Tíminn - 10.05.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.05.1964, Blaðsíða 1
EFNIÐ í KLÁFFERJ'INA FLUTTINN AÐ TUNGNAÁ - SMÍÐINHEFSTSENN FB-Reykjavík, 9. maí. Ákveðið hefur verið að kláfferja komi á Tungnaá, en liún verður ekki á Haldi, eins og talað hefur verið um til þessa, heldur nokkru innar. í nótt var verið að flytja efni í ferjuna inn eftir, og væntan'lega hefjast framkvæmdir bráðlegg. í nðtt fóru þrír bílar, einn sement og efni í kláfferjuna, o? trukkur og tveir venjulegir flutn- var farið yfir á Tungnavaði. Lítið ingabílar inn að Tungnaá með1 var í ánni og gekk ferðin vel. Mikið hefur verið rætt og ritáð um kláfíerju á Tungnaá, og venju- lega hefur verið talað um, að hún kæmi á Haldi, en þangað liggur vegurinn og þar hafa bændur í Holtum alla aðstöðu sína, kofa og báta, sem notaðir hafa verið til þess að oma fé bændanna inn á afréttinn handan árinnar. Nú hef- ur aftur á móti verið ákveðið, að kláfurinn komj ekki á ána á Haldi, heldur nokkru innar, og hafa heyrzt óánægjuraddir meðal bænda aí þessum sökum, þar eð þeir missa við þetta alla aðstöðu sína. Þar á ofan bætist, að brúa þarf smálæk á leiðinni frá Haldi Framhald a 15. síðu. NTB-Nicocíu, 9. maí. — Finnsku her- mennirnir, sem taka þátt í gæzlustörfum Sameinuðu þjóðanna á Kýpur, hafa nú tek- ið við störfum brezku hermannanna í út- hverfi Nicósíu, Ayios Dhometios. Þeir eru um 1.000 að tölu og hafa allir með sér reiðhjól, eins og sézt hér á myndinni. Komu þeir hjólandi inn í Nicósíu í fullum her- klæðum og var mjög vel fagnað af íbú- unum. Allt var frekar rólegt á Kýpur í dag. Þó mátti heyra skothríð við og við í Kyrenía- fjöllunum. Smáskærur urðu einnig í bæn- um Louroudjina á suðvesturströnd Kýpur, þar sem SÞ-hermenn komu á vopnahléi í gær, en enginn mun hafa látið lífið. Sáttasemjari SÞ á Kýpur, finninn Sak- ari Tuomioja, sem rætt hefur við ráða- menn í Aþenu, París og London, hefur gefið Makaríosi, forseta Kýpur, skýrslu um sjónarmið Grikkja og Breta í Kýpurdeil- unni, og mun Makaríos leggja fram skrif- lega yfirlýsingu um afstöðu sína í byrjun næstu viku. Sykursýkirann- sókn hér í haust HF-Reykjavík, 9. maí. Á HAUSTI komanda er ráðgerl aS fram fari, sennilega á vegum borgarlæknisembættisins, sykur sýkisrannsókn í landinu. Eggert Jóhannessyni lækni hefur veriS falin framkvæmd málsins til bráSabirgða. Hann hefur þegar sent eftir gögnum erlendis frá, sykursýkisransókinum, sem þar hafa verið gerðar. Verður að ein- hverju leyti stuðzt við reynslu af þeim rannsóknum. Er margt f sambandi við þessar rannsóknir óákveðið, en með þeim munu kannaðir sykur- sýkismöguleikar og annað þess háttar, og það verða ekki einung- is sjúklingar, sem verða rannsak- aðir. Æ, hvar er hjólið mitt, virðist þessi finnski hcrmaður segja, þar sem hann stendur í miðri reiðhjólaþvögunni. Finn- arnir í gæzluliðinu á Kýpur eru allir á reiðhjólum, enda er það talið fljótlegasta farartækið á öngstrætum eyjarinnar. Þarna hefur einni reiðhjólasendingunni verið staflað við flugvöllinn og einn hermann- anna er að leita að hjólinu sínu. Byrjað var af fullum kraftl aw gera gróðurkortin yfir fsland ár- ið 1960—1961 og er ætlunin að verkinu verði lokið árið 1970, en umsjón með því hefur Ingvi Þor- steinsson magister hjá Búnaðar- deil Atvinnudeildar Háskólans, og sagði hann að nú yrði haldið á- fram að kortleggja afrétti vest- an- og norðanlands. — Kortið verður í stærðinni 1 á móti 40 eða 50 þúsund, og lík- legast á einum 150 blöðum og nú erum við búnir með milli 20 og 30 blöð, en verið er að fullgera 3 blöð hjá: Landmælingum ís- lands um þessar mundir. — Gróðurkortið er aðallega ætl að fyrir bændur til þess að þeir geti talið á afréttina, eftir því hve mikið þeir þola. Gróðurinn er mjög misjafnlega mikill, sums staðar allt niður í 15%. Og það hefur líka sýnt sig, að þessi gróð ur er hundómerkilegur, ekki neinn kjarngróður eins og sagt hefur verið. Fyrstu kortin eru nærri fullgerð FB-Reykjavík, 9. maí. Nú eir lokið við að gera gróðurkort af öllum afréttum Suðurlands að undanskildum Síðumannaafrétti, og nær kortlagningin yfir 10.0000 ferkm. svæði. Gróður er mjög misjafn á þessum afréttum sums stað- ar aWt niðuir í 15%. f ■■ Rætt um aö 10,11 og12 ára börnin byrjil.sept. HF-Reykjavík, 9. maí Til umræðu er nú í Fræðsluráði, að Iengja skólatíma 10, 11 og 12 ára barna um cinn mánuð. Þau hafa hingað til mætt 1. okt. á haustin, cn ef breytingin nær frain að ganga munu þau mæta 1. sept., eins og 7, 8 og 9 ára bekkirnir. Margir eru á þeirri skoð- un, að skólatími íslenzkra barna sé of stuttur, t. d. miðað við það námsefni, er krafist er að þau hafi farið yfir fyrir stúdentspróf. Þeir benda á, að í flestum öðrum um löndum heims er skóla- skylda svo að segja allt ár- !o með stuttum fríum. Aðrir eru á móti þessu, og segja að ísland hafi sér stöðu í þessum málum með tilliti til atvinnuvega, hins stutta sumars o. s. frv. Fræðsluráð leitar nú fyrir sér með ákvörðun í þessu efni, en uppeldismálaþing, sem hér var haldið á s.l. vori, sendi frá sér ályktun um, að skólatími íslenzkra barna yrði lengdur. Fræðsluráð mun leita samþykkis borgarráðs og Framhalo a 15. síðu. ------------ - 150 blaða gróður- kort af afréttunum Æ, hvar er hjól- ið mitt? <

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.