Tíminn - 10.05.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.05.1964, Blaðsíða 9
Á FÖLSKU VORI Undarlegt má það heita rneð jafnlesfúsa og rithneigða þjóð og íslendingar hafa jafn- an verið taldir, hve seint það komst í verk að rita heildar- sögu lands og þjóðar sem og einstakra menningargreina hennar. Fyrir fáum áratugum var fyrst hafizt handa um að byrja ritun samfelldrar sögu íslend- inga, og er því verki ekki enn lokið. Aðeins nokkur ár eru síðan við eignuðumst íslenzka bókmenntasögu. Það var ekki vonum framar, að þetta tvennt rættist, svo einhver mynd væri á, svo margir íslenzkir mennta- menn sem lagt hafa fyrir sig íslenzka sagnfræði og bók- menntasögu. Meiri vorkunn mætti það kalla, að íslenzkar listir hafi ekki til þessa eignazt samfellda sögu, svo undarlega fáir íslendingar, sem sérmennt- ast se:n listsögufræðingar, bæði tónlist og þá ekki síður myndlist, hafa verið óplægðir akrar af hálfu sagnfræðinga. En mikilvirkastur sérfræðing- ur og rithöfundur um íslenzka myndlist hefur verið Björn Th. Björönsson, sem áður hefur gefið út nokkrar bækur um myndlist okkar, svo sem ís- lenzku teiknibókina í Árna- safni, Brotasilfur (listsögu- í Smára, þar sem hann spyr, hvort ég vildi taka að mér að skrifa íslenzka myndlistarsögu á þessari öld, með aðdraganda á ^eirri 19. Við höfðum reynd- ar oft talað saman um þetta áður, en mér jafnan hrosið hugur við að ráðast í það. Mér brá samt nokkuð við að fá þetta bréf, því að tæki ég boð- inu, ylli það töf á því aðal- verki, sem ég hafði með hönd- um, því að ég ætlaði og ætla enn að skila miðaldasögunni. En það er nú svo að vera í list- fræðj og vera rithöfundur, að svona góðir kostir bjóðast of sjaldan. Hitt er tíðara, að mönnum gangi verr að koma bókum sínum á prent en jafn- vel skrifa þær. Því tók ég boð- inu, og það þótt ég hefði ekki plægt þetta verk áður, nema að því er varðaði einstaka menn og tímabil, svo sem bæk- urnar um Ásmund og Mugg, og svo greinar fyrir erlend tíma- rit, t.d. um Jón Stefánsson, og nokkuð hafði ég sökkt mér of- an í Kjarval. Svo tók ég til við verkið, og síðan er liðið nokk- uð á þriðja ár. — Þar sem þetta er nú brautryðjandaverk hér á þessu sviði, væri fróðlegt að spyrja, hvernig þú hafir hagað verki þínu. upp úr blöðum, tímaritum og bókum á Landsbókasafninu allt, sem skrifað hafði verið um myndlist alveg frá því að Skínir hóf göngu sína fyrir nærri hálfrj annarri öld, og til ársins 1946, þar sem við tekur úrkliopusafn mitt, sem á að vera alltæmandi um þetta efni síðustu 17—18 árin. Þegar við vorum búin að skrifa allt þetta upp orði til orðs, byrjaði ég að raða þessu saman, þannig að ég fengi hvern mann fyrir sig, allt, sem um hann hafði verið skrifað. Síðan tók við tímafrek- asti hluti verksins, og það var að fara í hús og skoða. Ef við nefnum einstaka listamenn, segjum t.d. Þórarin B. Þor- láksson, Finn Jónsson eða Gunnlaug Blöndal, þá verður maður að labba sig inn í 30— 40 hús til að fá að skoða cnynd- ir þeírra eftir að hafa hlerað, hvar þær eigi heima. Það tekur tíma, því að alls staðar er boð- ið upp á kaffi. En þessar hús- vitjanir urðu mér sumar hverj- ar opinberun um einstök tíma- bil sumra listamanna, sem fengu nýtt gildi í mínum aug- um við grannskoðun á verkum þeirra hér og hvar út um borg og bý. — Hvernig komstu á sporið um það, hvar listaverkin voru Spjallað við Björn Th. Björnsson þætti á við og dreif), íslenzkt gullsmíði, og ritgerðirnar um ævi og list Ásmundar Sveins- sonar og Guðmundar Thor- steinssonar. Nú um nokkur ár hefur hann unnið að því að semja sögu íslenzkrar mynd- listar á 19. og 20. öld, sem verð ur tveggja binda verk, á þriðja hundrað blaðsíður hvort í stóru broti. Er hið fyrra fullprentað og mun koma á markaðinn ein- hvern næstu daga, verður selt til ágóða fyrir listasafn Alþýðu- samband fslands. Þegar ég hitti höfundinn á götu um dag- inn, fékk ég leyfi hans til að heimsækja hann og spjalla vi*' hann dagstund um starf hans að þessu mikla riti. — Hvert var upphafið að því að þú tókst þér fyrir hend- ur að semja rit um myndlist á þessari og síðustu öld. Er langt