Tíminn - 20.03.1964, Page 12
Frá Félagi guðfræðinema:
Athugasemd við áramóta
útgáfu Stúdentablaðs
i.
Eftir síðastliðin áramót kom _út
Stúdentablað, l.tbl. 41. árg. Út-
gefandi þessa blaðs er Stúdenta-
ráð Háskóla íslands, en ritstjórar
og ábyrgðarmenn þeir Garðar
Gíslason, stud. jur. og Jón Odds-
son, stud. jur. — Efni blaðsins
hefur vakið nokkra athygli, þó
tæpast í þeim mæli, sem ritstjórn
óskar eftir í forspjalli sínu. Er í
blaðinu að finna gagnrýni í garð
kirkjubyggingar þeirrar á Skóla-
vörðuhæð, sem kennd er við Hall-
grím Pétursson, en auk þess ýms-
ar athugasemdir um íslenzku
kirkjuna almennt.
Stúdentaráð Háskóla íslands er
fulltrúi stúdenta allra og þeir því
ábyrgir fyrir efni þess blaðs, er
ráðið gefur út á hverjum tíma.
Taki Stúdentablað jafn eindregna
afstöðu til mála og fram kemur
í inngangsgrðum ritstjómar, llgg-
ur beinast við að ætla, að þar sé
á borð borið álit alls þorra Há-
skólastúdenta. Enn fremur má
ætla, að það sé að vilja stúdenta
almennt, er blað þeirra tekur að
sér að koma á framfæri ýmsum
þeim skoðunum, sem á lofti er
haldið af þeim er í blaðið rita.
MéB því að Félag Guðfræðinema
fær með engum hætti goldið
megmefni blaðsins jákvæði, telur
það sÓr skylt að láta frá sér fara
efÖrfarandi athugasemdir, að
UÖst megi verða, að meðal stud
eru skiptar skoðanir um
efni.
II.
Um þau vinnubrögð, sem höfð
voru í frgmmi við útgáfu nefnds
blaðs, er þetta að segja. Á Stúd-
entaráðsfundi, sem haldinn var
þann 6. janúar s.l., var samþykkt
að fela framangreindum tvímenn-
ingum útgáfu Stúdentablaðs, en
þeir höfðu lýst sig fúsa til verk-
sins. Efnl blaðsins var ekki rætt
á þeim fundi, og kom síðar í Ijós,
að ýmsum af fulltrúum í Stúd-
entaráði kom algjörlega á óvart
sú stefna, sem blaðið tók. - Nú
mun ekki venja, að Stúdentaráð
hafi eftirlit með störfum rit-
stjórnar. f þetta sinn virðist þó
allt mæla með því, að efni blað-
sins hefði verið borið undlr Stúd-
entaráðsfund, svo mjög sem það
er frábrugðið efni því, sem Stúd-
entablað að jafnaði hefur að
geyma, auk þess sem tæpast var
við því að búast, að menn yrðu á
einu máli um afstöðu blaðsins.
þess ber að gæta að venjulega
eru í Stúdentablaði greinar af
ýmsu tagi, en blaðið ekki helgað
einu máli, svo sem hér er gert.
Þegar af þessum sökum er vafa-
samt að gefa blaðlð út án sam-
ráðs við Stúdentaráð um efni
þess. - f annan stað er hyggi-
legast, að Stúdentaráði sé að öllu
jöfnu ekki gjörsamlega ókunnugt
um efni Stúdentablaðs. Þess eru
dæmi, að blaðið hafi tekið þá
stefnu, er stúdentum öllum var*
til takmarkaðs sóma. Er ásxæðu-
laust að nefna þau dæmi hér,
enda ýmsum í fersku minni.
III.
Stúdentablað það, sem gefið
var út um áramótin fjallaði um
byggingu Hallgrímsklrkju á Skóla
vörðuhæð. Segist ritstjórn með
blaðinu vilja „vekja athygli borgar
búa á máli þessu og mótmæla
frekari framkvæmd verksins". Nú
væri vel, ef Stúdentablað hæfi
umræður um byggingarstíl Hall-
grímskirkju og annarra kirkna og
gæfi mönnum kost á að láta í
ljós skoðanir sínar á þeim efnum,
ef hófseml stjórnaði vinnubrögð-
um og orðavali ritstjórnar, svo og
ef fyrir því væri séð, að greinar
þær, sem í blaðinu birtust, ræddu
viðfangsefnið málefnalega og án
þeirra stóryrða, er um of einkenna
ýmsar þeirra.
