Tíminn - 05.03.1964, Síða 14

Tíminn - 05.03.1964, Síða 14
gegn Clementine, sem hefnd vegna stjórnmálaafírtöðu bónda hennar til Indlands. Þetta var henni sjál'fri einnig ljóst. Sérstakir lífverðir voru settir á allar brautarstöðvarnar og þeim gefnar skipanir um, að hleypa eng um Austur-Indverja inn í fyrir- lestrasalina, þar sem Winston átti að tala. Óeinkennisklæddum lög- reglumönnum var einnig dreift á smeðal áheyranda. Fyrstu raunverulegu merkin um að til vandræða kynni að draga frá hendi leynifélagsskapar Indverjanna sáust í Detroit. Þeg- ar Winston og Cl'ementine komu inn í fyrirlestrasalinn, röðuðu ind- verskir “stúdentar” sér upp fyrir utan með spjöldum, sem á voru letruð mótmæli gegn stjórnar- stefnu Churchills. En það var fyrst í Chíkagó, sem ógnvekjandi ; atburðir gerðust og beinlínis j hættulegir. Fyrirlesturinn hafði að vanda I heppnazt sérstakl'cga vel. Þegar ! þau stigu ofan af ræðupallinum, í hófu bæði samræður við áheyr- 1 endur, sem stóðu í hnapp í kring- ! um og spjöll'uðu við þau í forsal ; hússins, þegar snyrtilega klæddur Indverji, kom inn um glerdyrnar ! með aðra hendi í vasa og stefndi í beint á Churchill. Einn lífvarðanna kom auga á hann , dró upp byssuna og beindi i hlaupinu að Indverjanum. Maður- inn stanzaði, snerist á hæli og rauk út um hverfidyrnar með miklu brambolti og beint í opna arma lögregluþjónanna, sem þar stóðu. Annar Indverji, sem úti fyrir stóð, tók til fótanna, þegar hann sá, að félagi hans var tekinn hönd- um og hljóp hann niður götuna með tvo leynilögreglumenn á hæla sér. Á.meðan á þessu stóð héldu Winston og Clementine, á- fram spjallinu við aðdáendur sína. Þó að indverskum öfgamönnum tækist ekki að bana né særa Win- ston eða Clementine, á meðan á Bandaríkjaheimsókninni stóð, var leigubílstjóri í New York nær því að veita ævi Winston í annan far- veg. Það gerðist kvöldið 13. des- ember 1931. þau höfðu nýlokið kvöldverði og ætluðu að leggjast snemma til hvílu, þegar síminn hringdi. Sá, er hringdi, var gam- all vinur þeirra, Bernard Baruch, sá, sem var yfir styrjaldarráði iðnaðarins, þau tvö ár, sem Win- ston var birgðamálaráðherra hers- .ins. Kunningsskapur þeirra, sem í upphafi byggðist á opinberum skeytasendingum, varð síðar að persónulegri vináttu. Klukkan var um 9:30, þegar Baruch hringdi til að bjóða þeim heim til sín til að hitta þar nokkra sameiginlega vini. Clemen tine ákvað að l'eggjast snemma til hvílu, en Winston fór einn nið- ur þrjátíu og níu hæðir og niður á götu. Um 10 : 45 hringdi síminn enn í íbúð þeirra. Það var læknir á Lennox Hill sjúkrahúsinu í New York, sem hringdi til að tilkynna Clementine, að Winston hefði orð- ið fyrir leigubifreið og verið ekið í sjúkrahúsið. Hún þaut af stað til hans ásamt dóttur þeirra, Dí önu. Hann var vafinn sáraumbúð- um, þegar þær komu. Og hafði fengið einkastofu. Hann var aug- sýnilega illa slasaður. Hún bað um að fá að tala við dr. Ottó Pickhardt og dr. Foster Kennedy, sem höfðu annazt um sár hans, til' þess að fá vitneskju af þeim, um hve alvarleg meiðsli hans væru. Dr. Pickhardt sagði við 'hana: “Eftir rannsókn með gegnumlýs- ingu, þar sem athugað var, hver innri meiðsli hann hefði hlotið og sérstaklega hvort hætta væri á innri blæðingum frá sárurn á lungnahimnunum og brjósti, hvíl- ist hann nú vel, en hann hlaut