Tíminn - 10.05.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.05.1964, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR, 9. maí. NTB-Brussel. — Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, skoraði í dag á NATO- ríkin að bjóða Suður-Vietnam hjálp í baráttu þess gegn Viet Cong.kommúnistunum. Sagði hann, að stöðvun ágangs komm únista í Asíu væri þýðingar- mikil fyrir allan hinn frjálsa heim. NTB-Alexandriu. — Nikitu Krústjcí^ ^orsætisráðherra Sov étríkjanna, kom ásamt fylgdar- liði sínu til Alexandriu í morg- un. Hann kom með skipinu Armenia og tók Nasser, for- seti Arabiska Sambandslýðveld isins á móti honum á hafnar- bakkanum. NTB-Ottawa. — Ríkistjórn Kanada hefur á prjónunum á- form um að kalla saman fund, þar sem ræða skal stofnun frið arhers fyrir Sameinuðu þjóðirn- ar, og verði sá her ávallt til taks. •NTB-New York. — NBC-t;l kynnti í dag, að flugmaðurinn á þotunni, sem hrapaði í Kali forníu í gær, hafi verið skot- inn. 44 voru um borð í þotunni og fórust allir. NTB-SeouI. — Forsætisráð- herra Suður-Kóreu, Doon Sun Choi, tilkynnti í dag, að rfkis- stjórn hans hefði ákveðið að segja af sér. Sagði hann, að nú væri von á stjórnmálalegu jafnvægi í landinu f fyrsta sinn síðan byltingin var gerð. NTB-New York. — L. B. Johnson, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag, að veitt hefði verið tæplega 50 milljónum kr til blökkumánnahverfisins Har- lem í New York. Peningarnit koma frá þeirri nefnd forset- ans, sem vinnur gegn æskulýðs- glæpum. NTB-Stokkhólmi. — Stig § Wennerström, sænska stór- i njósnaranum hefur hvað W eftir annað tekist að ná í hluti, * sem hann gæti notað til þess að fremja sjálfsmorð. Þessir lilutir liafa fundist við rannsókn ir í klefa hans. Telur lögreglan að Wennerström ætli að fremja sjálfsmorð áður en dómur fel* ur í máli hans. NTB-Bonn. — Robert Me Namara, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, kom í morgun til Bonn og mun ræða við Kai Uwe von Hassel, varnarmálaráð herra V.-Þýzkalands og aðra háttsetta embættismenn i Bonn. Á mánudaginn fer hann frá Bonn til Saigon i Suður-Vi etnam. NTB-Kuala Lumpur. — Rúm- H lega 200.000 plantckruverka- [ menn í Malaya fóru í verkfal! í gær og kröfðust hærri launa Þeir vinna á 730 gúmmíplant- ekrum, sem flestar eru í eigu Evrópumanna. NTB-Manila. — 15 menn létu lífið og rúmlega 50 særðust hættulega þegar sjö hæða bygg ing brann til grunna i Manila í gærkvöldi- Friðrik Ólafsson skrifar um Millisvæðamótið MILLISVÆÐAMÓTIÐ, sem er hreinsunareldur nr. 2 í keppninni um heimsmeistaratitilinn, hefst í Amsterdam 20. þ. m. og er þætt- inutn kunnugt um 21 þútttakanda af þeim 23, sem þar taka þátt. — þeir eru: Smyslov, Sovétríkjunum. Tal, Sovétríkjunum. Spassky, Sovétríkjunum. Bronstein, Sovétríkjunum. Stein, Sovétríkjunum. Fischer, Bandaríkjunum. Bisguier, Bandaríkjunum. Reshevsky, Bandaríkjunum. Portisch, Ungverjalandi. Bilek, Ungverjalandi. Lengyel, Ungverjalandi. Gligoric, Júgóslavíu. Ivkov, Júgóslavíu. Rosetto, Argentínu. Fougelman, Argentínu. Larsen, Danmörku. Pachman, Tékkóslóvakíu. Berger, Ástralíu. Vranesic, Kanada. Tringov, Búlgaríu. Darga, V.