Tíminn - 28.04.1964, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.04.1964, Blaðsíða 4
9' t « ’ - ‘ 0 o > V RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON Hér kemur Baldvin Baldvtnsson Viklngsvömlnni I vanda. Baldvln skoraði þrátt fyrir erflða aðstöðu._ FRAMARAR Á SKOT- SKOM GEGN VÍKING Unnu Víking á sunnudaginn me9 8 monun.. Alf-Iteykjav£k, 27. aprll. FULLUR skrlður er nú komlnn á Reykjavlkurmótið í knattspyrnu. Fram og Vikingur mættust á sunnudaginn og verður ekki annað sagt en Framarar fari vel af stað, því átta sinnum setndu þelr knöttinn i nettð h|á hinu unga Víkingsliði, en fengu etnungls tvö mörk á sig. Sóknarmenn Fram voru mjög marksæknir og mega þelr vera ánægð- Ir með árangurinn, því í þessum fyrsta lelk sinum f ár skora þetr næstum eins mörg mörk og á öllu keppnistímabltinu i fyrral Annars var leikurinn í sjálfu sér ekki upp á marga fiska. Víkingur tefldi fram liði- með ungur og óreyndum leikmönn- um, sem tæplega geta talizt meistaraflokksmenn í þeirri merkingu. En allt er einu sinni fyrst, og kannski eiga þessir ungu leikmenn eftir að gera betur, þegar fram líða stundir. Víkingar komu á óvart til að byrja með, og ekki voru liðnar nema 3 mínútur þar til hinn þungi og svifaseini markvörður Fram, Geir Kristjánsson, mátt’i hirða knöttinn úr netinu. Það var vinstri innherji Víkings, Örn Henningsson, sem skoraði markið á u.þ.b. 10 meta færi. Skotið var ekki fast, en Geir var of seinn að átta sig. En þetta var sem sé bara byrjunin. Síðan komust sóknar- menn Fram í gang. Baldur Scheving jafnaði á 15. mínútu, vipaði laglega yfir Pálma markvörð. Baldur bætti síðan öðru marki við á 25. mínútu — og 3:1 kom á 34. mínútu þegar Baldvin Baldvinsson, miðherji, skoraði eftir fyrirgjöf frá Baldri. Þannig var staðan i hálfleik. 1 Fyrstu 12 mínútur síðari hálfleiks virtust boða algert markaregn, en á þessum mín- útum bætti Fram þremur mörk- um við. Baldvin skoraði 4:1, Guðmundur Óskarsson 5:1, og Baldvin 6:1. — Fleiri mörk af hálfu Fram voru ekki á dag- skrá á næstunni,. en hins vegar bætti Víkingur öðru marki við á 29. mínútu. Markið skopaði Gylfi Haraldsson, laglega, eftir að 'hafa komizt fram hjá Sig- urði Friðrikssyni, miðverði, Framhald á 15. síðu. ÍÞRÓTTIR í DAG Ármanns f kvöld hefst að Hálogalandi afmælismót Ármanns í handknatt- leik í tilefni 75 ára afmælis félags- ins. f mótinu taka þátt öll 1. deild- arliðin að viðbættu liði Hauka úr Hafnarfirði, sem leikur í 1. deild næsta ár. Um útsláttarfyrirkomu- lag verður að ræða, þ.e. lið, sem tapar leik , er úr keppni. í kvöld leika þessi lið saman: ÍR — Ármann; Víkingur — Haukar; KR — FH. Fram situr hjá í fyrstu umferð. j Á undan leikjunum í kvöld, fer. fram einn leikur í 2. flokki j kvenna, og leika þá saman Fram I og Ármann. I L Annað kvöld lýkur svo mótinu, og fer pá fram úrslitaleikur. Á undan leikjunum annað kvöld, leika saman Old boys-lið Ármanns og Fram, liðin, sem voru í eldin- um í kringum 1950. Glæsilegt tilboð | Alf-Reykjavík, 27. apríl. fslenzkir körfuknattleiksmenn hafa fengið mjög glæsilegt tPhoW frá Bandaríkjunum um að fara þangað í keppnisför í janúarmánuði á næsta ári. Félagssamtök þau, sem að boðinu standa, (People to People Sports Committee, Inc.) bjóðast til að standa straum af öU. um ferðakostnaði og greiða allt uppihald, en ráðgert er, að keppnis- ferðalagið standi yfir í þrjár vikur. Stjórn Körfuknattleikssambands fslands samþykkti á fundi nú nýverið að taka þessu glæsilega boði og mun íslenzka landsliðið fara í förina. Ráðgert er, að liðið fari utan í byrjun janúar á næsta ári og leiki tólf leiki við skóla- eða ahugamannalið á austurströnd Bandaríkjanna. Bandaríkin eru mesta stórveldi heimsins á körfu knattleikssviðinu og eru því lík legt, að íslenzku körfuknattleiks- mennimir fái verðuga mótherja. Umrætt