Hvað viðkemur hinu fyrrnefnda,
verður ekki betur séð en að rit-
stjórn hafi gengið fetl framar en
æskilega getur talizt. í forspjalli
hennar er því nær ekkert rætt
um byggingarlag; kirkjunnar al-
mennt, þaðan af síður, að einstök
atriði séu tekin til meðferðar.
Látið er nægja að segja, að
„arkitektar landsins" hafi harð-
lega mótmælt því, að bygging sú,
er líkan HallgrímskirMu sýndl,
yrði reist, svo og að er þetta mál
mest var rætt, hafi „flest rök“
hnigið í þá átt, að framkvæmd
verksins yrði stöðvuð. Ástæður
þær, sem arkitektar færðu fram,
eru ekki greindar, né heldur þau
rök, sem um er rætt. Þess eins
er getið, að „síðustu rökin með
byggingunni" séu einkum þau, að
i-irkjan verði fyrirtaks tónlistai-
salur. Telur ritstjórn sérfræðinga
ekki geta sagt fyrir um hljómburð
í kirkjunni. Kemur hér raunar
fram athyglisverður misskilning-
ur á tilgangi kirkjubyggingar.
Bygging kirkju verður tæpast
rökstudd með því, að hún verði
góður tónliStarsalur. Aðrar orsakir
liggja til grundvallar kirkjubygg-
ingum, og skuli þær nánar ræddar
síðar.
Þó að ritstjórn þannig láti því
nær ógert að ræða þetta mál,
veitist hún í niðurlagi Inngang-
sins harkalega að kirkjubygging-
unni, telur hana „smekkleysu",
krefst þess, að hún verði stöðvuð
þegar í stað og heitir á borgar-
búa að láta til sín taka. Lokaorð-
in eru allt að því brosleg ögrun:
„Þeir, sem ekki mótmæla, verða
að teljast ábyrgir". Orðavalið er
með þeim hættl, að ætla mætti,
að þjóðarvoði steðji að.
Ekki fer hjá því, að skoðanir
verði skiptar, þegar ráðist er í
byggingu svo veglegrar kirkju,
sem hér um ræðir. Hljóta að koma
fram mismunandi sjónarmið um
staðsetningu hennar og byggingar
lag hið ytra, en ekki síður um
Innri gerð. Mikils er um vert, að
hver kirkja fái valdið því hlut-
verki, sem henni er falið. Til þess
verður að gæta fyllstu nákvæmni,
til dæmis að því er tekur til inn-
byrðis afstöðu altaris, skírnarlaug
ar, predikunarstóls, sönglofts og
kirkjubekkja, en ekki síður
kirkjuskrúðs og allrar áferðar.
— Vllji menn ræða þessi efni, er
rétt, að hver og einn geri grein
fyrir áliti sinu með þeim hætti,
að ljóst verði, hvað fyrir viðkom-
andi vakir. Sjái stúdentar ástæðu
til að hafa afskipti af kirkju-
byggingu þessari, svo betur megi
fara það, sem þeim virðist illa
munu takast til um, er heillavæn-
legra, að þeir beri fram röksemd-
ir viðvíkjandi því, sem þeim þykir
ábótavant en síðan tillögur til
úrbóta. Gagnrýni af því tagi, sem
fram kemur í inngangsorðum
ritstjórnar, er fullkomlega nei-
kvæð. Verður ekki séð, að rit-
stjórn sé málinu til muna kunnug,
né heldur, að hún hafi haft
mikinn áhuga fyrir að afla sér
þekkingar á því, en sízt, að fyrir
henni vaki að snúa því, sem hún
telur miður fara um bygginguna
til betri vegar. Það eina, sem
fyrir ritstjóminni virðist vaka,
er að ráðast að nefndri byggingu
og gera það af svo miklum ofsa,
sem framast er unnt. Þessi að-
ferð er með öllu ómálefnaleg.
