Tíminn - 23.08.1964, Blaðsíða 6
am
Þykkvibærinn er mesta kartöfluræktarsveit á landinu. Þar eru margir bændur mjög háðir kartöfluuppskerunni
um afkomu alla. Tallö er, aö skaði þeirra sumra hafi verið allt að 150 þús. kr. á einni frosfnótt í vikunni,
því að þar gerféllu grös á nær öllum ökrum. Sú nótt skerti árslaun þessa fólks um þriðjung eða meira. Alllr
sjá, að ekki er búandi við slíkt öryggisleysi í framleiðslu neyzluvöru, sem þjóðin getur ekki án verið.
A skamoiri stundu
Breylingin er eina iögmál is-
lenzkrar veðráttu. Síðasta vika
gaf því orði sigur. Um síðustu
helgi skipaðist veður í lofti á
skammri stundu. Blíðviðrið,
serfi ríkt hafði fyrri hluta ágúst,
mánaðar svo að segja um allt
land, varð í einu vetfangi að
illhryssingslegu norðanáhlaupi,
sem harðnaði eftir því sem leið
á vikuna og endaði með evði-
legging^irfrosti sunnan lands og
snj'ókomu í byggðir niður norð
an lands. Góðviðrið hafði gert
menn bjartsýna. Heyfengur
mikill og góður hafði bjargazt í
hús og mikill síldarafli borizt
á land. Með því eru að vísu
fengnar meginstoðir undir góða
afkomu landsmanna á þessu ári,
en þó ekki allt fengið.
Nú hefur síldarflotinn legið
vfku í landvari og beðið veðurs
og meiri aflafanga. Ef síldar-
vertíð er nú lokið, verða upp-
gripin ekki eins mikil og afla-
brögðin í góðviðri miðsumars-
ins gáfu vonir um. Og margar
verstöðvar á Norðurlandi geta
ekki fagnað góðu atvinnusumri.
Allt breyttist á
einni nóttu
Þegar ágústdagarnir liðu
hver öðrum bjartari og
hlýrri, var það mjög haft á
orði, að uppskera garðávaxta
einkum kartaflna mundi verða
mikil og góð, jafnvel svo að
fengist tvöfalt það magn, sem
landmenn þurfa til neyzlu. Veð
urbreytingin hefur nú sýnt, að
óþarflega snemma var til orða
tekið um þetta. Kartöflurækt-
in er óvissasta búgrein, sem
rekin er í landinu, jafnvel óviss
ari en kornrækt. Þar er allt
undir því komið, að síðari hluti
ágústs haldist frostlaus, og þar
skiptir sköpum, hvort mælirinn
fer niður fyrir frostmarkið eða
ekki á einni kaldri nóttu. Það
gerðist eina eða tvær nætur í
vikunni sem leið á Suðurlandi.
Þá var ekki að sökum að
spyrja. Þá gerbreyttist allt á
einni nóttu í mesta kartöflu-
ræktarhéraði landsins. Þeir
akrar, sem voru grænir með
mikil uppskeruloforð að kvöldi,
blöstu kalnir og svartir við að
morgni. Bóndinn hafði á þeirri
dýru stundu misst helming árs-
tekna sinna, að því er talið er,
því að kartöflur eru ekki nema
hálfsprottnar.
Öryggisleysi sem ekki
verður við unað
Þetta er engin nýlunda. Upp-
lýst er, að þetta sé í þriðja sum
arið í röð, sem frost rýrir þessa
uppskeru í verulegum mæli.
Kartöfluræktin er ein þýðingar
mesta búgrein í landinu til
framleiðslu neyzluvara, sem
ekki er hægt að vera án. En
þótt frostskemmdirnar nái
ekki um land allt, má öllum
vera Ijóst, að hverjum kartöflu-
bónda er óbúandi við þetta ör-
yggisleysi. Til arðbærrar kart-
öðuræktar er mikil vélnýt-
ing nauðsynleg, og akrar verða
I
því að vera stórir. Af því leiðir,
að varla er um annað að
ræða, en bændur stundi þá
ræktun svo að segja eingöngu,
þar sem skilyrði eru bezt. Verð
ur þá öll afkoma bænda undir
þessari stopulu uppskeru kom-
in. Þar sem ræktun þessi er
svo mikil þjóðarnauðsyn, verð-
ur að veita henni eins mikið
öryggi og unnt er: En í því
efni er örðugt um vik.
