Tíminn - 28.04.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.04.1964, Blaðsíða 14
 CLEMENTINE KONA CHURCHILLS Fyrir nokkrum árum ráðlagSi vinur þeirra þeim að sjá Richard Burton í hlutverki Coriolanusar í Old Vic. Hann sagði við Winston: „Shakespeare sá fyrir ævi þína. Þetta er í rauninni ævisaga þín.“ Winston og Clementine fóru að ráði hans og sáu leikinn. Fáum dögum siðar hittu þau aftur þenn- an vin sinn og Winston sagði kuldalega: „Ég get ekki séð neitt líkt með ævi minni og ævi Corio- lanusar." „En Coriolanus bjargaði Róma- veldi, alveg eins og þú bjargaðir Bretaveldi'1, sagði vinurinn, „og þegar stríðinu var liokið, ráku Rómverjarnir Coriolanus úr veld- isstóli, alveg á sama hátt og brezk- ir kjósendur höfnuðu þér.“ „Jú,“ sagði Clementine, „en Winston gekk ekki í lið með óvin- unum.“ Frá rósagörðunum liggur stígur með vínviði á báðar hendur yfir að blómaskála, sem kallaður er Mlarlborough-skálinn. Skálinn er prýddur verkum hins fræga frænda þeirra, listmálarans Johns Spencer Churchill. Þar er málað- ur Blenheimbardaginn, en í hon- um sigraði hin mikla hetja ættar- innar, hertoginn af Marlborough. Inni í skálanum eru brjóstmyndir af hertoganum og hertogaynjunni, Eugene prins af Savoy og Önnu drottningu. Á stríðsárnum var Chartwell að mestu lokað, en Winston og Clementine þráðu alltaf að líta augum þetta heittelskaða hús sitt, þótt það stæði autt og tómt, og stundum gerðu þau þangað snögga ferð með starfsliði sínu, þó að ekki væri til annars en fá að njóta þar skammrar dvalar um eina nótt. Eitt sinn, er illar fréttir höfðu borizt, sá Clementine að nú var rétta tækifærið og sagði: „Við skulum fara heim í kvöld“, og Winston tók því fegins hendi að fá að losna úr argaþrasinu andartaks- stund. Þetta kvöld gengu þau saman um herbergi hússins, klædd kvöld- sloppum. Skrautjurtirnar blómguðust og breiddu úr stórum, hvítum blöð- um. Garðstígamir voru grónir, en þegar þau leiddust þar um næsta morgun, virtist styrjöldin undar- lega fjarri þessum friðsæla garði. Seinna sama daga komu þau til Downing Street, hress og endur- nærð eftir skamma dvöl í þessu gamla grásteinshúsi. Chartwell er ekki lengra frá London en svo, að gestir þaðan geta ekið þangað til að snæða há- degisverð eða kvöldverð, og helg- ar stendur þangað stöðugur straumur fólks, sem kemur og fer. Uppáhaldsafþreying Churchillana eru skemmtilegar samræður. Cle- mentine hefur ein á höndum stjóm samkvæmislífsins innan veggja þessa húss og sér um öll heimboð. Majór generállinn sir Edward Speers segir um hádegisverðarboð 68 á Chartwell eftirfarandi: „Manni leiðist ekki andartaksstund á heim ili Churchills. Þar svífa yfir vötn- unum gáfur, skarpskyggni og kímni auk hinna sérstöku töfra, er einkenna hið bezta í enskri nú- tímamenningu. Gestgjafinn var ungur og glaður og hress eins og alltaf, þegar hann er í skauti fjölskyldunnar, þrátt fyrir að hann hefði orðið undir í þrætu, sem hann átti í við Cle- mentine um, hvort tilhlýðilegt væri að hella í vatnsglösin áðurl en málsverður væri borinn fram.! Winston hélt því fram, að svo værj ekki ,en samt sem áður veitti ég því atnygli, að vatn var í glös- unum. Það ríkti gleði og ánægja við matborðið. Orðræður voru fjörlegar og athugasemdir létu aldrei á sér standa, stundum í skarpara lagi, en aldrei óvingjarn- legar eða græskublandnar.