alvarlegt taugaáfall og skjálfta án þess að. missa meðvitund. Það eru margir stórir skurðir á hægra handlegg, brjósti og fótlegg, enn- fremur á enni og nefi, sem hafa verið saumaðir saman. Eg er hræddur um, að hann verði ekki fær um að vinna neitt að ráði í nokkrar vikur.” Alllanga stund sat Clementine við rúm hans og hélt í hönd hans. Fún talaði til hans hvatningarorð um, en augu hans voru enn lokuð. Að lokum opnuðust þau og hún brosti til hans. Bernard Baruch stóð að baki hennar. Þá sagði Win- ston: — Heyrðu, Baruch, hvaða núm- er er annars á húsinu þínu? — 1055“. — Hvað var ég langt frá því þeg- ar keyrt var á mig? — Meira en tíu húsaraðir! (Hálfa mílu). Og Winston byrjaði að skýra þeim frá því, sem gerzt hafði. Slysið stafaði af andartaks- gleymsku hans á því, að umferðar- reglur Ameríku voru að ýmsu frá hrugðnar þeim ensku. Á leið hans írá gistihúsinu og til heimilis Bar uchs uppgötvaði hann, að hann hafði gleymt húsnúmerinu. Hann skyggndist út um gluggann á leigubifreiðinni og athugaði hús in, sem þeir óku fram hjá, og á- kvað að lokum að stíga út úr bílnum og ganga eftir götunni unz hann sæi líklegt hús, þar ætlaði l.ann að spyrja. Hann sagði eftirfarandi við Clemmie: „Á Englandi göngum við oft yfir götur, þar sem mikil og hröð umferð er úr báðum átt- um. Mér fannst það, sem ég hafði í huga, hvorki vera flan né hættuspil á nokkurn hátt. En þá lék vaninn heldur betur á mig. Eg fór út úr bílnum einhvers staðar 1 miðri götunni og bað bílinn að bíða. Síðan leit ég ósjálfrátt til vinstri. í um 200 metra fjarlægð sá ég gul bílljós, sem nálguðust hratt. Mér fannst ég hafa rétt tima til að komast yfir götuna, áð- ur en bíllinn kæmi, og ég lagði af stað handviss — og allsóviðbúinn cðru en, að hættan væri á vinstri hönd. Gulu bifreiðarljósin nálguð ust enn og ég hraðaði mér enn frekar yfir að gangstéttina, sem var í um 20 feta fjarlægð. ..................... II lllllir 27 Skyndilega varð ég var við eiti hvað alls óvænt mér á hægri hön.d. Eg leit um öxl í skyndi. Rétt hjá mér, varla eina bíllengd frá mér, var eitthvað, sem líktist langri, svartri bifreið, sem þaut áfram á æðisgengnum hraða. Hugsanirnar þutu um heila mér: Nú verður ek- ið á mig og ég líklega drepinn. Sið an kom höggið- Eg fann það á enni mér og á lærunum. En auk höggsins kom einhver þrýstingur, cgurlegt áfall og ólýsanlegt, ofsa- legt skjálftakast. Eg skil ekki, hvers vegna ég brotnaði ekki eins og eggjaskurn eða kramdist eins cg krækiber. Eg hlýt að vera skolli harður eða mjög heppinn cða kannske hvort tveggja. Eg missti ekki meðvitund eitt andar- tak. Hann sagði Clemmie, að eftir farandi þankagangur hefði skyndi lega farið um huga hans: — Það hefur bifreið ekið á mig hér i Ameríku. Allar þessar áhyggjui um, að vera of seinn eru þarflaus ar nú. Þær skipta ekki neinu máli. Þetta var ægileg staðreynd. Ei til vill eru þetta lokin. Eg iðraðist einskis og óttaðist ekkert- Stað- reyndirnar voru aðeins blákaldai fyrir augum mér, og ég gat ekki séð þær út frá neinu tilfinninga- sjónarmiði. Og þó yfirgnæfði allt annað sú tilfinning, að öllu væri lokið, allt eyðilagt. Eg hafði ekki hugmynd um, hvort ég lá á bak- inu, hliðinni eða maganum. Hversu lcngi þetta ástand varaði, er mér ekki kunnugt um. Sennilegast hefði ég átt að leiða hugann að guðsótta, góðum siðum og ein- hverju háfleygu í þá áttina. Samt sem áður hugsaði ég ekki um ann að, en að nú gæti ég ekki flutt fyrirlesturinn annað kvöld i Brooklyn. Hvað ætli vesalings um boðsmaðurinn geri í málinu? 