Tíminn - 15.05.1964, Síða 3

Tíminn - 15.05.1964, Síða 3
TÍMANS Einu sinni var stúlkan í ' MYNDINNI hæst launaða kvik myndaleikkona í heiminum með föst laun sem samsvöruðu ca. sex milljónum króna á ári o“ jafnháa upphæð fyrir að lána nafn sitt sem vörumerki. En í dag er hún algjörlega óþekkt frú Charles David, sem býr í Neauphle-le-Chateau ná- lægt París, og hún tekur eng- an þátt í skemmtanalífi París. ar lengur. Stúlkan er Deanna Durbin, gift Frakkanum Charles David, fyrrum kvikmyndaleikstjóra. og hafa þau nú bæði dregið sig í hlé og lifa rólegu lífi. Það kemur fyrir, að kvikmynda- framleiðendur koma heim vil þeirra með girnileg tilboð um að leika í nýjum kvikmyndum — en þeim verður ekkert á- gengt, því að Dcanna Durbin vill ekki hefja kvikmyndaleik á ný. Á MYNDINNI sjáum við Deanna Durbin þegar hún var á hátindi frægðar sinnar, klædd sem jólatré! Vestur-þýzka leikkonan Mar- ion Michael, oftast kölluð hín vestur-þýzka Birgitte Bardot, hefur krafizt að fá sex milljón ir franka, eða um 50 milljón íslenzkar krónur i skaðabætur vegna þess, að andlit hennar skemmdist svo í bílslysi, að hún getur ekki lengur kysst f nærmyndum í kvikmyndum sín um. Hún hefur þegar fengið í?0 þúsund franka í skaðabætur vegna slyssins, sem varð í sept ember 1959. Og nú krefst hún hundrað sinnum hærri fjár upph. vegna þess, að atvinnu- möguleikar hennar hafi minnk- y $ að af völdum slyssins. — ,,Síðan slysið varð hefui andlit hennar verið í slíku ásig komulagi, að það hæfir alls snéri við, á meðan hún reyndi að skríða heim til sín, og drap hana. Þetta gerðist á hálftíma. 38 vitni komu eftir á til lög- reglunnar og sögðust hafa séð allan atburðinn. Ekki einn ein- asti hafði hugrekki til þess reyna að bjarga konunni. Margir skemmtilegir kaflar eru í endurminningum Charlie Chaplins, sem koma á markað inn bráðlega. Hér er ein saga af tiltækjum hans meðan hann dvaldi f Bandaríkjunum. Einn af beztu vinum hans var Douglas Fairbanks jr., sem bjó í höllinni „Pickfair“ ásamt Mary Pickford. Doug elskaði þennan stað og var einkum stolt ur af kjallara sínum, sem hafði að geyma margar sjaldgæfar víntegundir. Dag nokkurn hringdi Chaplin til hans, sagðist vera sendi- herra erlends ríkis og sagði, að þjóðhöfðingi sinn, sem koma átti í heimsókn til Hollywood, væri mikill aðdáandi þeirra hjóna ,og væri þá ekki sízt hrifinn af þeim lýsingum, sern hann hafði fengið af hiirum fræga kjallara Dougs. Doug var auðvitað stoltur af þessu og sagði, að Hans Hátign væri meira en velkominn — og einn fagran dag kom síðan konungurinn með glæsilegu fylgdarliði. Og bæði konungur inn og fylgdarliðið var Charlie sjálfur og félagar hans, svo vel dulbúnir, að Doug lét al- gjörlega blekkjast. Hinn konunglegi gestur skoð aði sig um í kjallaranum og fékk hið bezta og elzta vín að drekka og það var fyrst, þegcr „konungurinú“ og fylgdarlið hans ætlaði að kveðja, að Chap- lin lét vita af því hver hann væri. Og það liðu margir dagar þar til Doug gat fyrirgefið vini sínum þetta bragð. „Beatles-æðið“ er auðvitað notað út í æsar af viðskipta- mönnunum og hér er hið nýj- asta — Beatler-kjóll! Þessi