“ Áhugi hennar á Chartwell er honum mikils virði. Fyrirhyggja hennar og skipulagsgáfa hennar eru til mikillar hjálpar við hús- haldið og daglegan rekstur, og mundi enginn geta gert betur. í þjónustuliði Chartwell er ein 'matselja, tvær vinnustúlkur, eld- hússtúlka, einkaþénusta Clemen-i tine og herbergisþjónn Winstons, I og aldrei eru færri en tveir einka- ritarar þeim til aðstoðar. Það hefur aldrei verið neinum til efs, hver stjórnar á heimilinu, og enginn þjónanna hefur reynt að stela senunni. Clementine sér um það allt saman. Á hverjum morgni fer hún niður til að ráðg- ast við matseljuna og ákveða mat- seðilinn fyrir daginn. Hversu marga gesti þarf að matbúa ofan í og hve miklar matarbirgðirnar eru. Síðan fer hún til ritaraher- bergjanna og gefur þeim, fyrir- mæli, þó að hún að vísu láti sig ekki dreyma um að gefa þeim fyrirmæli þvert ofan í það, sem Winston hefur sagt þeim að gera. Það er aldrei neitt, sem heitir „ég cr búin að segja þér, hvað þú áttir að gera.“ Hún fylgist gerla með að verkin séu unnin rétt og dyggi- lega. Frændi þeirra, John Spencer Churchill, sagði eitt sinn: „Það vekur mér alltaf jafnmikla furðu að sjá hve frábærlega frænku minni tekst að hafa góða stjórn á öllu á Chartwell. Hún hefur í rauninni svipað hlutverk og háttsettur hershöfðingi. Því að Chartwell og önnur heimili frænda míns eru ekki aðeins eins konar hernaðarmiðstöðvar, heldur einn- ig stór verksmiðja þar sem stjórn- andinn þarf að hafa auga á hverj- um fingri. __ Auk þess að hafa alið upp stór- an barnahóp, hefur hún einnig sinnt skyldum sínum sem frábær húsmóðir og gestgjafi, fjölda gesta af hvers konar sauðahúsi. Og jafn- vel þótt hún kenni lasleika, lætur hún engan sjá það á sér. Gestrisni þeirra hjóna er eins- dæmi í heiminum. Það var alltaf mjög ánægjulegt að koma um kl. 12,30, til þess að geta fylgt frænku minni í stutta gönguferð um garðana fyrir há- degisverðinn.“ Ritari, sem vann í þjónustu Churchills sagði: „Það eru til tvær Clementínur. Önnur er hefðar- konan mikla — agasöm kona, sem fijinur fyllilega til þess hvaða hlutverki hún hefur á að skipa. Hin er afskaplega mánnleg. Cle- mentine getur verið mjög ströng, ef því er að skipta, en næsta and- artak er hún vingjarnleg og töfr- andi. Hún var mest aðlaðandi, þegar hún gat lagt til hliðar skyld- ur forsætisráðherrafrúarinnar. og rætt málin frá sama sjónarhóli og , maður sjálfur, eins og hver önnur kona.“ Þó að þægindin séu góð á Chart- well, er þar ekkert óhóf. Á fyrstu lijúskapaiárum þeirra, þegar börn in þurftu klæði og menntun, og þegar var úr litlu að spila, kynnt- ist Clementine þeim sannleika, sem fólst í gamla máltækinu: „Græddur er geymdur eyrir.“ Og henni finnst enn gaman að geta gert „góð kaup“. Einn rítara hennar frá stríðsár- unum segir: „Það var ekki hægt að segja að hún væri nízk, en hún vildi ekki borga meira en hún taldi nauðsynlegt. Ég man eitt dæmi þess frá mínu fyrsta sumri bjá þeim. Hún hafði séð slopp, sem snið- inn var á þann vegí er vinsælast var um þessar mundir, auglýstan í dagblaði sveitarinnar. Hún benti mér á auglýsinguna og sagði: „Sjá- ið þér þetta! Svona linsloppar kosta tvær gíneur í borginni, en hér kostar hann tvö pund. Þetta er ódýrt, og ég ætla að ná mér í einn.