Vísindamenn glíma að vísu
við það víða um heim að
rækta frostþolin kartöfluaf-
brigði, sem þó séu góð til
manneldis um leið. Hvort sem
það tekst eða ekki, verður kart-
öflurækun varla gerð örugg á
íslandi með þeim hætti á næstu
árum. En einhvers konar upp
skerutryggingu verður að koma
á. Kartöfluræktin hefur verið
hornreka. Afurðalán eru ekki
veitt út á garðávexti eins og
aðra framleiðslu á landi eða
sjó. Framsóknarmenn hafa bor
ið fram tillögur um þetta, en
þær hafa ekki náð fram að
ganga. Úr því ranglæti verður
að bæta.
Uppskerutrygging
Tímabært er orðið að koma
á einhvers konar uppskeru-
tryggingu fyrir kartöfluræktar-
bændur eins og aflatryggingu
fyrir útveginn. Á því má að
sjálfsögðu hafa ýmsan hátt. í
góðum uppskeruárum mætti
greiða gjald af sölu kartaflna í
tryggingasjóð, og ríkið leggði
síðan nokkuð á móti, en bætur
yrðu síðan greiddar þeim, sem
verða fyrir uppskerutjóni af
frosti. Ef ekkert er að gert í
þessa átt, má búast við, að
bændur hverfi frá kartöflurækt
un og landsmenn skorti þá
þessa nauðsynjavöru eða verði
að flytja hana inn fyrir erlend
an gjaldeyri að mestu eða
öllu.
Framsóknarmenn fluttu á
síðasta þingi athyglisverðar til-
lögur um bútryggingar. Þær
þurfa að koma, ekki aðeins í
þessari búgrein, og meira
öryggi um alla afkomu í land-
búnaði almennt á því mis-
viðrasama landi, sem við bú-
um á, er eitt mikilvægasta fram
faramál landbúnaðar nú á dög-
um og ekki sérmál bænda
einna, heldur allrar þjóðarinn-
ar, sem getur ekki án neyzlu-
varanna verið, og það er í
samræmi við þá lífstrygginga-
stefnu, sem hvarvetna er boð-
orð dagsins í sæmilegum þjóð-
félögum.
Þeír lækkuðu
Málgögn stjórnarflokkanna
halda því fram, að engin leið
sé til að lækka þá skatta, sem
þegar hafa verið lagðir á á
þessu ári, og er þá borið við, að
framkvæmdir muni dragast
saman og ríki og sveitarfélög
komast í fjárhagsvanda. Þess
ar fullyrðingar eiga ekki við
rök að styðjast. Ríkissjóður inn
heimtir svo mikið um fram
þarfir í óbeinum sköttum og
tollum, að milljónahundruð eru
þar í handraða, og ríkið gæti
fellt niður allan tekjuskatt, án
þess að sá sjóður væri upp ét-
inn. Bæjarfélög eru að vísu
verr sett, því að þau hafa yfir-
leitt ekki innheimt á sama hátt
um fram þarfir þó að dæmi séu
til þess. En ríkið gæti hæglega
bætt þeim upp nokkra útsvars-
lækkun með umframtekjum sín
um á þessu ári. Með skipulegri
samvinnu allra flokka, eins og
Framsóknarmenn stungu upp á,
hefði verið hægt að finna lækk
unarleiðir eða aðrar hjálparráð
stafanir til þess að draga úr
illum afleiðingum þeirrar
skattaholskeflu, sem ríkisstjórn
in hefur allt í einu skellt yfir
þjóðina.
Þær fregnir hafa t. d. borizt,
að einn hreppur, Njarðvíkur-
hreppur hafi horfið að því ráði
að lækka álögð útsvör um
15%, ekki talið annað fært.
Þessa leið hefðu vafalaust
fleiri sveitarfélög getað farið.
ef ríkið veitti þá aðstoð, sem
því er í lófa lagið að veita. En
til þess brestur allan vilja.
Dæmi Njarðvíkinga er lofsvert
og áminning til ríkisstjórnar-
innar, sem vert er að taka eft-
ir.
