Tíminn - 10.05.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.05.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJcvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: .Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Dreifbýlið og „við- reismn Það munu víst engir eftir, sem ekki hafa í orði lýst fylgi sínu við jafnvægi í byggð landsins, fyrst aðstand- endur Vísis eru einnig farnir að taka í þennan streng. Það er m. a. gert í forustugrein Vísis síðastl. föstudag, þar sem því er jafnframt lýst, að „viðreisnin“ hafi verið dreifbýlinu hin mesta lyftistöng! Rétt er það, að á ýmsum útgerðarstöðum úti um land hefur atvinna verið blómleg hin síðari ár. En þetta verð- ur sannarlega ekki þakkað „viðreisninni11, heldur hefur þetta gerzt þrátt fyrir hana. Tvennt hefur átt mestan þátt í þessu ásamt góðærinu. Annað eru framkvæmdir, eins og frystihús og síldarverksmiðjur, sem komið var upp í tíð fyrri ríkisstjórna, og þá hétu „pólitísk fjárfest- ing“ og öðrum slíkum nöfnum á máli hagfræðinga Sjálf- stæðisflokksins. Ein höfuðrökin fyrir kjördæmabreyting- unni 1959, voru ekki sízt þau, að vegna „litlu kjördæm- anna“ væri varið allt of miklu fé í þessar framkvæmdir. Nú hafa þessar framkvæmdir reynzt grundvöllur bættr- ar afkomu víða um land, og þá reynir Sjálfstæðisflokk- urinn vitanlega að eigna sér þær, eins og svo margt ann- að, er hann hefur barizt á móti 1 upphafi! Annað það, sem hefur stuðlað að bættri afkomu margra útgerðarstaða, er útfærsla fiskveiðilandhelginnar 1958. Gegn þeirri ráðstöfun barðist Sjálfstæðisflokkurinn með- an hann gat og er þar skemmst að minnast blaðaskrifa núv. forsætisráðherra sumarið 1958. Þannig hafa framkvæmdir og ráðstafanir fyrri stjórna lagt grundvöllinn að þeirri blómlegu atvinnu, sem verið hefur í mörgum útgerðarbæjum á síðustu árum, ásamt góðærinu. Þróunin hefði hins vegar orðið miklu meiri, ef „viðreisnin“ hefði ekki dregið úr henni á flestan hátt með óðaverðbólgunni. Vegna þess berjast nú flest at- vinnufyrirtæki á þessum stöðum í bökkum og menn geta aðeins tryggt sér sæmilega afkomu með óhæfilega löng- um vinnudegi. En þetta er ekki öll sagan. Hagskýrslur sýna, að fjöl- mennasta stétt dreifbýlisins, bændurnir, hafa búið við versnandi kjör seinustu árin og þeir þannig síður en svo notið þess góðæris, sem hefur fallið þjóðinni í skaut. Samkvæmt skýrslum skattstofunnar hefur „viðreisnin“ gert þá að langsamlega tekjulægstu stétt þjóðfélagsins. Þess vegna er flóttinn úr sveitunum nú meiri en nokkru sinni fyrr. Og þegar sveitirnar tæmast, verður mörg- um sjávarþorpum hætt á eftir, þrátt fyrir góð skilyrði, enda sjást þess nú víða merki. Þegar góðir afkomumögu- leikar verða þannig meira og minna vannýttir, tapar þjóðin öllu. Þess vegna er ekki nóg, að menn lýsi sig í orði fylgj- andi jafnvægi í byggð landsins, heldur skiptir öllu máli, að það se í verki. Á það brestur nú í vaxandi mæli hjá Alþingi og ríkisstjórn. Á yfirstandandi Alþingi hef- ur meira að segja verið gengið svo langt að neita dreif- býlinu um jafnrétti í skólamálum. Og það talar sínu máli, að í vegamálum er stórminnkaður hlutur Vestfjarða, ein- mitt þess landshluta, er höllustum fæti stendur og því þyrfti á mestri aðstoð að halda. James Reston: - Erfitt að stöðva Goldwater, ef hann vinnur prófkjör í Kaliforníu Ef til vill myndi framboö hans skapa hreinni línur BARRY GOLDWATER ENGINN, sem gerir sér grein fyrir mikilvægi tveggja sterkra flokka í bandarískum stjórn- málum, getur komizt hjá að hryggjast yfir þeirri heiftúo- ugu baráttu, sem háð er um yfirráðin í Republikanaflokkn um. Þetta er ekki deila, sem endurlífgar flokk og styrkir, til þess er hún bæði of per- sónuleg og of djúptæk hug- myndalega. Hún skýrir ekki aðalmál okkar tíma, heldur ruglar þau og flokkurinn klofn ar í átökunum. Þessi átök eru auðvitað ekki ný. Árið 1859 skrifaði Lincoln í bréfi til H. L. Pierce: „Re- publikanar vinna bæði fyrir manninn og dollarann, en komi til átaka á maðurinn að ganga fyrir dollaranum. Stjórn Re- publikanaflokksins er enn að deila um þetta vandamál og hún er í vandræðum. ÖLDURNAR rísa svo hátt, bæði með Goldwater öldunga- deildarþingmann og móti, að hinir hófsamari og framsækn- ari innan flokksins verða að minnsta kosti fyrir miklum vonbrigðum, ef hann vinnu.r útnefningarbaráttuna. Verði honum að lokum hafnað, eftir að hann hefur haft forustu í fyrstu lotunni eða svo, verða áköfustu fylgismenn hans al- veg æfir. Svo gæti farið, að þeir sætu heima í kosningun- um í nóvember. Demókrataflokkurinn virðist geta sigrazt á annmörkum sín- um. Hann er öflugur hvarvetna um land, en hinir óánægðustu talsmenn eru