Tíminn - 09.05.1964, Síða 14
CLEMENTINE
KONA CHURCHILLS
unnar eða eiga skilið frægðina af
því.
í blöðunum les ég, að þú og
Clemmie njótið lífsins, og ég vona,
að þú látir ekki neina af þing-
nefndum okkar gera þér lífið leitt.
Skilaðu ástarkveðjum til Clem-
mie og Söru, en ég vona að ég
sjái ykkur öll, áður en þið farið
aftur heim. Mig langar til að ræða
ýtarlega við þig um heimsmálin,
að maður talj nú ekki um einka-
málin.“
Viku síðar var Harry Hopkins
nár. Hann hafði látizt úr melt-
ingarsjúkdómi. Hann hafði í raun
inni verið við dyr daúðans í
níu ár.
Sérhver helgi á Chequers var
söguleg helgi.
Föstudagskvöldið 20. júní 1941,
sagði Winston Clemmie á leiðinni
út í Buckinghamskíri, nð hann
væri fullviss um, að Þýzkaland
mundi ráðast á Rússland innan
fárra daga eða jáfnvel klukku-
stunda.
Gestimir á Chequers um þessa
helgi voru ameríski ambassador-
in, John Winant og frú, Anthony
Eden og frú, Cranbome lávarður,
Beaverbrook lávarður og sir Staf-
ford Cripps, brezki ambassadorinn
i Rússlandi, sem kominn var heim
til að æskja lausnar frá störfum
vegna veikinda. Winston hafði
fallizt á lausnarbeiðnina.
Við kvöldverðinn snerust um-
ræðurnar eingöngu um þá geig-
vænlegu hættu, er beindist gegn
Sovétríkjunum. Sir Staffford kvað
brezku leyniþjónustuna hafa var-
að Rússana við því að Þjóðverjar
mundu að öllum líkindum gera
árás á þá, en þeir afgreitt varn-
aðarorðin sem „óskhyggju" af okk
ar hálfu.
Winston hafði géfið ströng fyr-
írmæli um, að ekki mætti vekja
hann af minni sökum, en ef inn-
rás yrði gerð í England, og þess
vegna voiu skilaboð, er bárust frá
utanríkisráðuneytinu símleiðis kl.
4 árdegis á sunnudag, geymd til
klukkan 8 f.h., en þá vaknaði
hann. Þar var skýrt frá árás Hitl-
ers á Rússland á 1500 mílna löngu
svæði frá Finnlandi til Svartahafs.
„Skýrið B.B.C. frá, að ég muni
tala í útvarpið í kvöld kl. níu,“
sagði hann.
Hann bað sir Stafford um að
snúa þegar aftur til Rússlands, og
féllst sir Stafford á það Síðan lét
hann Clementine eftir að annast
gestina og fór til herbergis síns
til að skrifa hina frægu ræðu
sína, þar sem hann lofaði Rúss-
landi og sovézku þjóðinni fullum
stuðningi, þótt 'hann væri enn skel
eggur andstæðingur kommúnist-
ískra kenninga. Öllum deginum
eyddi hann til að undirbúa ræð-
una, og tók sér aðeins hlé um
stundarsakir til að snæða hádeg-
isverð með Clementine, sir Staf-
ford og öðrum gestum sínum.
Hann haffði ákveðið að beita
herstyrk Bretlands til aðstoðar
Rússlandi, þrátt fyrir óvinsældir
Sovétríkjanna hjá brezku þjóð-
inni, og tók hann ekkert tillit til
ráðgjafa sinna, sem vöruðu hann
við og sögðu: „Þjóðin mun ekki
þola það.“
„Ég VEIT, að ég hef rétt fyrir
mér,“ sagði hann við Clemmie.
Sunnudagskvöldið 7. desember
1941 var einnig örlagaríkt.
Winston hafði verið órótt í
skapi allan daginn. Þegar kallað
var til hádegisverðar, settist hann
ekki við borðið. Hann beið með
óþreyju eftir bandaríska ambassa-
domum, Winant, og Averell Harri-
man.
Clementine gekk með hinum
gestum sínum að hádegisverðar-
borðinu, en lét Winston eftir ein-
an, þar sem hann þrammaði fram
og aftur fyrir utan aðaldyr húss-|
ins. Þau höfðu setið að málsverðij
í tuttugu mínútur, þegar Winantj
kom, og tekið var á móti honunV
með spurningum um, hvort hann|
héldi að brytist út styrjöld við
Japani.
„Já", svaraði Winant.
