Tíminn - 05.03.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 05.03.1964, Blaðsíða 13
T í M I N N, fimmtudaginn 5. marz 1964 — ÚTSALA i Telpnasportbuxur, nr. 10—16 frá kr 98.00 Kvensportbuxur Kven-apaskinnsjakkar, kr. 350.00 Nælonsloppar fyrir rakara kr- 250,00 Vinnubuxur, karla Vinnusloppar, lítil númer, kr. 90 00 Sportjakkar, karla Sportskyrtur, frá kr. 98.00 Ytrabyrði, nr. 44, 46 og 57, kr 250.00 A th u g ið ! Útsalan stendur aSems fáa daga. Xjéigatíw* Laugavegi 59 Skákþing Islands verður haldið í Reykjavík dagana 20. til 31. marz. Keppt verður í öllum flokkum, þar á meðal í ung- lingaflokki. Þátttökutilkynningar sendist i pósthólf 674, Reykjavík, fyrir 15. marz. Skáksamband tslands Martinu voru „píanistiskt" B þrælsl'ungnir, og sýndi lista- ö maðurinn þar mikla tekniska a leikni. „Myndir á sýningu“ eftir Mussorgsky er ósvikin „pro- grammusik“, sem á erfitt upp- dráttar, ef ekki kemur til frá- bær túlkun. Stanislav flutti þetta á þann veg að betur verð- jr naumast gert. Varaðist hann alla ofhleðslu, sem ekki á þar heima, og er það afrek í sjálfu sér, að gera þetta langdregna g verk, jafn aðlaðandi og lista- H manninum auðnaðist, að gera. § Unnur Arnórsdóttir. ™ Efnisskráin var nokkuð ein- hæf, og hefði hentað öllu bet- ur á æskulýðstónleikum, en þarna. Túlkun píanóleikarans á són- ötu Beethovens í f.-moll no. 1, var nokkuð sérstæð, og var sem fyrir honum vekti fínleg svipmynd af verkinu, þar sem ýmis „Beethovensk“ . -sérein- kenni lutu í lægra haldi fyrir heildarsvipnum. Fimm prelúdíur eftir De- bussy auðkenndust af mýkt og sveigjanleik, og var á þeim tekið, af verulegri nærgætni. „Tveir tékkneskir“ eftir BRÉF TIL — Framhaid af 9. síðu. verið að nöldra um fimm hundruð fcúa fjósið þitt. Þeir segja, að því bljóti að fylgja lengri flutningur á heyi og lengri rekstur á kúm, rétt eins og þetta séu einhver atriði. Svo segja þeir, að ekki sé allt feng íð með því að spara mannaflið, því að ein milljón króna með Við- reisnarvöxtum sé jafndýr og vinnu maður. Og þó að framboð á vinnu afli sé takmarkað liggi fjármagnið heldur ekki á lausu. Ekki get ég heldur neitað því að f tímariti bændasamtakanna á Norðurlöndum — Nordisk Lants- bruksekonomisk tidskrift, utgiven av Nordens bondeorganisationers centralrád — las ég fyrir örfáum árum að sænskir búvísindamenn hefðu eftir umfangsmikla rann- sókn komizt að þeirri niðurstöðu, að í landbúnaði gilti ekki það, sem algilt má kalla I iðnaði, að fyrir- tæki sldli því ódýrari framleiðslu sem þau eru stærri. Svíunum virt- ist þvert á móti, að eftir að búin höfðu náð vissri stærð færi fram- leiðsla þeirra að verða dýrari. Þeir kunnu ekki að fullyrða neitt um það af hverju það væri, — gátu sér til um ýmislegt, — en hitt voru þeir vissir um að stækkun búanna umfram ákveðið mark gerði þau óhagkvæmari og fram- leiðslu þeirra dýrari. Auðvitað var hagkvæmasta stærðin langt fyrir ofan meðalbú á íslandi. En hvað eigum við að vera að binda okkur við sænska hagfræði? Hver segir að Svíar viti betur en Gunnar Bjarnason? En nú hætti ég að tala um þetta nöldur í körlunum en sný mér að framtíðinni. Þú ert nú kannski ekki upp á það kominn að þiggja ráð frá mér, en ég hef góða til- lögu. Fylgdu henni og þá mátarðu alla þessa vantrúartómasa, sem nú stánda spertir og spottandi. Þú telur meðalmannsverk að hirða þúsund ær svo að fáist 20 kg. af kjöti eftir hverja. Ég hélt nú fyrst að það ætti að vera um- fram það, sem þarf til.að halda stofninum við, en eftir umhugsun og viðtal við granna mína veit ég þó ekki nema þú hafir sleppt því lítilræði úr dæminu til samræmis við kjúklingadæmið. En hverju skiptir það. Viðhaldið þyrfti ekki að vera nema svona 2 kg eftir á. Fáðu nú Selárdal í Arnarfirði til ábúðar , komdu þér þar fyrir með þúsund ær, og sýndu körlun- um hvernig hægt er að búa. Það er áhrifameira en heilir árgangar af Morgunblaðinu. Ég er viss um að þegar þú ert búinn í tvö til þrjú ár að leggja inn þín 20 tonn af dilkakjöti þá vildu fleiri búa á Vestfjörðum en nú er. Og sjáðu nú til. Þúsund kg. af ull og fjögur þúsund kg. af gær- um er ekki svo lítill peningur. Þú ættir að fá svona 150 þúsund kr. fyrir það. Og það eru dálaglegir vasapeningar. Ég held, Gunnar, og það í fullri