Tíminn - 23.07.1964, Síða 2
MIÐVIKUDAGUR, 22. júlí.
NTB-Washington. — Sov-
étstj. hefur sent Bandaríkja-
stjórn orSsending'u, þar sem
fullyrt er, að ekkert af hveiti,
því, sem Sovétríkin hafi keypt
í Bandaríkjunum hafi verið
sent til Kúbu, en Bandaríkia-
stjórn hafði sent Sovétstjórn-
inni fyrirspurn þar að lútandi,
vegna gruns um, að hveitið
færi beina leið til Kúbu. Þrátt
fyrir þessa yfirlýsingu mun
Bandaríkjastjórn halda áfram
að afla sér upplýsinga um þetta
mál.
NTB-Varsjá. — Krústjoff,
forsætisráðherra Sovétríkjanna
var viðstaddur hátíðlega mót-
töku í Wilanow-höllinni í Var-
sjá, ásamt forseta TékkósLóvak
íu, Ulbricht, kommúnistaleið-
toga í Austur-Þýzkalandi, og
fleiri kommúnistískum stór-
mennum. Fyrr um daginn hafði
hann verið viðstaddur mikla
hersýningu og var þá meðal
annars hleypt af 24 fallbyssu-
skotum í tilefni 20 ára afmælis
frelsunar Póllands.
NTB-Róm. — Aldo Moro
lagði í dag fram ráðlierralista
sinn fyrir forseta Ítalíu Anton-
io Segni og hefur þar með lok-
ið við að mynda nýja sam-
steypustjórn í landinu. Eins og
kunnugt er, sagði Aldo Moro
af sér fyrir nokkrum vikum,
eftir að tillaga stjórnar hans
um ríkisstyrk til einkaskóla
hafði verið felld. Sömu flokk-
ar eiga aðild að þessari stjóm
og þeirri fyrri.
NTB-London. — U Thant,
framkvæmdastjóri SÞ kom í
dag til Lundúna, þar sem hann
mun eiga viðræður við brezku
stjórnina um Kýpur-málið. —
Á morgun heldur hann fund
með Hcme, forsætisráðherra,
Butler, utanríkisráðherra og
Sandys, samveldismálaráðherra
og einnig mun Harold Wilson,
leiðtogi stjórnarandstöðunnar
mæta á fundinum.
NTB-Bukumbura. — Moise
Tshombe, forsætisráðherra
Kongó, átti í dag viðræður við
einn af foringjum uppreisnar-
manna í austur-.hl.uta Kongó,
Bwima Focas og fóru viðræður
þeirra fram í Bukumbura í
Burundi. Eftir fundinn sögðu
báðir aðilar, að góður árangur
hefði náðst með viðræðunum.
Þetta er í fyrsta sinn, eftir að
Tshombe varð forsætisráðherra,
að hann ræðir við uppreisnar-
foringja. Tshombe mun dvelja
í Bukumbura í tvo til þrjá
daga, en halda síðan á fund í
Stanleyville.
NTB-Algeirsborg. — Gífur-
leg sprenging varð í vopna-
birgðastöðvum um 26 km. vest-
ur af Algeirsborg í dag og í til-
kynningu frá varnarmálaráðu-
neytinu um atburð þennan seg
ir að fjórir menn hafi látið líf-
ið. Svo var styrkleiki spreng-
ingarinnar mikill, að fólk hélt
f fyrstu, að um jarðskjálfta
væri að ræða.
átök í Singapore
NTB-SINGAPORE, 22. júlí.
SAMKVÆMT opinberri yfirlýsingu létust átta manns í hin-
um blóðugu átökum, sem urðu í Singapore milli Kínverja og
Malaya- Yfirvöld fyrirskipuðu útgöngubann frá kl. 11,30 í
morgun, aðeins fimm klukkustundum eftir að fyrra útgöngu-
banninu hafði verið aflétt. Stendur hið nýja útgöngubann til
klukkan 6 í kvöld, þar sem enn var hætta á óeirðum. — Sex
Malajar og þrír Kínverjar voru fluttir á sjúkrahús í dag, en
alls meiddist 341 maður í átökunum í gær og í dag og 167
voru handteknir.
