Tíminn - 05.03.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.03.1964, Blaðsíða 15
íþrcftfr margir menn tekið þátt í leikjum meistaraflokks, og á s.l. sumri, eða alls 30. Yngri flokkarnir náðu mjög góðum árangri í landsmót- unum. 3. flokkur vann alla sína leiki með yfirburðum og hlaut ís- landsmeistaratitilinn, og skoraði al'ls 23 mörk gegn 6. í 4. flokki léku Akurnesingar til úrslita gegn Víkingi og þurfti þrjá úrslitaleiki til að fá úrslit í mótinu, sem Vík- ingar hlutu að lokum. Þess má geta, að 4. flokkur lék 10 leiki á sumrinu og skoruðu þeir all's 42 mörk gegn 4 mörkum, sem þeir hlutu öll frá Víkingi. Þannig, að alla aðra leiki unnu þeir án þess að fá á sig mark. Ríkharður Jóns son þjálfaði meistaraflokk, en yngri flokkana þeir, Tómas Run- ólfsson og Svavar Sigurðsson. í leikjum milli knattspyrnufélag- anna á Akranesi urðu þau úrslit, að K.A. vann meistaraflokk, en Kári yngri flokkana. HANDKNATTLEIKUR: Talsvert va> um heimsóknir handknattleiksmanna utan af landi, og haldið var hið árlega hraðkeppnismót í m.fl. karla, fé- laga utan Reykjavíkur, en slíkt mót hefur verið haldið nú nokkur undanfarin ár. Mótinu lauk með sigri F.H. AkUrnesingar tóku þátt í landsmóti II. deildar, og náðu sæmilegum árangri. Handknatt- leikur á vaxandi fylgi að fagna á Akranesi, og dregur stöðugt að sér fleiri iðkendur, en þjálfara- vandamálið gerir það fyrst og fremst að verkum, að árangur er ekki betri en raun ber vitni. Hafa því leikmenn sjálfir orðið að ann- ast þjálfunina, oft meira af vilja en getu. Ef það mál leysist á far- sælan hátt, verður þess vonandi ekki langt að bíða, að handknatt- leiksmenn á Akranesi verði jafn- okar handknattleiksmanna frá öðrum nágrannabæjum. STJÓRNARKJÖR: Lárus Árnason var endurkjör- inn formaður Í.A., en aðrir í stjórn þeir, Ólafur I. Jónsson, Óli Örn Ólafsson, Garðar Óskars- son, Eiríkur Þorvaldsson og Helgi Daníelsson. SMÁSKÆRUR Framhald af l sfiíu. senda alltaf nýja hermenn til ó- eirðasvæðanna. Indónesar segja aftur á móti, að skæruliðasveitirn- ar verði að halda sig á Borneo þar til varanleg lausn hefur fund- izt á deilunni. Hið eina jákvæða, sem gerðist á fundinum í dag var, að bæði Indó nesar og Malaysíumenn sam- þykktu að thailönsk eftirlitsnefnd verði samstundis send til Norður- Borneo til þess að sjá um að vopna hlé verði haldið. Slík nefnd, sem í yrðu 7—10 menn, mun þó á eng- an hátt geta framkvæmt ætlunar- verk sitt, því að barizt er í þykk- um frumskógi, sem er 320 kíló- metrar að lengd. Fréttamaður í Bangkok sagði að það væri „eins og slökkva í helvíti með einni vatnsfötu"! Sami fréttamaðurinn sagði, að ástandið bæði í Malaysíu og Indó- nesíu væri nú þannig, að hið minnsta brot á vopnahléssáttmál- anum gæti komið af stað stórri styrjöld. Slík styrjöld getur þýtt, að brezkir hermenn verði sendir til að berjast gegn Indónesíu, sem er mesta herveldið í Suð-Austur- Asíu. Sukarno forseti mun þá ef til vill kalla á vini sína til hjálpar, svo sem Sovétríkin og Rauða-Kina. Ef það gerist munu Bretar not- færa sér Anzus-sáttmálann og kalla á hjálp Bandaríkjanna, Nýja Sjálands og Ástralíu. Og þá er ekki langt í heimsstyrjöld. 