Tíminn - 28.04.1964, Side 6

Tíminn - 28.04.1964, Side 6
Stof nkostnað ný ju heimiianna og atvinnu veganna verður að lækka Úr ræðu Helga Bergs um tollskrárfrumvarp ríkisstjórnarinnar í gær Frumvarp ríkisstjórnarinn- ar um breyting á tollskrá var til 2 ,umr, í efri deild í gær. Ólafur Björnsson mælti fyrir áliti meirihluta fjárhagsnefnd ar og þeim breytingatillög- um, sem fjárhagsnefnd hafði orðið sammála um að flytja við frumvarpið- Helgi Bergs talaði fyrir áliti minnihlutans og þeim breytingatillögum, sem hann flutti við frumv., en þessar breytingatillögur, voru allar felldar og frum- varpið samþykkt með breyt- ingum fjárhagsnefndar til 3. umr. Einnig tók þátt í þessum umræðum Björn Jónsson. Hér fer á eftir meginefni ræðu Helga Bergs, fyrir áliti minni- hlutans og breytingatillögum: f þessu frv. eru fólgnar leið- réttingar á ýmsu ósamræmi, sem komið hefur í ijós í tollskránni, sem samþykkt var í fyrra, og dreginn lærdómur af ýmissi reynslu, sem fengin er af fram- kvæmd hennar þetta eina ár, sem hón hefur verið í gildi. Breyt- ingar, sem verulegu máli skipta fyrir ríkissjóð eða neytendur, eru í raun og veru engar í frumv. 3. umræða um Seðlabanka- frumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í neðri deild í gær. Stóð umræðan fram til kl. 4, en var þá frestað og fundi síðan fram haldið í gær- kveldi kl. 8,30. Eysteinn Jónsson kvaddi sér hljóðs og kyaðst vilja svara nokkru úr ræðum viðsk.málaráð- herra í umræðunum. Þegar spari- fjárbindingin hófst, samdráttur útlána þar á meðal afurðalána, sagði ríkisstjórnin það ráðstöfun til að stöðva verðbólguna og ná jafnvægi í verðlags- og lánamál- um og bæta afkomu landsins út á við. Nú vill rikisstjórnin fá enn frekari heimildir til sparifjárbind- ingar, en þá bregður svo við að nú er lögð áherzla á, að það sé til þess að auka afurðalán Seðlabankans. Ráðherrann hefur verið spurður að þvi, hvort hann vildi gefa um það yfirlýsingu, að allt það fé, sem dregið yrði inn skv. hinum nýju, auknu heimild- um yrði lánað út til atvinnuveg- anna. Ráðherrann hefur svarað því til, að menn geti ekki ætlazt til þess að hann gæfi slikar yfir- lýsingar. Hinar auknu heimildir ættu að vera eitt aðal hagstjórnar- tæki ríkisstjórnarinnar. Þetta svar hlýtur að gefa þeirri skoðun undir fótinn, að með þessu frum- Skattabyrði þjóðfélagsþegnanna er orðin óhóflega mikil. Núv. ríkisstj. hefur aukið skattheimt- una úr um það bil 1000 millj. kr. í um það bil 3000 millj. kr. Skatt- ar og tollar, sem innheimtir hafa verið í ríkissjóð samkv. ríkis- reikningum frá 1960 til 1962, eru þessir: 1960 1188 millj., 1961 1968 millj. I og 1962 1714 millj. Á þessum 2 | árum hefur þessi skattheimta, þ.e. : a.s. skattar og tollar, hækkað um 44,9%. Nú er þetta gjarnan skýrt af hálfu talsmanna ríkisstj. á i þann veg, að þetta séu afleiðingar af almennri verðlagsþróun í land- inu og af auknum innflutningi. Þessar skýringar eiga sjálfsagt þátt í þessari þróun, en engan veginn til fulls. Innflutningurinn á árinu 1962 var 3837 millj. og hafði þá aukizt um liðlega 700 millj. frá árinu 1960 eða um 24%. Vísitala fram- færslukostnaðar á þessum árum hækkaði úr 104 og upp í 116. Vísitala vöru og þjónustu hækkaði úr 106 og upp í 133 eða um 25%, og vísitala framfærslukostn- aðar um 12%. Þannig er ljóst, að verðlagið hækkaði á þessúm 2 árum ekki nema u.þ.b. helminginn af því, sem skattahækkanir námu pró- sentvís. Ef litið er á hækkun á almennum tekjum á þessu tíma- varpi sé ekki ætlunin að auka út- lánin, heldur þvert á móti að draga enn úr þeim og auka spari- fjárfrystinguna. Ráðherrann sagði með stolti, að afurðalán Seðlabankans hefðu aukizt mjög í krónutölu. Á síð- asta ári námu afurðalán til sjávar- útvegsins 750 milljónum króna. Á árinu 1958 námu þau hins vegar 650 milljónum króna. Svo gífur- leg hefur verðrýrnun krónunnar orðið, að hvert mannsbarn sér, að þarna hefur orðið um stórfelldan samdrátt að ræða, enda voru af- urðalánin fyrir viðreisn 67% af 'verðmæti, en eru nú ekki