Tíminn - 15.05.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.05.1964, Blaðsíða 2
 FIMMTUDAGUR, 14. maí. NTB-Haag. — Ráðherrafuiidi NATOs lauk í dag. Yar látinn í ljós uggur vegna þróunarinn- ar í Kýpur.deilunni og sambiið Glikklands og Tyrklands, en jafnframt tilkynnt, að Dirk St'kker, firamkvæmdastjóra NA TO, hafi verið falið að reyna að sætta þessar tvær NATO þjóðir. NTB-Aswan. — Krústjoff for- saótisráðherra og Nasser forseti sprengdu báðir þunnan vegg, sem skildi Níl frá kílómetra löngum nýbyggðum skurði, þsg ar fyrsta stig Aswan-stíflunnar var tekið í notkun í dag. NTB-New York. — Tyrk- neski varaforsetinn á Kýpur, dr. Fadil Kutchuk, segir í bréfi ti! U Thants, framkvæmdastj. SÞ ,að Grikkir hafi drepið rúm Iega 400 Tyrki og sært 700, síð an bardagar hófust á eyjunni i desember s. 1. NTB-París. — Franski kom- múnistaflokkurinn hóf í dag flokksþing sitt með því að ráð- ast harkalega á kínverska kom múnista, og var þeim árásum vel fagnað af áheyrendum. NTB-Saigon. — Robert Mc Namara, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem nýkominn er úr heimsókn sinni til Suð- ur..Vietnam, hefur beðið John- son forseta um að auka hern- aðarlega og fjárhagslega aðstoð Bandaríkjanna við Suður-Viet- nam. NTB-London. — Rúmlega 200 þús. brezkir kjósendur tóku þátt í aukakosningum í fjórum kjördæmum í dag. Er úrslitum kosninganna beðið með mikilli eftirvæntingu. NTB-Washington. — Itíkis- stjórn Bandaríkjanna mun koma á nákvæmu opinbcru eft- irliti með sölu á matvörum og lyfjum til Kúbu- NTB-London. — Harold Wii- son, formaður brezka Verka- mannaflokksins mun iiklega eiga viðræður við Nikita Krúst- joff þegar hann kemur í heim- sókn til Moskvu 30. maí. Hann mun dvelja þar í fimm daga. NTB-Stokkhólmi. — Mikil hætta var á því í dag, að stór- flóð brytist út í Tornedalnum á landamærum Svíþjóðar og Finnlands. Unnu verkfræðingar baki brotnu í dag til þess að reyna að koma í veg fyrir hugs- anlegt flóð. NTB-London. — Bretar munu bráðlega auka herstyrk sinn í Aden. NTB-Las Vegas. — Sex létu lífið, þegar herþota af gerð inni F-105 hrapaði lil jarðar i gærkvöldi í nánd við Las Veg- as í Bandaríkjunum. NTB-Stokkhólmi. — Belgísku konungshjónin luku í dag 3ja daga heimsókn sinni í Svíþjóö Herdeildir hægrisinria fóru langt inn á landsvæði Pathet Lao-kommúnista: 700 hægrisinnar drepnir NTB-VIENTIANE, 14. maí. Herlið Pathet Lao-kommúnista veitti herdeildum undir stjórn hægrisinna í Laos hræðilega út- reið, þegar þær gerðu djarfa inn rás inn á landsvæði Pathet Lao. Hófst innrásarferð herdeildanna fyrir tveim mánuðum. Að sögn þeirra, sem af lifðu þessa herferð, misstu herdeildir hægrisinna um 25% af hermönn um sínum eða um 350, er þeir flúðu gegnum Mið-Laos til heima- stöðva sinna fyrir sunnan Krukku sléttu, en sú leið er um 80 km. löng. Um 300—400 óbreyttir borg arar, sem flúðu með herdeildum hægrisinna, voru einnig drepnir. Hermenn hægrisinna segja, að hermenn Pathet-Lao-kommúnista hafi drepi marga hinna óbreyttu borgara með vélbyssuskothríð af mjög stuttu færi. Herdeildunum og borgurunum var hvað eftir annað veitt fyrirsát á flótt.i sínum og margir drepnir í hvert sinn. Upphaflega voru 1400 hermenn í herdeildum hægrisinna og voru þær sendar frá Thathom, sem ligggur norðaustur af Vientiane, fyrir um tveim mánuðum Þær fengu mat, meðul og skotfæri loftleiðis. Gerðu herdeildirnar margar djarfar árásir á herstöðv ar Pathet Lao-kommúnista og á vegi þá, sem notaðir voru til þess að senda Pathet Lao-herlið inu vistir. Vestrænir hermálafull trúar í Vientiane segja, að her- deildirnar hafi farið langt ínn á landsvæði Pathet Lao-kommúnista og truflað mjög alla umferð á Fr^mhald á 15. sfðu. Barnaverndarnehdhefur 4 starfsmenn en þarf 24 GB-Reykjavík, 14. maí. Á fundi borgarstjórnar í dag urðu nokkrar umræður um tvær tillögur Alfreðs Gíslasonar, báðar sprottnar af ársskýrslu Barna- verndarnefndar Reykjav. 