Tíminn - 28.04.1964, Side 8

Tíminn - 28.04.1964, Side 8
I i T. v. hjá ísfélaginu, t. h. húsmæður í saltfiski hjá Ársæli. Vermenn koma og fara. Um þetta leyti eru margir á förum. Einstöku menn atJ koma til að hafa upp úr sér i hrotunni meðan ekki er lát á henni. Sumir hafa slegið sér frá um stundarsakir til að grynna á fúlgunni, sem þeim hefur áskotnazt, aðrir staðráðnlr að hætta. Það er vestangola og sól í bænum, veður til allra hluta. Á hétellnu eru þrlr strákar að taka út forsmekk veizlunn- ar, sean þeir ætla að halda í landi. Þeir hafa sagt upp* og flutt á hútelið til að láta fara vel um sig og fengið nokkra séneversbrúsa með péstinum. Fá sér einn, fá sér tvo, fá sér þrjá, . . . fiskurinn borgar marga séneversbrúsa. Strákamir hafa legið á hótel inu í nofckra daga, og þeir hafa pantað flugvél undir sig til Reykjavíkur. Þeir eru bún ir að hafa vel upp úr sér, einn er kominn í 140 þúsund síðan i janúar og hann er borgunarmað ur fyrir nokkrum olíufötum af sénever. Þetta eru velreifir strákar. Einn gengur með kvittun frá lögreglunni upp á vasann, en þar stendur að hann hafi greitt skaðabætur fyr ir spjöll á lögreglustöðinni. Hin ir strákamir segja að hann sé löggiltur fábjáni, og hann læt ur það gott heita. Þeir totta séneverfiátin, sem minna á brjóst svertingja- kvenna og rifja upp það merki legasta, sem fyrir þá hefur bor ið meðan þeir hinkra eftir flug vélinni: — Muniði, strákar, þegar ég gekk niður stigann með rosa- buúumar á framfótunum? — Muniði, strákar, þegar Grikkinn ætlaði að skera und- an mér löppina? Strákamir em ráðnir í að sulla vel og lengi eftir slíka vertíð, en niðri f stöðvunum er sullazt í fisM. Nýveiddur stór- þorskur liggur í beðjum enda milli í móttöku Vinnslustöðvar- innar, fagurgulur og bráðfeitur. Það er slíkur þorskur, sem Dan ir haida, að við séum að hirða af Grænlandsveiðinni, en nú vill svo til, að hann er staddur hér á miðunum og lætur veið- ast, og við því er ekkert að gera af danskri hálfu. Tuttugu og tveir bátar leggja upp hjá Vlnnslustöðinni, og löndun hefur komizt upp f nál. 300 tonn á dag. Mannskapurinn hefur klárað sig á 200 tonnum á sólarhring, sagði verkstjóri og lét fylgja, að hér væri hægt að fá vinnu- Sighvatur Bjamason forstjóri sagði, að Vinnslustöðin hefði r.ú teMð við 9000 tonnum af bol- fisM og fryst 1605 tonn af síld. Stöðin hefur áður koimizt upp í 14000 tonn af bolfiski, svo þetta er ekM metvertíð. Aflinn hefur nær allur borizt þangað f marzbyrjun, en framan af var aðeins einn lfnubátur hjá stöð- inni. Verkafólk er hátt á þrið.ia hundrað, margir vinna i fgrip- um seinni part dags og á kvöll in, en trauðla hefst undan. -— Þessi nót er allt að drepa, seg- ir forstjórinn. Sigurður Friðriksson, verk- stjóri í hinum mjög hreinlega pökkunarsal stöðvarinnar hef- ur um 50 stúlkum á að sMpa, og þaðan fara um 1000 kassar á dag. Nær helmingur borðanna er auður til klukkan eitt, en þá koma húsmæður og taka til hendinni á þessum borðum. — Okkur vantar 30 stúlkur og 50 karlmenn, segir Sigurður. Unglingamir og bömin koma þegar verst gegnir. Það er þrautalendingin hér í Vest- mannaeyjum. Innarlega í salnum vinna þrjár aldraðar konur við sama borð, Sylvía Hansdóttir, 69 ára, Ásbjörg Júlfusdóttir, 74 ára og Sigríður Eymundsdóttir, 70 ára. Þær ná allar í bónus, og verkstjórinn segir, að öskjurn ar frá þeim séu fyrirtaksgóðar. Og hér em útlendingar í vinnu, tvær kanadiskar stúlkur, Eng- lendingar, Þjóðverjar og tveir fulltrúar Araba og Gyðinga: Marokkómaður og maður frá fsrael. Við tökum ísraelsmanninn tali. Hann heitir Emmanuel Negbi. Hann kom til Reykja- víkur skömmu fyrir jól og fór að vinna hjá Júpiter og Marz, í landi, réðst á togara, var mán uð á sjónum og hélt síðan til Vestmannaeyja. Negbi á heima í borginni Elat við Rauðahaí. Það er syðsta borg ísrael. Hann hefur verið í þrjú ár að sjá sig um í heiminum með landa sínum, sem nú er í Reykjavík Á s. 1. ári hafa þeir komið við í 19 löndum, og héðan ætla þeir austur á bóginn, alla leið til Japan. — Áður en það verður, ætl- um við að skoða ísland því ti' þess komum við hingað, segir Negbi. . Sírenan emjar og fólkið þyrp ist inn í bíltrog, sem fer með það í kaffi. Við Atli Ástnunds son, fréttaritari blaðsins í Eyj um, förum á Hressingarskál- an, þar sem unglingarnir drekka kók og hlusta á bftl- ana. Þetta eru nemendur Atla úr gagnfræðaskólanum, og hann segir þá hafa þann sið að fá sér kók og hlusta á bítlið,' þegar skólinn er úti. Slíkt þyk ir mikil hvíld áður en tekið er til við bækurnar. Bftlið kemur úr glymskratta og vegna þess heyrist ekkert annað hljóð. Þetta er snyrtilegur veitinga- staður. Atli segir, að ölvaðir séu skógarmenn á Hressingar- skálanum. Þar leyfist aðeins að ölva sig í bítlinu. Og í búðinni hinum megin götunnar vinnur dugleg stúlka, sem heitir Fjóla Einarsdóttir. Þegar klukkan er átta fer Fjóla upp í Hraðfrystistöð og vinnur þar fram á nótt. Þetta hefur hún gert síðan 1. apríl. — En ekki á hverju kvöldi, segir Fjóla, kannski annað hvert kvöld. — Ferðu á ball hitt kvöldið? — Nei, ég fer á böll um helg ar. Það er líka nóg, segir hún. Þetta er matvörubúð, seim Fjóla vinnur í, hún selur allt matar- kyns nema fisk, sýnist okkur. — Jú, hér er reyktur fiskur, segir Fjóla, en hann er frá SÍS í Hafnarfirði, innflutningsvara frá meginlandinu. Það er mannfátt á götunum í Vestmannaeyjum þótt gott sé veðrið. Hér eru flestir að vinna, en fáir að slæpast Nið- ur í Fiskiðjunni hittum við ung an þreklegan mann, sem er ánægður með lífið um þessar mundir, Marteinn Ólsen. Hann var á bát fram að páskum, en 8 T í M I N N, þriðjudagur 28. aprU 1964. — tír * w s v>wmrá $ nw V.) 1 7 1'

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.