-Þýzkalandi. Ekki er þættinum kunnugt um, hverjir skipa munu þau tvö sæti, sem ótalin eru, en þau tilheyra bæði S.-Ameríkusvæðinu. Eins og þessi upptalning ber með sér, er hér um geysilega sterkt mót að ræða og er ávallt ráðlegt að fara varlega í að spá nokkru, þegar svo er ástatt. Engu að síður ætla ég að gerast svo djarfur, að ákveða, hverjir hljóti 5 efstu sætin, en eins og kunnugt er veita sex efstu _ sætin rétt til þátttöku í næsta Áskorendamóti. Þessir menn eru að minni hyggju: Smyslov, Tal og Spassky (Þess bcr að geta hér, að einungis 3 sovét menn geta öðlazt rétt til þátttöku í Áskorendamóti, jafnvel þótt þeir raði sér í 5 efstu sætin í Milli- svæðamótinu) allir Sovétríkjun- um, Fischer Bandaríkjunum og Gligoric Júgóslavíu. Um sjötta sætið er örðugra að segja, en líklegastan mundi ég telja þar Portisch frá Ungverjalandi. — í þá barátttu gætu þó blandað sér menn, eins og Reshevsky, Larsen, Ivkov og Tringov.1 Þátturinn mun kappkosta að fylgjast vel með móti þessu frá upphafi og birta þaðan greinar- góðar fréttir jafnhliða skákunum. Á meðan við bíðum þessa merka atburðar skulum við taka hér til athugunar skák, sem tefld var á úrtökumótinu í Rússlandii Hvítu mönnnunum stýrir hugvitsmaður- inn Davíð Bronstein, en stjórn- andi þeirra svörtu er hinn þraut reyndi bardagamaður Victor Kor- chnoj. Hvítt: Bronstein. Svart: V. Korchnoj. Drottningarbragð. 1. d4, d5, 2. c4, dxc4. 3. Rf3, Rf6. 4. Rc3 — (Varlegra þykir að leika hér 4. e3, en Bronstein hikar ekki við að fórna peði fyrir sóknarmögu- leika). 4. —, a6. 5. e4, b5. 6. e5, Rd-5. 7. a4, Rxc3. 7. bxc3, Dd5. (8. —, Bb7 virðist eðlilegri leikur en svartur hræddist áframhaldið 9. e6!, sem gæti haft örlagaríkar afleiðingar). 9. g3, Bb7. (Rússneski skákmeistarinn Sima gin lagði til, að svartur léki hér 9. —, Db7 hieð það fyrir augum, að koma biskupnum á c8 til d5 (10. —, Be6. 11 —•, Bd5) en hvít ur á þess kost að fækja taflið með því að leika í 10. leik d5). 10. Bg2, Dd7. 11. Ba3! (Þessi leikur skapar svarti ýmis vandamál. Á hann að leika g7-g6 og koma biskup sínum í gagnið á hornalínunnni h8-al, eða á hann að leika e7-e6, leyfa uppkipti á biskupunum og glata þannig rétti sínum til hrókeringar kóngsmeg- in? Eftir talsverðar vangaveltur velur hann seinni kostinn, enda má vera Ijóst, að biskupinn á ekki mikið erindi á g7, auk þess sem þá vofir alltaf yfir pgðsfóm frá hendi hvíts e5-e6!). 11. —, e6. 12. Bxf8, Kxf8. 13. o-o, g6. (Þessi leikur skapar óneitanlega miklar gloppur í vígstöðu svarts kóngsmegin, en örðugt er að sjá, hvernig svartur á að snúast til varnar gegn væntanlegri sókn hvíts eftir f-línunni). 14. Rh4, c6? (Ótrúlegt en satt. Þannig leika ekki nema skussar eða miklir meistarar. Biskupinn á b7 verður nú varla meira en peðs virði og hefði svartur því átt að nota tæki færið og taka uppskiptunum á g2). 15. f4, De7. 16. Dd2, Kg7. 17. f5! (Upphaf endalokanna). 17. —, exfð. 18. Hxf5, Bc8. 19. Hf6, Ha7. (Hvítur hótaði auk alls annars 20. axb5). (20. Hafl, Be6. 21. Dg5, De8. (21. —, Rd7 gekk ekki vegna 22. Hxg6f). 22. Be4, — (Öll spjót beinast nú að peðinu á g6). 22. —, Hg8. 23. Rg2, Kh8. 