Alþýðublaðið - 21.05.1953, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.05.1953, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 21. maí 1953 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Á S.L. VETRI kam fram til- laga í bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar um að vinna hér að stofnun byggðasafns. Hlaut tillagan ein róma samþykki og voru- undir- ritaðir kosnir af bæjarstjórn í »byggöasafnsnefndu. Nefndin hefur haldið 2 fundi og orðið sammála um að kynna bæjarbúium áfrom; sín, sem og öðrum þeim, er styðja vilja að j þessu menningarmáli Hafnfirð inga. Hefur nefndin ákveðið að gangast fyrir söfnun gamalla muna og mynda, sem tengt væri mennir.gar- og atvinnu- sögu Hafnarfj arðarhæj ar. Vill nefndin t. d. benda á, bó það út af fyrir sig sé eigi tæm- andi, að hún leggur kapp á að safna til byggðasafnsins: I. Muni, sem liðnir merkir Hafnfirðingar hafa eftir sig látið. II. Myndir af Hafnarfirði, áð ur en bærinn tók bann svip, er hann hefur nú, og þá sérstak Iega myndir af bænum eða hluta af -homum frá síðustu öld. III. Áhöld, sem notuð voru við hvers konar atvinnustarf- semi um og fyrir síðustu lada- mót. Kemur þar til greina: a. Áhöld notuð innan húss. b. Áhöld notuð til heimilis- iðnaðar. c. Áhöld notuð til fiskveioa, t. d. á opnum bátum, skútum o. s. frv. d. Áhöld notuð til heyskapar og við búskap. e. Áhöld notuð til Iðnaðár í smiðjum o. s. frv. Þó hér sé eigi gerð tæmandi upptalning, útilokar það eigi, að fleira getur komið- tii greina, sem nota má í framan- greindu augnamdði. Nefndin beinir þeirri ósk til Hafnfirðinga yfirleitt, og einn- ig til þeirra gömlu Hafnfirð- inga, sam. nú eru fluttir úr bæn um, og annarra, sem styðja vilja þessa starfsemi, að veita nefndinni aðstoð með söfnun áðurtaldra m-una og mynda, gefa henni ábendingar, t. d. hvar gamilir munir, sem vel væru komnir á byggðaisafnið, væru niður komnir. Nefndin treyistir fvrst os frem.st á begn skáp þes.sara fyrrtöldu áðila, að vera nefndinni til aðstoðar í starfinu, þar sem hér er um mikið menningarrhál að ræða, sem. seinni tíminn mun fyrst og fremst njóta. Oskar Jónsson. Kristinn Magnússon. Gísli Sigurðsson. Félagslíf Páll Arason fer (í 2Vé dags ferðalag austur að Kirkju- bæjarklaustri um Hvítasunn- una. Farið verður kl. 13 á laug- ardag og komið aftur á mánu- dagskvöld. Farseðlar seldir í Ferðaskrifstofu ríkisins. Stjórnraskrármálið Framhald af 5 siðu. Efri deildar á annan hátt en Neðri deildar, til dæmis af fertugu fólki aðeins eða úr hópi einhverra sérfræðinga eða embættismanna, og bætti þá sjálfsagt mörgum skörin færast upp í bekkinn. Eðlileg- ast virðist að leggja deildina niður en fjölga þess í stað um ræðuin í Neðri deild (sem nú er) og takmarka undanþágur frá þingsköpum til þess að f^yggja betur vandlega athug- un mála. VALD FORSETANS OG FRÁMKVÆMDAVALDIÐ, Skipting dómsvalds, löggjafa valds og framkvæmdarvalds yrði framvegis með líku sniði og nú er. Lýðveldi, sem býr við þingræði og lýðræði, getur ekki komið sér upp neinni ein ræðissinnaðri toppfígúru. Þó mætti hugsa sér að auka vald- svið forsetans við stjórnar myndanir þannig, að ef þing hefði ekki mvndað stjórn inn an ákveðins tíma eftir nýjar kosningar eða stjórnarskipti vegna vantrausts, þá hefði for