Tíminn - 10.05.1964, Blaðsíða 6
Lestagata í Ögmundarhrauni, skammt frá Krýsuvík.
Gönguferðir til
heilsubótar
Hér hefur fyrir nokkru verið
á ferð einn þekktasti sérfræð-
ingur Bandaríkjanna í hjarta-
sjúkdómum og flutt fyrirlestur
um þau mál. Nýlega hefur svo
verið stofnað félag gegn æða-
og hjartasjúkdómum og voru
forgöngumenn þess Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra,
Eðvarð Sigurðsson, formaður
Dagsbrúnar, og ýmsir mætir
menn aðrir. Æða- og hjartasjúk
dómar fara nú mjög í vöxt og
kenna menn m. a. um auknu
hreyfingarleysi, sem m. a. rek-
ur rætur til bílanna. A. m. k.
þykir það sýna sig, að þessir
sjúkdómar ásæki einkum menn,
sem hafa mikla inniveru og
litla líkamlega hreyfingu.
Af þessum ástæðum, eru borg
arbúar nú hvattir til enn meir
en áður að leggja stund á úti-
vist og gönguferðir í frístund-
um sínum. Reynslan sýnir, að
það eykur viðnámið gegn um-
ræddum sjúkdómum. En útivist-
in og gönguferðirnar eru
heilsubót á.margan hátt annan,
jafnt líkamlega sem andlega.
Að umgangast
landið
Reykjavík er svo vel í sveit
sett, að umhverfi hennar býður
upp á margbreytileg skilyrði
til gönguferða. Eysteinn Jóns-
son flutti fyrir nokkrum árum
skemmtilegt útvarpserindi um
gönguferðir í nágrenni Reykja
víkur, en hann hefur lagt stund
á þær árum saman. f erindi
þessu sagði hann frá mörgum
skemmtilegum gönguferðum,
en vék að lokum að því, hvort
gönguferðir væru eins erfiðar
og margir virtust halda. Um
þetta sagði hann:
„Að lokum örfá orð um úti-
vlst, fyrst ég er farinn að tala
um þessi efni á annað borð.
Sumir segja, máske eða hugsa:
Hvaða vit er að þenja sig upp
um fjöll og firnindi eða langar
gönguferðir u'm dal og hól? —
Þetta er líka svo erfitt og mér
veitir ekki af að hvíla mig. En
hér er ekkert einskorðað við
fjöll og firnindi, síður en svo,
né langar gönguferðir. Og eng-
inn þarf að þenja sig eða
þreyta. Það er einmitt lóðið,
eins og karlinn sagði.
Ekkert er meiri misskilning-
ur, en að þetta sé erfitt. Það
liggur sem sé ekkert á. Vand-
inn er sá einn, að rölta eins og
mönnum, er þægilegast,
greikka sporið, því aðeins
að menn langi til þess. Setja
sér ekki of erfið markmið og
hafa því sina hentisemi. — Þá
langar menn ákaft í næstu ferð
og síðan þá næstu. Og í göngu
ferðum og náttúruskoðun, sem
af sjálfu sér fylgir með, hafa
menn eignazt tómstundagaman.
sem að sumra dómi tekur flestu
ef ekki öllu öðru fram, að öðru
ólöstuðu.
Ég held þetta stafi af því,
að manninum er áskapað að
umgangast landið, og innst inni
vilja menn hafa samband við
náttúruna og sakna þess marg-
ir, að svo verður ekki að ráði í
auknu þéttbýli og inniverkum.
En hér á landi, og það jafn-
vel í sjálfri höfuðborginni er
enn þá fjarska auðvelt að verja
tómstundum sínum í skemmti-
legu umhverfi úti við. Og ef
rétt er að farið og dálitlu lagi
beitt, þá er það á allra færi,
sem sæmilega fótavist hafa,
yngri sem eldri, fátækra sem
ríkra“.
Veðrið og göngu-
ferðirnar
Ýmsir munu telja það ann-
marka á gönguferðum hér, hve
veðrið er umhleypingasamt. —
Um þetta sagði Eysteinn Jóns-
son í erindi sínu:
„Þá er þetta með veðrið. Ég
hef heyrt ágæta menn segja, að
á íslandi væri veðráttan þannig,
að menn yrðu að kappkosta að
vera sem mest inni við 7—8
mánuði ársins. Satt er, að
manni hrýs hugur við, hve marg
ir líta svo á, og haga sér sam-
kvæmt því. Marga dauðlangar
út að skoða sig um, en finnst
veðrið sjaldan nógu gott, og
þegar það er nógu gott, mega
menn kannski ekki vera að því
að fara, og svo verður aldrei
neitt úr neinu. Þetta er mein
ið. Og með þessu lagi fara
menn aldrei neitt úr úr hús-
unum eða bílunum og missa
af því sem mest er um vert.