Úr því að Stúdentablað vildi
hefja timræður um byggingu Hall-
grímskirkju, en var þess ekki um
komið að reifa þetta mál svo
nokkru næmi, hefði farið betur á
því, að blaðið leitaði álits manna
um bygginguna, án þess sjálft að
taka afstöðu. Hefði sú aðferð orð-
ið aðstandendum blaðsins til meiri
sæmdar en þeir nú hafa orðið
aðnjótandi.
ÍV.
Ýmsar þær skoðanir, sem fram
koma í blaðinu, eru þess efnis,
að vægast sagt verður að teljast
Upphaflega var áformað, að
athugasemdir þær, sem hér eru
ritaðar, blrtust í næsta tölublaði
Stúdentablaðs. Þar eð enn hefur
ekki orðið af útgáfu þess, en mál
það, sem áramótaútgáfa Stúdenta-
blaðs vakti, hefur allmjög borið
á góma í ræðu og riti, fór stjórn
Félags Guðfræðinema þess á leit
við Morgunblaðið, að það birti
athuganir félagsins um þetta efni.
En Morgunblaðið varð eigl við
þeirri málaleitan og synjaði guð-
fræðistúdentum um birtingu þess-
arar greinar í þeirri mynd, er
hún hér birtist og var afgreidd
á fundi í félagi þeirra.
hæpið, að Stúdentablað gerist
vettvangur slíkra skrifa. Nokkrir
greinarhöfunda láta ekki við það
sitja að ræða þær spurningar, sem
fyrir þá eru lagðar af ritstjórn,
heldur nota tækifærið til að veit-
ast að kirkjunni með miður þekki
legum munnsöfnuði, enn fremur
að kirkjubyggingum almennt. Nú
má færa fram þau rök þessu til
réttlætingar, að í Stúdentablað
sé mönnnum heimilt að tala svo
berlega, sem hver og einn óskar.
Um það efni er skylt að taka það
fram, að við val greina í Stúdenta-
blað verður að gera ákveðnar
kröfur um málefnalega meðferð
viðfangsefna, eigi blaðið að geta
talist verðugur vettvangur aka-
demiskra borgara. Verður nánar
vikið að því síðar. í annan stað
er þessa að geta: Innan Háskóla
íslands starfar Guðfræðideild.
Sú starfsemi á rætur að rekja til
tilvistar evangelisk lútherskrar
þjóðkirkju á íslandi. Grundvallar-
kenningar kirkjunnar og allar at-
hafnir hennar eru í beinum tengsl
um við Guðfræðideildina. Án,
þeirra væri Guðfræðideildin ekki
með því sniði, sem hún nú er.
Stúdentablað er gefið út af Stúd-
entaráði. í ráðinu á setu einn
fulltrúi úr Guðfræðideild. Berist
nú Stúdentablaði greinar, sem
hafa að geyma árásir á kirkjuna,
er vart til of mikils mælst, að
fulltrúa Guðfræðideildar i ráðinu
sé gert viðvart. — Jafnframt
liggur í augum uppi, að með því
að beina skeytum að grundvelli
Guðfræðideildarinnar er um leið
veitzt að Háskóla íslands, er deild
ina rekur. Slíkar greinar hlýtur
Stúdentaráð að taka til umræðu
áður en þær birtast í blaði þess.
Vera má, að Stúdentaráð fallist
á birtingu greinanna. En því að-
eins, að til komi samþykki þess,
er rétt að farið. Þá gefst og þeim,
sem mótfallnir eru efni grein-
anna, kostur á að halda uppi vörn-
um fyrir málstað sínn bæði á
Stúdentaráðsfundi og í blaðinu
sjálfu, en útgáfan fær ekki þann
svip einróma álits, sem hún hefur.
V.
Nú skal lítillega vikið að nokk-
rum þeirra greina, er í blaðinu
birtust. Ritstjórn leggur tvær
spurningar fyrir greinarhöfunda.