“ Hún var himinglöð yfir því að geta sparað þarna tvo shillinga. Ég man eftir sloppinum. Hann var úr ljósbláu líni, og þegar hún fór í hann, var hann reglulega fallegur. Hún notaði hann í garð- inum, og þá leit hún eins og hún væri klippt út úr tízkublaði frá París." Þó að þau hafi hvort sitt svefn- herbergið á Chartwell, þá eyða DAUDINNI' KJÖLFARINU MAURI SARIOLA 26 sér, hvað gera skyldi. Hann átti enn fyrir sér nokkra klukkutíma, þar sem Cassiopeja átti ekki að halda af stað til Stokkhólms, fyrr en seint um nóttina, og Lindkvist ákvað að láta auðnu ráða og kasta túkall upp á hvert halda skyldi. Kabarettinn á Lorry, sjómanna- búllurnar í Nýhöfninni og úti- veitingastaður Tívoligarðsins komu til greina. Lindkvist þreifaði eftir pen- ingi í jakkavasa sínum og hann var einmitt í þann veginn að fleygja honum upp í loftið, þegar sagt var við hlið hans: — Lindkvist sýslufulltrúi. Eruð þér á leið í Tívolí? Lindkvist sneri sér við. Þarna voru Berg verkfræðingur og Kirsti Hiekka komin. Þau leiddust og hún reyndi á elleftu stund að draga til sín höndina, en þegar hún sá, að Lindkvist hafði þegar veitt því athygli, yppti hún að- eins öxlum brosandi og lét hönd sína hvíla létt á armi förunautar síns. — Það var gaman að hitta ein- hvern, sem maður þekkti, sagði Lindkvist glaðlega. Hvert er ykk- ar för heitið? Lindkvist benti á innganginn í Tlvoli, sem var ljósum prýddur og spurði enn: — Ætlið þið hér inn? Berg og Kirsti horfðu hvort á annað. Eftir andartakshik svaraði verk fræðingurinn: — Við ætluðum nú reyndar að fá okkur eitthvað í sarpinn. Það eru notalegir veit- ingastaðir þarna inni og . . . Berg hóstaði og bætti við eftir stutta vandræðalega þögn: — Konan mín var ekki almenni- lega hress og varð eftir um borð. En . . . krhm . . . Hiekka læknir var svo vinsamleg að veita mér samfylgd. — Það er ánægjulegt að fá' félagsskap, sagði Lindkvist og bætti við: — Ég stóð hér einmitt og veltí fyrir mér . . . Berg greip fram í fyrir honum: — Ef þér hafið ekld neitt sér- stakt fyrir stafni þá . . . Hann leit örsnöggt á stúlkuna við hlið honum, og þegar hún gaf honum merki sem augsýnilega átti að skiljast sem samþykki, hélt hann áfram: — Þá . . . datt mér í hug, að þér gætuð ef til vill fylgzt með okkur. — Ég vil ómögulega gera neitt ónæði. . . — Við biðjum yður endilega að koma með, greip Kirsti Hiekka fram í fyrir honum og hló við. Hún hlær fallega, hugsaði Lind- kvist. Hún er alls ekki eins og ég hef alltaf hugsað mér hinn dæmigerða lækni. Nú, en af hverju skyldj það líka vera . . .? Læknir, þó kvenkyns sé, þarf ekki nauðsynlega að vera einhver harð- soðinn háðfugl, jafnvel þótt hún hafi fengið nasasjón af leyndar- dómum lífs og dauða. Lindkvist brosti við þeim. — Ég vildi gjarnan fá að vera með, ef það er fullvíst, að ég valdi ekki ónæði. Satt að segja var ég hálf einmana, þegar ég rásaði hér um göturnar, án þess að vitá, hvað ég ætti að gera f mér. Lindkvist sveiflaði út hendinni. — Það var eins og allir hefðu eitthvað víst fyrir stafni, marglr leiðast um og virðast hamingju- samir, og . . . Iindkvist beit á vör og þagn- aði. Ef til vill mundi þau Berg og Hiekka taka þetta sem glósu til sín, þótt hann hefði reyndar aðeins meint það sem almenna at- hugasemd. — Jæja, við skulum koma, flýtti verkfræðingurinn sér að segja. Kirsti Hiekka stakk handleggn- um undir arm Lindkvists og þau leiddust af stað öll þrjú og konan l í miðju. Hispurslaus framkoma hennar kom Lindkvist ögn á ó- vart, en eftir nokkur orðaskipti varð Lindkvist þess áskynja, að þau höfðu kynnt sér hinn heims- fræga