kjóll er framleiddur í Danmörku og fæst í flestum litum. Verðið er tæpar 500 kr. íslenzkar og er lítil hætta á að hann renni ekki út. Brezku bítlarnir fá auðvit- að sinn hluta af gróðanum, eða um 10 kr. íslenzkar fyrir hvern metra, sem framleiddur er. ekki í nærmyndum. Þér getið skilið hversu alvarlegt þetta er fyrir kvikmyndaleikkonu, einkum þó í ástarsenum“ — sagði lögfræðingur hennar í réttinum í Aix en Provence i Provence í Frakklandi. Og hann lagði fram vitnisburði um, að Marion Michael hafi verið mjög eftirsótt í ástaratriði í kvikmyndum áður en slysið vildi til. Hvergi býr fólk jafn nálægt hvort öðru og í New York. Hvergi er fjarlægðin miJIi mannanna þó meiri en þar. Jafnvel svo mikil, að 38 mann eskjur urðu vitni að því að 28 ára gömul kona var elt urn göturnar og stungin til bana — án þess að einn einasti þeirra gerði neitt til þess að bjarga henni. Kitty Genoveses hét hún og hún hrópaði: — Hann ætlar að drepa mig, hjálp, hjálp! En eng inn vildi heyra hróp hennar — hugleysið var of mikið. Þessu morði hefur verið lýst i mörgum bandarískum blöðum, m. a. ,,New York Times“. Það skeði í einu af „betri“ hverfum borgarinnar, Kew Gardens, en Kitty bjó þar. Maður nokkur elti han.i þegar hún var á leið heim lil sín. Hann stakk hana fyrst einu sinni með hníf og flúði síðan Kvikmyndagagnrýnendur Danmörku hafa veitt sín ár- legu verðlaun, Bodil-verðlaur!- in. Bezta danska mynd ársins var kjörin ,,Gata án enda“ sem gerð er af sjónvarpsmanninuir Mogens Vemmer. Fjallar húo um gleðikonur í Kaupmanna höfn og er byggð á raunveru leika, því að handritið er byggi á 25 tíma langri segulbandsupp töku á viðtölum Vemmers við ungar gleðikonur í höfuðborg Fyrir bezta kvikmyndaleik fékk Laila Anderson „Bodil“ fyrir Ieik sinn í ,,Guðrún“, sem gerð er eftir hinni frægu skáld sögu Johannes V. Jensens með sama nafni. — Bezta banda- ríska kvikmyndin var kjörin „Dr. Strangelove“, og bezta evrópska kvikmyndin ,,814“ — hin fræga mynd Fellinis. Á MYNDINNI sjáurn við ai atriði úr myndinni „Gata án enda“. Nylon úlpur Nylonúlpur 100% nylon kr. ! 585.00. i Póstsendum. KJARAKAUP Njálsgötu 112. Drengjaskyrtur Drengjaskyrtur mislitar kr. 105.00 og 125.00. Póstsendum. KJARAKAUP Njálsgötu 112. Kvensíðbuxur Kvensíðbuxur kr. 290.00. Póstsendum. KJARAKAUP Njálsgötu 112. 12 ára telpu langar til að fá vinnu á góðu sveitaheimili. Upplýsingar í síma 34064. Barngó&ar systur 11 og 12 ára, óska eftir að kom- ast í sveit. — Sími 34502. Bíla & búvélasalan Til sölu Rafstöð: Vatnsaflstöð ásamt rörum. Tætarar. Ámoksturstæki : Deutz, Færiband (fyrir hey). Blásarar (fyrir súgþurrk). Saxblásarar. Dráttarvélar. VANTAR! Jarðýtu og ýtuskóflu. Bíla & búvelasalan v/Miklatorg. Sími 2-31-36. Sérleyfisferðir Reykjavik, Hrunamannahreppur, iaugardaga og sunnudaga kl. 1. Reykjavjk, Skelðahreppur, 3 ferðir vtkulega kl. 1. Reykjavík, Laugardalur, Geysir, Gullfoss og Reykjavfk. Selfoss, Gullfoss, Geysir, Laugardalur, Reykjavlk alla daga kl. 1. Bifrelðastöð ÍsÞnds siml 18911. Ólafur Ketilssoin. T í M I N N, föstudagur 15. maí 1964.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.