Tíminn - 20.03.1964, Qupperneq 3
m TIMANS ■ 1
Frank Seamon, slökkviliðs-
stjóri í bænum West Hamp
stead á Long Island í Banda-
ríkjunum, lét af störfum fyrir
nokkrum dögum fyrir elli sak-
ir. Starfsfélagar hans í slökkvi
liðinu héldu honum heljar-
mikla kveðjuveizlu — og fjórir
slökkviliðsmannanna töldu að
hann ætti skilið að fá að sjá
sæmilegan bruna á þessum
tímamótum í lífi sínu. Þeir
læddust því út frá steikinni og
kveiktu í tómu húsi í nágrenn-
inu.
Þeir komu síðan hinir róleg-
ustu til baka, húsið logaði
glatt og veizlan varð sann-
kölluð brunahátíð.
En Edward Curran lögreglu
stjóri var ekki alveg á sama
máli og fjórmenningarnir og
þeir fóru því úr veizlunni og
beinustu leið í steininn.
Þegar hraðritunin hófst til
vegs að nýju, var hún einkum
notuð til þess að enginn gæti
lesið það, sem skrifað var,
nema höfundurinn sjálfur, og
má í því sambandi nefna enska
dagbókarhöfundinn Pepys. Dag
bækur hans hafa nýlega verið
þýddar af enskum og banda-
rískum sérfræðingum í sam-
einingu, og hefur það tekið þá
13 ár. Þessi nýja útgáfa mun
koma út mjög bráðlega í 13
stórum og veglegum bindum,
og munu Pepys-aðdáendur um
allan heim gera hvað þeir geta
til þess að ná sér í eitt ein-
tak.
Eins og kunnugt er, ætla
Bretar nú að breyta peninga
kerfi sínu og taka upp tuga-
kerfið, bæði vegna þess, að
núverandi kerfi er mjög erfitt
fytrir erlenda ferðamenn, og
svo hafa Bretar ennþá hug á að
ganga í Efnahagsbandalag Evr
ópu.
Hingað til hafa margir vilj-
að skipta pundinu niður í 100
cent, en hinum rótgrónari Bret
um finnst það alltof bandarískt
og vilja hafa 100 pence í stað-
inn.
Og það er heldur ekki svo
undarlegt. Pennyið er nefnilega
ein elzta mynteining á vestur-
helmingi jarðar. Það var fyrst
sett í umferð af Offa konungi
af Mercia árið 784 og leysti þá
af hólmi rómversku myntina
Denarius, sem margir kannast
við. Næstu 50 árin var ipennyið
ráðandi mynt í Bretllandi og
minni mynteiningar fengu Bret
ar með því að skipta pennyinu
í tvent (halfpennies) eða í
fjóra hluta (four things, sem
nú kallast farthings). Allar
aðrar mynteiningar komu
seinna. T.d. var fyrsti Shill-
ingurinn settur í umferð 1544.
' ☆
f París glíma menn nú við
eftirfarandi gátu, og gætu ís-
lendingar líka reynt að spreyta
sig á henni: Hver er munur
iap á Napoleon og fjármála-
iVðuneytinu okkar í dag?
Hið rétta svair er:
Mismunurinn er einungis
mállfræðilegur. Napoleon tók
peningana okkar en fjármála-
ráðuneytið tekur þá.
☆
Leikhúslífið er ekki bara
gleði og glaumiw, eins og marg
ir halda. Eða svo segir Gitta
Hænning hin danska. Hún hef
ur orðið að borga fyrir þær
góðu móttökur, sem hún fékk
í leikritinu „Fantasticks.“ Hún
hefur verið á leiksviðinu
marga tíma á hverju kvöJdi í
heilan mánuð — og árangurinn
vair gleraugu! Hin sterku sviðs
Ijós hafa nefnilega skemmt
sjón hennar verulega.
Flestum kemur þó saman
um, að Gitta sé jafnlagleg,
hvort sem hún er með gler-
augu eða ekki
Bandaríkjamaður nokkur,
Harold Jeffries frá New York,
varð gjaldþrota fyrir nokkru
í þriðja sinn. Hann er bóka-
útgefandi og hefur m.a. gefið
Hryllingsk.vikmyndir eru
mjög vinsælar í Bretlandi um
þessar mundir og nýjasta
myndin á því’sviði kallast „The
Gorgon“. Á MYNDINNI sjáum
við eína leikkonuna með nokk
uð óvenjulegan höfuðútbúnað,
sem efalaust mun skjóta mörg
um skelk í bringu á hvíta tjald
inu.
Leikstjóri „The Gorgon'
heitir Terence Fisher, en hann
hefur m.a. gert hinar frægu
kvikmyndir „Dracula" og
„Bölvun Frankensteins-'. Hann
segir þó, að „The Gorgon“ sé
óvenjuleg hryllingsmynd, því
að í stað þess að bíta menn á
barkann, eins og t.d. Dracula
gerði, þá er hinum og þessum
umsvifalaust breytt í stein í
„The Gorgon!“
út bækurnar: „Leiðin til
frama,“ „Milljóneri á hálfu
ári“ og „Listin að græða pen-
inga.“ Hann mun nú keppast
við að lesa þessar bækur, áður
en hann ieggur út á viðskipta-
brautina á ný.