nema 55%, og er þar um 18—20% samdrátt að ræða. Þá bætist það við, að vextir hafa verið stórlega hækkaðir af þessum lánum. Afurðalán til landbúnaðarins fengu ekki að hækka í krónutölu í 3 ár, þrátt fyrir aukna framleiðslu og hækkandi verðlag af völdum óðaverðbólgunnar. Þau voru 67% fyrir viðreisn, en voru færð niður í 53—5'5%. En þar er bara hálf- sögð sagan, þvi þar að auki var dregið stórkostlega úr fyrirfram lánum út á landbúnaðarafurðir, sem Seðlabankinn veitti frá marz fram á haust. Landbúnaðarlánin hafa staðið í 162 milljónum frá 1960 fram á þetta ár og ekki mátt bili, þá kemur í ljós, að úrtaks- tekjur þær, sem hagstofan vinnur úr skattskýrslum með hliðsjón af verðlagningu landbúnaðarafurða uxu á árinu 1960 til ársins 1962 úr 78900 kr. í 103600 kr. eða um 32,5%. Þegar verið er að ræða um álag skatta á árinu 1960 og 1962 og þeir bornir saman við tekju- aukningu, væri að sjálfsögðu eðli- legra að miða við tekjur áranna 1959 og 1961, því að það eru þær tekjur, sem á var lagt á þessum árum og úrtakstekjurnar fyrir þessi ár 1961 og 1959 hækkuðu úr 74,900 og upp í 85,400 eða um 14%. Þannig ná þær hækkanir, sem gjarnan eru hafðar til við- miðunar og afsökunar á því, hvað skattar hafa hækkað mikið í land- inu, engin þeirra hækkana nær svipað þeirri hækkun, sem varð 1 á innheimtu skatta og tolla sam- kv. ríkisreikn. á þessum árum. Það er skoðun okkar, að þessar háu skattheimtur séu ákaflega skaðlegar, sérstaklega með tvennu móti. Tollarnir, sem lagðir eru á innfluttar vélar og tæki til út- flutningsatvinnuveganna og fram- leiðsluatvinnuveganna í landinu, íþyngja þessum atvinnuvegum ó- hæfilega og rýra samkeppnismögu- leika þeirra. Ennfremur eiga hin- ir háu. tollar á byggingarvörum og ýmsum nauðsynjum til heimil- isstofnunar mikinn þátt í, að á atvinnu- kynslóðinni hækka, en til samanburðar má benda á, að á þessu tímabili hefur hækkunin á tilbúnum áburði orðið 100 milljónir. — Framsóknar- menn ganga fast eftir því að fá að vita nú þegar, hvort með þessu frumvarpi eigi enn að halda á- fram hinum ljóta samdráttarleik. Það er vel hægt að auka afurða- lánin án þess að auka sparifjár- bindinguna, ef skynsamlegar ráð- stafanir eru jafnframt gerðar og tekin upp ný stefna í fjárfesting- armálunum. Engin sparifjárbinding var á árunum 1947—60. Afurðalánin voru 67% á árunum 1947 til 1960, er úr þeim var dregið og spari- fjárbindingin hafin til að „stöðva verðbólguna". Reynslan er hins vegar sú„ að verðbólguvöxturínn hefur orðið fjórum sinnum meiri að meðaltali á ári á síðara tíma- bilinu en hinu fyrra. Sú stað- reynd finnst mörgum að ætti að draga úr ríkisstjórninni að feta áfram á þessari inndráttarbraut og leita nýrra úrræða i stað þess að magnast í forherðingunni og ganga enn lengra í sparifjárbind- ingunni. Ekki reynist því þetta „hag- stjórnartæki“ ríkisstjórnarinnar hafa reynzt vel við að stöðva verð- Framhald á 2. síðu. hækka framfærslukostnaðinn í landinu. Hinn hái stofnkostnaður heim- ilanna hefur þau áhrif, að mörg- um ungum heimilum, sem eiga við þunga skuldabagga að stríða, eins og þau sjálfsagt eiga flest, að þessu fólki finnst jafnvel sumu, að verðbólgan sé því nauð- synlegur bandamaður, til þess að það geti ráðið við sínar eðlilegu fjárfestingar. En það er að sjálf- sögðu ákaflega óhollt fyrir verð- lagsþróunina í landinu, að nokk- urt fólk skuli þurfa að hafa þá tilfinningu, að verðbólgan sé því einhver bandamaður. Það er nóg, að nokkur hópur manna í þessu landi hefur verðbólguna að banda- manni til stórfelldrar eignasöfn- unar, þó að ekki þurfi einnig að verða svo, að ýmsu ungu fólki, sem þarf að ráðast í nauðsynleg- ar og eðlilegar fjárfestingar til heimilisstofnunar eða atvinnu- reksturs, þurfi ekki líka að horfa á verðbólguna sem sinn banda- mann. Þess vegna er það skoðun okkar, að það sé ákaflega nauð- synlegt að reyna að draga úr þessum nauðsynlega stofnkostn- aði. Af þessum ástæðum höfum við til viðbótar þeim brtt., sem við flytjum ásamt meiri hl. flutt til- lögur, sem