Tíminn - 23.08.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.08.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Flelgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta stjóri: Jónas Krisijánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu-húsinu. símar 18300—18305 Skril- stofur Bankastr 7 Afgr.simi 12323 Augl. simi 19523 Aðrai skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 90,00 á mán innan- landk — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Fleiri héraðsskóla Þær fregnir hafa borizt, aS Norður-Þingeyingar hafi 1 hyggju að vinda þegar bug að því á þessu hausti að hefja starf héraðsskóla í Skúlagarði í Kelduhverfi. Hér er um myndarlegt átak að ræða, og hafa heimamenn þar alla forustu, en ríkið, sem tekur æ meira við rekstri héraðsskólanna á þar lítinn. hlut að enn. Þess er að vænta, að myndarlega verði tekið á þessu máli af hálfu Alþingis með heimamönnum. En því er á þetta drepið hér, að það minnir á, að brýn þörf er nú á því að byggja nokkra nýja héraðs- skóla hið bráðasta í skólalausum héruðum. Héraðsskól- ar þeir, sem fyrir eru, eru allir meira en fullskipaðir, og unga fólkið bíður eftir skólavist eða verður að sækja hana í önnur héruð, þó að það vildi helzt njóta skóla- vistar í heimahéraði. Á síðustu árum hafa engir nýir héraðsskólar verið reistir, og viðbætur við hina eldri ekki nægar. Skagfirðingar, Eyfirðingar og Skaftfelling- ar, svo að einhverjir séu nefndir, bíða eftir sínum héraðsskólum, og eins mun ástatt um fleiri héruð. Á næstu árum verður að gera myndarlegt átak í héraðs- skólamálunum. Framsóknarmenn hafa flutt tillögur am úrbætur í héraðsskólamálum og byggingu nýrra skóla, en stjórnarvöld landsins þessi árin vilja fremur að ðöru hyggja. Ein syndajátningin enn Morgunblaðið játar nú skattpíningarsyndir sínar og stjórnarinnar svo að segja daglega. Ein syndajátningin í gær hljóðaði á þessa leið: „Almennmgur gerir sér loks grein fyrir því, að við erum komin oflangt á braut ríkisafskipta og skatheimtu." Þetta er feimnislega orðað. Það er langt síðan aimenn ingur gerði sér grein fyrir þessu, en ríkisstjórnin læt.ur nú loks undan sígaa fyrir þunga almenningsálitsins og læzt hafa framið afbrotið óvart. Skattpíning þessarar ríkisstjórnar er orðin mesta syndafall af því tagi síðan landið fékk sjálfstæði. Á fimm árum hafa óbeinir skattar verið þrefaldaðir, og loks var allt kórónað með ranglætis- breýtingum á lögunum um beina skatta s. 1. vetur, þar sem skattbyrðum stórgróðamannanna var að verulegu leyti velt yfir á meðaltekjumenn þjóðrfélagsins Skatt- svik eru ill, og rétt að koma í veg fyrir þau með hörðu eftirliti. En gott skattaeftirlit kemur ekki að haldi til lagfæringar á þeim skattsvikum, sem ranglát íhaids- stjórn hefur lögverndað eins og gert var s. 1 vetur. Spurningin er því sú, hvort iðrun íhaldsins sé svo mikil, að hún dugi til þess að þeim byrðum verði aftur lyft á herðar stórgróða- og stóreignamanna, sem réttmætt er að þeir beri. Um það spyr þjóðin. Hljóður ráðherra Gunnar fjármálaráðherra var ekki pennalantu.r í vor, þegar hann var að lýsa hinum „stórkostlegu“ skattalækk- unum, sem hann væri að koma á með síðustu brevtingum á skattalögunum. Þá skorti ekki faguryrði í stórletruðum greinum í Vísi. Nú er „skattalækkunin" komin til fram- kvæmda, og fjármálaráðherra ætti að geta tekið við sig- urlaununum. En nú birtist sjaldan mynd af honum í Vísi. engin grein um stórkostlega skattalækkun. Fjármálaráð herrann er hljóður þessa dagana og sinnir því engu. bó að hann sé kallaður fram á sviðið að lokinni þessari ein- stæðu leiksýningu hans. | Walfer Lippmann ritar um alþjóðamál!"