„Ef þeir lýsa yfir stríði gegn
ykkur, munum við lýsa yfír styrj-
öld við þá innan klukkustundar",
sagði Winston. Síðan spurði hann: j
„Ef þeir lýsa yfir styrjöld gegn \
okkur, munuð þið þá lýsa yfir
stjrrjöld gegn þeim?“
Winant gat ekki svarað þeirri
spurningu, og bar það fyrir sig, að
samkvæmt stjómarskrá Banda-
ríkjanna væri forsetinn eini aðil-
76
inn, sem hefði vald til að lýsa yfir
styrjöld gegn annarri þjóð.
Winston vissi ofur vel, að ef
Japanir réðust inn í Síam eða
brezk landssvæði á Austurlöndum,
vom Bretar neyddir til að eiga í
Asíustyrjöld, án þess að Ameríka
kæmi þar nærri. Kæmi til þess,
legðist allur þunginn á herðar
Breta, og afleiðingar þess gætu
orðið algert hrun og ósigur.
„Við erum seinir fyrir. Þvoðu
þér, og síðan skulum við ganga til
hádegisverðar saman,“ sagði Win-
ston, og lauk talinu.
Síðdegið leið rólega hjá. Cle-
mentine gekk um garðana ásamt
Averell Harriman og dóttur hans
Kathie, þangað til hún ákvað að j
ganga til hvílu í eina eða tvær
stundir, þar sem hún var ekki al-j
veg frísk.
Eins og vanalega, hafði hún séð
um, að framreiddur væri frábær
kvöldverður. Fólkið kom inn í
borðstofuna nokkrum mínútum!
fyrir níu, og um leið og þau sett-
ust að borði, bað Winston skutil-
sveininn að setja á borðið ferða-
útvarpið, sem Harry Hopkins
hafði sent honum að gjöf. Hann
kveikti a tæk-inu, og fyrst heyrð-
ust þjóðsöngvarnir, en síðan komu
fréttirnar.
Þulurinn las upp úr nokkrum
opinberum styr j aldarf réttaskýrsl-
um og síðan kom tilkynning, sem
virtist helzt skírskota til þess, að
Japanir hefðu gert árásir á brezk
skip í Hollenzku Austur-Indíum
og á amerísk skip á Hawaii.
Allt var þetta allóljóst, en Win-
ant og Harriman vildu fá nánari
fréttir af árásunum á bandarískui
skipin. Þar sem þeir sátu og i
ræddu um málið, kom skutil- j
sveinninn inn í herbergið og greip;
fram í fyrir þeim og sagði: „Þetta j
er satt. Við heyrðum það fyrirl
utan. Japanir hafa ráðizt á Banda-
ríkjamenn."
Andarlaksþögn ríkti við borðið.
Þá stökk Winston á fætur og
sagði: ,Við lýsum yfir stríði á
hendur Japönum." Hann gerði sér
þó í sama bili ljóst, að hann gat
varla birt stríðsyfirlýsingu, sem
byggð væri á* útvarpsfrétt. Hann
fór því inn í skrifstofu sína og
hringdi til Roosevelt forseta í
Washington.
„Þeir réðust á oíckur i Perlu-
höfn“, sagði hann við sinn gamla
vin. „Við erum allir í sama báti
núna.“
Winant talaði við forsetann í fá-
einar mínútur og síðan fóru allir
inn í forsalinn aftur — eða eins
og Winston skrifaði: „til að skipu-
leggja hugsanir okkar í samræmi
við þá miklu heimsviðburði, sem
gerzt höfðu, og voru svo ógnvekj-
andi, að jafnvel þeir, sem lifðu
og hrærðust mitt í rás viðburð-
anna, urðu slegnir ógn og furðu.“
Oft á síðkvöldum vetrarins sátu
Winston og Clementine hlið við
hlið fyrir framan einhvern hinna
heljarstóru arna og hlýddu á pí-
anóleik tengdasonar síns, Vic Oli-
ver. Þau fengu hann til að leika
æ ofan í æ alla hina frægu söngva
Eddie Cantors í kvikmyndinni
„Whoopee“, og Winston söng
gjarnan textann með hásri bary-
tónrödd sinni.
Kvöld nokkurt kom Winston
riður frá vinnustofu sinni, og var
þjáning i augnaráðinu og strangir
drættir i andlitinu.
Clementine horfði á hann, þeg-
ar hann kom inn í herbergið. Hún
hellti orðalaust portvíni í glas og
rétti honum. Það var auðséð, að
eitthvað alvarlegt hafðj gerzt.