32 upp og hún starði á hana opnum munni. — Halló! sagði Livvy glaðlega. — Hvað er að mér? — Eg hél't að þú mundir sofa eins og steinn til klukkan tólf, svaraði hún, — mér brá óskap- lega. — En klukkan er bráðum átta ... ég sef aldrei lengur. — Nei, ég veit það, en þú skilur .. .ég setti eina svefntöflu í mjólk ina þína í nótt,' svo að ég væri viss um að þú sofnaðir. Eg ætlaði að færa þér morgunmatinn inn. Ertu VIRKILEGA ekki einu sinni syfjuð? spurði hún forvitnislega. — Ekki syfjaðri en venjulega á morgnana, sagði Livvy og hló. Adrienne dró djúpt andann. — Þú ert sannarlega furðuleg kona. Ef ég hefði tekið svefntöflu og það geri ég afar sjaldan er ég syfjuð allan daginn. Nú, jæja, fyrst þú ert komin á kreik, get- , urðu athugað, hvort blaðiö er komið. Livvy sveipaði um sig kápu og hljóp út í rigninguna að blaðsölu turninum. — Góðan dag, sagði rödd að baki hennar. Livvy leit um öxl og brosti við feitu, vingjanlegu konunni með gráa hárið. — Frú Groom. — Eg var heppin að hitta yður frú, mig hefur langað að tala við yður. Eg var að velta fyrir mér hvort þér þyrftuð ekki á hjál'p að halda á daginn. — Jú, þegar ég flyt til Larne House þyrfti ég þess. — Eg vil gjarnan vinna fyrir yð- ur. En kannski þér séuð með aðra í huga. — Eg hélt ef til vill að það yrði erfiðleikum bundið fyrir mig að fá hjálp, sagði Livvy full þakklæt is. — Það eru svo margir, sem kæra sig ekki um að vinna þar sem hefur ... — Slíkt set ég ekki fyrir mig, væna mín. — Þá þætti mér mjög vænt um ef í þér vilduð koma til mín, frú Groom. Og það er miklu skemmti-j legra fyrir mig að hafa mann- j | eskju í • húsinu sem ég þekki og i líkar við. Þér vitið sjálfsagt að ég bý hjá ungfrú Charles núna .... j— Já. En ætlið þér ekki að flytja heim bráðlega? Larne House er. yndislegur staður, frú. Eg gleymi; aldrei, að þér l'eyfðuð Charlie að, sitja í garðinum þar Eg man að ég hugsaði með mér að það gæti ! ekki verið dásamlegra á himnin-, um en þar. Og ég held að Charlie , hefði hugsað það sama ef hann hefði getað hugsað, veslings litli kúturinn,— Já, ég held að Charlie hafi liðið vel þar, sagði Liwy þýðlega. — Áreiðanlega, þótt hann gæti ekki sagt það. En nú skal ég ekki tef ja yður lengur. — Eg er reglulega glöð að ég hitti yður, sagði Livvy einlæglega. Og enn þá glaðari að þér viljið koma til mín. — Eg get komið hvenær sem er, ef þér sendið mér boð. Þér vitið,; hvar ég bý. Þegar Livvy gekk aftur frá blaðasölunni, var henni á allan hátt miklu léttara fyrir brjósti en áður. Frú Groom var svo einkar hlý og vingjarnleg. Hún tók ör- lögum sínum eins og hetja. Mað- urinn hennar sem hafði starfað sem bílstjóri við verksmiðjuna j hafði beðið bana í slysi. Yngsti sonur hennar, Charles litli, hafði 1 verið vangefinn og Livvy hafði boð ið frú Groom að koma með hann á góðviðrisdögum og láta hann isitja í garðinum niðri við víkina. L' í SKU GCA 0TTANS KATHRINE TROY Þegar Clive barst það til eyrna hafði hann orðið fokvondur, en aldrei þessu vant hafði Livvy gert eins og henni sýndist. Hún gætti þess eins, að þau væru farin úr garðinum, áður en Clive kom! heim. Og nú var Charles