Tíminn - 10.05.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.05.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS 77 bjóst við að það gæti eitthvað dregið úr spennunni. Hann var í þann veginn að siá fyrstu nóturnar úr „Liljan í La- guna“, en þar sem hann bjóst við að það mundi of lcttúðug tónlist fyrir svo alvarlega stund, venti hann sínu kvæði í kross og hóf að leika - APPASIONATA eftir Beethoven. Hann hafði aðeins slegið fáar nótur, þegar Winston reis á fætur og þrumaði: „Hættu! Ekki spila þetta!“ # Þetta var í fyrsta sinn, sem hann hafði talað svo harkalega til tengdasonar síns og það sló felmtri á viðstadda. „Hvað er að?“ spurði Clemen- tine. „Ég vil ekki að Dauðamarsinn sé leikinn í mínum húsum“, svar- aði Winslon, reiðilega. „Þetta er ekki Dauðamarsinn", andmælti Vic. „Þetta er APPA- SIONATA." „Mér er sama livað þú segir", sagði Winston. „Ég veit að þetta er Dauðamarsinn.“ Þó að virtist ef til vill ekki skynsamlegt, reyndi Vic að færa sönnur á fullyrðingu sína með því að slá fáeinar nótur í hvoru verk- inu fyrir sig, en strax og hann sló fyrstu nóturnar í sónötu Beethov- ens, öskraði Winston enn: „Hættu! Hættu, segi ég! Ég er búinn að segja þér að ég vilji ekki að hér sé leikinn neinn Dauðamars/1 Sarah hljóp að píanóinu og bað mann sinn að leika eitthvert dæg- urlag í staðinn, en Clementine gekk yfir til Winstons til að reyna að róa hann. 9Næsta morgun var tilkynnt op- inberlega, að H.M.S. HOOD hefði verið sökkt og margir menn týnt lífinu. Það var ekki svo lítill dagur, —dagurinn, sem fór á undan nótt- inni, sem Arnold yfirmaður flug- hers Bandaríkjanna gisti á C'he- quers. Allan daginn hafði Cle- mentine reynt að tjónka við bónda sinn án nokkurs árangurs, enda gat hann ekki hamið óró sína og eftirvæntingu. Þetta kvöld var farin fyrsta þúsund sprengjuflug- vélaför brezka flughersins yfir Þýzkaland og Clementine gat ekki hamið Winston eitt andartak. Hún gafst loks upp á þeim tilraunum sínum og sneri sér að því að sinna gestum þeirra, sem þá voru Win ant ambassador, Portal flugmar- skálkur, Ismay hershöfðingi, Av- erell Harriman og Towers aðm- íráll. „Jafnvel þótt ekki hefði verið þessi æsingur í forsætisráðherr- anum, þá vissi ég fyrir fram, áður en við settumst að kvöldverðar- borðinu, að brezki flugherinn væri í þann veginn að fara í mesta sprengjuárásarleiðangur, sem gerð ur hafði verið,“ segir Arnold hers- höfðingi. „í augum heimsins og í augum Þjóðverja var þetta raun verulegt upphaf að þeirri baráttu í lofti, sem hlaut opinberlega heit- ið „Evrópuloftárásirnar". En það voru stanzlausar árásir úr lofti til að leggja Þýzkaland í rúst. Þetta kvöld var England allt einn flug- völlur sprengjuflugvéla." Við kvöldverðarborðið spurði ; Winston Arnold spurninga um [einhver tæknileg atriði, sem Arn- 1 old gat ekki svarað. Winston : hringdi því eftir flugmanni sínum, 'Beebee herliðsforingja. Þegar her- liðsforinginn var að velta fýrir sér, hvernig hann ætti að komast aftur til Lundúna um kvöldið, leysti Winston vandamálið með því að segja: „Þér verðið hérna og gistið um nóttina." „En ég kom ekki með nein nátt- föt“, svaraði herliðsforinginn. Winston, sem var sex sentímetr- um lægri vexti en herliðsforing- inn, var svo vingjarnlegur að bjóða honum ein af sínum. Það var með naumindum, að liðsfor- inginn kæmist í þau, en hann svaf samt sem áður í náttfötum for- sætisráðherrans þessa nótt. „Að morgunverði loknum, þurft- um við Towers aðmíráll báðir að „fara að hitta mann“ “, hélt Arn- old hershöfðingi áfram. Hurðin var eitt