Tíminn - 10.05.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.05.1964, Blaðsíða 16
■■ Framsóknarfólk í verkalýðshreyfingunni: Ráistefnaum verka- lýðsmál á Akureyrí Sunnudagur 10. maíl964 104. tbl. 48. árg. Vorkalýðsmálancfnd Framsókn- j arflokksins gengst fyrir ráðstefnu 40 BÆI SG-Borgarnesi, 9. maí. Um síðustu helgi var tekin í notkun merkileg bifireið á vegum mjólkursamlagsins. Er liér um að ræða bíi með þrcmur geymum, sem sækir mjólk á um 40 bæi. Sjálfvirkur útbúnaðuir mælir mjólkurmagnið og tekur sýnishorn tii geria og fiturannsókna á hverj- um stað, og er þetta fyirsti bíll sinnar tegundar hér á landi, en blaðið skýrði frá bílnum í haust,' cr leið. Fréttamaður blaðsins í Borgar-I nesi sneri sér til Konráðs Andrés- sonar stöðvarstjóra bifreiðastöðv- ar K.B , en hann skipuleggur og sér um mjólkur- og vöruflutninga á svæðinu og spurði tíðinda af bílnum, og fékk um leið leyfi til þess að fara með bílnum og kynn- ast starfi hans. Hér er um að ræða 2ja ára Bed- fordbíl, sem verið hefur í förum með mjólk milli Borgarness og Reykjavíkur, og er hann útbúinn :? geymum, sem taka um 4800 lítra. sækir hann nú mjólk á 40 bæi í nærsveitum Borgarness, og befur verið gerður að innvigtun- ' arbíl. Keypt hefur verið kraft- mikil mjólkurdæla ásamt sjálf- virkum útbúnaði, sem mælir mjólkurmagnið og tekur prufur, 1 og eru bessi tæki fengin frá Silki- j borg í Danmörku. Afköst dæl- unnar eru allt að 200 1 á mínútu. I Sagði Konráð að bifreiðin væri stórkostleg nýjung og þarfaþing H'ramhaio a 15 síöu um verkalýðsmál. Verður ráðstcfn an haldin á Hótel KEA á Akur- eyri Iaugairdaginn 30. maí og sunnudaginn 31. maí. Á ráðstefnu þessari verða flutt nokkur erindi og síðan verða fyrirspurniir og al- mennar umræður um verkalýðs- máiin. Ðagskráin verðuir nánar auglýst síðar. Gert er ráð fyrir, að leggja af stað úr Reykjavík fyrir hádegi á föstudag með langferðabíium, og verður fargjaldi mjög stil'lt í hóf. Þess er vænzt, að menn mæti sem víðast að af landinu á ráðstefn- unni. Allar upplýsingar er hægt að fá á flokksskrifstofunum í Reykjavík og á Akureyri. Þetfa eru Lárus bílstjóri og Reynir Guðmundsson í Nýja Bæ í Bæjarsvelt fyrir aftan nýja mjólkurbílinn. (Tímamynd-SG). LÝÐVELDISPLATA GEFIN ÚT17. JÚNÍ HF-Reykjavfk, 9. maí Á 20 ára afmæli lýðveldisins, 17. júní n.k. hefur Fálkinn h.f. í 3. ára barn fyrir bifreið KJ-Reykjavík, 9. apríl. LAUST fyrlr tólf í dag varð þriggja ára drengur fyrir bíl á móts viS Leifsgötu 15. — Drengurinn, Einar Sverrir ÞórSarson hljóp út á götuna og í veg fyrir Mercedes Benr bil, sem var á leið upp Leifs götuna. Ökumaður bifreiSar- innar náði aS snarhemla, og koma I veg fyrir alvarlegt slys, en eitthvaS mun Einar lltli hafa samt meiSst. — ÞaS er orðið daglegt brauð hér á landi, að börn verSi fyrir bil- um. hyggju að gefa út Lýðveldisplötu. Þetta verður hæggeng 33. snún- inga plata og öðrum megin á henni verða ræður frá Lýðveldis- hátíðinni, en hinum megin ræður frá Alþingishátiðinni árið 1930. Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarps- stjóri, mun kynna atriði plötunnar og flytja formála, og Þórhallur Vilmundarson, prófessor mun skrifa ýtarlega greinargerð um plötuna á umslagið, en á því verð- ur auðvitað mynd af Þingvöllum. Ræðumar frá Lýðveldishátíð- inni eru allar til á segulbandi og mun suð og annað þess háttar verða hreinsað af þeim í RíMs- útvarpinu. Sú hlið plötunnar hefst með því, að Bjöm Þórðarson, þá- verandi forsætisráðherra setur hátíðina, Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs aliþingis, heldur ræðu og lýsir yfir stofnun lýðveldisins, Sveinn Bjömsson, ríkisstjóri, síð- ar forseti, heldur ræðu, Brynjólf- ur Jóhannesson, leikari les upp fjögur erindi eftir Huldu Bjark- lind og Jóhannes úr Kötlum les upp ljóð eftir sig. Bæði skáldin ortu þessi verk sín í tilefni há- tíðarinnar. Hinn helmingur plötunnar hefst með því, að Tryggvi Þórhallsson, þáverandi forsætisráðherra, setur Alþingishátíðina, en þar sem ræða hans var ekki til á segulbandi, les Þórhallur Tryggvason, sonur hans, ræðuna inn á plötuna. Síðan- held ur Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi forseti sameinaðs alþingis og nú- verandi forseti, ræðu. Platan verður tekin upp hérna, en gerð hjá His Master’s Voice í London. Um svipað leyti kemur út á vegum Fálkans önnur hæggeng 33. snúninga plata, þar sem Hall- dór Laxness les upp úr Brekku- kotsannál öðram megin, en Davíð Stefánsson frá Fagraskógi les upp úr verkum sínum hinum megin á plötuna. Myrimanna- skóla slitið HF-Reykjavík, 9. maí. KLUKKAN 9 í morgun var Stýrimannaskólanum slitiS viö hátíðlega athöfn. Athöfnin hófst meS því, aS Jónas Sig- urðsson, skólastjóri flutti ræSu, og er Tímamynd GE hér aS ofan tekin viS það tæki- færi. Samtals 132 nemendur brautskráðust úr Stýrimanna- skólanum, 13 þeirra luku far- mannaprófi og 74 fiskimana- prófi, en aldrei áSur hafa jafn- rhargir fiskimenn lokið prófi við skólann. 9 luku minna Framhald a 15. siðu. Annir á Húsavík í sumar KJ-Reykjavík, 9. maí Á Húsavík verður töluvert um framkvæmdir á vegum bæjarins í sumar. Er þar heizt að nefna á- framhaldandi borun eftir heitu vatni, byggingu spítala, félags- heimilis, margra íbúðarhúsa og verbúða. Þá verður cinnig unnið að dýpkun hafnarinnar. Blaðið ræddi í gær við Áskel Einarsson bæjarstjóra á Húsavík og bað liann að segja frá helztu fram- kvæmdum á vegum bæjarins í sumar. — Nú innan skamms á að fara að bora eftir heitu vatni hér inni í bænum, og væntum við okkur mikils af þeim borunum, þótt aldrei sé hægt að segja fyrirfram hvað kemur upp úr holunum. Frammi á hafnarstéttinni verða i sumar reistar verbúðir fyrir 14 báta. í þeim verður aðstaða til beitingar, geymslur fyrir útgerð- ina og annað sem tilheyrir slík- um verbúðum. Verbúðirnar era steyptar í hólf og gólf á tveim hæðum. Unnið verður við cíýpkun hafn arinnar hérna, og kemur dýpkun- arskipið Grettir hingað í sumar og verður í hálfan mánuð. Þá verður unnið að byggingu félagsheimilis fyrir eina milljón króna. Tengiálma þess er þegar fokheld, en næst er að grafa fyrir aðalsamkomusalnum og steypa kjallara undir hann. Félagsheim- ilasjóður hefur ekki lagt fram sinn hluta í byggingarkostnaðinn enn þá, og tefur það framkvæmd- ir við bygginguna. Fyrir nokkru var byrjað á nýj- um spítala, og verður unnið að byggingu hans í sumar eftir föng- um. Búið er að úthluta lóðum íyrir 20 hús, og verður væntanlega byrj að á byggingu þeirra allra í sum ar, en það eru einstaklingar sem byggja húsin, en bærinn sér fyr- ir öllum nauðsynlegum leiðslum o. þ. h. í götum. Mikil atvinna hefur verið hér í vetur þrátt fyrir aflaleysið, og þar er að þakka þeim miklu fram kvæmdum sem hér eru á döfinni. Hafnarframkvæmdir verða hér vonandi nokkrar á næsta ári, og þá í beinu sambandi við kísilgúr- verksmiðjuna sem reist verður væntanlega við Mývatn. Verksmiðj an mun skapa nokkra vinnu hér á Húsavík, og horfa menn vongóð- ir fram til þess tíma. TANKBÍLL SÆKIR MJÚLK Á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.