1963. Hin fyrri er svohljóðandi: „Borgarstjórnin viðurkennir nauð syn þess að efla starfsemi Barna verndarnefndar Reykjavíkur, svo sem á er bent í ársskýrslu nefndar arinnar 1963, og æskir tillagna hennar um aukningu starfsliðs og annað, er þurfa þykir til bættra starfsskilyrða." Hafði flutnings- maður orð fyrir tillögunni og nefndi réttmæti hennar til sönn unar, að allir væru sammála um pytsemi þessarar nefndar, en ef borið væri ^aman við Kaup- mannahöfn, kæmi í ljós, að þar væri 6—7 sinnum fjölmennara starfslið í þjónustu barnaverndar- nefndar en í Reykjavík, miðað við fólksfjölda. Hér hafi barna verndarnefndin lengi haft aðeins LEÓ HÆSTUR NETABÁTANNA AA-Vestmannaeyjar, 14. maí. f frétt um aflahæstu Vestmanna eyjabátana frá áramótum féll nið ur Leó, sem varð þriðji í röðinni með 1198 lestir, en hann var um leið aflahæstur netabátanna í Eyjum. Það er athyglisvert, að þrír af 8 aflahæstu bátunum hérna Ófeigur II. Leó og Eyja- berg eru allir smíðaðir eftir sömu teikningu, og auk þess er Halkíon, sem varð aflahæstur fyr ir 2 árum af sömu gerð og Dofri, sem er mikill aflabátur. Bátarnir eru allir smíðaðir í Aust ur-Þýzkalandi. 2 starfsmenn, nú væru þeir orðnir 4, en ættu að vera 24—28, í samanburði við Kaupmannahöfn, þar sem 270 manns störfuðu ein- göngu að sams konar verkefnum, sem 4 menn gerðu í Reykjavík. Kristján Benediktsson kvaðst sammála flutningsmanni um mik ilvægi þess að bæta öll starfs- skilyrði barnaverndarnefndar, því að í skýrslu nefndarinnar væri greint umbúðalaust frá því, hvern ig þessi mál stæðu, og að rétt væri að spyrja sjálfa nefndina þess, hverra umbóta væri þörf. Ennfremur las Kristján úr erindi, sem Örn Helgason, starfsmaður nefndarinnar, hafði flutt í Félagi sálfræðinga í vetur urn þessi mál, en það birtíst nýverið í tímaritinu Menntamálum. Birgir ísl. Gunnarsson tók í sama streng og bar fram tillögu þess efnis, að vegna skorts á sér menntuðu starfsliði nefndarinnar yrði reynt að leita liðsinnis við starfslið skyldra stofnana, sem sé geðverndarnefndar, ungbarna- eftirlitsins og fræðslumálaskrif- stofunnar. Alfreð Gíslason féllst á þá breytingu, að reyna að samhæfa alla þessa starfskrafta, og var tillaga hans samþykkt samhljóða með þeirri breytingu. _Hin tillaga Alfreðs hljóðar svo: „í tilefni þeirra ummæla í skýrslu barnaverndarnefndar Reykjavik- ur 1963, að „mörg börn á fræðslu skyldualdri hætta að sækja skóla án lögmætra ástæðna og án þess að rönd verði við reist við núver- andi aðstæður", og að sum þess ara barna séu „mjög fákunnandi, jafnvel ólæs“, óskar borgarstjórn in nánari upplýsinga um tilgreind atriði og felur fræðsluráði ná- kvæma rannsókn þessa vandamáls. Skal fræðsluráð, að athugun lok- inni, sendá borgarstjórn skýrslu um málið ásamt tillögum til úr- bóta.