3 SMÍÐA STÁLSKIP Framhaid ai x. siðu. indum rúmlega eitt á ári, eða nær væri að segja 3 skip á tveimur ár- um. Síðar er svo ætlunin að setja upp dráttarbraut og taka skip til viðgerða. Stálsmiðjan h.f. í Reykja vík hefur eingöngu annazt viðgerð ir að undanförnu, og kvaðst skrif stofustjórinn ekki geta um það sagt, hversu mörg skip hún gæti smíðað á ári, en hún gæti smíðað allt að 300 tonna skip. Eins og er fer öll vinna Stálsmiðjunnar í við- hald sökum þess, að hana skortir menn til að starfa bæði að við- haldi og nýsmíði. Aðeins þrjár dráttarbrautir eru það stórar, að þær taki yfir 200 tonna skip til viðgerða, Slippfé- lagið h.f. i Reykjavík, sem hefur þrjár dráttarbrautir og tekur allt að 2000 tonna skip, Slippstöðin h.f. Akureyri, sem tekur allt að 515 tonna skip, og Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar á ísa- firði, sem tekur allt að 400 tonna skip til viðgerðar. Páll Ragnarsson, skrifstofustjóri Skipaskoðunar ríkisins, sagði í við- tali við blaðið í dag, að þessar þrjár dráttarbrautir gætu að vísu annað viðhaldi á stærri skipunum, á meðan þau eru enn þá ný og þarfnast ekki mikilla botnvið- gerða. Þó væri oft þröng á þingi á miklum annatímum. En þegar fram í sækti, skorti tilfinnanlega fleiri stórar dráttarbrautir. Hins vegar sagðist Páll telja skort á innlendum stálskipasmíða stöðvum mjög tilfinnanlegan. Um síðustu áramót voru 38 stálskip í smíðum íyrir íslendinga, þar af aðeins tvö á íslandi. Stóraukin inn lend skipasmíði mundi spara ís- lendingum gífurlega mikinn gjald eyri, en hins vegar kostar að sjálf sögðu mikið fé að koma upp skipa- smíðastöð. Kvaðst Páll telja það aðalhindrunina í vegi fyrir þeim, sem mundu vilja stofna skipa- smiðastöð, svo og manneklan, því að smiðirnir, sem fyrir eru, hafa nóg að gera við viðgerðirnar. Nýlega var skýrt frá því hér í blaðinu, -að -Bjarni Einarsson, for stjóri Skipasmíðastöðvarinnar í Njarðvíkum, hefði í hyggju að koma upp 400 tonna dráttarbraut í Njarðvíkum með 8 hliðarsætum, og jafnframt stöð, sem gæti ann- azt smíði eins til fjögurra stál- skipa á ári. Gaf hann þær upplýs- ingar, að slik stöð mundi kosta um 12—20 milljónir króna. Bjarni skýrði einnig frá því, að dráttarbrautaeigendur hefðu ár- ið 1961 gert bráðabirgðaáætlun um uppbyggingu skipasmíðaiðn- aðarins á íslandi, og hefði sam- kvæmt henni verið talið þurfa um 13 millj. kr. fjárfestingu árið 1962 og síðan um 6 millj. kr. árlega, ef íslendingar ættu að geta veitt fullkomna viðgerðarþjónustu og jafnframt liafið nýsmíði stálskipa í ríkari mæli. Þetta mál stendur þó allt fast enn þá. AÐALFÚNDUR LÍÚ ákvörðun raunverulegur kostnaður við útgerð meðal- báts, en að öðrum kosti verði ráðið lagt niður. Að lokum beinir LÍÚ til stjórn- arinnar þeim tilmælum, að útflutningsverzlun með ó- unninn fisk, þ. m. t. síld verði gerð frjálsari en verið