alvöru, að með þínu búskaparlagi væri sauðfjárrækt á íslandi arð- vænlegur útflutningsatvinnuvegur. Sýndu það í verki og þá ertu orð- inn ódauðlegt nafn í búnaðarsög- unni. Og hugsaðu þér allar breyting- arnar sem þessu fylgja. Við þurf- um nýja áburðarverksmiðju til að rækta land fyrir allt þetta fé, — bæði til sumarbeitar og vetrarfóð- urs. Og þegar svo hver bóndi eyk- ur umsetningu búsins um hálfa milljón á ári með kjúklingaeldi þurfum við talsvert af bílum og bílstjórum til að flytja kjúklinga- fóðrið og kjúklingakjötið og bilarn ir þurfa viðgerðamenn og brennsluoliu. Sölutönkunum fjölg- ar, umsetningin vex. Og svo öll veitingaþjónustan og skemmtiiðn- aðurinn sem þrífst á þessum grundvelli. Það er enginn vafi, að það þarf að steikja nokkra kjúkl- inga ofan í bílstjórana. Selárdalur er rétti staðurinn handa þér. Hann er nú í eyði og niðurníðslu en hann er gamalt höf uðból. Þar hafa margir merkis- prestar setið, — staðurinn marg- vígður, þó að hann sé náttúrlega ekki jafnhelgur og Hólastaður. En það er nú gott fyrri. Menn bera takmarkaða virðingu fyrir lærdómsgráðum og vísinda- fræðum. Eg hef meira að segja heyrt menn fleygja því, að rit þín um skynvæðinguna væru bara skemmtiiðnaður. En menn beygja sig fyrir staðreyndum. Svo vitum við það báðir, að þú ert heldur meira en meðalmaður, svo ég veit að þá getur gert betur en ætlazt er til af meðalmanni. Komdu í Selárdal að sýna skyn- væddan fjárbúskap. Það verður alltaf hægt að fá einhverja til að þýða dönsk kjúklingafræði, þó að þú sért ekki bundinn við það, — en svo gætirðu það kannski þegar á milli verður. Með kærri kveðju. Halldór Kristjánsson. HAVÐ ER — Framhald af 9 sfðu fengju einhvern stundlegan frið. En fyrir sama,kemur. Ljótt er framferðið og árangurslítið. Þá er og lítil hestamennska í því fólgin, sem algengara er et tamningur með beizlum, en það eru básstöður hesta inni í skíta- lykt og þvagstækju, þar ser þeir eru látnir stirðna upp hreyfingarlausir, spikgrónir o1 gorfullir um langan tíma á milli þess, sem þeim er þeytt áfram á undanlátslausum töltflæmingi eða einhverri gangleysu. Skepnuhald í borg eða hvar annars staðar, sem starfsgrunn og tilefni veru þeirra skortir er höfuðvandi, ef ekki á að verða úr skepnuniðsía. Katta- fjöldi og kattalíðan Reykjavík- ur er eitt sýnishornið og næsta ófagurt, hundahaldið annað og öðruvísi, en ekki betra. Tékkneski píanóleikarinn Stanislav Knor hélt tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói þ. 3. marz s.l. Listamaðurinn, sem er ung- ur að árum, hefir tekið þátt í fjölda samkeppna í píanóleik víðs vegar í Evrópu, og upp- skorið margföld verðlaun á þeim vettvangi. Leikur hans er yfirleitt fínlegur og áferðar- fallegur, en þó traustur, og ræður hann yfir mikilli mýkt, sérlega þó í „Iegalo“-spili, en í sterku og þróttmiklu „forte“ skorti aftur nokkuð á dýpt. Skepnur, sem eiga að vera mönnum til skemmtunar, þurfa að hafa yfirburðamenn að um- hyggju, nærgætni og viti, fyrir húsbændur, ef þær eiga ekki að verða bæði sjálfum sér til kval- ar og öðrum raunar eða háð- ungar. Allra sárast er þó hlutskipti tauganæmra, örlyndra og vit- urra fjörhrossa, sem engan hlut þrá eins og hreyfingu, en eru fjötraðir á bás mánuðum saman og ofboði stundum, ef hreyfðir eru og hafa óvana klaufa metn aðargjarna en ástúðarvana og stundum draugfulla fyrir for- sjón. Og aftur að lokum! Hvað er svo hestamennska? Hesta- mennska er í fáum orðum sagt og sem skyndiúrlausn, hæfileik inn til að þykja vænt um hest og til að fórna sér fyrir hann, viljinn og getan til að kenna honum að gjalda ástúð með annarri eins eða betri, og að vinna fyrir sér og viðkomu teg- undar sinnar. Sigurður Jónsson frá Brún. ANKERVINDINGAR RAFVELAVIÐGERÐIR MOTORVINDINGAR FRIÐGEIR GUÐMUNDSSON • ÁRMÚU 5 RAFVÉLAVERKS TÆ Ð I • SÍMI 21877 RECO b I aÖ a r ljáinn á ný Með þessu tæki er hægt að endumýja ljáinn á fullkomnasta hátt, án þess að eiga á hættu að skemma bakkann. Hnoðin verða föst, þar sem þeim er þrýst sér- staklega til þess að fylla upp sem mest af slitinu í Ijábakkanum, Upplýsingar hjá kaupfélögunum um land allt og hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga Véladeild 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.