutanríkisráðherra ár ið 1962. salan í Sviþjóð var 10% minni I jan.-febr. í ár en á sama tima I fyrra. NTB-New Delhi. —■ 22 her- menn létust í flugsylsi í nánd við Calcutta í dag. NTB-Rlo de Janeiro. — 26 manns létu lífið, þegar dyna- mitlager sprakk í loft upp í Rio de Janeiro-ríki í Brazilíu í dag. Aðalfundur miðstj. Framsóknarflokksins ADALFUNDUR miðstiórnar Framsóknarflokksins verður settur á morgun t félagshelmlli Framsóknarmanna, Tjarnargötu 26, ki. 2 eftir hádegi. — Dagskrá nánar auglýst I blaðinu á morgun. ið mun fyrst um sinn dvelja þar í þrjá mánuði og hefur U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, beðið Brazilíu, Kanada, írland, Finnland og Svíþjóð um að ieggja til hermenn í það. Miklar mótmælagöngur voru í Aþenu í dag, og brenndar myndir af Johnson Bandaríkjaforseta. í samþykkt Öryggisráðsins segir, að samsetning herliðsins skuli á- kveðin í samráði við ríkisstjórnir Kýpur, Bretlands, Grikklands og Tyrklands. Yfirmaður þess skal skipaður af U Thant og vera undir umsjón hans. Það voru einkum Sovétríkin, sem voru mótfallin þessum lið samþykktarinnar, og vildu, að herliðið væri undir yfir- umsjón Öryggisráðsins, en ekki U Thants. Þau ríki, sem taka þátt í her- liðinu, borga allan kostnað við það, en framkvæmdastjóri SÞ hef ur leyfi til þess að fá fjárhagslega hjálp annars staðar frá. U Thant á einnig að skipa sáttasemjara í samráði við þau ríki, sem eru beinir aðilar í deilunni. U Thant sagði í stuttri ræðu á fundi Öryggisráðsins í dag, að hann legði mjög mikla áherzlu á, að góð samvinna næðist við Kýp- urstjórnina og aðrar ríkisstjórnir, sem blandaðar eru inn í deiluna, því að full samvinna við þær væri skilyrði þess, að hægt væri að finna varanlega lausn, 3000 manns safnaðist saman á torginu í Saloniki í Grikklandi í dag til þess að mótmæla afstöðu Framhald á 15. síðu. EINAR ÁGÚSTSSON ÁRSHÁTÍÐ FRAMSÓKNARfélögin í Reykja vík halda árshátíð sína að Hótel Borg, föstudaginn 6. marz. Ávarp: Einar Ágústsson, alþing ismaður. Einsöngur: Inga María Eyjólfs- dóttir. Leikfimisýning: Stúlkur og pilt- ar úr Ármanni. Savannatríóið. Aðgöngumiðar á aðeins 100 kr- verða afgreiddir í Tjarnargötu 26, símar 15564 og 16066. Matur verður framreiddur frá kl. 7. fyrir þá, sem vilja borða hinn góða mat á Borginni- Munið að ungir secn aldnir skemmta sér á Borginni. Stúlkur úr Ármanni sýna leikfiml á árshátíðinni. ft T f M I N N, fimmtudaginn 5. marz 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.