Veðrið er alltaf miklu betra
en það sýnist út um glugga eða
bílrúður og nær alltaf svo gott,
að menn skemmta sér, ef menn
fara út og eru úti, og kunna að
búa sig.
Mest er um vert að menn
venji sig á útivist í veðri eins
og gerist og gengur. Finnst
mönnum veðrið þá oftast nokk
uð gott og það er engin smá-
ræðis búbót að eignast slíkan
hugsunarhátt".
Á kostnað bænda?
Útreikningar Hagstofunnnar
hafa leitt í ljós, að bændur eru
nú tekjulægsta stétt landsins.
Samt finnst mörgum stjórn-
arsinnum, að ekki sé gengið
nógu hraustlega til þess verks
að fækka bændum. Innan
beggja stjórnarflokkanna vinna
nú áhrifamikil öfl að því að
reynt sé að ná samkomulagi
við verkalýðshreyfinguna á
þeim grundvelli, að bændur
verði sviptir hliðstæðum bótum
eða hækkunum og aðrir fá. —
Þannig verði það ekki látið
koma til hækkunar á afurða-
verðinu, að stjórnin hefur fellt
niður niðurgreiðslur á tilbún-
um áburði, heldur leggist það
einhliða á bændur. Sagt er að
viss öfl hjá kommúnistum taki
þessu ekki illa.
Fyrir samtök bænda er mik-
il ástæða til þess að vera hér
vel á verði. Þeir aðilar eru ekki
af baki dottnir, sem telja það
mesta þjóðráðið að fækka bænd
um um a. m. k'. hélmíng. En
ekki myndi það draga úr dýrtíð
inni, þegar farið væri að flytja
inn mjólkina?
Hafa kjörin
batnað?
Ekki linnir þeim áróðri í
stjórnarblöðunum, að kjör al-
mennings séu nú stórum betri
en 1958.
Erfitt mun hins vegar að
finna þá lágtekjustétt eða milli
stétt, sem tekur undir þetta.
Svo stórum verr hrökkva nú
meðaltekjur fyrir brýnustu
nauðþurftum. Enda er það
órækur vitnisburður um þetta,
sögu eftir 1958. Þetta gleymd-
hækkun, sem hafa komið til
að hjá verkamönnum hafa dag-
laun aðeins hækkað um 55%
á þessum tíma, en verðlagið
um 84%. Aðeins óhóflega lang
ur vinnutími, sem fylgir góð-
ærinu, hjálpar mönnnum til að
skrimta.
Bændur hefur „viðreisnin“
leikið þannig, að þeir eru nú ó-
umdeilanlega tekjulægsta stétt
landsins. Um það vitna skatta-
tölur Hagstofunnar.
Ekki munu útgerðarmenn
heldur telja, að hagur þeirra
hafi batnað almennt á þessum
tíma.
í heild hefur þjóðin ekki
heldur bætt stöðu sína út á
við, því að föst lán hafa auk-
izt álíka mikið og gjaldeyris-
staða bankanna hefur skánað.
Það, sem hefur gerzt fyrir
tilverknað „viðreisnarinnar“ er
í stuttu máli það, að óðaverð-
bólga hefur fært hinn aukna
þjóðarauð í vaxandi mæli á
fáar hendur. Engin ein stétt hef
ur grætt, heldur einstakir
braskarar innan sumra þeirra.
Höfuðatvinnuvegirnir og al-
menningur hafa orðið útundan.
Tilboð Gunnars
Stjórnarblöðin telja það mjög
snjallt af Gunnari Thoroddsen
að hafa boðið upp á að lög-
festa það, að menn gætu valið
milli tekjuskattstigans, sem
gilti 1958, og þess tekjuskatt-
stiga, sem felst í frv. því, sem
ríkisstj. lagði fyrir Alþingi.