seti vald til stjórnarmyndunar á eigin ábyrgð, sem þó yrði að víkja strax og þingið sjálft gæti myndað stjórn. Einnig mætti ef til vill eitthvað auka vald hans til þingrofs. En æðsta valdið verður að vera hjá alþingi og þeirri ríkis- stjórn, sem á þess ábyrgð starf ar. Kostir lýðræðis og þingræð is, sem er eina stjórnarform, er hæfir frjálsum mönnum, eru svo miklir, að vel má sætta sig við nokkra annmarka þess_ SKILNAÐUR RÍKIS OG KIRKJU. Margir, einkum úr hópi vinstri manna í landinu, telja hann sjálfsagðan. Að minni byggju myndi það fyrst og Tremst hleypa óhollum vexti í illskonar sértrúar- og kreddu- Ilokka. Auk þess virðist það að eins vera að neita staðreynd- um, ef menn viðurkenna ekki þýðingu, afl og gildi kristinn- 'ar trúar. Þó okkur virðist kirkj una skorta þetta sama og okk ur sjálf, andlegt hugrekki, djörfun og hreinskilni, ber ekki að skipta á henni og öðru verra. Einkum skyldu þeir fara þar varlega, sem í einlægni vilja berjast fyrir miskunn- semi, réttlæti og friði. AÐ IIVERJU EIGA ÁKVÆÐI STJÓENARSKRÁRINNAR AÐ HNÍGA? Fyrst þarf að losna algjör- lega við gömul og úrelt ákvæði sem eru eins konar arfur horf- inna tíma og nú aðeins til traf- ala. Hornsteinar nýrrar stjórn- arskrár aettu að vera frelsi og friður. Engin ákvæði mega þar finnast. sem geta orðið hættu- leg frelsi okkar, sjálfstæði og sjálfræði yfir landinu okkar, gögnum þess og gæðum. Við erum smáþjóð, friðsöm og vopn laus og ætlum að halda áfram að vera það. Engin ákvæði stjórnarskrárinnar mega brjóta í bága við þdssa hugsjón. En hvað getur hún svo tryggt okkur? Um það verða áreiðanlega skiptar skoðanir. Treystum við okkur til að láta hana tryggja rétt til \dnnu og menntunar og félagslegt ör- yggi? Mar.gir myndu óttast, að hér yrði aðeins gefið á papp- írnum. en efcki í veruleikan- um. En er samt ekki betra að setja markið hátt og reyna-svo af öllum kröftum að ná því, heldur en að leggja aldrei af stað af ótta við að áfangastaðn- um verði ekki náð? Ákvæði um jafnrétti karla og kvenna, meðal annars rétt til siamu launa, eru svo sjálf- sögð, að ekki ætti að valda teljandi deilum. Einnig ákvæði til verndar og öryggis mæðrum og börnum. Er hér þá aðeins stiklað á allra stærstu atriðun- um, því að ógerningur er að gera þeim öllum skil í einni b’aðagrein. En aldrei megum við gleyma því, að stjórnarskrá, hvernig sem hún er úr garði gerð, verð ur aldrei allra meina bót. Það þarf meira til. Þjóðfélagið, get- ur verið sjúkt af spillingu, rangsleitni og yfirtroðslum, þó að stjórnarskráin sé hin feg- ur,sta í heimi. Heilbrigt og kröft pgt þjóðlíf gæiti þróast, þó að stjórnarskráin væri léleg eða jafnvel engin.. Þú og ég, orð okkar og gjörðir, leiðirriar, sem við förum, stefnurnar, sem við styðjum, kostirnir, sem við veljum, eru byggingin sjálf. •— Hún er undirstaðan, eins og sagt var í upphafi. Svava Jónsdóttir. um vanskila á söluskalti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í 4 mg. 3. gr. laga nr, 112, 28. desember 1950 verður I atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt 1. ársfjórðungs 1953, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreidda söluskatti ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvum, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli. Við framkvæmd lokunarinnar verður enginn frestur veittur. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 20. maí 1853, SIGURJÓN SIGURÐSSON Tilboð óskast um að byggja verzlunarhús í Bústaðahverfi. Útboðslýsing og uppdrættir verða afhendir í Teiknistofu Sigmundar Halldórssonar, Borgartúni 7 klukkan 17—19 í dag og á morgun gegn 100 króna skilatryggingu. Borgarsíiórinn. Tveir um Goðafoss Fr.amhald af 1. síðu. sem í skininu voru, rauni vera ónýtar, en liins vegar hafi verið í því verömætir málrpar. Einkum sé mikið verðmæti í strengjaefni úr kopar fyrir rafvei,tur off ýms um öðrum ryðfríum málinum, t. d. zinki og ryðfríts stáli. 5000 KASSAR AF ÁFENGÍ Þá voru í farmi skipsins 5000 kassar af áfengi, bæði whisky og aðrar áíenrisíeg- undir á flöskum. En áféngið segir Lárus að sé ónýtt, þ. e. a. s. það hafi runnið úr fíösk unuin út í sjóinn, því að vatns þunginn þrýsti töppunum inn, og opnisrt flöskurnari á þann hátt. Umsóknum fyrir böin á cíagheimiíið verður veitt móttaka næstkomandi föstudagskvöld klukkan 8,30 í Ðagheimilisliúsinu. DAGHEIMILISNEFNDIN. DESINFECTOE S S s s s s s s fr vellyktandi aótthreins s andi vökvi, nauðsynleg-S ur á hverju heimili tilS sótthreinsunar á mun- S um, rúmfötum, húsgöga^ um, símaáhöldum, and- ^ rúmslofti o. fl. Hefur ^ uxrniö sér rrúklar vinú sældlr hjá öÖum, sem • hfifa notfið hasn. r s * Landhelgisdeilan Framhald af .1. síðu. ur í þá átt að tryggja lausn deil unnar, en íslenzka rí'kisstjórn- in hefur á enga þeirra getað | fallizt, heldur hefur hún ávallt krafizt, að allar tilsiakanir' væru gerðar af brezku ríkis-1 stjórninni eða þeim brezkum hagsmunum, sem hlut ættu að móli. Með tilliti til þessa getur brezka .ríkisstjórnin því miður ekki. gert frekari lillögur til .lausnar deilunni. Hins vegar er hún fús til þess hvenær sem er að taka til athugunar hvers kon ar raunhæfar tillögur, sem ís- lenzka ríkisstjórnin kynni. að gera í því skyni að leysa vanda mál, sem brezka ríMsstjórnm hefur að vísu ekki stofnað til, en þykir mjög leitt að hafi ris- ið vegna þeirrar tritflúnar, sem það hefur valdið á hinni lang- varandi vinsamlegu sambúð ís lendniga og Breta." U tanríkisráðuney tið, Reykjavík, 20. maí 1953. inu Framhald af 8. síðu. dulnefni eða nafnlausir, og er það ein af nýjurigúm í’itsins. Enn fremur er Jjáttur, sem néfnist Á förnum vegi, og kenn ir þar ýmissa gi’asa, en höfund- ur hans kallar sig Göngu-Hrólf. VERÐLAUNASAMKEPPNI ' Tilkynnt er í Helgafelli, að tímaritið efni til nýstárlegrar verðlaunasamképprii. í tilefnj sextugsafmælis ’ Ásmundar Sveinssonar efnir það til sam- keppni um myndlistarverk, teikningu, mólverk eða högg- mynd, sem gert er með hliðsicn af einhverju þjóðkunnu kvæði eftir 20. aldar skáld. - Verða veitt verðlaun fyrir brjú beztu verkin, 500 ikrónur fyrir hvert. Dómnefndina skipa Björn Th. Björnsson listfræðingur og mál ararnir Sigurður Sigurðsson. og Þorvaldur Skúlason. Enn frem ur efnir tímaritið til samkeppni um ljóð, smásögu og leikþátt. Verða veitt 500 lcrcna verðlaun fyrir beztu verkin i hverri grein, eitt eða fleird. ’Dóm- nefndina sMpa Lárus Pálsson leikari og ritstjórar Helgafells. Síðar mun tímaritið efna til samfceppni fynir tónlistarmenn. Kaupið Aiþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.