hefur. NY BRYGGJA Framhald af 1. siSu. á meðan bátaslippur Daníels Þor steinssonar er þar staðsettur, en fyrir framan hann væri mögulegt að koma fyrir 120 m bólvirki, og myndi bryggjurými hafnarinnar við það aukast um 500 metra frá því sem nú er. Samningum við Slippfélögin er nú svo komið, að samningur Dani- els er útrunninn, og hann aðeins framlengdur um eitt ár í senn, og hefur þegar verið framlengdur fyr ir árið 1964. Leigusamningur Slippfélagsins h.f. rennur út árið 1968. BLÓMABALLIÐ Framhald at 16. síðu. Byggingin verður með svipuðu sniði og leikskólinn í Hlíðarborg, aðeins minni. — Hvernig er fjárhagurinn? — Við höfum 100 þúsund til að byrja með, svo verðum við að treysta á lánadrottna og framtíð- ina. Annars hefur bara gengið vel að safna fé, aðaltekjulindin er okkar fræga blómaball, sem haldið er á hverju sumri og er sérstak- lega vinsælt. Reynslan hefur sýnt, að þörf er á leikskóla sem þessum í Hvera- gerði. Kvenfélagið gerði tilraun með eins konar leikskóla eða barnagæzlu í barnaskólanum á síð ast liðnu sumri, og komu þangað 14—22 börn. Margar konur í þorp inu vinna úti, og hafa þær mik- inn áhuga á, að leikskólinn kom- ist upp. Ætlunin er, að hann rúmi 20—25 börn til að byrja með á aldrinum 2—5 ára, og mun skól- inn stgrfa frá kl. 9—12 og 1—6. KVenféJagið er þegar búið að ráða ‘lærða fóstru, Bergþóru Gústavs- dóttur, sem mörg börn kannast við, bæði frá þáttum hennar í út- varpinu, og svo þau, sem verið hafa í Hagaborg, en þar hefur Bergþóra starfað að undanförnu. Með henni munu svo stavfa ólærð ar stúlkur. *ré iUSiingi lengja lánstímann. Taldi hann samanburð Einars rangan og vís- aði honum á bug en taldi að flest hefði farið afvega í húsnæðismál- unum í tíð vinstri stjórnarinnar. Þá taldi Þorvaldur, að íslending- ar mættu ekki eyða meiri hluta af þjóðartekjunum til íbúðabygg- inga en nú er gert, en það er ekki nógu gott skipulag á lánamálun- um. Það verðui að auka útlánin stórkostlega, því það dugir ekkert minna en gjörbreyting frá því sem nú er. Hið dýra húsnæði er meginorsökin fyrir hinum miklu kaupkröfum sem 'fram eru sett- ar. Tillaga Framsóknarmanna hef ur hins vegar enga þýðingu, leys- ir engan vanda og skiptir engu, hvort hún verður samþykkt eða felld. Drap Þorvaldur síðan að- eins á álygtanir SUS. SAMVINNUBU Framhaid at 16. síðu. og beitar. Hann talaði einnig um viðhorf á ræktunarmálum héraðs- ins, en árið 1963 sagði hann 93 býli með túnstærð minni en 15 ha í Borgarfjarðarsýslu, og á sama tíma hefðu 110 býli í Mýrarsýslu verið með minna tún en 15 ha. Fá af býlunum sagði hann skorta ræktanlegt land til þess að stækka túnin, heldur kæmi þar til greina önnur atriði og þá einkum fjár- skortur. Pálmi ræddi um þær nýju stefn ur, sem nú hefðu komið fram í landbúnaði, sérstaklega um félags- bú og samvinnubú og taldi þau lík legust til þess að leysa margan vanda. Einkum taldi hann þau æskileg sem fjölskyldubú. Taldi Pálmi að auka þyrfti landbúnaðar framleiðsluna á næstu árum, og að auka þyrfti