einkum í Suður- ríkjunum, en þar getur hann tapað mjög mörgum atkvæð- um og samt haldið velli. REPUBLIKANAflokkurinn verður aftur á móti að halda öllu sínu atkvæðamagni hvar- vetna ef honum á að takast að vega upp á móti hinum gamla veikleika sínum í Suðurríkjun- um og skorti á skipulagningu í stórborgunum. Flokkurinn þarf á frambjóðanda að halda, sem er bæði þjóðkunnur og vin sæll, eins og til dæmis Eisen- hower, ef honum á að takast að sigra, jafnvel þó að hann gangi sameinaður til leiks. En í þetta sinn hefur flokkurinn hvorki innri einingu né þjóð- kunnan, vinsælan mann til að sameinast um. I þetta sinn er útlitið því mjög dökkt fyrir Republikana flokkinn. Sennilega er sú spurn ing ekki viðeigandi hvort flokk urinn sigri í kosningunum í nóvember í haust, heldur hin, hver ráði yfir flokksvél Repu- blikanaflokksins í nóvember- lok. MARGT mælir með því að tilnefna Goldwater, ef þessi spurning kæmi ekki til álita. Hann á hjarta flestra beztu starfsmanna Republikanaflokks ins, ef ekki hug þeirra. Lang- flest af því fólki, sem dyggi- Legast hefur unnið fyrir Re- publikanaflokkinn, eru innileg- ir fylgjendur öldungadeildar- þingmannsins frá Arizona, en næsta lítið hrifnir af Rocke- feller, Lodge, Nixon eða Scran ton. Þessu fólki finnst, að það hafi haldið flokknum saman þennan mjög svo erfiða manns aldur, þegar flokkurinn hefur verið í stjórnarandstöðu 24 ár af þrjátíu og tveimur. Lang- flest af því trúir því í ein- lægni, að flokkurinn hafi tap- að fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að ekki var tilnefnd ur aðlaðandi ihaldsmaður, eins og Barry Goldwater til dæm- is. AÐ ÁLITI margra þeirra, sem hér fylgjast með gangi mála, er þetta hin mesta blekk ing, sem veikir flokkinn veru- lega og heldur áfram acS veikja hann þar til búið cr að fá úr henni skorið og sanna, að hún sé röng, en það hygg ég að kæmi á daginn ef bar- áttan stæði milli þeirra Gold- waters og Johnsons. Hugsanlegt er samt, að þess- ir ungu bardagamenn hefðu tögl og hagldir íhaldsvélarinn ar í hendi sér, jafnvel þó að Goldwater ylli flokknum veru- legu tjóni með miklum ósigri. Hann kæmi til með að útnefna formann flokksins og hefði veruleg áhrif á kosningu helztu formanna í fylkjunum. Og hann yrði aðalmálsvari flokks- ins næstu fjögur ár. Eisenhower hafði ekki helztu völd í flokksstjórninni eftir að hann dró sig í hlé, af því að hann hafði ekki mikinn áhuga á stjórnmálum. Nixon hlaut heldur ekki þessi völd, enda þótt hann kæmist mjög nærri því að sigra árið 1960. En hann átti ekki óskoraða og einlæga hylli helztu starfsmanna flokks ins. BARRY Goldwater hefur að þessu leyti algera yfirburði yf- ir keppinauta sina. Hann er viðkunnanlegur maður og hef- ur hæfileika til að vinna ein- læga hylli og aðdáun sam- herja sinna. Ungu, herskáu mennirnir umhverfis hann eru gerólíkir fylgismönnunt allra annarra frambjóðenda flokks- stjórnarinnar. Þeir hafa til brunns að bera nokkuð af á- kefð og einlægni hinna ungu undirforingja í evrópsku flokk unum yzt til hægri og yzt til vinstri. Þeir eru ekki aðeins innilegir aðdáendur Goldwat- ers, íhaldssamrar stefnu hans í fjármálum og herveldisstefnu í utanríkismálum, heldur hafa þeir brennandi áhuga á áróð- urslist hans og skipulagi stjórn málabaráttunnar. Vera má, að það sé einmitt þetta, sem Republikanar þurfa á að halda. Ef til vill á hugur þjóðarinnar samstöðu með í- haldssamri heimspeki Goldwat- ers og vill stefna til hægri, þeg- ar þjóðir heimsins hvarvetna annars staðar virðast aðhyll- ast meiri framsækni og hóf- semi. Þó hefur ekkert komið fram, sem bendir til þessa, hvorki í úrslitunum í New Hampshire eða skoðanakönnunum, sem fram hafa farið. SAMT sem áður verður að líta svo á, að það sé fremur stefna flokksins í framtíðinni og yfirráð í honum en framtíð Barry Goldwaters, sem verið sá að berjast um. Hann hefur greinilega forustu að því er umboðsmenn snertir, jafnvel þó að hann sé ekki hæstur að atkvæðamagni. Hann mun öðlast hylli fulltrúanna og ná- lega örugglega fólksins á áheyr endapöllunum á flokksþinginu í San Francisco. Takist honum að sigra í undirbúningskosn- ingunum í Kaliforníu verður eflaust erfitt að stöðva hann. Allt minnir þetta óneitan- lega á fræga sögu um annan íhaldssaman republikana, sem mikið bar á, Joseph Puh frá Pennsylvaníu. Einn hinna frjálslyndari re- publikana sagði eitt sinn við hann: „Ef þú heldur svona áfram þá endar þú með því að sigla flokknum í strand“. „Má vel vera“, svaraði Joe „en við komum þó óneitanlega til með að eiga flakið“. (Þýtt úr New York Times). T í M I N N , sunnudaginn 10. niaf 1964 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.