Tíminn - 05.03.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.03.1964, Blaðsíða 9
Þegar þessari spumingu var kastað fram átti henni að fást B svarað vel og tæmandi, en I það gerist ekki að sinni. Hesta- mennska er lítttæmanlegt safn eiginleika og þeirra allra góðra, snýr auðvitað að hrossum, en fyrst og fremst mun hún nálgast það, ef eitt orð skal um hafa, að heita kennsla. Sveitir tæmast, starfssvið hrossa minnkar og breytist, en alltaf fjölgar þeirn mönnum, hvort sem við hesta fást eða ekki, sem enginn heilvita mað- ur hefir nokkru sinni leiðbeint um nokkra tegund skepnumeð- ferðar og mættu því þola að heyra um slíkt talað og aldroi hafa lært neitt um sjálfa sig eða aðra af alvarlegri sam- vinnu við skepnur hvorki við björgun sauðfjár í drápshríðum né við eigin lífsháska í hrekkja snerru á hestbaki í sundvötn- um á fjallvegum eða klungrum né í þrekraunum langferða, en það er stundum lærdómsríkt að sjá hvernig valdkenndin, trú in á eigin yfirburði eða ótti við eitthvað utanaðkoimandi Á Sauðárkrókl er tamningastöS og hér sjást tvelr tamnlngamenn, Jón Baldvinsson á Mósu frá Brenni- gerði og Stefán Helgason á Jarp (stóðhesti) frá Glæsibæ. Bréf til Gunnars Bjarnas. Kirkjubóli, Önundarfirði, 15. febrúar 1964. Góði málvinur Gunnar minn! ÉG HEF heyrt svo mikið talað um þig undanfarna daga, að mér finnst ég megi til að senda þér línu og segja þér eitthvað af því Mér hefur lengi þótt gaman að þér, — þér dettur ýmislegt í hug og þú ert óragur að segja það, og þetta hvort tveggja er nauðsyn- legt. Ég las það í blaði eftir þér þeg- ar þú varst á leið að Hólum, að þú værir trúaður og þá vissi ég það fyrir að þú ert hneigður fyr- ÍK andlegan skáldskap. Ég ætla því að skrifa hérna tvö erindi, sem komu næstum ósjálfrátt yfir var- ir mér, þegar ég var að gefa kún- um í morgun. Þau eru svona: Loks er okkar litlu þjóð lausnarandi fæddur ráðin henni gefur góð Gunnar skyni væddur. H vað er hestamennska? getur breytt kunnugum manni í annan ókenndan, opinberað ráðsnilld og seiglu eða flett ofan af gauðarskap, flaustri eða grimmd- Þar sem óvanur maður tekur sér vald yfir hesti mætti því gjarnan spyrja um hestamennsku hans. í landi þar sem enginn er reiðskólinn, en borgarbúar -> vanir skepnum, gerast til þess vonum fleiri að reyna að skreyta för sína með hestum, hvort sem skrautsauki verður af eða skamcnarefni, væri þess að vísu kostur að semja ein- hvers konar reglur um algeng- ustu viðbrögð við háttalagi hesta sem og um það, er manni mætti sízt verða að fyrrabragði gagnvart hesti. Eitt hvað slíkt kynni að bæta vit- und framkomu þeirra óvaninga á meðal manna, sem sjálfir vildu temjast láta, en það kæmi auðvitað að litlu haldi við sjá'.f byrginga þá, sem allt þættust vita um hross og hrossa »neö- ferð annaðhvort af brjóstviti sínu nýtilkomnu eða af áunn- um eiginleikum frá skreiðar- ferðum langa-langafa síns, og eins þótt gamli maðurinn hefði enga skreiðarferðina farið. En það er nú svo með hesta- mennsku og allt það, er telst að nokkru eða öllu leyti til sér gáfna, að bæði er óvíst að það erfist með skilum þegar ættir ganga fram, og eins verður það aldrei lært af öðrum svo vel sé. Ef til er frækorn einhverrar slíkrar hæfni, þá vex það á viðfangsefninu eins og gróður á mold, þótt glæða megi eða hindra með áhrifum annarra. Kennaraskólar kenna t. d. verk