Víða voru unnin spjöll á mann-
virkjum og fjöldi bifre'iða var
eyðilagður. Óeirðir þessar hófust
í gærkveldi, eftir að maður nokk-
ur kastaði flösku á hóp Múham-
eðstrúarmanna, sem fóru í hóp-
göngu um götur borgarinnar.
Lenti allt í báli og brandi með
fyrrgreíndum afleiðingum. Margt
bendir til, að óeirðir þessar hafi
verið fyrir fram undirbúnar, en
rannsókn fer nú fram þar að lút-
andi. Erlendir blaðamenn, sem
fóru um borgina sögðu, að þar
væri ljótt um að litast, eyðilagð-
ir bílar á víð og dreif og glerbrot
úti um allt.
Fyrstu fréttir af átökunum
hermdu, að fjórir menn hefðu lát-
izt, en í dag fann lögreglan lík
fjögurra manna í viðbót.
Starfandi forsætisráðherra
Malaysíu-sambandsins, Tum Abdul
Razak kom í dag frá Kuala Lum-
pur til Singapore til að kynna sér
hið alvarlega ástand þar. Gekk
hann strax á fund forsætisráð-
herra Singapore, Lee Kuan Yew
og ræddi við hann um aðgerðir
til að koma í veg fyrir frekari
óeirðir.
Um svipað leyti barst lögreglu-
liðsauki frá Kuala Lumpur.
JOLAFERÐ
GULLFOSS
Vegna mikillar eftirspurnar hef-
ur Eimskipafélagið úkveðið að
skipið fari eina aukaferð í des-
ember til Kaupmannahafnar og
Leith. Fer skipið frá Reykjavík
11. desember og verður komið
aftur til Reykjavíkur 26. desem-
ber og eiga farþegar í þessari
ferð því jólahelgina á hafi úti.
Byrjað er að selja farmiða í þessa
ferð. ] MYNDIN hér aS ofan er tekin í Harlem í fyrradag og siást Jlu-iitsu-lög-
Ferðaáætlun m.s. „GULLFOSS“ , reglumenn meS hjálma á höfSum, beita kylfum sínum gegn svertingja,
fyrir árið 1965 kemur út á næst-1 sem tók þátt | mótmælaaðgerðum fyrir framan kapelluna, þar sem lík
unni. Er byrjað að taka á móti blökkudrengsins, sem lögreglumaður skaut til bana á flmmtudag, stendur
Framhald & 15. síðu upp|.
gegn svertingjnm
NTB-New York, 22. júlí.
Snemma í morgun skaut lög-
reglumaður í New York svert-
ingja einn í brjóstið, sem grun-
aður var um að hafa stolið alls
konar vörum úr búð í Brooklyn.
Einnig var skotið á annan svert-
ingja, sem staðinn var að þjófn-
aði meðan á óeirðum stóð. í óeirð-
unum í nótt varð lögreglan að
skjóta tugum aðvörunarskota yfir
höfuð svertingja í Bedford-Stuyve-
sant-borgarhlutanum, sem stund-
um gengur undir nafni Litla Har-
lem í Brooklyn.
Nokkrir lögreglumanna urðu
fyrir flöskukasti og meiddust og
j f jöldi búðarglugga var brotinn og
bflar skemmdir.
Margir óeirðarseggja voru tekn
ir höndum. Orsök óeirðanna var
sú, að um 500 negrar fóru í mót-
mælagöngu og til að aðvara þá,
sendi lögreglan á loft marga flug-
elda í námunda við þá. Svertingj-
arnir héldu, að skotið hefði verið
að þeim af byssum og greip um
sig mikil hræðsla og öngþveiti
þeirra á meðal.