síðan þú hófst drög að því? — Nei, það eru fyrri aldirn- ar, sem ég hef verið að rann- saka. Ég hef legið í miðalda myndlistarsögunni og hef stefnt að því í fjöldamörg ár að gera hana úr garði, þ.e. myndlistarsögu okkar fram að siðaskiptum. í þeim erindum hef ég verið úti í Kaupmanna- höfn, á Árnasafni, ár eftir ár A f því hafa sprottið margir fyrirlestrar, greinar og Teikni- bókin í Árnasafni. En sjálf sag- an er ekki komin lengra en það, að ég er ekki enn farinn að setja hana saman. En svo skeður það þegar ég var stadd- ur úti í Höfn og var að semja bókina á íslendingaslóðism i Kaupmannahöfn, að mér barst bréf frá vini mínum Ragnari — Fyrst var nú að fara í gegnum öll tiltæk gögn, sem fyrir hendi voru. Nú er það svo hér á okkar landi, ólíkt því sem annars staðar er, að þegar myndlistarsaga er skráð, eru venjulega annars til svo- kallaðar „monografíur“, eða rit um einstaka menn, þannig að sagnritarinn þurfi ekki nema að vissu marki, að leita í frumheimildir, kanna sögu listamannsins alveg frá grunni, hér cru ekki til mónógrafíur, hvorki um Ásgrím né Kjarval, að ég ekki tali um Þórarin B. Þorláksson, sem ekki er einu sinni til ritgerð um, hvað þá bók. Hér var sem sé á engu að standa f þessu efni. Ekki til ljósmyndasafn af listaverkum eða heimildasafn um myndlist- arsögu, og einhverjar helztu heimildir í þessum efnum, sýn- ingarskrár. finnast ekki hér nema að mjög takmörkuðu leyti, söfnin hafa ekki hirt um að eignast þær. Þær eru óljúgfróðar um það, hvaða myndir eru sýndar á þessum stað og tíma. Myndir eru ekiri alltaf áritaðar með ártali. Eftir á er oftast vafasamt að treysta minni um það, hvenær þessi eða hin myndin var máluð. En við getum trúað sýningarskrá að því leyti, að mynd, sem í henni er, hefur þó allténd ver- ið máluð áður en sýningin var haldin! Þegar ég hóf þetta verk, fannst mér ég standa al- deilis á berangri. Ég varð að byrja á að draga saman allar heimiidir. Helgafellsútgáfan útvegaði mér aðstoðarstúlku, og við byrjuðum á að skrifa niður kornin? — Sá varð mér fyrst helztur vandi á höndum, en þar var Sigurður minn Benediktsson mér ákaflega hjálplegur, því að hann er með nefið ofan í mynd- um manna, er ýmist selja fólki eða kaupa af því eða bjóða upp myndir fyrir það. Ég hef fengið upboðsskrár hans frá upphafi og getað spurt hann hvert þessi eða hin myndin fór af uppboð- um hans, hvar hana værj að finna. Uppboðaskrár Sigurðar eru mjög merkar heimildir Betur að fleiri hliðstæðar skrár væri við að styðjast. Kemur mér pá í hug, að þegar Kjarval átti frægt afmæli, samþykkti Menntamálaráð á jafnfrægum fundi að heiðra Kjarval með því að láta ekkj aðeins gera skrá um öll hans verk, heldur og litskuggamyndir af málverk- unum. Mér hló hugur í barmi, þegar ég las þessa frétt, því þetta mundi auðvelda mér og öllum öðrum, leitina að verk- um hans. En það vill nú verða svo um opinberar nefndir á íslandi, að eftir því sem þær eru opinberari, þeim mun minna vill verða um efndir lof- orðanna. Það hefur sem sé ekki enn verið byrjað á þessu verki, sem var afmælisgjöfin til Kjarvals á sínum tíma, ekki fremur en Kjarvalshúsinu, sem var líka samþykkt á jafnhátíð legan hátt á sínum tíma. — Hefur þér gengið illa að komast yfir sýningaskrár? — Já, og er mjög bagalegt. að söfnin skuli ekkj eiga allar sýningaskrár íslenzkra lista manna. Vera má. að sumum BJÖRN TH. BJÖRNSSON finnist fullmikið dekrað við ár- töl í þessari bók minni. En ár- töl eru nú einu sinni lykill sög- unnar. Eigi að gera sér grein fyrir framvindu listamanns og þróun, er frumskilyrði að vita í hvaða röð listaverkin voru gerð, til þess að gera sér grein fyrir hugarfarsbreytingum listamannsins, hinum tækni- legu breytingum og áhrifum, sem hann verður fyrir. Mynd, sem máluð hefur verið 1927, en tlmasett 1933, getur valdið miklum erfiðleikum í listsögu- ransóknum. Eitt af því, sem ég hef komizt á snoðir um við rannsóknir fyrir þetta rit, er, að mikið af íslenzkum málverk- um eru ranglega tímasett, ekki sízt myndir Ásgríms og Kjar- vals. Það er lítið að marka árit- anir á myndir. Þó geta þær verið réttar, eins