“ Kvað flutningsmaður alls ókunnugur þessu máli en sér hefðu komið þessi ummæli skýrsl unnar mjög á óvart og óskaði frek ari upplýsinga. Auður Auðuns kvað skólana ekki skylda, ef ítrekaðar áminn- ingar hefðu ekki borið árangur, til að knýja börn til að sækja skóla. Hins vegar furðaði hún sig á því, að mjög mikið væri um ólæsi barna, og að þau kæm ust upp í unglingadeild án þess að vera læs. Því væri rétt að fræðsluráð tæki þetta mál til athugunar. Úlfar Þórðarson taldi skýrslu sýna, að innan við 2% bama gætu ekki lokið prófi, og efaði hann mjög ummæli skýrsiunnar um ó- læsi, brögð að því hlytu að vera hverfandi. Framhald á 15. síðu. UNDEN víttur! NTB-Stokkhólmi, 14. maí. Stjórnarskrárnefnd sænska þingsins samþykkti í dag harða gagnrýni á fyrrv. utanríkis- ráðherra, Östen Unden, fyriir, að hann hafi ekki gert eitthvað raunhæft ti'l þess að hindra, að Stig Wennerström fengi að- gang að leynilegum skjölum frá því árið 1961, þair til hann var handtekinn á s.l. sumri. Ákvörðunin um að sam- þykkja þessar vítur, var tekin með hlutkesti, en samkvæmt sænsku stjórnarskránni skal hlutkesti ráða, ef jöfn atkvæði verða í þingnefnd. Höfðu borg- aralegu flokkarnir 10 menn í nefndinni og sósíal-demókrat- ar-10. Þingmenn stjómarinnar höfðu aftur á móti heppnina með sér, þegar varpað var hlut- kesti um, hvort samþykkja skyldi sams konar vítur á Sven Framhald á 15. sfðu. FRA BOLUNGARVIK KRJUL-Bolungarvík, 14. maí. Hér fer veður heldur batnandi, en er kalt, frost á hverri nóttu og gróður því mjög í hættu. Bátar eru flestir hættir eða að hætta róðrum, og flestir eru þeiir búnir að taka net og nætur í land. Standa nú yfir þrif á bátunum, og þeir cru að útbúa sig á sfldveiðar, hver á eftir öðrum. Fyrsti síldveiðibáturinn héðan, Hugrún IS7, mun leggja út í dag eða kvöld til síldveiða suður undir Jökli, en hinir fara jafnhraðan og þeir verða tilbúnir. Ætlunin er, að veiða síld og flytja hana hingað til vinnslu. Sauðbuiður er nú almennt haf- inn, og hefur hann gengið allsæmilega fram að þessu, byggð, en snjóföl í fjöllum. Skólaslit barna- og unglinga- skólans fóru fram 1. maí s.l., eins og að vanda. 158 nemendur voru skráðir í skólana þetta skólaár. Tuttugu og fjórir luku fullnaðar- prófi frá barnaskólanum, og stóð- ust allir prófið, og má það teljast einsdæmi í langan tíma í sögu skólans. Hæsta einkunn við fulln- aðarpróf hlaut Jóhanna Hálfdánar dóttir með 9,3, og var það jafn- framt hæsta einkunn yfir skólann. Önnur hæsta einkunn var 9,1, og hana hlaut Árný Eiíasdóttir, nemandi í 5. bekk barnaskólans. Verðlaun voru veitt eins og að undanförnu, og voru þau gefin af fyrirtækjum hér í þorpinu og Li- ons-klúbb Bolungarvíkur. Nú bændur eru yfirleitt uggandi yfir stendur yfir kennsla smábarna og voi-kuldunum, því jörð er alauð íjverður út maí. í Bogasalnum, Eiríkur Smith, sitjandi fjaerst, ræðir við fréttamenn. (Ljósm.: TÍMINN). Eiríkur Smith sýnir BÓ-Reykjavík, 14. maí. Eiríkur Smith opnar málverka- sýningu í bogasal Þjóðminjasafns. ins á morgun, föstudag, kl. 20,30. Eiríkur sýnir 22 olíumálverk, flest frá síðasta ári, en þetta er sjötta málverkasýning hans. Síð- ast sýndi Eiríkur í Listamanna- skálanum 1961. Málverkunum eru gefin nöfn, sem benda til, að lista- maðurinn sæki innblástur til nátt- úrunnar, enda sagði Eiríkur frétta mönnum í dag, að hann gerði það og hefði málað þannig lengi i seinni tíð. Þetta er í fyrsta sinn að Eiríkur sýnir í oogasalnum, en hann var mjög ánægður með skilyrðin þar. Líka er betta fyrsta sýning hans að vorlagi. Málverkin eru öll til sölu 2 T í M I N N, föstudagur 15. maf 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.