Sárah og Vic Oliver voru þarna
viðstödd og Clementine bað hann
að leika eitthvað á píanóið, og
34
fara. Þeir höfðu byrjað/með að
ræða við sklpstjórann um fjórð-
ung stundar inn í klefa hans.
Síðan höfðu þeir svipazt um á
skipinu og athugað sérstaklega
skutinn og farþegarúmið aftur á.
Farþegarnir höfðu fylgzt með
þeim hljóðlátir og höfðu veitt því
athygli, að brytinn var yfirheyrð-
ur fyrstur.
Yfírheyrslan fór fram í káetu
skipstjóra. Síðan héldu þeir enn
ráðstefnu með skipstjóra.
Að lokum var svo langt komið,
að nokkrir útvaldir farþegar voru
beðnir að verða um borð. Bæði
Lindkvist og Jaatinen hlotnaðist
sú vafasama ánægja að vera þar
á meðal. Auk þeirra voru Berg
verkfræðingur, Latvala bygging-
arverktaki, Kirsti Hiekka læknir,
og Aulikki Rask kölluð til viðtals
og söfnuðust þau saman fyrir ut-
an káetudyr skipstjórans.
Lindkvist og Jaatinen horfðu
hvor á annan, þegar þeir komu
auga á hin fjögur. Þau hvörfluðu
hins vegar augunum um ganginn
og tvístigu óróleg, eins og þau
vissu ekki almennilega hvað þau
áttu af sér að gera.
Sem þau stóðu þarna og biðu,
heyrðu þau gjalla í hátalarnum:
„Farþegar mega nú fara frá
borði. Við viijum aðeins leggja
áherzlu á tvennt. Skipið fer úr
höfn kl. 21. eftir sænskum tíma.
Þeir, sem kynnu að hafa í hyggju
að breyta ferðaáætlun sinni og
snúa ekki aftur til skips, eru vin-
samlegast beðnir að gefa sig fram
við þriðja stýrimann í reyksaln-
um frammi á og gefa upp, hvar
hans muni leita. Þeir, sem láta
þetta undir höfuð leggjast og
hverfa þannig frá skipi, án þess
að tilkynna það, gera það á eigi
ábyrgð og mega vænta þess, að
málið verði síðar . . .krhm . . .“
Röddin þagnaði skyndilega, en
stuttu síðar heyrðist hún aftur:
„Sá, sem lætur þetta undir höf-
uð leggjast, brýtur gegn fyrir-
mælum yfirvaldanna og ber sjálf-
ur ábyrgð á afleiðingum gerða
sinna.“
Dulbúin hótim, hugsaði Jaatin-
en með sér. Þetta var dákglegur
endir á skemmtigerð. En það var
isvo sem ástæða til . . . En það
var þó dálítil huggun harmi gegn,
að allir pðrir um borð lágu einnig
undir grun, en ekki aðeins þessi
dapurlegi hópur, sem var staddur
utan við dyr skipstjórans. I>etta
voru annars ljótu leiðindin, allt
saman.
— Gerið svo vel að koma inn
fyrir.
Gjaldkerinn hrökk upp úr hug-
leiðingum sínum. Þetta var Lilje-
ström skipstjóri, sem bað þau að
koma inn fyrir.
Þau gengu í halarófu inn í
káetuna. Hún var allstór og þægi-r
leg búin. Þau gátu auðveldlega
setið þar inni öll, án þess að
nokkur þrengsli yrðu af
Skipstjórinn lokaði á eftir þeim
dyrunum. Tveir menn, sem höfðu
setið hvor í sínum hægindastóln-
um risu kurteislega á fætur.en
heilsuðu hins vegar ekki.
— Má ég kynna, sagði skip-
stjórinn. Hann hélt síðan áfram
og talaði bæði á sænsku og
finnsku:
— Þetta er Malmberg, fulltrúi
rannsóknarlögreglunnar í Stokk-
hólmi.
Roskni maðurinn hneigði sig
lítillega.
— Og þetta er Storm, rann-
sóknarlögreglumaður frá Helsinki
Yngri maðurinn í tvídfötunum
hneigði sig einnig. Jaatinen hrökk
við, er hann heyrði nafnið og
hann leit ósjálfrátt á Lindkvist.
Lindkvist leit um leið á Jaatinen
og það var augljóst, að þeir minnt
ust báðir hins sama, þótt enga
svipbreytingu væri á þeim að sjá.
— Það eru til fagmenn í þessu,
hafði Lindkvist sagt áður . . . Þeir
eiga fullt af þeim þarna heima.
Storm rannsóknarlögreglumann
og marga aðra ...
Jaatinen gat ekki varizt brosi.
