Tíminn - 06.05.1964, Qupperneq 8

Tíminn - 06.05.1964, Qupperneq 8
NÆSTA FJÓRÐUNGSMÓT. FJÓRÐUNGSMÓT norðlenzkra hestamanna verður haldið nú í sumar dagana 27. og 28. júní. Mótinu hefur verið valinn stað- ur við Húnaver, en þar hefur hestamannafélagið Óðinn skeið vðll sinn og að öðru leyti er þar góð aðstaða fyrir hendi. Undir búningur að mótinu er þegar hafinn og er Þorkell Bjarnason hestaræktarráðunautur nú á ferðalagi meðal hestamannafé- laganna norðanlands, ásamt fulltrúum frá hverju félagi, til að velja væntanleg sýningar- hross. Framkvæmdastjóm móts ins hefur verið valin en hana skipa: Guðmundur Sigfússon, Eirlksstöðum, formaður; Har- aldur Þórarinsson, Syðra-Lauga 'andi, ritari; Þorkell Einars- son, Efra-Vatnshomi, gjaldkeri Friðrik Margeirsson, Sauðár- króki, og Bóas Magnússon, Ból- staðarhlíð. Framkvæmdastjóri mótsins hefur verið ráðinn Sigfús Þor steinsson ráðunautur á Blönda- ósi. Kappreiðar og góðhestasýning verður að sjálfsögðu í sam bandi við mótið og er ætlunin að þar verði m. a. keppt í 800 m. hlaupi. Búizt er við að þetta mót verði fjölsótt, þótt einhverjÍT erfiðleikar kunni að verða með gistingu fyrir aðkomumenn, en ágæt tjaldstæði eru þar fyrir hendi og veitingar verða í Huna veri. FÁKSFERÐIN AÐ HLÉGARÐI. Fáksferðin að Hlégarði sunnu daginn 19. apríl var mjög fjölmenn og hin ánægjulegasla. Veður var ágætt og reiðfæri gott. Yfir 300 manns tóku þátf í ferðinni auk margra úr hesta- mannafélaginu Herði, sem komu til móts við Fáksmenn í Hlégarði og fylgdu þeim nokk uð á leið. Eins og vera ber vora hestamir miklu fleiri en menn- imir, því þótt margir væra ein hesta, vora einnig margir, sem höfðu 2 til 3 til reiðar. Mátti þar sjá margan glæstan gæðing. „HESTURINN OKKAR“. „Hesturinn okkar“, tímarit L. H. er nýkomið út. Er þetta 1. hefti V. árg. — Meginefni blaðs ins er um hesta og hestamean en einnig er þar ýtarleg frá- sögn um vöð og ferjur á Blöndu eftir Guðmund Jósafatsson írá Brandsstöðum. — Áframhald er á frásögnum úr ferð um Borgarfjarðarhérað er hófust í síðasta blaði. Era þeir félagar séra Guðmundur Óli, Matthías og Sveinn Teitsson nú komnir að Hítamesi á Mýram og eiga tal við hinn aldna hestamani' Júlíus Jónsson bónda og bai þar margt á góma. — Sé’.a Magnús Guðmundsson fyrrve' andi prestur í Ólafsvík segir þama frá Brún sínum, sem get ið var um i síðasta hefti í frá sögninni „Ljósið, sem hvarf’, og einnig var birt hér í Tímar,- um. Guðmundur Þorfáksson skrif- ar grein um hrossamörk. Mun hún einnig birtast hér í þætt inum Hestar og menn og þá leiðrétt orðabrengl, sem lýta greinina. — Endurminningar um gamlan hestamann, (Jén frá Mýrarlóni) eftir Stefán Vagnsson. Skemmtilega skrifað grein eins og vænta mátti. — Aðalsteinn Jónsson skrifar um Loga Jóns á Halldórsstöðum og sérstakar greinar eru um flei. i afburðahesta, svo sem Ganta á Grímsstöðum, Baróns, Skjóna og Heimi, sem síðar varð Blakkur á Reykjum. Hestavísur er fastur þáttur í ritinu og era þær að þessu sinni eftir Pétur Jónsson f.'