Tíminn - 28.04.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.04.1964, Blaðsíða 9
— ísleifur III. með tæp 900 tonn. ísleifur II. er rétt á eftir Við höfum aldrei fyrr tekið á móti jafnmiklum fiski, og sama er að segja um flestar hinar stöðvarnar. Eftirtekjan er gíf- urleg, og það mun koma betur í ljós, þegar allir leggja saman. Verkstjóri á söltun hjá Ár- sæli er Bjami Þorbergsson frá Hraunbæ í Álftaveri. Bjarni hefur verið hjá Ársæli í átján vertiðir, og þetta er sú strang- asta, segir hann. Það eru fleiri Skaftfellingar í vinnu hjá Ár- sæli, en Skaftfellingar og Rang- æingar hafa lengi myndað kjarna þess fólks, sem kemur til Eyja á vetrarvertíð. Sutnir ílendast og gefa sig alla að sjónum, og margur borinn og barnfæddur eyjaskeggi rekur ættir sínar á land upp í þessar sýslur. —• 17 alls. Stígandi hæstur með um 1100 tonn. Ársæll Sveinsson gerir út 4 báta og kaupir fisk af 2. 4 róa í net og 2 með troll. Netabát- amir hafa komið með 3350 tonn frá því í vertíðarbyrjun. Ársæll saltar og hengir upp. Aflamagnið er það mesta, sem Ársæll hefur fengið, og hefur furðanlega tekizt að hafa und- an veiðunum, sagði Sveinn Ár sælsson, meðeigandi í fyrirtæk inu, verkstjóri og „alltmulig- man“. — Að vísu höfum við orðið að koma 150 tonnum til Þor- lákshafnar í mestu hrotunni e í það er allt og sumt. Við höfum tekið á móti 136 tonnum mest á dag; og mest af aflanum fer í salt. Nú vantar okkur salt. — Vonandi kemur það eftir helg- ina. — Eruð þið aðþrengdir af saltskorti? — Þett;a blessast með því að rífa upp og nota gamla saltið, en það hefur verið meiri og minni saltskortur hér í Eyjum í heila viku. — Hver er hæstur af bátun- um? : ; ■ <-•■■' •'.• . '•Í. V. vV Fjóla Einarsdóttir vinnur í búð á daginn og fer í fisk á kvöldin fór þá að vinna í landi. Mait- einn sagðist hafa tæpar 6000 krónur á viku. — Það er mun- ur á þessu og hinu — að vepj- ast í Reykjavík, sagði hann. Hér í pökkuninni vinnur gift kona ogtveggja barna móðir úr höfuðstaðnum. Maðurinn henn ar vinnur líka í Eyjum, og börn in, ung og smá, eru hjá góðu fólki á meginlandinu. Þessi hjón eru að koma undir sig 1 ít unum. Vinnutíminn er langur og konan segist vera farin að finna fyrir því, en hún ætlar að þrauka til lokanna. Svo finnst henni gaman í Eyjum — mjög svo. Ráðunautur Fiskiðjunnar i vinnurannsóknum og bónus er Sigurður Njálsson. Hann sótti námskeið í vinnurannsóknum i Reykjavík og fiskiðnskóla í Var dö í Noregi. — Frumatriðið er að finna þá vinnuaðferð, sem útheimtir fæst handtök, sagði Sigurður. Síðan þarf að kanna vinnuhrað- ann og tafirnar og komá í veg fyrir að nokkur þurfi að bíða eftir hráefni, finna hinn eðli- lega hraða við hvert verk eða þau afköst, sem bónusgreiðslan skal miðast við. Þessu kerfi hefur verið kotnið á í pökkunar sal, og þar hafa stúlkur tvöfald að laun sín. Sigurður tekur dæmi um á- kveðna pökkkun úr bókhaldinu: — Hér eiga þær að skila 55 kg. á klukkustund, en þessi stúlka hefur.skilað 116 kílóum. Hún hefur hraðann 210miðað við 100, sem er talinn normal- hraði- Mismunurinn gerir 39 krónur á tímann í bónus. En þar sem vinnutíminn er langur, höfum við farið með normal- hraðann niður í 90. Grunnk er kr. 29,80. Þetta kerfi útheimt ir mikið eftirlit, en það borgar sig vel. — Hvað er starfsfólkið margt? — Einu sinni var borgað út 1 500 utnslögum, en þar var skóla fólk meðtahð. Við höfum 300— 400 manns í vinnu að jafnaði. — Hafið þið fengið nógan mannskap? — Nei, því miður, en við höfum fengið góðan mannskap. Fólkið er yfirleitt mjög dug- andi. Það er nú farið að lýjast, cg sannleikurinn er sá, að það er ekki hægt að biðja fólk að vinna til lengdar eins og þetta fólk hefur unnið. Það gerir þetta fyrir okkur, til að verð- mætin fari ekki í súginn, en við reynum að koma á móts við það með því að lækka norm alskalann. — Hvað hafið þið framleitt á vertíðinni? — 11.000—12.000 tonn, síld og bolfiskur, þar aí fiskur ura 10.000 tonn. — Á sama tima i fyrra? — 8.000 tonn. — Er þetta metvertíð hjá Fiskiðjunni? — Já, áreiðanlega. — Hvað margir bátar leggja hér upp? Nú er fleira langt að komið fólk í Eyjum en gerðist og gekk í fyrri daga, jafnvel af fjörrum löndum eru menn komnir að setja svip á staðinn á vertíðinni — eða til fram- búðar. í Vinnslustöðinnl, (Ljósmyndir: Tíminn), j ' •• ■ T í M I N N, þriðjudpgur 28. apríi 1964. •— 0 i \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.