Ef þetta tilboð Gunnars hefði
átt að teljast heiðarlegt, hefði
átt að felast í því, að ef menn
veldu tekjuskattstigann frá
1958, yrðu þeir einnig undan-
þegnir sölusköttum og tolla-
hækkunum, sem hafa komið til
sögu eftir 1958. Þetta gleymd-
ist í tilboði ráðherrans og sú
gleymska var áreiðanlega ekki
óviljandi.
Það skýrir kannski bezt þessa
gleymsku ráðherrans, að Jón
Skaftason hefur fært full rök
fyrir því í viðræðum á Alþingi
að samkvæmt fjárlögum 1958
hefðu óbeinir skattar (þ. e.
aðrar ríkisálögur en tekju- og
eignaskattur) numið 15.105 kr.
á hverja fimm manna fjöl-
skyldu en samkvæmt fjárlög-
um 1964 nema þau 53.265 kr.
Óbeinir skattar á fimm manna
fjölskyldu hafa því hækkað um
hvorki meira né minna en
38.160 kr. á þessum tíma.
Það er vissulega mörgum
sinnum hærrri upphæð en sú
óverulega tekjuskattslækkun,
sem hefur orðið hjá öllum al-
menningi. Það voru því ekki
neinir smámunir, sem gleymd-
ust í tilboði ráðherrans!
Samsöngur Mbl. og
Þjóðviljans
Þótt Mbl. og Þjóðviljann
greini á um flest, a. m. k. op-
inberlega, hafa þessi blöð alltaf
verið innilega sammála um eitt.
Þau hafa kallað þá flokka eða
menn skoðanalausa eða stefnu-
lausa, sem ekki annaðhvort að-
hylltust kommúnisma eða kapí
talisma. í augum ritistjórn-
ar Morgunblaðsins og Þjóðvilj-
ans eru ekki til nema tvær
stjórnmálastefnur í heiminum,
kommúnisminn og kapitalism-
inn. Engir millivegir eru tll
að dómi þeirra. f framtíðinni
muni annaðhvort drottna í
heiminum amerískur kapítal-
ismi eða rússneskur kommún-
ismi. Augu þessara manna virð-
ast alveg blind fyrir þeirri hóf-
samlegu vinstri stefnu, sem
þróazt hefur á Norðurlöndum
og tryggt hefur betra stjórn-
arfar þar en annars staðar í
heiminum.
Af þessum ástæðum er ekk-
ert undarlegt, þótt þessi blöð,
Morgunblaðið og Þjóðviljinn,
keppist við að kalla Framsókn
arflokkinn stefnulausan. Þau
sjá ekki nema hvítt og svart.
Annaðhvort rússneskan komm
únisma eða amerískan stór-
kapítalisma.
Svar Toynbees
Einstaka sinnum kemur það
fyrir, að Mbl. og Þjóðviljinn,
birta óvart ummæli, sem eru á
þá leið að kommúnisminn og
kapítalisminn séu ekki einu
stjórnmálastefnurnar í heimin-
um. T.d. birti Mbl. nýlega langt
viðtal við hinn heimsfræga
brezka sagnfr. A.J. Toynbee, en
það birtist í ameríska blaðinu
„U. S. News & World Report“.
Blaðamaðurinn lagði m. a. þá
spurningu fyrir Toynbee, hvort
kommúnisminn yrði ríkjandi
stefna í framtíðinni. Toynbee
svaraði samkvæmt þýðingu
Mbl.:
„Nei, ég held að hvorki
kommúnisminn né kapítalism-
inn verði ráðandi stefna í fram-
tíðinni. Ég held að stefna fram
tíðarinnar verði einhvers kon-
ar blandað kerfi, sem að sumu
leýti muni ákvarðast af tækni
þróuninni. Hún er auðvitað að
neyða okkur öll í farveg eins
konar sósíalisma. Lönd sem
hafa mikið einstaklingsfrelsi
munu missa eitthvað af því.
Til dæmis mun öngþveitið í
bílaumferðinni og vöxtur borg-
anna neyða vestræn lönd til
þess að taka upp miklu meiri
og strangari stjórn á gerðum
okkar en við látum okkur vel
líka eða erum reiðubúin til að
gangast undir. En mannlegt
eðli lætur sér illa lynda að
vera meðhöndlað sem vélmenni
og fólk mun spyrna á móti þess
ari þróun. Svo að í lokin verður
úr einhvers konar málamiðlun
milli persónufrelsisins og nauð-
synja tæknialdarinnar".
UM MENN OG MÁLEFN
6
TÍMINN, sunnudaglnn 10. mai 1964