ið að kenna, en þegar til fram kvæmdarinnar kemur nægja engin próf né skólaframi. Þar þarf þúsundir annarra við- bragða en nokkurt nám tekur yfir og þó fyrst og fremst skyn samlega og réttláta kurteisi gagnvart nemendum og náms- efni og það engu síður ef" fengizt er við málleysingja, æstar og andvígar, ómálga skepnur. En því er hér miðað við kennslu að hestamennska er kennsla og því örðugri en sam nefnt starf skólakennara sem nemendurnir eru fjarlægari kennaranum að hugsunarhætti. óskum og athöfnum. Hesta- mennska er samkvæmt því sjaldgæfari en listfengi við kennslu eða eiginleg skáld- gáfa og líklega ásamt annarri dýratamningu fjölþættust allra lista og vandfundnust. Hún sprettur ekki upp úr lakari jarðvegi en blöndu af góðvild, ráðsnilld og þollyndi ásamt nokkurri líkamlegri færni. Þótt flestar samlíkingar haltri, kynni það að vera sam- anberandi að kenna hesti gang og að kenna manni að leika á hljóðfæri án þess að kunna nokkurt lag að leika sjálfur eða einu sinni að hafa hendur til að sýna með aðferðina við verk það sem netnandinn á að framkvæma, er þó lærdómur hests á gangi minna verður en mörg önnur framkomuprýði hans og auðlærðari en huga-- farsbreytingar kaldlynds -hrekkjahests, sem orðið hefir að vini manns. Þegar þessi getur orðið nið- urstaðan — og það hefir hún stundum orðið, — þrátt fyrir áðurnefnda örðugleika og þrátt fyrir það að kennari og nem- andi eiga sér ekkert sameigin- legt mál, þá mætti meðalgreind um mönnum og meira vera það ljóst, að hestamenn muni ekki vera næsta margir- Þar er ekki um flokk að ræða, heldur í mesta lagi örfáa einstaklinga og mun þó fyrirbærið vera til. bæði sanna það einstöku hestar og svo er óalgengt, að því sé nafn gefið, sem enginn þekkir. Én það-er. til önnur list auð- veldari en hestamennska, og þó'nægilega örðug flesturi mönnum, enda oft haldin vera hestamennskan sjálf. Hana °r gott að hafa með þeim vísi til hestamennsku, seen finnast kann, ef nokkur er. Sú fylgi- kona heitir reiðmennska og er allrar virðingarverð á með an hún þykis.t ekki vera aðal- atriði og eins þótt hún sé að öllu minni mannprýði en hesta mennskan. Reiðmennska er í því fólgin að geta setið á hesti og látið hann með illu eða góðu koma einhverju ákveðnu til leiðar. Til þess að fá það fram eru til ýmis hjálpargögn svo sem beizlisstengur með því, er þeim fylgir og fylgja ber, svipa og sporar, áhöld, sem geta, ef þeitn er kunnáttusamlega beitt skapað þrælsótta og flótta frá hugsanlegri refsingu fyrir lítil afköst eða skakka stefnu, en eru hvorki góðmannleg né holl i sumra manna höndum. Dæmigerð reiðmennska kem ur fram i fornri sögu, sem nú skal flutt, þótt að öllum líkum sé hún skáldskapur og ósk- hyggja, en ekki sannleikur- Bændur nokkrir norðlenzkir voru á heimleið úr kaupstað og höfðu komið hestunum á vinnu menn sína, en fóru nú lausríð- andi tneð hvíldum og léttri reið á milli áningarstaða. Þar bar allmikið á ungum klárhesti. hlaupavarg, fjörháum og fékk einhver samferðamannanna sér til orðs, að það væri leitt með - svo skörulegan hest að hann skyldi ekki hafa mýkindaspor Þá hraut út úr öðrum, a'ð auðvitað hefði hesturinn skeið eins og aðrir almennilegir hest ar, því þett.a var á þeirri tíð. þegar varla mátti reiðhestur heita nema vakur væri. Maður þessi var óðara beð- inn að sanna mál sitt og var því boði