Beinist önnur þeirra að byggingar
lagi Hallgrímskirkju, en hin að
því, hvort nauðsyn beri til, að
kirkjan verði svo stór sem fyrir-
hugað er.
Sigtryggur Klemenzson og Þór-
ir Kr. Þórðarson svara spurning-
unum eins og þær eru lagðar
fyrir. Er í orðum þeirra stuttlega
fjallað um einstök átriði þessa
máls, og stingur sú aðferð mjög í
stúf við annað efni blaðsins.
Munu greinar þessar ekki ræddar
hér, en höfundum þakkað fram-
lagþeirra.
A hinn bóginn verður ekki hjá
því komist að fara nokkrum al-
mennum orðum um ritsmíðar
þeirra Hannesar Kr. Daviðssonar,
E.J.S., Thors Vilhjálmssonar og
Arnar Ólafssonar, stud. mag. í
orðum greinarhöfunda þessara
andar köldu ekki aðeins til Hall-
grúnskirkju, heldur einnig til
hinnar íslenzku þjóðkirkju í
heild. Látin er í ljósi vanþóknun
á ýmsum efnum, er höfundum
þykja miður fara í starfsemi kirkj
unnar og hátterni kirkjunnar
þjóna. Jafnframt er hafinn upp
gamalkunnur óður um þau ókjör
fjár, sem ausið sé í kirkjubygging
ar hér á landi, og gefið í skyn,
að sú meðferð verðmæta leggi
stein í götu baráttunnar fyrir
mannsæmandi lífskjörum almenn
ings.
Hér skulu ekki hin ýmsu um-
mæli greinarhöfunda rædd, hvorki
efni þeirra í einstökum atriðum
né heldur sá dáfríði búnaður, sem
þeim sumum er valinn. Yrði það
of langt mál, enda hæpið, að
deiluaðilar yrðu nokkru nær um
eðli málsins með þeim hætti. Á
hinn bóginn er rétt að gera
stutta grein fyrir meginveilunni
í afstöðu þeirra, þar eð hún er
sameiginleg ýmsum þeim, er á-
kafast veitast að kristinni kirkju
á vorum dögum.
I máli höfunda kemur fram
mjög takmarkaður skilningur á
eðli og innihaldi kristinnar kirkj-
u. Af þeim sökum verða árásir
þeirra raunar ótrúlega afllitlar í
augum þeirra, sem leitast við að
kryfja til mergjar þá rót, sem
kirkjan er vaxin af. Sú óvild í
garð kirkjunnar. sem látin er í
l.’ós í greinum þessum
virðist sprottin af óánægju
vegna ýmissa þátta í ytri
gerð hennar. Á hinn bóginn
er ekki leitast við að brjóta
niður bjargið, sem hún stendur
á, hvort sem það á rætur að rekja
til ókunnugleika greinarhöfunda
eða hins, að þeir telja slíkt ekki
skipta ýkja miklu máli. — Hvor
sem ástæðan er, liggur í augum
uppi, að hér er gengið fram hjá
kjarna málsins. Öll raunsæ gagn-
rýni á kristinni kirkju verður að
hafa undirstöðu hennar að við-
miðun. Hlýtur gagnrýnin þá ann-
að tveggja að miða að því að
sýna fram á, að kirkjan hafi yfir-
gefið grundvöll sinn, og getur þá
verið jákvæð, — ellegar hún
leitast við að hrinda grundvelli-
num og verður því sinni að
teljast neikvæð. Hnígi gagnrýnin
ekki í annan hvorn þessara far-
vega, missir hún marks. Hún
kann að vera fram borin af mikl-
T~í M I
um skaphita, er kyndir undir
stórum höggum og ófyrirleitnu
orðavali. En' þrátt fyrir það, svíf-
ur hún í lausu lofti, verður lík
aðförum manna, sem berjast í
náttmyrkri og vita því ógjörla,
hvar höggva skal.
VI.
„Annan grundvöll getur enginn
lagt en þann, sem lagður er, sem
er Jesús Kristur“, segir Páll post-
uli í fyrra bréfi sínu til Korintu-
manna. í þessum orðum er grip-
ið á kjarna kristinnar trúar og
hyrningarsteini kristinnar kirkju.