á Nautabúi, en tileinkaðar Ás- geiri frá Gottorp. Alls era þetta 14 vfsur og er upphafið þannig: Háir, skarpir brúnabogar birta garpsins hugarmóð. Undir snarpur eldur logar. Augun varpa sindurglóð. Má af þessu eina erindi sjá, að ekki er af vanefnum kveðio. Einnig er þama gamalt afmæl iskvæði eftir Sigurð Sigurðs- son frá Vigur, sem hann sendí Hóla-Guðmundi, alkunnum skag firzkum hestamanni, þegar hann varð níræður. En Sigurð- ur var þá sýslumaður Skagfirö- inga. Margt fleira er í þessu hefli, svo sem fréttir frá síðasta árs- þingi L. H., sagt frá kappreið- um Funa í Eyjafirði, síðastlið ið sumar, „Við hestasteininn“, eftir ritstjórann, séra Guðmund Óla Ólafsson I Skálholti og ým- islegt annað. — Margar myndir era í heftinu og frágangur vand aður. Það er nú prentað í Prent verki h.f. í Reykjavík. — Nokk ur víxlspor hafa verið tekin við prófarkalestur einnar grein ar, en þau era ekki stórvægil?g. HENDIÍ) STEINI ÚR GÖTU! Gamli Bjöm I Grafarholti var að sumu leyti sérkennileg- ur í háttum og í ýmsu á undan samtíð sinni. Sá var einn hátt- ur hans að kasta með fæti lausum steinum úr götu, er hann fór milli bæja Stöku sinn um beygði hann sig ef hjálp handanna þurfti til að koma steini úr götuslóðanum. — Á þessu var hann auðþekkiur langt að, því þessu átti fólk ekki að venjast yfirieitt. Flest- ir munu hafa talið Birni þetta til manngildis, en þó voru þeír til, sem töldu þetta til „sór- vizku" og hentu gaman að. Fleiri munu þeir hafa verið en Björn, sem höfðu þennan hátt á, er þeir fóru einir um troðnar slóðir, og höfðu tíma til slíkra hugðarverka Þess hátt ar vegabætur vora þá augljús gagnsemi, því almenn vega- gerð var lítt þekkt og allur al menningur varð að notast við raddar og troðnar slóðir. Við- hald aðalvega var þá að mestu eða öilu framkvæmt moð skyldudagsverkum frá aðliggj- andi bæjum, — eða hreppsfé- lögum, ef um stutta fjallavegi var að ræða. — En gönguleið- ir milli bæja og gripaslóðir ba: engum skylda til að lagfæra. Slfkt „brautryðjanda“-starf hef ur jafnan verið óháð öllum reglugerðum og lögum, og hverjum einum heimilt og í sjálfsvald sett. En fólkið var með svipað sinni þá og það er nú. Sumir reyndu að koma sér hjá öllu þvi, sem ekki kom þeim sjálf um að beinu gagni og að taka stein úr götu vegna annarra, var ekki í þeirra verkahring. — Og svo er enn. — Þetta „braut ryðjenda“-starf Bjöms í Gröí, eins og hann var þá nefndur, sem mér er í bamsminni, var ekki vanmetið á mínu heimiJi og kann það að hafa ráðið nokkra um, að ég fór snemina að apa þetta eftir þar sem ég fór einn milli bæja, eða um aði ar götuslóðir, sem troðnar voru af hófum eða klaufum búfjár ins. Hafði ég af þessu nokkra ánægju og gat stundum dvalizf við það lengur en ætlað var. — Enn hefi ég gaman af svona „vegarbótum“, þótt tækifæri gefist nú fá til slíkrar iðju. Ég hefi fifjað þetta upp til ábendingar fyrir þá, sem fara um fáfamar slóðir eða vegleys- ur. Þar koma oft fyrir kaflar sem betra er að ganga en ríða. Munar þá engu þótt steini sé kastað úr götu og hún með því gerð greiðfærari fyrir næsta vegfaranda. Einkum gæti um þetta munað þegar fleiri fara saman, því „safnast þegar sam- an kemur" og ef þetta væri al mennur siður gæti hann miklu áorkað um greiðfærni reiðvega. eða annarra götuslóða. — Eins er það ,að menn ættu ekki að láta sig muna um að stíga af baki ef stórir steinar hafa bor izt í reiðgötur, af leysingum eða með öðram hætti, og fjar lægja farartálmann. — Sama er að segja um steina, sem bornir hafa verið upp á þjóð- vegi og skildir þar eftir vegna hugsunarleysis eða annars verra. Ættu menn þá að sýna § manndóm sinn með því að stanza, þótt þeir séu í bíl — og henda burtu þessum hindrun um svo þær verði ekki öðrum til ásteytingar, eða að slysi. Til hestamanna skal því sé: staklega beint, að gefa sér tíira til að kasta lausagrjóti af reið vegum, þar sem það hefir kom- ið upp á yfirborðið vegna um- ferðarinnar. Slíkir lausahnull ungar era ekki hættulausir, því hestar geta auðveldlega hökrað á þeim, og þó einkum ef þeiv eru í moldargötum eða öðram sléttum reiðleiðum. Sérstaklevs er þörf á þessu að vorinu. Að kasta steini úr götu er aUtaf gott verk. G.