af þessum umfangsmiklu íerlíkjum með læsingum frá því á Elísabetartímanum. Ég átti ekki í neinum vandræðum, en Towers aðmíráll komst ekkj út. Hann kall- aði til min í mesta ofboði og bað mig að hjálpa sér. Fyrir nákvæm-: iega þrjátíu árum hafði hann lagtj mikið af mörkum til uppfynding-i arinnar á fyrsta flugöryggisbelt- inu, en það stoðaði hann ekki hót nú. Ég kallaði á herbergisþjóninn. Hann reyndi að ná í blikksmiðina, trésmiðina og þjónustustúlkurnar. Þetta var á sunnudegi og þau voru öll niðri í kránni í þorpinu. „Stuttu síðar var ég á göngu um garðinn ásamt frú Churchill. Þá sáum við okkur til undrunar fæt- ur, þá bláar einkennisbuxur og síð- an allan einkennisbúning banda- rísks aðmíráls, stíga ljóslifandi út ur glugga á fyrstu hæð Chequers. „Þetta var óvenjuleg aðferð til að komast út úr húsinu,“ sagði frú Churchill. Næst þegar Arnold hershöfðingi kom til Chequers, barst talið á einhvern hátt að hveitibrauðsdög- um. „Ég sagði frú Churchill frá ferð okkar hjóna í uxavagninum frá höfninni í Guam til bæjarins Agana, en þangað fórum við hveiti brauðsdagana“, sagði Arnold hers- höfðingi." Þá sagði hún: „Segið frú Arnold frá því, þegar við Winston vorum í Feneyjum í brúðkaupsför okkar. Mig langaði til að fara í smáferð á gondól, en hann krafðist þess að við færum í vélbáti. Það kvað hann vera miklu heilnæmara — stybban mundi drepa allar bakteríur o.s. frv. Clementíne bætti við: „Hann er ekki mjög rómantískur, hann Winnie.“ Arnold bætti því við, að för þeirra hjóna í uxakerrunni hefði verið „afar, afar ánægjuleg.“ Þó að margar sögulegar fréttir yrðu til að raska rónni á Chequers um helgar, tókst Clementine samt sem áður að ná að vissu leyti blæ afþreyingar og hvíldar á dvöl þeirra þar. Eins og allar hús- freyjur á sveitasetrum á friðar- tímum, var hún afar reglusöm með gestabókina. Gestir áttu að rita í hana nafn sitt, um leið og þeir stigu inn á heimilið. Eisenhower kom eitt sinn óvænt í skyndiheimsókn á leið sinni iil suðurstrandarinnar. Hann dvaldi aðeins nokkrar mínútur, og eftir að hafa rætt við forsætisráðherr- ann, flýtti hann sér aftur út til að halda áfram för sinni, en um leið og hann settist inn í bifreið- ina, tók hann eftir því, að kjallara meistari Churchills stóð við hlið bifreiðarinnar og beið þess ao na tali af honum. „Herra", sagði þjónninn, „þér hafið gleymt dálitlu." Að svo mæltu rétti hann Ike hina frægu gestabók Clementine, svo að hann gæti ritað í hana nafn sitt. Mark Clark hershöfðingi, — sem sem var aðstoðarmaður Ikes og síðar yfirmaður fimmta hers- ins — kom með yfirmanni sínum í heimsókn á Checfuers. „Við kvöldverðinn voru frú Churchill og lafði Portal einu kon- urnar, sem viðstaddar voru,“ sagði Clark hershöfðingi. „Ohurchill sagði, að við skyldum ekki vera neitt hræddir við að tala um styrjaldaráætlanir, enda vissu kona hans og lafði Portal um allar ráðagerðirnar." Að loknu einu af kvöldum Cle- mentine, sagði sir John Kennedy majór-generáll, sem þá var stjóm- andi hernaðaraðgerða í hermála- ráðuneytinu: „Ég hafði ekki verið í öðru eins samkvæmi lengi. Það var dásamlegt, og styrjöldin virt- ist víðs fjarri." Á meðan Winston átti í viðræð- um við sir John eitt sinn sem oft- ar, kom Clementine inn til að láta vita af því, að hún ætlaði yfir til Blenheimehallar til að snæða há- 35 ur kastað sér í sjóinn af sjálfs- dáðum. í káetunni ríkti grafarþögn, þegar lögreglumaðurinn hafði lok ið máli sínu. Um leið og hann talaði hafði hann virt fyrir sér rannsakandi augnaráði hvernig þeim yrði við. Hann stakk pennanum