Túborgbjór og ef til vill höfðu einn eða tveir álaborgarar skolazt í kjölfarið. Þau voru ekki drukkin, aðeins í góðu skapi og Lindkvist datt í hug, að ef til vill hefðu þau svipuð áhrif hvort á annað og Álaborgarákavíti á venjulegt fólk. Nú og kannske vildi Hiekka aðeins sýna honum, að hún liti á þá báða sömu augum — sem góða félaga á gleðistund. Lindkvist hló með sjálfum sér, en varð þess brátt áskynja, að brýn nauðsyn bar til að þau héldu fast hvert við annað, þar sem þröngin í skemmtigarðinum var ógurleg, og þau hefðu auðveldlega getað villzt hvort frá öðru. Auk þess var honum allt annað en ógeðfellt að finna mjúkan arm hennar hvíla á handlegg sér. — Þangað skulum við fara, stakk Hiekka upp á, þegar þsu komu inn i miðbik garðsins. Hún betni á lítið og snoturt hús, sem lá að hálfu úti í lygnu vatni. Allavega lit ljós lýstu upp veggi þess og fjörug hljómlist barst til eyrna út um opna gluggana. — Þetta lífrur ágætlega út, sagði Berg. — Alveg prýðilega, samsinnti Lindkvist. Þau gengu umhverfis vatn- ið eftir litlum stíg, sem lá í gegnum trjáraðirnar og gengu inn á veitingastaðinn. Þetta var þokkaleg, lítil krá, innréttuð að gömlum sveitasið. Laust borð fyr- ir þrjá stóð við einn gluggann og að vörmu spori birtist þjónn, við borðið. — Eigum við að fá okkur „smörrebröd", spurði Berg. —Og ákavíti og bjór. Maður á að semja sig að staðháttum, þar sem maður er. Lindkvist og Hiekka guldu hon- um jáyrði sitt þegar. Berg pant- aði á enskri tungu, enda hafði hann orðið þess áskynja, að Kaup mannahafnarbúar skildu ensku jafnvel og sænsku. Þegar þau höfðu kveikt sér í sígarettum og þjónninn hafði fært þeim þrjár flöskur af exportbjór sátu þau og horfðu rannsakandi hvert á ann- að, og skiptust á hversdagslegum athugasemdum um umhverfið og útsýnið, sem í rauninni var þess vert að því væri gefinn gaumur. Marglit Ijósin endurspegluðust á dökkum vatnsfletinum og handan vatnsins slúttu trjákrónurnar yfir bakkann í rökkrinu. Ilátt yfir höfðum þeirra vögguðu körfur Parísarhjólsins og á vinstri hönd blikaði á uppljómaða veggi hljóm- leikahallarinnar. Hljómlist barst þeirra hvaðanæva. — Bjórinn er fínn, sagði Berg. — Og lífið er vert þess að lifa því. — Því gæti ég trúað, hugsaði Lind kvist, um leið og hann beindi aug- um sínum að aðlaðandi konunni við hlið hans. Hann var enginn smámunaseggur, en einhverra óskiljanlegra ástæðna vegna fékk hann skyndilega löngun til að minna Berg á raunveruleikann. Hann spurði kurteislega: — Þér sögðuð, að konan yðar orðið eftir um borð: Er hún al- varlega veik? Áhyggjuleysið hvarf af andliti Bergs eins og dögg fyrir sólu og í stað þess kom fjandsamlegur glampi í augu hans, eins og fyrst nú rynni upp fyrir honum, að Lindkvist væri óviðkunnanlegur ípaður og hann sæi eftir, að hafa boðið honum með þeim. — Smáhöfuðverkur, held ég, sagði hann stuttlega. — Það líður sjálfsagt frá í svölu sjávarloftinu, þegar skipið fer frá Kaupmannahöfn, sagði Lindkvist. Hann lét sem hann hefði ekki tekið eftir þungbúnum svip verkfræðingsins, en skipti um umræðuefni þegar. — Það er einkennilegt, hvað fólk virðist geta gleymt fljótt, sagði hann. — Til dæmis á Cassiopeja er allt nákvæmlega eins og það var áður. Farþegarnir eru áhyggjulausir, hlæja og virðast glaðir . . . — Af hverju skyldi þeir ekki T í M I N N, þrlðjudagur 28. apríl 1964. — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.