Þ. RfÐANDI TIL KIRKJU. Það ená þykja í frásögur fæ~ andi að hópur manna komi ríð- andi til kirkju nú á dögum. En svo var þó á Þingvöllum á síðastliðnum páskum. f Þingvallasveit hefur undan farið verið lítið um hesta og þeir ekki notaðir nema við fjár smalanir vor og haust. Þar er nú sú breyting á orðin að unga fólkið hefur aftur tileinkað sér hestana til gagns og skemmtun- ar og voru margir hestar þar á jámum í vetur og töluvert not- aðir. Á páskadag tók unga fólkið sig saman um að fara ríðandi til kirkju og varð það aUs 7 manna hópur setn kom á hest- um til kirkjunnar og hlýddi á messu hjá séra Eiríki ÞingvaLa presti. Reiðfólkinu var sérstaklega vel fagnað bæði í kirkju og á heimili prests að lokinni messu — Þótti þetta góð nýbreytni og mættu fleiri eftir taka. RAGNAR GUNNARSSON: ORÐIÐ ER FRJÁLST Fáein orð til Friðriks í Hlíð MINNING Sigríðnr Guðnadóttir frá Hvammi í 58. tbl. Tímans frá 10. marz s.l. birtist grein eftir Friðrik Sig urjónsson, Ytri-Hlíð, með fyrir- sögninni: „Er hyggilegt að leggja bílveg um Smjörvatnsheiði". Til- efni þessarar greinar er viðtal við mig um bílferð mína og félaga minna yfir Smjörvatnsheiði, 13. o? 15. jan. s.l., sem sagt er frá í Tímanum 21. sama mánaðar. Friðrik dregur þar í efa al- mennan vilja Vopnfirðinga, að fá ruddan veg yfir Smjörvatnsheiði og segir orðrétt: „Talið er, að mikill áhugi sé meðal Vopnfirð- inga á því, að vegur sé ruddur yfir heiðina. Eg held, að flestir Vopnfirðingar vilji fá veg yfir Hellisheiði, sem nú er byrjað á, en ekki yfir Smjörvatnsheiði". Ekki er mér fullkunnugt um vilja allra Vopnfirðinga í þessu máli, en þeir, sem ég talaði við í ferð okkar félaga, voru allir mjög fýs- andi þess, að fá ruddan veg yfir Smjörvatnsheiði. Friðrik segir enn fremur: — „Sagt er, að búið sé að ryðja veg upp á háheiðina, 2 km. frá sælu húsinu, sem er á heiðinni. Er sagt að sá vegur hafi kostað 25 þúsund krónur". Þetta er rétt. En svo bætir hann því við, að ég hafi sagt — og tekur orðrétt upp úr blaðinu „að lítið þyrfti að gera til þess, að leiðin niður í Vopna- fjörð yrði sæmilega fær bílum.“ Þetta, sem biaðið hefur eftir mér í viðtalinu er hins vegar ekki al- veg rétt, og stafar það sennilega af vondu símasambandi, þegar við talið fór fram. Eg átti þar ekki við, að þessi vegur yrði sæmilega fær öllum bílum, heldur aðeins sæmilega fær jeppum, eða bílum með drifi á öllum hjólum. — Þessi vegur hefur ekki verið hugsaður sem aðalleið milli Vopnafjarðar og Héraðs, heldur fyrst og fremst til að auðvelda viðkomandi byggð- arlögum — þ. e. Jökuldal, Hlíð og Vopnafirði — smölun og fjár- rekstra yfir ’ heiðina á haustin. Víst er það rétt hjá Friðriki, að oft er snjóþungt á Smjörvatns heiði. „En víðar er Guð en í Görð- um.