Opinberun almáttugs Guðs, skap-
ara allra hluta, sýnilegra og ósýni-
legra, í persónu Jesú Krists er
upphafsforsenda hvors tveggja.
Kristur er kominn til mannanna
til að gjöra kunnugt eðli Guðs
og vilja hans, til að kalla fallið
mannkyn til iðrunar og aftur-
hvarfs, til að endurleysa það frá
synd og dauða til tímanlegrar
betrunar og eilífs. lífs. Með predik
un sinni og verkum, með kvöl
sinni og krossdauða, með uppris-
unni hefur Kristur framkvæmt
það áform Guðs að umbreyta
sögu mannkyns. Maðurinn, sem
fanginn liggur í fjötrum illra
afla, heyrir rödd Guðs, sér ljósið,
er skin í myrkrinu og gefst kost-
ur á að hlýðnast röddinni, ganga
á ljósið. Kristur er hin framrétta
hönd Guðs, frelsari mannanna.
Þessi er í örstuttu máli kjarni
fagnaðarerindisins um Jesúm
Krist, grundvöllur kristinnar trú-
ar og kirkju. Lærisveinar Krists
heyrðu boðskap hans, litu verk
hans, litu hann sjálfan í lífi,
dauða og upprisu. Fyrirheitið um
ævarandi návist Krists námu þeir
af vörum hans og sannreyndu við
upprisu hans og gjöf Guðs heilaga
anda. Þessi veruleiki er hinn
rauði þráður, er gengur fram um
sögu kristinnar trúar og kirkju
allt til vorra daga. Kristur er ná-
lægur í kirkju sinni, nálægur í
orði Guðs og helgum sakrament-
um, nálægur þar sem söfnuður
trúaðra lýtur honum í tilbeiðslu,
nálægur hvar sem tveir eða þrír
koma saman í hans nafni. Sífellt
kallar hann syndugan mann til
iðrunar og afturhvarfs, til hlut-
deildar í endurlausninni. Varð-
veiti kirkjan boðskap Krists, játi
hún Krist í guðsþjónustu sinni,
flytji hún fagnaðarerindið um
hann hreint cg ómengað, er hún
líkami Krists, „samastaður Drott-
ins.“
Ef deilt er um starfsaðferðir
kristinnar kirkju, hlutverk henn-
ar eða tilverurétt, verður umræð-
an að hefjast hér. Hafni menn
þessum sannindum, hljóta þeir
að hafna kirkjunni og afneita
hvoru tveggja, hlutverki hennar
og tilverurétti. Þá er hin rök-
rétta árásaraðferð sú að höggva
fyrst í þennan knérunn, í stað
þess að beina skeytum að þeim
búnaði, sem kjarninn tekur á sig
á hverjum tíma. Játi menn aftur
á móti grundvallarforsendurnar,
hlýtur gagnrýnin að miða að því
að komast að niðurstöðu um það,
hvern veg kirkjan ræki fagnaðar-
erindið, hvort hún sé því trú. Sé
þessi afstaða tekin, hlýtur því
málsmeðferðin að verða hin sama,
fagnaðarerindið sá mælivaður,
sem Iagður er á viðfangsefnð
hverju sinni.
f þeim greinum, sem hér voru
gerðar að umtalsefni, er hvorki
tekin skýr neikvæð afstaða til
þessara sanninda, né heldur hafa
þær að geyma jákvæða gagnrýni.
Innihald kristinnar trúar og
kirkju er yfir höfuð ekki til um-
ræðu. Þess í stað er að kirkjunni
beint samhengislausum athuga-
semdum og sums staðar stráks-
legum skætingi, án þess að tilraun
sé gerð til að finna tengsl við
kjarna málsins. Af þessum sök-
um geta greinarnar ekki orðið
grundvöllur málefnalegra um-
ræðna um kirkjuna.
VII.
Skoðanir manna á nauðsyn
kirkjubygginga eru mótaðar af
N- N, föstudagur 20. marz 1964. —>
12