Verðmæti farö
forgörðum
Norðangarrinn hefur haldið
síldarskipum í höfn síðustu
viku og engin síld veiðzt. Tölu-
vert magn hefur þó borizt á
land í sumar, en verðmæti þess
er mun minna en heildarmagn-
ið gefur til kynna. Tiltölulega
lítið hefur verið saltað vegna
þess hve síldin hefur verið mis
jöfn og mikið gengið úr. Menn
geta þó gert sér vonir um að
yfir þá erfiðleika verði komizt
að verulegu leyti með hinum
nýju flokkunarvélum. En þótt
verðmæti síldarinnar sé helm-
ingi meira þegar hún er söltuð
en þegar hún fer til bræðslu
og mjölvinnslu er þó hægt að
gera enn betur og margfalda
verðmæti hennar.
Nýjar verkunar-
aðferðir
Varðandi verkun síldar til
manneldis hafa íslendingar um
áratugi nær einvörðungu bund
ið sig við verkun saltsíldar í
tunnur. Aðrar þjóðir verka síld
ina með margvíslegum hætti og
pakka í margs konar neytenda
umbúðir og það er sífellt við-
fangsefni að finna nýjar verkun
araðferðir nýjar pakkningar og
fylgjast með mörkuðunum og
tilreiða síldina og pakka eins
og neytendur helzt vilja fá
hana.
Jafnhliða þessu þurfa að eiga
sér stað stöðugar framleiðslu-
tilraunir, því að óhugsandi er
að vinna nýjum mörkuðum fót
festu á neytendamörkuðunum
án slíkrar starfssemi. En það
er ekki á færi einstaklinga að
UM MENN OG
ráðast í þetta hér á landi svo
nokkru nemi án stuðnings frá
ríkisvaldinu. Það sannar reynsl-
an. Slík starfssemi, neyzlurann
sóknir, kynning og auglýsing á
vörumerkjunum eru aðeins
einn þáttur stofnkostnaðar við
slíka framleiðslu.
Siglósíldin
Eins og menn muna réðust
Síldarverksmiðjur ríkisins í
það, að koma upp niðurlagning
arverksmiðju á Siglufirði. Var
farið smátt af stað enda um
algera tilraunastarfssemi að
ræða. Þessi verksmiðja hefur
þó sannað, að framleiðsla henn
ar er fyllilega samkeppnisfær,
bæði hvað verð og gæði snertir.
En þar með er ekki björninn
unninn. Þyngsta þrautin er þá
eftir, þ. e. að afla framleiðsl-
unni viðurkenningar og mark-
•aða erlendis. Meðan það er
ógert er stofnun þessa fyrir-
tækis ólokið, það er eftir að
leggja fram verulegan hluta
stofnkostnaðarins og án þess
að standa skil á honum er
ekki unnt að vonast eftir arði
af framleiðslunni. Síldarverk-
smiðjur ríkisins höfðu ekki bol
magn til að sinna þessu verk
efni. Þarna átti ríkissjóður að
taka við, en lét undir höfuð
leggjast og því fór sem fór.
Sölumennska c
auglýsingar
í grein, sem Jón Skaftason
ritaði í Tímann í síðustu viku
um markaðsmálin segir hann
um þetta atriði og gildi þess í
þjóðarbúskap okkar m. a.:
„Það er kunnar en frá þurfi
að segja, að samkeppni þjóða
um markaðina fer nú síharðn
andi. Það er ekki einasta nauð
synlegt að framleiða sem ódýr-
asta og bezta vöru, heldur er
jafn nauðsynlegt að sjá til
þess, að hún sé kynnt meðal
hugsanlegra kaupenda. í heimi
nútímans, sem ekki hvað sízt
einkennist af sölumennsku er
það bláköld staðreynd, ’að eng
in vara seldur sig sjálf, hversu
góð sem hún er. í samræmi við
þetta hafa þjóðir heims og
hinir voldugu verzlanahringir
beitt háþróaðri tækni í vöru-
kynningarstarfssemi sinni og
upplýsingasöfnun um markaðs-
málefni. Aðstaða þeirra, sem
ekki fylgjast með á þessu sviði
verður sífellt erfiðari og þeir
lenda að lokum undir í sam-
keppninni um markaðina. —
íslendingar hafa, sem eðlilegt
er. orðið heldur síðbúnir til
þessa leiks. en óhjákvæmilegt
er fyrir þá að ganga til hans af
fullum krafti.“
SkipwlagÖar markaðs-
rannsóknir
í lok greinar sinnar minnir
Jón Skaftason á tillögu þá er
Framhald á síðu 13.
6
T f MI N N . sunnudaginn 23. ágúst 1964 —