boð Bandaríkjamanna er eitthvert glæsilegasta, sem ís- lenzkum íþróttaflokki hefur borizt og sannar það hvert álit íslenzkur körfuknattleikur hefur unnið sér á undanfömum mánuðum. Nýr knattspyrnu- völlur á Akureyri HS-Akureyri, 27. apríl. Á LAUGARDAGINN var nýr knattspyrnuvöllur, malarvöllur, tek- inn f notbun hér á Akureyri. Er hann staðsettur nyrzt og austast á Oddeyrinnl, nánar til tekið sunnan Tryggvabrautar og austan Hjalt- eyrargötu, og.er þama langþráðum áfanga náð, þar sem engin aðstaða hefur verið fyrir knattspyrnumenn að stunda útiæfingar vegna vallar- leysis, því ekki hefur mátt æfa á grasvellinum fyrr en í endaðan júní. Að vísu þarf mikið um að bæta svo að þessj völlur geti talizt góð- ur, en vonir standa til að það geti orðið mjög bráðlega. — Vonandi nota knattspyrnumenn þessa bættu aðstöðu vel og æfa nú af kappi. Þá fór fram kappleikur milli íþróttafélagsins Þórs og KA, og sigraði það fyrrnefnda með yfir- burðum, 5-0. Þórsarar eru mjög trískir og eiga marga leikandi og skemmtilega knattspyrnumenn, og gefur það eitt tilefni til bjartsýni í knattspyrnuheimi Akureyrar þótt lítill sé. Þá fór fram annar leikur á vell- inum á sunnudag milli íþrótta- félags Menntaskólans á Akureyri og ÍBA og sigraði það síðarnefnda með 8:0. Báðir leikirnir voru æf- ingaleikir. BIRMINGHAM BJARGAÐI SER — EN BOLTON HRASAÐI Jlmmy Greaves, Þúsundir áhorfenda í Birm- ingham fögiraðu gífurlega sigri heimaliðs síns yfiir Shef- field United á Iaugardag, 3:0. Þetta var mjög þýðingarmikill sigur, því með honum tryggði Birmingham sér áframhaldandi setu í 1. deild. Það verður því Bo'iton, sem siglir niður í 2. deild með Ipswisch, en Bolton fékk ekki stig út úr síðustu Ieikjunum, tapaði síðast fyrir Wolves 0:4. — Það leit ekki vel lút fyrir Birmingham eftir fyrri hálfleLkinn gegn Shef- field United, cn þá hafði hvor- ugu Iiðinu tekizt að skora mairk. En með þeim krafti, sem sá dauðadæmdi' býr yfir, þegar öll sund virðast lokuð, sýndi Birm. ingham mjög góðan leik í síðari hálfleik, og sendi knött- inn þrisvar sinnum í netið, en hélt hreinu hjá sér. . Nú er öllu leikjum 1. deildar lokið utan ieik Liverpool og Stoke, en þau mætast á mi'ð- vikudag. Hér koma úrslit í leikjum 1. og 2. deildar á laugardag: 1. dcild: Birmingham—Sheff. Utd. 3:0 Everton—West Ham. 2:0 Fulham—Stoke 3:3 Ipswich—Blackpool 4:3 Leicester—Tottenham 0:1 Manch. Utd.—Notth. F. 3:1 West Bromw.—Liverpool 2:2 2. deild Charlton—Leeds 0:2 Derby—Portsmouth 3:1 Grimsby—Sunderland 2:2 Huddersfield—Scunthorpe 3:2 Leyton O.—Bury 1:1 Newcastle—Norwich. 2:0 Plymoúth—Rotherham 0:0 Preston—Northmpt 2:1 Southmpt.—Swindon 5:1 Swansea—Manch. C. 3:3 Sem fyrr hefur verið sagt frá, hefur Liverpool fyrir löngu tryggt sér meistaratitil, en í öðru sæti er Manchester Utd. og í þriðja sæti Everton. Mark- hæsti leikmaður 1. deildar er Jimmy Greaves, Tottenham, með 35 mörk, en næstir koma McEvoy, Blackburn 32, Hunt Liverpool, 31 og Denis Law Manch. Utd. 31. Baráttan á botninum í 2. deild var mjög hörð að þessu sinni og lengi tvísýnt um það, hvaða lið féllu niður í 3. deild. Nú liggja úrslitin -hins vegar fyrir — og það verða Grimsby og Scunthrope, - sem faUa. Grimsby átti nokkuð góðan dag gegn Sunderland — nú 1. deild arliði — á laugardag, 2:2, en jafnteflið nægði ekki, þar sem Plymouth tókst á sama tíma að ná jafntefli gegn Rotherharo, 0:0, og bjarga sér. Þess má geta, að Grimsby — þessi mikli fiskibær — dvaldi aðeins tvö áx í 2. deild- 4 T f M I N N, þriðiudagur 28. april 1954. — I ■ Í ■■ v. ■: Í ;i •• i * , i, ■ < ■ . í j ] ;■ jú.í ■ *. *$ ,5,- ■ k;j :' ■):.; ■ i t ) ;í J : : •; •' -t •: ' - .- ■'• ' ' '■ ■•': ;• •'■ ; .!• >», v >: v1f.:í v>tVv'a»> '4 <WW',V»Í <aí, V/W ' v v' v v' '<•;; <i < <, >, :< ’.'.i V/,l í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.