lúta fyrst og fremst að tvennu. í fyrsta lagi lækkun á tollum á vélum og tækjum til framleiðslunnar til samræmis við þær framleiðslugreinar, sem verst eru settar í þessu efni, og í öðru lagi um verulega endurgreiðslu tolla af byggingarefni til íbúða af hóflegri stærð og lækkun tolla á heimilistækjum, sem nú má orð- ið telja til nauðsynja á hverju heimili, og leggjum við til, að tollur á slíkum tækjum lækki úr 80% í 50%. Þá ræddi Helgi um það, hve hinar háu tollgreiðslur af véliun og tækjum útflutningsatvinnu- veganna rýra stórlega samkeppn- isgetu þeirra, og eru íslendingar einir um það meðal þjóða, að leggja slíkar byrðar á útflutnings- framleiðsluna. Á þessu er nauð- synlegt að ráða bót, og það má ekki draga. Flytur minnihlutinn tillögu um það, að vélar og tæki til framleiðsluatvinnuveganna, lækki almennt í 4% toll, en nú eru þessar vörur yfirleitt í 35% tolli. ( Við leggjum til, að tollar af bygg-ingarefni til íbúða, sem eru ekki stærri en hámark þeirra íbúða, sem húsnæðismálastjórnin viðurkennir, 360 kúbikmetrar, séu að verulegu leyti endurgreiddir. Við leggjum til, að það sé end- urgreitt upp í þessa hámarks- stærð, sem svarar lj.0 kr. á rúm- metra. Hámarksendurgreiðsla gæti með þessum hætti orðið tæp- lega 40 þús. kr. á íbúð af há- marksstærð, en meðalendur- greiðsla yrði væntanlega eitthváð lægri, mætti gera ráð fyrir 30—35 þús. kr. á íbúð og miðað við, að byggðar séu 1500 íbúðir, eins og nú er gert ráð fyrir, að þurfi, gæti þessi endurgreiðsla í heild numið rúmlega 50 millj. kr. Við gerum ráð fyrir því, að þessi upp- hæð, sem þarna er um að ræða, HELGI BERGS mundi nema milli 70 og 80% af öllum tollum, sem greiddir eru af innfluttu efni til slíkra íbúða. Það var stefna núv. hæstv. ríkisstj., sem boðuð var í upphafl hennar starfsferils, að óbeinir skattar skyldu að verulegu leyti koma í stað beinna skatta. Beinir skattar voru þá taldir óréttlátir, m.a. óréttlátir í innheimtu m.a. sökum þess, hve mikil brögð eru að skattsvikum, og það var talið hentugra að afla ríkissjóði tekna með óbeinum sköttum. Þá voru svo óbeinir skattar stórauknir eins og hv. þm. er öllum minnis- stætt, en beinir skattar voru þá lækkaðir snemma á árinu 1960 og þær tekjur, sem kallaðar voru þurftartekjur, voru gerðar skatt- frjálsar. Með því frv. um breyt. á 1. um tollskrá,, sem hér liggur fyrir, er ekki vikíð frá þessari stefnu, sem þá var boðuð, í neinu, því að breytingar til lækkunar á óbeinum sköttum, eru ekki slikar í þessu frv., að þær hafi nein á- hrif á eða verið skoðaðar sem nein breyting á skattapólitíkinni yfir- leitt. En hins vegar er vikið frá þeirri stefnu, sem mótuð var á árinu 1960 í skattamálum með frv. um tekjuskatt, sem ákveður lægri persónufrádrátt miðað við verð- lagið en gert var, þegar stefnu- breytingin var gerð í skattamálum í upphafi ársins 1960, og enn- fremr ákveður hærri skattstiga í prósentum af skattskyldum tekj- um heldur en gilt hefur að und- anf.rnu. Þetta frávik er einhliða til hækkunar, og við teljum, að það sé tímabært að gera einnig frávik frá hinni upphaflegu stefnu ríkisstj. með tilliti til þess að lækka þá einnig óbeina skatta um leið og álagning beinna skatta er hlutfallslega aukin. Við teljum þess vegna, að það sé fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að rýra tolltekjur ríkissjóðs nokkuð svo sem gert er ráð fyrir í brtt. okkar með tillití til þess, að ríkisstj. hefur nú til meðferð- ar og mun væntanlega fá sam- þykkta þá stefnubreytingu, sem að því lýtur að beinu sköttunum, sem fólgin er í frv. um tekju- skatt. Þá vil ég ennfremur minna á, að Daniel Ágústsson lagði fram tvær brlt. og lýtur önnur að því að fella niður gjöld af hljóðfær- um til notkunar í skólum, og hin að því að heimila að fella niður gjöld af kvikmyndasýningavélum fjTÍr félagsheimili og skóla. Sparifjárbindingin og lánasa mdrátturinn Kemur þyngst niöur vegunum og yngstu i 6 T í M I N N, þriðjudagur 28. april 19Í4.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.