“ Víðar kemur oft mikill snjór. Sjálfur hefi ég lent í því, hér á milli Fossvalla og Egilsstaða, að moka upp .símaþræði, sem komn- ir voru í kaf í snjó. En enginn myndi þó telja, að þar gæti ekki verið vegur, vegna snjóþyngsla. Einar Jónsson, bóndi á Hvanná, hefur sýnt mér bréf frá vini sín- um, seim eitt sinn bjó í Vopnafirði og síðar á Jökuldal, þessi maður fagnar því mjög, að byrjað er að ryðja veg yfir heiðina. Telur hann "egarstæði gott á heiðinni, ef rétt leið sé valin. Segir hann, að veg- urinn myndi þá verða fær um 2 vikur af sumri og oft fær fram eftir öllu hausti. Mér þykir rétt, að sjónarmið þessa manns komi hér fram, þar sem hann er allra manna þaul- kunnugastur á þessum slóðum. Og sjálfur telur hann sig hafa farið oftar yfir þessa heiði, heldur en nokkur annar núlifandi maður. — Ljóst er af grein Friðriks, að hann óttast, að þessi ruðningur á Smjörvatnsheiði verði gerður á kostnað Hellisheiðisvegar og verði þannig til þess að seinka því, að hann komist í gagnið. Eg held, að sá ótti sé ástæðulaust. Mér vitanlega hefur engum dottið það í hug, að hætta við Hellisheiðarveg. Vonandi verður framlag til hans ríflegt á þessu ári og þar verði unnið fyrir það fé — þar og hvergi annars stað- ar — svo framarlega að tíðarfar- ið geri það kleift. — Fé það, sem veitt var til raðningsins á Smjör- vatnsheiði, var af svo kölluðu fjallvegafé, sem veitt er á fjár- lögum hverju sinni og notað er til þess, að laga verstu torfærui á fjöllum uppi, víða um land, og er það því ekki frá neinum sér- stökum vegi tekið. Hvernig framhaldið vcrður svo á þessari ruðningsgerð fer að lík indum eftir því, hversu ríflega Al- þingi úthlutar fjallvegafénu ár F. 28. okt. 1900. D. 4. marz 1964. Kveðja frá systrum hennar. Æskuminningar okkar eru bjartar. Heima í Hvammi áttum við margar unaðsstundir Við minnumst margs frá okkar bernsku- og æskuheimili Og við vitum að þangað ieitaði hugur þinn oft úf fjarska. Þú minntist oft á ánægjustundirnar heima. Þú sagðir sjálf: „í rauninni lifi ég á hverjum jólum mín æskujól, með pabba og mömmu og systkinum. Þar nutum við jólanna í áhyggju- ieysi sem börn.‘ Þetta voru þín eigin orð og undir þau getum við allar tekið. því að heima í Hvammi öðluðumst við hamingju og bjart- hvert. En ekki verður það til að örva þingmenn kjördæmisins til átaka við útvegun fjár, ef þeir finna ósamstöðu um málið heima fyrir. En þann dag, sem lokið verður við Hellisheiðarveginn. skulum við Friðrik hittast og skála með kampavín í staupunum! Fossvöllurr. 20 marz F64. Ragnar Gunnarsson sýni og trú hjá ástríkum foreldr- um. Þetta var kjölfestan í lífi þínu Hvar sem þú komst, fylltist allt af bjartsýni og gleði; þú heill- aðir alla með lífsgleði þinni. En æskudagarnir liðu og þú hlauzt að hverfa að heiman. 27 ára fluttist þú í fjarlægt hérað og haslaðir þér völl í nýju umhverfi við hlið ágætis manns, Páls Jóns- sonar, skólastjóra í Höfðakaup- stað. Okkur fannst þú vera langt i burtu, og við söknuðum þín sár- an; en bað vai eins og við hefð- um engan tíma til að sakna þín, svo mjög hlökkuðum við til end- urfunda við þig til hverrar komu þinnar hingað til Suðurlands. „En að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga“. Og það er sem þú standir nú við hlið okkar, þeg- ar við förum að rifja upp gamlar stundir Og okkur finnst að þú svarir öllum spurningum okkar með geislandi brosi. Þannig varst þú og oannig verður þú í minn- ingu okkar. Við þöklcum þér, systir Guð blessi þig. Við sendum eiginmanni og böraum innilegar samúðarkveöjur. 8 TÍMINN, miðvlkudagir.5 \ maí 1964

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.