litli dáinn, tvö elztu börn frú Groom voru í vinnu í Linchester og frú Groom- vildi gjarnan fá sér eitthvað að gera, til að hún mætti komast yfir söknuðinn vegna hinna tveggja, sem hún hafði misst. Livvy vissi einnig, að vegna þess litl'a sem hún hafði getað gert fyrirlitla, vangefna drenginn hennar mundi frú Groom taka málstað hennar hvar og við hvern sem væri, ef á hana væri hallað. Hvenær sem er, hafði frú Groom sagt. Því þá ekki strax? Hún gat hvort eð er ekki búið hjá Adri- enne til eilífðarnóns. Síðla þennan dag sagði hún Adrienne, hvað hún hafði ákveð-: ið. — Eg hef óttazt þetta, Livvy. En ég mun nefnilega sakna þín, I Livvy. | — Og auðvitað langar mig aftur^ hingað, en einhvern tíma verð ég að flytja heim — Ertu ekki hrædd að vera alein í Larne House á næturnar? — Kannski, ég veit það ekki. Þeg ar ég hugsa um það, er mér ekki rótt. en þegar ég er flutt heim aftur er þetta all't eins og það var ... og ég fell inn í þetta hvers dagslega þvarg eins og allt væri i himnalagi. — Og er allt í lagi — núna? spurði Adrienne. — í lagi? Eg veit það ekki. En Simon býr nú skammt frá ... — Já, sagði Adrienne og horfði niður á granna fingur sína. —1 hann er rétt hjá. — Og svo Maggie hinum megini við þig. — Eg sé hana nú ekki oft. — Nei, það er víst rétt. Eg hef verið að hugsa um það sem þú minntist á um daginn, hvers j vegna Maggie hefði horn í síðu þinni. . . kannski er það vegna hennar sjálfrar... — Áttu við ... Keith ..? — Nei, alls ekki Eg hafði Rorke í huga! — Áttu við að Maggie elskaði Rorke enn þá? En góða Adrienne, það sem einu sinni var á milli okkar Rorke er löngu lokið og heyrir fortíðinni til . . . og það hiýtur Maggie að vita eins vel og allir aðrir! — Hún veit, að einhver sendi símskeyti með þínu nafni og hann i:om aftur hingað. Hún trúir sjálf sagt hinu sama og . . Rödd Adrienne dó út. — Því sama og aðrir hér í Ardern, áttu við það? Að Rorke fcafi kcmið aftur, vegna þess hann eiskaði mig enn? En ég er búin að segja þér — og ég hef sagt Simon það líka — að það er ekki rétt. Rorke ætlar aðeins að dvelja hér, þangað til lögreglan hefur fundið morðingja Clives. Hann vill vita, hver það var, sem reyndi að flækja honum í málið — og hvers vegna. Adrienne teygði letilega frá sér hendur. — Eg held ekki, að það verði upplýst, hver morðinginn var. Tím inn líður óðfluga. Martin lögreglu foringi fær von bráðar fyrirmæli um að snúa sér að nýju máli. Bíddu bara og sjáðu, hvort ég verð ekki sannspá. Nei, ráð mitt tii þín, Liwy er, að þú seljir hluta bréfin í fyrirtækinu og farir héð- an. Þú getur lifað kóngallfi fyrir peningana. — Það getur verið ég fái ekki að fara leiðar minnar. — Nú vertu þá kyrr hér, en hættu að hugsa sífellt um fortíð- ina, sagði Adrienne hálförg. — Allt er um garð gengið núna. Livvy. Þú gerir alltof mikið úr því, sem gleymt er og grafið. Gerði hún of mikið úr því? Livvy reis á fætur og gekk út á svalveröndina og studdi olnbogum á handriðið. En einhver hafði Ivisvar reynt að koma sökinni á hana — reynt að drepa hana einu sinni — og mundi ef til vill gera enn eina tilraun . .. 14. KAFLI Liwy kcm ekki heim í tómt hús. Þegar hún flutti til Larne tveim dögum seinna hafði frú Groom þegar gert sig heimakomn. 14 T f M 1 N N, fimmtudaginn 5. marz 1964 —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.