Tíminn - 17.03.1964, Qupperneq 13

Tíminn - 17.03.1964, Qupperneq 13
A förnum vegi Framhalc af bls. 3. Amerfku eiginlega á að vera, og ég efast um aS flutningsmenn tillög- unnar geri sér greln fyrir þv( sjálfir. Halda þeir aS þaS sé nóg að fara meS skóflu og byrja a5 grafa, þar sem þá ber aS land'? Skyldi ekki fyrst þurfa að gera sér einhverja grein fyrir því, hvar á að leita að hverju? Og hver á að vera tilgangurinn með flaninu? Að sögn flutningsmanna tillögunnar er tilgangurinn ekki fyrst og fremst sá, að draga menningarsögu legar heimildir fram í dagsljósið, heldur að sannfæra útl. um, að Amerfku hafl fundið fyrstur hvítra manna, íslendingurinn Leifur heppni. Manni skilst á greinargerð tillögunar að sómi landsins sé ( veði, að enginn komlst hjá að frétta, hvilíklr afreksmenn íslend- ingar voru ( fornöld. Nú skýra heimiidir, sem engin ástaeða virí- Ist til að efa að innihaldi söguleg- an kjarna, frá því, að norrænir sæfarar hafl haft einhver kynni af löndum á meginlandi Ameríku. Það liggur enda beint við að menn hafi orðið varir við þau lönd eftir að farið var að sigla til Grænl., og ýmsir fræðimenn telja vafalaust, að Grænlendingar hafi t. d. só*t húsavið til meginlandsins. Vissu- tega væri ánægjulegt að fá stað- festingu fornminja á þessum ferða lögum, en hitt er harla ólíklegt að slíkar minjar, þótt fyndust, myndu láta neitt uppi um þjóðerni þeirra manna, sem skildu þær eftir. Þjóð erni norrænna manna á vikinga- öld er engan veginn eins augljóst mál og margir vlrðast halda. Hða hafa menn almennt athugað það, að íslendingar geta ekki lagt und- ir sig þá báða feðga, Leif og Ei- rík rauða, föður hans. Hafi Leifur verið íslendingur, eins og haldið er fram í greinargerð tillögunnar, þá var Eiríkur Norömaður. Vilji menn hins vegar kalla Eirfk rauða fslending, getur Leifur ekki tal- izt neitt annað en Grænlendingur. KBÓ. „SKYNSKIPTING" Framhald ai 9 síðu. LÖGTÖK Að kröfu gjaldheimtustjórans Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkv. fógetaúrskurði, uppkv. 16.þ. m. verða lögtök látin fram fara til tryggingar ó- greiddu fasteignasköttum og brunabótaiðgjöldum, skv. II. kafla laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga, en gjalddagi þeirra var 15. jan. s.l. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar, verði þau eigi að fullu greidd, innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 16. marz 1964, Kr. Kristjánsson. SIN^ÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS ríkIsútvarpið TÓNLEIKAR í Háskólabíói, fimmtudaginn 19. marz kl. 21. Stjórnandi: Igor Buketoff Einleikari: Alfred Brendel Efnisskrá: Nielsen: „Helios“-forleikur Beethoven: Píanókonsert nr. 4 í G-dúr, op. 58 Berwald: Sinfonie Singuliere Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar og bókabúðum Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg og Vesturveri. Kaupi fisk Er kaupandi að þorski. Einnig ýsu í skreið. Get tekið netabát í viðlegu. Nánari upplýsingar í síma 10 B, Vogum. Guðlaugur Aðalsteinsson Til solu Land Rover diesel, stærri gerð. Módel 1962 í mjög góðu ástandi, einangraður og klæddur að innan. Tilboð óskast send afgreiðslu Tímans fyrir 25. þ. m. merkt: „48 þús. km.