Lindkvist virtist spádómsgáfu
gæddur ...
Storm leit athugulu augnaráði
á þau, hvert af öðru.
— Gerið svo vel að setjast,
sagði Storm, hlutlausri röddu en
kurteislega. — Eftir þeim upplýs-
ingum, sem ég hefi fengið, eiga
hér að vera eftirfarandi menn . . .
Storm beið þess, að hann fengi
fullkomið hljóð. Um leið og hann
las upp nöfnin leit hann alltaf
fyrst á blað fyrir framan sig og
síðan á þann, sem heitið bar.
Lindkvist, sem eins og aðrir
hafði heyrt Storms getið áður,
veitti framkomu hans nána at-
hygli og var þess fullviss, að hann
var ekki vanur að þurfa að endur-
taka þá spurningu, sem hann
hafði einu sinni borið fram.
— Albert Latvala, verktaki?
— Hér, svaraði Latvala hrjúfri
röddu.
— Allan Berg verkfræðingur?
— Já. — Berg hafði sólina
beint í augun og skinið frá glugg-
anum endurspeglaðist í gleraug-
um hans. Hann beygði sig áfram
og svaraði ákveðið og greinilega.
— Jarl Lindkvist lögfræðingur?
— Já, svo er ég kallaður . . .
Lindkvist reyndi að sýnast kæru-
laus, en tókst ekki. Hann virtist
veita því athygli sjálfur, enda
hóstaði hann vandræðalega og
setti upp virðulegri svip. Storm
leit rannsakandi á hann, en leit
síðan niður á blaðið fyrir framan
sig.
— Kláus Jaatinen gjaldkeri?
— Það er ég. — Gjaldkerinn
strauk hendi yfir hárið og lag-
færði fomfálegt hálsbindið.
— Kirsti Hiekka læknir?
— Já. — Hiekka læknir fitlaði
við handtösku sína og svar henn-
ar var skýrt og greinilegt.
— Ungfrú Aulikki Rask?
— Ég er hér. — Ungfrúin svar-
aði lágri röddu og hafði ekki aug-
un á teppinu á gólfinu.
Storm lögreglumaður hafði tek-
ið penna upp úr vasa sínum og
krotaði eitthvað á pappírinn fyrir
framan sig. Síðan hélt hann ró-
lega áfram:
— Ef ég hef skilið rétt, vantar
hér frú Latvala og frú Berg í
hópinn. Sú fyrrnefnda hvarf fyrir
fimm dögum eftir brottför frá
Visby og hin síðarnefnda hvarf á
jafn dularfullan hátt í nótt kl.
tíu mínútur yfir tólf. Báðar hurfu
að næturlagi. Allt bendir til, að
báðar hafi drukknað.
Enginn svaraði. Síðdegissólin
skein inn um gluggana inn í káet-
una og lýsti upp þungbúin and-
lit þeirra. Eftir drykklanga stund
rauf Liljeström skipstjóri þögn-
ina:
— Það er rétt.
Storm sagði nokkur orð á
sænsku við starfsfélaga sinn. All-
ir, sem inni voru skildu nóg í
sænsku til að geta skilið hvað
þeim fór á milli. Storm sagði, að
hann hefði í hyggju að yfirheyra
þau á finnsku og láta honum síð-
an í té úrdrátt á sænsku. Sænski
lögregluforinginn kinkaði kolli
Storm virti um stund fyrir sér
sjálfblekung sinn, eins og hann
hefði allt í einu uppgötvað eitt-
hvað afskaplega merkilegt við
þetta skriffæri sitt. Síðan leit
hann upp undan loðnum auga-
brúnunum og lét augun hvíla um
stund á sérhverjum, er inni vqr.
Hann ræskti sig og sagði síðan
lágri röddu:
— Ég vona, að þið hlustið öll
gaumgæfilega á það, sem ég hef
að segja, án þess að grípa fram í
fyrir mér. Það er skylda mín að
tilkynna ykkur að litið er á a. m.
k. hvarf frú Berg sem glæpamál.
Við höfum, þ. e. skipstjórinn og
ég, fyrir því nógu sterkar sann-
anir. Ég mun ekki útskýra málið
nánar fyrir ykkur, ég vil aðeins
taka það fram, að ég er ekki
vanur að vera með blekkingar,
þegar ég fæst við mál sem þessi.
Hins vegar liggur enn ekkj neitt
ljóst fyrir um dauða frú Latvala,
en við höfum samt sem áður
ástæðu til að gruna, að hún hafi
hvorki orðið fyrir óhappi né held-
14
T f M I N N, laugardaglnn 9. maí 1964