fjölbreytni á tekju öiflunarleiðum í dreifbýlinu og nefndi í því sambandi móttöku á ferðafólki og iðnað alls konar. Að loknum framsöguerindum var gert fundarhlé, en síðan tók- til máls Guðmundur Jónsson skó' stjóri á Hvanneyri. Bjarni Árna son ráðunautur og Pálmi Einars- son tók aftur til máls og svaraði fyrrispurnum. Næsti fundur sambandsins var boðaður í marzmánuði og verði þá rædd verðlagsmál landbúnað- arins, framsögumaður verður Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttasambands bænda. SÞ-HERLIÐ Framhalc! aí 2 síðu Bandaríkjanna til Kýpurmálsins. Öflugur lögregluvörður var kallað- ur á vettvang til þess að verja sendiráð Breta og Bandaríkjanna þar. Um 3000 skólabörn söfnuð- ust saman utan við sendiráð USA í Aþenu og brenndu mynd af John- son forseta. Bæði Johnson forseti og Dougl- as Home, forsætisráðherra, hafa lýst ánægju sinni yfir því, að sam komulag hefur náðzt í Öryggis- ráðinu. LEITAÐ JARÐHITA Framhald af 16. síðu. í september var svo byrjað að steypa grunna sumarhúsanna 22, sem þarna eru að rísa, og er nú búið að steypa alla grunnana. — Einnig er búið að gera fjögur hús anna fokheld, og er unnið að inn- réttingu þeirra. Samkvæmt samn- ingi eiga þau öll að verða fullgerð í júní, og hefur verkið gengið nokkurn veginn samkvænd áætl- un, þrátt fyrir tafir af völdum verkfallanna. Sumarhúsin, sem öll eru gerð eftir sömu teikningunni, verða að mestu leyti timburhús. — Síðar er svo ætlunin að reisa þarna hótel. Regnklæði Síldarpiis SJóstakkar Svunfur o. fl. Mikill afsláttur qefinn Vopní ASalsfræti 16 (við hliðina á bílasölunni) i heildsölu - Verð 125-fil 22, XiÍíima m i ssa til leigu. Tökum að okkur smærri og stærri verk. Upplýsingar alla daga frá kl. 9—6 í síma 35740. IÐNAÐARMENN ÓSKAST Kaupfélag á Norðurlandi vill ráða nú þegar raf- virkja, bifvélavirkja og vélgæzlumann að frysti- húsi. Nánari upplýsingar um kaup og kjör veitir starfs- mannastjóri SÍS, Jón Arnþórsson, Sambandshús- inu. Starfsmannahald SlS. ÞAKKARÁVÖRP Öllum þeim sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu þann 25. febrúar s.l. með heimsóknum, skeytum og gjöfum, þakka ég hjartanlega og bið guð að blessa þá ævinlega. Sigríður Jóhannesdóttir Hjartkær sonur okkar, bróðir^og dóttursonur, Þorsteinn Örn Ingólfsson Heiðargerði 38, er andaðist í Landspítalanum þann 28. febrúar s. 1., verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. marz kl. 1,30. Blóm eru vinsamlegast afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hlns iátna er bent á iíknarstofnanir. Kfara Halldórsdóttir, Ingólfur Sveinsson, Rósa Ingólfsdóttir, Halldór Ingólfsson, Guðmunda Guðmundsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Hvammi, Dýrafirði. Ólafía Ásbjörnsdóttir, Hagalín Ásbjörnsson, Guðmunda Lárusdóttir. Þakka auðsýnda samúð við andlát og [arðarför föður míns, Kristjáns Júlíusar Halldórssonar frá Vöðlum. Guðrún Kristjánsdóttir. T í M I N N, fimmtudaglnn S. marz 1964 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.