24. Rf4, He7. (Svartur ver sig af mikilli grimmd, en ósennilegt verður að teljast að hann komist lifandi úr þessum hildarleik). 25. axb5, axb5. 26. Dh6! (Nú er alvara á ferðum. Hvítur hótar nú ýmist 27. Bxg6 eða Rxe6 og svartur neyðist til að skila peði sínu aftur). 26. —, Rd7. 27. Bxc6, b4. (Ekki verður feigum forðað). 28. d5, — (Peðið á b4 hleypur ekki brott). 28. — Bg4. 29. e6! (Sóknin er nú í algleymi). 28. —, Df8. 30. DxD, RxD. (Bronstein hefur sennilega verið í tímahraki hér, ella hefði hann leikið 31. Hxf7, HxH. 32 exf7, Hg7. 33. Re6. En leikurinn, sem hann velur leiðir að sjálfsögðu einnig til vinnings). 31. h3, g5. 32. d<8, Hxe5. 33. Rxe6, Bxe6. 34. cxb4, Kg7. 35. Be8, c3. 36. Bxf7. (Svartur gafst upp). Brídgemótið í Juan Les Pins í Frakklandi: NR.89AF250PORUM Hsím-Reykjavík, 9. maí' Fyrir síðustu umferðina í tvímenningskeppninni á stór- mótinu í britlge í Frakklandi voru íslandsmeistararnir, — þeir Símon Símonarson og Þorgeir Sigurðsson í 89. sæti af 250 keppendum og þurftu því að slá vel í í síðustu um- ferðinni. sem spiluð var í gær kvöldi, til að komast í verð- launasæti, en 50 efstu fá pen- ingaverðlaun. Símon og Þor- geir voru með 12940 stig — meðalskor 12480 — eftir þess ar fjórar umferðir, en lang- efstir voru fvrrverandi heims- meistarar, Frakkarnir Jais og Trezel með 15636 stig, rúm- um 700 stigum á undan næsta pari og því næstum öruggir sigurvegarar. I dag hefst sveitakeppni á mótinu og munu Símon og Þorgeir mynda sveit ásamt Hollend- ingunum Kreyns, sem spilaði hér heima fyrir 2 árum, og van Byren, en þeir eru nú í fjórða sæti í tvímennings- keppninni. Sveitakeppni hefst á mótinu í| dag og verður reynt að skýra frá dag og taka margar sveitir þátt í gangi hennar í blaðinu hér eftir því og þar af ein íslenzk—hollenzk helgina, svo og úrslitunum í tví- Sveitakeppninni lýkur á fimmtu- menningskeppninni. verulega fram í þessum umferð-1 um. Eins og áður segir lauk keppn I inni seint í gærkvöldi. í öðru sæti í tvímenningskeppn- inni voru óþekktir Frakkar ,en af öðrum þekktum spilurum, sem ekki hafa áður verið nefndir, má nefna, að Frakkinn Delmouly og félagi hans eru í fimmta sæti, og Hollendingurinn Filarski og félagi hans í sjöunda sæti. Póststofan í Reykjavík óskar eftir starfsmanni með verzlunarskólamenntun eða hliðstæða mennt- un til starfa í tollpóststofu. — Einnig er óskað eftir ungum mönnum til bréfberastarfa. — Upplýsingar í skrifstofu póstmeistara, Pósthússtræti 5. FERÐABÍLAR 17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýj- ustu gerð, til leigu í lengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla á Sendibílastöðinni í síma 24113, á kvöldin og um helgar. Sími 20969. HARALDUR EGGERTSSON Grettisgötu 52 Ems og skyrt var frá í fimmtu- dagsblaðinu fengu Símon og Þor- geir 3148 stig — meðaltal 3120 — út úr 1. umferðinni, þrátt fyrir mjög slæma byrjun. í annarri um ferð fengu^þeir 3058 stig, eða inn an við ápðaltal, en sóttu sig síð- an talsvSrt í þriðju og fjórðu um ferð, en þá fengu þeir 3327 og 3407 stig — og hafa því færzt 2 TÍMINN, sunnudaginn 10. maí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.