★
Stjornmálamenn hafa oftast
mikla trú á eigin skoðunum,
en líklega á ítalski þingmaður-
inn Storti metið, því að hann
sagði í jómfrúrræðu sinni fyr
ir nokkru:
„Eg veit ósköp vel, að það
eru tvær hliðar á hverju máli
— skoðun flokks míns — og
hin ranga!“
Margir ráðast harðlega á
nútíma málaralist, og brezki
rithöfundurinn Laurence Irv-
ing lét ekki sinn hlut eftir
liggja þegar hann sagði:
„Tækni málaralistarinnar er
nú gleymd öllum öðrum en
skiltamálurum og peningaföls-
urum.“
★
í Wall Street-hverfinu í New
York er bar nokkur, sem svo
að segja eingöngu er sóttur af
karlmönnum. Það gaf hinum
ágæta veitingamanni Johnny
hugmyndina um að hengja upp
skilti á milli vínflaskanna, sem
á stendur:
„Konan yðar er þegar orðin
öskuvond. Fáðu þér heldur
einn tfl svo að þú hafir hug-
rekki tiJ þess að hitta hana.“
★
Mairgir halda að hraðritun
sé tiltölulega ný upipfinning,
en þar skjátlast þeim heldur
betur. Sjálfur Júlíus Cesar not
aði hraðritunarkerfi, og Titus
keisari stærði sig af því, að
geta skrifað niður ræðu miklu
hraðar en „atvinnuhiraðritar
ar.“ Síðan gleymdist listin, —
og al'lar miðaldirnar höfðu
fræðimenn engan áhuga á
hraðritun, heldur lögðu sig
alla fram við að gera skriftina
svo shrautlega, sem þeir gátu.
J
„Skemmtilegf”
Morgunblaðið segir frá fundi
Varðar um húsnæðismál í gær
og birtir ræðu Þorvalds Garð-
ars. En um umræðurnar segir
Moggi lítið, og raunar ekkert
annað en þessa merkilegu nið-
urlagssetningu: „Var fundur-
inn hinn fróðlegasti og kom
þar ýmislegt upplýsandi og
skemmtilegt fram“.
Hefði verið fróðlegt og upp-
lífgandi fyrir húsbyggjendur að
fá svolítið nánari vitneskju um
það, hvað þetta „skemmtilega",
sem fram kom á fundinum, hef
ur verið.
Húsbyggjendmn, sem eiga
við æma erfiðleika að etja af
völdum óðadýrtíðar ríkisstjórn- .
arinnar og lánakreppu, veitir
sannarlega ekki af „skemmti.
legum“ fregnum af þessum
málum, og þeir munu spyrja,
hvað það hafi verið. Var það
ef til vill sú „skemmtiiega“
staðreynd, að opinhert lán til
íbúðarbyggingar dugar nú
hvergi nærri í heild fyrir þeirri
hækkun á byggingarkostnaði
einni, sem orðið hefur í tíð
stjórnarinnar? Var það ef til
vill vaxtaokrið á byggingalán-
unum? Var það nýi söluskatt-
urinn, sem hækkar byggingar-
efnið enn? Til þess að lýsa
þessu öllu og ýmsum gjöfum
stjórnarinnar öðrum á Moggi
aðeins til eitt Iýsingarorð:
„Skemmtilegt“.
Svarlaus spurning
Framsöguræða Þorvaldar hét:
„Hvað til úrlausnar í húsnæð-
ismálunum?" En ræðan veitir
harla lítil svör við spurning-
unni og úrræðin eru fá. Hún er
mestmegnis upptalning á leið-
um, sem ekki er hægt að fara
og endar því í sama vandræða-
fálmi og í upphafi. Spurning-
unni er ósvarað vcgna þess, að
ræðumaður forðast eins og heit
an eldinn að koma við kýli þess
ara mála — afskipti og öfug-
gerðir ríkisstjórnarinnar sjálfr-
ar. Hann snertir ekki við dýr-
tíðarskrúfu stjórnarinnar, lána
kreppunni og vanmætti stjórn-
arinnar i þeim efnum. Hann
minnist ekki á afnám okur.
vaxla, eflingu samvinnubygg-
ingafélaga eða jákvæðar úr-
lausnir á útvegun fjármagns.
Hann aðhyllist heldur ekki leið
ir norska húsbankastjórans, en
tillögur hans voru mjög athygl
isverðar að flestra dómi, en á
þeim er vitanlega sá galli, að
þær samræmast ekki á nokk-
urn hátt efnahagsmálastefnu
ríkisstjórnarinnar, og sé farið
eftir þeim, verður að breyta
sjálfri íhalds-stjórnarstefnunni.
Af þessum sökum gat ræðu-
maður ekki svarað sinni eigin
spurningu,
Það, setn helzt hann
varast vann ...
Þó er eins og nú loksins eft-
ir 4ra ára stjórn á þcssum mál.
um, að Sjálfstæðisflokkurinn
sé örlítið að átta sig — að vísu
aðeins örlítið, en þvi ber vissu
lega að fagna og meta. Þegar
vinstri stjórnin lögleiddi 6%
skyldusparnað ungmenna , á
aldrinum 16—35 ára með vöxt-
um og verðtryggingu og veitti
þeim, sem kæmust yfir ákveðið'
lágmark forgangsrétt til lána
og það hærri lána úr bygginga.
sjóði, snerist Sjálfstæðisflokk-
urinn öndverður gegn skyldu-
sparnaðinum og barðist á þingi
og í blöðum með oddi og egg
gegn honum og kallaði hinum
Framh. á bls. 5
T í M I N N, föstudagur 20. marz 1964. —
i