“ Land Ár: 1950/51 1960/61 Danmörk 100 179 Finnland 100 140 ísland 100 197 Noregur 100 170 Svíþjóð 100 145 Tölurnar sýna, að á þessu tíma bili var bæði heildarframleiðslii- aukningin og framleiðsluaukning á mann, sem vinnur við framleiðsl una, langmest á íslandi. Samkeppnisaðstaðan ætti því að hafa batnað, og framfarir verið örastar hér. Þetta spáir því góðu, og er engin ástæða til annars en að ætla, að þróunin geti orðið hagstæð ís- lenzkum landbúnaði í framtíðinni. Hér hefur verið rætt um aðal greinar búskaparins, mjólkur- og kjötframleiðslu, og svo gærur og ull, sem því fylgir. En möguleikarnir eru þó mikiu fieiri og það á ,,íslenzkum“ land- búnaði. Við höfum möguleika á kornrækt með kynbættu korni, aukinni, fjölbreyttari og bættri garðráekt, neyzla grænmetis fer vaxandi með betri kjörum fólks og skógrækt) og skjólbeltarækt mun líka bæta landið. Ylrækt á hér mikla framtíð, og blómaútflutningur er ekki óhugs andi. Við höfum ljósmagnið og fáum ylinn úr jörðinni. Fiskirækt í ám og vötnum er líka íslenzkur búskapur. Laxaeid ið er hliðstælt sauðfjárrækt neirn ,,beitt“ er á hafið í stað fjallanna- Þessu má ekki gleyma, þetta mun koma, ef ekki ríkir bölmóður og niðurrifsandi. En þannig verður að búa að landbúnaðinum með fjármagn tiL uppbyggingar og verðlag á bú- vörum, að þær geti bæði borgað vexti af því og bændur fái jafn- framt sambærilegt kaup við aðr ar stéttir, eins og lög mæla fyrir. Vilji þjóðin ekki gangast und ir það, verður hún að gera það upp við sig, hvort hún vill hafa hér íslenzkan landbúnað eða ekki. Ef það yrði val hennar, að vilja fremur, eða að mestum hluta fabrikkuhænsni alin af erlenda korni, en íslenzka dilka, má það einu gilda, hvort þau hænsni eru alin á íslandi eða annars staðar. Vilji þjóðin ekki nytja gæði landsins síns, er engin ástæða fyr "^hana að búa frekar hér en ann ars staðar, og hún er þá reyndar neydd til að flytja. Það væri víða pláss fyrir eina 200 þúsund manna borg, eða eina útborg úr stórborg, með þeirri íbúatölu, og hægt væii að sækja um „Imigrants" leyfi sameiginlega til Ástralíu eða Alaska. Þá væri kæna smáþjóðar innar innbyrt í einu lagi og a- höfn hennar þyrfti ekki að velkj ast við það lengur að reyna að halda henni á floti. Þannig má hugsa útfrá beinni „skynvæðingu", „ratsjónaliser- ingu“, ef aðeins er hugsað eftir brautum beinharðra peninga. Og þannig getur farið, ef menn taka upp „skynskiptingu" í stað heil- brigðar skynsemi. ROTASPREADER r j MYKJUDREIFARAR Þessir fullkomnu mykjudreifarar hafa nú verið 1 notkun hér á landi í rúmlega eitt ár við sívaxandi vinsældir bænda. Þessi dreifari hefur einnig verið þrautprófaður hjá Verkfæranefndinni á Hvann- eyri. Dreifarinn er mjög einfaldur að gerð og slitfletir fáir. Viðhaldskostnaður því sáralítill. í belginn er notuð sérstök tegund af stáli, sem varnar tæringu, sem myndast af sýrum búfjár- áburðarins. Dreifir út frá hliðinni allt upp í sex metra hvort heldur lapþunnri mykju eða grjóthörðu sauðataði. Nýir belgmiklir hjólbarðar. Getum afgreitt nokkra dreifara í apríl Nauðungaruppboð verður haldið að Laugavegi 1, hér í borg (bakhús) eftr kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík o. fl., miðvikudaginn 25. marz n.k. kl. 3 e.h. Seld verður ljósmyndavél til prentmyndagerðar og rafmagnsfræsivél (Hunter Penrose) tilheyrandi Prentmyndum h.f. og Páli Finnbogasyni. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík AÐALFUNDUR Félags islenzkra bifreiiaeigenda verður haldinn í félagsheimili Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Elliðaárstöðma miðvikudaginn 18. þ.m. kl. 20,30 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Athygli félagsmanna skal vakin á því að endur- skoðaðir reikningar félagsins liggja frammi í skrif- stofu félagsins að Bolholti 4. Stjórnin SKIPTAFUNDUR í þrotabúi Ninon h.f. í Reykjavík verður haldinn í skrifstofu borgarfógetaembættisins Skólavörðu- stíg 12, hér í borg, föstudaginn 20. marz 1964 kl. 1,30 síðdegis, og verða þá teknar ákvarðanir um ráðstöfun eigna búsins. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 16. marz 1964. Kr. Kristjánsson T í M I N N, þriðiudaginn 17. marz 1964. —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.