og þessi saga sýnir. Hún er um mynd eftir Ásgrím, sem ég hef fengið lit- prentaða í þessari bók minni. í málverkabók Ásgríms hinni fyrri, sem Helgafell gaf út, er þessj mynd sögð máluð 1903. Þetta er mynd frá Þingvöllum, eigand i frú Ólöf Nordal. Á myndinni stendur 1905. í ævi- minningum Ásgríms, sem Tóm- as Guðmundsson skráði, segir Ásgrímur, að myndin sé máluð 1907 Hverju átti ég að trúa? Þegar Minningabókin var graf- in út, er Ásgrímur enn í fullu fjöri, fylgist með hverjum staf, sem þav stendur. Ég hugsa með mér, í minningunum mun þetta vera rétt, að Ásgrímur hafi áritað myndina miklu seinna og misminnt ártalið þá Ég ræddi um þetta við Nor- dals-hjónin, og þau eru í fyrstu ekki frá því, að hann hafj skrifað á myndina miklu seinna. Því ákvað ég að taka mark frekar á minningum Ás- gríms en árituninni. En það er annars svo um nafn Ásgríms, að hann er einn af þeim fáu listamönnum. sem skrifa nafn sitt nærrj óumbreytanlega; ég þekki ekki mun á því 1917 og 1937 f uppkasti mínu af bók- inni set ég myndina 1907 og er þó mjög undrandi; mér finnst hún ekki eiga þar heima, en heldur á hún ekki heima 1903, gæti hins vegai ® átt heima 1905. Hún olli mér miklum erfiðleikum, mér fannst hún ekki geta verið mál- uð 1907. Enn einu sinni fer ég yfir Landsbókasafnsuppskrift- irnar, og þá sé ég á einum stað í agnarlítilli frétt, að Ásgrímur heldur sýningu, ég man ekki heldui í Vinaminni eða Gúttó, haustið 1905, og þar er tiltek- in stærsta myndin einmitt þessi sama, séð yfir Öxará og Þingvallabæ í áttina að Hrafna björgum og sitja tvær rauð- Q klæddar stúlkur á gjárbarm- j inum. Eftir alla leitina og fyr- irspurnirnar var ártalið á myndinni rétt: ég fór í hring. En ef ég hefði sætt mig við að trúa því, að myndin væri mál- uð 1907 eða 1903, þá hefði út- koman og túlkun á framvindu Ásgríms orðið verulega röng. — Hvað tók heimildasöfnun þig langan tíma? — Ætli það hafi ekki farið svona ár í að draga saman efn- ið, en urn leið fylgdist ég svo með efni, sem kemur að gagni í síðara bindinu, heimildasöfn- un í það er svo að segja búin, nema ég er að vona, að ég geti sníkt út úr listamönunum sýn- ingaskrár og úrklippur að láni, því að langflestir listamenn, sem verða í síðara bindi, eru enn á lífi. — Við hvað miðar þú, þegar þú hefur þessa myndlistar- sögu? — Bláinngangurinn í bók- inni er um það, hvers konar breyting verður með siðaskipt- unum. Kaþólska, kirkjulega listin deyr út og listinni er þrýst niður á núllpUnkt. Þó er það máske ofsagt, þegar hafð- ar eru í huga listiðnirnar, bændalistirnar, eru ákaflega merkilegar, silfursmíðin, tré- skurðurinn, saumurinn og vefn aðurinn. Síðan er minnzt á, hvernig einn og einn maður reynir að hamla við. En það er varla fyrr en með Sæmundi Hólm. að íslenzkur maður helg- ar síg myndlistarnámi. Og það merkilega gerist, að það eru þrír íslendingar, og raunar fjórir, ef Bertel Thorvaldsen er með talinn, við myndlistar- nám ! Kaupmannahöfn í lok 18. aldar. Það er Sæmundur Hólm, Bertel Gottskálksson Thorvald- sen (sem ég tel ekki íslenzkan listamann í þessari bók, því hann er það ekki sem listamað- ur, á engan bakgrunn hér), þá er Óiafur Ólafsson frá Frosta- stöðum, og loks Rafn Þorgríms- son Svarfdalín; voru þeir allir samtímis við myndlistarnám í Höfön Þarna er upplýsingar- stefnan að verki, þarna er hið falska vor, þar sem blíðan kem- ur á ótrúlegum árstíma og menn geta átt von á hretum 4 eftir Og hretin létu heldur ekki a sér standa þá. Því svo líður hálfur mannsaldur þang- að til næsti maður fer á stúf- ana, Þorsteinn Guðmundsson frá Hlíð í Hreppum, sem er fyrsti maðurinn, sem fer heim- an með þeim ásetningi að gera myndlistina að ævistarfi sínu, og er það ákaflega merkileg saga. Hinir voru með þetta meira eða minna utan hjá öðru. Sæmundur Hólm var guð fræðistúdent. Ólafur Ólafsson fór t byggingalist og gerðist prófessor á Kóngsbergi í Nor egi, Rafn Svarfdalín varð postulínsmálari við konung- legu postulínsverksmiðjurnar Framhaló á 15 síðu GUNNAR BERGMANN T í M I N N , sunnudaginn 10. mai 1964 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.