í hett- una og barði honum hægt í borð- ið. Út um gluggann mátti sjá líf- ið og umferðina fyrir utan, sem virtist svo fjarri og framandi þeirri grafarþögn, er í káetunni ríkti. Þarna brunaði Katarinalyft- an við Slussen upp á við og gubb- aði síðan út úr sér fólkstraumn- um, sem vildi njóta útsýnisins yf- ir borgina. Á hafnarbakkanum sveifluðust kranarnir fram og aft- ur, upp og niður og köll og hróp hafnarverkamannanna þrengdu sér við og við inn í káetuna. Storm hélt áfram: — Nú vildi ég, til þess að forð- ast að vekja misskilning skýra nokkra þætti þessa máls frekar. í fyrsta lagi: Ég mun tala um tvo glæpi, þar sem ég er á þeirri skoð- un, að tvöfalt glæpaverk hafi ver- ið framið. Ef síðar kemur í ljós, að ég hafi haft rangt fyrir mér í þvi efni, mun það aðeins vekja mér ánægju. Nú. Málið liggur sem sagt fyrir á eftirfarandi hátt: Bæði brolin hafa verið framin um borð í finnsku skipi á rúmsjó. Samkvæmt lögum eiga þau því undir finnska lögsögu. Ég er full- trúi finnsku lögreglunnar og hef fengið það hlutverk að rannsaka þetta sakamál. Og ég kemst ekki hjá að leggja fyrir ykkur spurn- ingar, sem í fljótu bragði kynnu að virðast móðgandi. En . . . Hann þagnaði andartak, en hélt síðan áfram: — Ég bið ykkur a3 vera minn- ug þess, að ég ásaka engan né vil gefa nokkuð í skyn. Það er hlutverk dómstólana að komast • • DAUÐINN I KJOLFARINU MAURI SARIOLA að niðurstöðu, sem hins vegar verðuf byggð á staðreyndum, sem fyrir hendi eru og ef til vill eiga eftir að koma í Ijós. Og það eru einmitt þær staðreyndir, sem ég mun reyna að fá fram í dagsljós- ið. Mitt hlutverk er aðeins að rannsaka málið og ég vona, að við yfirheyrsluna muni enginn mísskilja mig og reiðast mér. Ég er ekki að reyna að særa neinn og ég vil ekki, að neinn skilji orð mín svo, að ég sé að þefa í annarra manna koppum og kirn- um að ástæðulausu eða skipta mér af einkamálefnum annarra af per- sónulegri forvitni. Hann brosti kurteislega, um leið eg hann bætti við: — Með tilliti til þessa vona ég sem sagt, SWISS PIERPpílT 17 JEWELSj KVENÚR með safírglösum HERRAÚR með dagatali og sjálfvindu. Óbrjótanleg gangfjöður. Örugg viðgerðarþjónusta. Sendum í póstkröfu. SIGURÐUR JÖNASSON, úrsmiður Laugavegi 10 — Sími 10897 að ég fái ekki að heyra svör, eins og t. d. „Hvað eigið þér eig- inlega við?“ eða „Hvers vegna spyrjið Jþér, hr. lögreglufulltrúi", eða „ Eg fæ ekki séð, að þessi spurning komi málinu við.“ Allar mínar spurningar koma málinu við, og ég vil ekki gera neinum erfiðara fyrir en nauðsynlegt er. Ég býst við, að þið hafið skilið orð mín rétt, svo að við getum þá byrjað. Enginn mælti honum á mót. — Ég neyðist síðar til að yfir- heyra ykkur hvert í sínu lagi, sagði Storm. I'ðnfræ'ðsIurátS Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í löggiltum iðngreinum fara fram um land allt í maí og júní 1964. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sína sem lokið hafa námstíma og burtfararprófi frá iðnskóla. — Enn fremur er heimilt að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sem eiga 2 mánuði eða minna eftir af námstíma sínum, enda hafi þeir lcTkið iðnskóla- prófi. Umsóknir um próftöku sendist formanni viðkom- andi prófnefndar fyrir 20. maí n.k., ásamt venju- legum gögnum og prófgjaldi. Meistarar og iðnfyrirtæki í Reykjavík fá umsókn- areyðublöð afhent í skrifstofu iðnfræðsluráðs, sem einnig veitir upplýsingar um formenn prófnefnda. Reykjavík 10. maí 1964. Iðnfræðsluráð 14 T f M I N N, sunnudaginn 10. maí 1964 !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.