tekið, áð og farið að hafa hestaskipti. Þar voru grundir nokkrar framundan og þær mjög göt- uen skornar. Maður sá, er leita skyldi skeiðsins í klárhestinum, lagði á hann hnakkinn sinn og tók út úr honum beizli eigandans. Reiðbeizli sitt var hann með í hendinni. Allt í einu vatt hann sér á bak á taumlausan foi- ann og rak í hann skellihögg með beizlinu Hesturinn brá við í ótta og ofboði og tók æðislegt stökk- flug eftir götunum, en ekki mörg tök áður en reiðmaðurinn vatt sér svo til í sæti, að hestur inn hrökk úr götu. . Framfótur hindraðist af götu bakka, svo að báðir fætur sömu hliðar urðu samtaka en flugið of mikið til þess að aftur yrði skipt um skrefaröð. Þá þótti skeiðað þar sem þeir fóru. Væri þessi saga sönn, sýndi hún reiðmennskuna ,en hesta- mennska er það ekki að lemja saklausa skepnu með járnbút- um festum neðan í alinarlang- ar ólar eða þótt nokkru styttri væru. Þá er sífellt taumajag litlu góðmannlegra, einlægar rykkingar eins og þegar veiði- bráður maður keipar í fáfiski, en þess háttar hnykkingar eru nú verka tíðastar hjá ýmsum þeitn, er opinbera reiðlag sitt hér í Reykjavík, hvort sem hest arnir koma með þann vana til borgarinnar, að þurfa slíks, eða eru með strokkbulluhreyf- ingum þessum minntir á áfram- hald það og gangvöndun, sem þeim kynni að gleymast ef þeir Framhalo á 13 síðu Öllu léttir óstandi íslands sveita bráðum gnægtabrunnur gjósandi Gunnar i skynsins váðum. En það eru ekki allir, sem taka undir þennan spádóm minn. Og nú kem ég að kjúklingafræðunum. Þeir eru sumir að segja, að þess ir reikningar þínir séu hálfgerður Gylfareikningur, en það kalla þeir Gylfareikning, þegar ekki eru tekn ir með nema einstakir liðir úr dæminu. T. d. segja þeir, að kjúkl- ingar fáist ekki nema úr eggjum og eggin fáist ekki nema úr hæn- um, og þær hænur þurfa jafnvel að hafa hana nærri sér og ein- hverjir myndu þurfa að annast það hænsnabú og það fólk megi reikna með í kjötframleiðslunni. Þeir halda því sem sé fram að dagsgamall kjúklingur af holda- kyni hljóti eitthvað að kosta. Og hvað á ég að segja við því, Gunnar minn? En bíddu nú við. Þeir segja svo sem fleira en þetta. Þú ætlast til þess í Mbl. að 3,7 kg. af korni fari til að framleiða eitt kg. af kjúklingakjöti. Svo kemur Jón á Reykjum í handbókinni hjá Agn- ari og segir, að hér á landi hafi farið 5—8 kg. til að framleiða hvert kg. af kjötinu. Og þá segja þeir grannar mínir, að fóðrið á hvert kjötkiló sé komið í 40 krón- ur og ef verði kjúklingsins dags- gamals sé bætt við verði þetta líklega 50 krónur en með þinni fóðureyðslu ekki nema 30 krón- ur, en jafnvel það finnst þeim vera dálítill frádráttur. Ég hef nú bent mönnunum á það, að þú segir hvergi að reikn- ingurinn sé tæmandi hjá þér. En þá herða þeir sig upp og segja, að af þessum tölum dragir þú álykt- anir, — þessar tölur séu hjá þér hyrningarsteinar skynvæðingarinn ar — öll þín skynvæðing byggist á Gylfareikningi. Og hvað get ég svo sagt við þessu, Gunnar minn? Mér finnst Jón á Reykjum illa launa góða auglýsingu að fara að glopra þessu út úr sér um fóður- eyðsluna hjá sér. Hann er sjálfsagt fróm og hrekklaus sál, en liklega er hann litlu skynvæddari en bændur almennt. Eitthvað hafa nú karlamir lfka Framhald i 13. siSu T I M I N N, fimmtudaginn 5. marz 1>64 — t)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.