í dag átti Johnson forseti sím-
tal við Robert Wagner borgar-
stjóra og ítrekaði, að rannsakað
yrði niður í kjölinn, hvort sam-
bandslögin liefðu verið brotin í
óeirðunum. Á sama tíma stóðu lög
regluþjónar tugum saman vörð I
Harlem með stálhjálma á höfði
og kylfur og skammbyssur.
MIÐVIKUDAGINN 22. júlí. —
Óhagstætt veður var á sfldamiiðun
um fyrir austan s. 1. sólarhring,
en með morgninum fór veður batn
andi. Um 80 sjómflur AaN frá
Langanesi voru nokbur skip að
veiðum og var þar gott veður. —
Sfldarleitinni var kunnugt um afla
6 skipa samtals 2.900 mál og tunn
ur.
Gjafar VE 200, Loftur Baldvins
son EA 600, Elliði GK 300, Eld-
borg GK 1000, Snæfell EA 500,
Stígandi OF 300.
FLUGDAGUR / EYJAFIRÐI
NTB-Bonn, 22. júlí.
Aleksej Adsjubei, tengdasonur
Krústjoffs, forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna og aðalritstjóri Isvestija,
sem dvelur í hálfan mánuð í
Vestur-Þýzkalandi í boði þriggja
blaða þar, átti í dag viðræður við
Ludwig Erhard, kanslara Vestur-
Þýzkalands, eftir tilmælum
sovézka sendiráðsins í Bonn.
Segja sumir, að hugsanlegt sé, að
Adsjubei muni ryðja veginn fyrir
heimsókn Krústjoffs sjálfs til
V-Þýzkalands síðar á þessu ári.
Hér á myndinni sést Adsjubei
við komuna til Diisseldorf fyrir
tveim dögum.
] HS-Akureyri, 22. júlí.
Næstkomandi sunnudag verður
jhaldinn fiugdagur á Mejgerðis-
' mehim í Eyjafirði. Þar verður
• sýnt svifflug, vélflug og ýmiss
konar útbúnaður til leitar og björg
unar. Að þessum ilcgi standa Flug
I björgunarsveitin á Akureyri, Svif
; flugfélag Akureyrar og Flugskóli
Tryggva Helgasonar
Laugardaginn 25 júlí kl. 2 e.h.
er fyrirhugað yð dreifa auglýs-
ingum úr flugvél yfir bæinn, og
gildir hver auglýsing sem happ-
drættismiði Vinningar í því happ-
drætti eru 18 flugmódel, gefin af
þeim, er með bá hluti verzla á
, Akureyri Dregið verður á Mel-
; gerðismelum að afloknum sýning-
j um á sunnudag og haldið áfram,
■ þangað til öll módelin eru út-
i gengin.
j Kl. 6 e.h. á laugardag verður
sviffluga dregin inn yfir bæinn og
lendir hún á íþróttavellinum Um
kvöldið verður síðan dansleikur
í Sjálfstæðishúsinu, og gilda að-
göngumiðarnir einnig sem happ-
drættismiðar, og verður dregið á
miðnætti um flugfar Akureyri —
Reykjavík — Akureyri og hring-
flug með svifflugu
Á sunnudag hefjast sýningar á
Melgerðismelum kl. 2 e.h., og gefst
þá mönnum kostur á að kynnast
ýmsum atriðum varðandi svif- og
vélflug og enn fremur öllum út-
búnaði flugbjörgunarsveitarinnar.
Aðgangur verður kr. 25.00 fyrir
fullorðna og kr. 10.00 fyrir börn.
Heitar pylsur, gosdrykkir o.fl.
verða til sölu á staðnum. Flugdeg-
inum lýkur síðan með dansleik
að Hótel K.E.A. um kvöldið, og
gilda þeir aðgöngumiðar sem happ
drættismiðar, þar sem keppt verð-
ur um fjóra hringflugsfarmiða,
með Norðurflugi, og dregið verð-
ur á miðnætti Ferðaskrifstofian
Lönd og leiðir h.f. mun skipu-
leggja ferðir í sambandi við sýn-
inguna á Melgerðismelum.
2
T í M Í N N, fimmtudagur 23. (úlí 1964.