*®*"""™’"" 1 . “ “ Kynþáttajafnrétti verður ekki kveðið niður með ofbeldisverkum Forsetakosningarnar í Bandaríkpnum í hausf munu snúast um kynþátítí málin “yrst og fremsf. ENDA þótt kynþáttaátökin séu einhver hin veigamestu í væntanlegri kosningabaráttu, er ekki enn búið að kveða upp úr um ágreininginn milli fram bjóðendanna og flokksstjórn anna. Öllum er auðvitað ljóst, að republikanarnir að baki Goldwaters vonast eftir að fá atkvæði allra þeirra, sem eru andstæðir jafnréttinu og yfir- leitt á móti uppsteit negranna eins og hann leggur sig. Öllum er einnig ljóst, að demokratar Johnsons forseta reikna með atkvæðum negranna og þeirra hvítu manna, sem aðhyllast jafnréttið í mismunandi mæli og mismunandi ört. En sá, sem les samþykktir fundar Republikana í San Francisco eða ræður frambjóð andanna, getur hvergi fundið nein ákveðin andmæli gegn jafnréttinu. Það er satt að segja kenning Goldwaters öld- ungadeildarþingmanns, að hann sé sjálfur fy.lgjandi jafn- réttinu, en hann álíti ekki, að samríkisstjórnin eigi að fást við að koma því á, heldur fylkisstjórnirnar ORÐIN, sem sögð eru, segja ekki allan sannleikann. Að baki orðanna um stjórnar- skrána, rétt fylkjanna og íhaldssemina, liggur hinn sögu- legi ágreiningur manna um. hvernig eigi að fást við undir- okaðan og andmælandi minni- hluta, hvort bæla eigi and- mælin niður eða ráða bót á ágreiningsefnunum. Þarna liggur hinn raunveru- legi ágreiningur milli Gold waters öldungadeildarþing- manns og Johnsons forseta, burtséð frá því, sem látið er í veðri vaka. í raun og veru er það afstaða öldungadeildar- þingmannsins að þjóðin eigi ekki að grípa fram fyrir hend- urnar á stjórnendum fylkja á borð við Wallace ríkisstjóra, þegar þeir bæla niður mótmæli negra. Það er enn fremur af- staða öldungadeildarþing- mannsins, að þjóðin megi ekki og eigi ekki að reyna að ráða bót á vandkvæðum negranna. AFSTAÐA Johnsons er sú, að ekki sé unnt að bæla mót- mælin niður nema ráðin sé bót á umkvörtunarefnúnum Það sé'mannlega ómögulegt að koma öðru fram án hins, að þagga niður i negrunum án þess að gera eitthvað til þess að hjálpa þeim. Þetta er ekki veikleiki eða friðkaup. Þetta er mannvit og stjórnvizka Þetta er hin fornfræga afstaða íhaldsmanna á borð við Ed- mund Burke, sem reyndi að hafa hemil á bandarísku upp- reisnarmönnunum með þvi að sættast við þá Það er að vísu alveg satt, og liggur raunar í augum uppi að kynþáttavandamálið verður ekki og getur ekki orðið leyst með samríkislögum einum. En ÍJ það er einnig satt, að úr kyn- Goldv/ater Faubus — einn af þeim ríkisstjórum demókrata í Suðurríkjunum, sem neita að sækja flokksþing Demó krataflokksins vegna andstöðu vlð mannréttindalöggjöfina. þáttaágreiningnum verður ekki dregið svo að viðhlítandi sé, með því að eftirláta fylkis- stjórnunum lausn hans og vona, að allt mannkynið breyti skyndilega um hjartalag Með- an Goldwater öldungadeildar þingmaður hefir þá afstöðu að andmæla afskiptum samríkis- stjórnarinnar af lausn deil unnar, er hann að þjóna þeim, sem ætla í raun og veru að brjóta mótmæli negranna á bak aftur með valdbeitingu ANNARS staðar og á öðr- um tímum hafa andmælandi minnihlutar verið knúðir til hlýðni, hversu réttmætur, sem málstaður þeirra var. Stundum hefir þetta aðeins tekizt um stundarsakir, stundum svo kynslóðum skipti, eins og til dæmis með Pólverja eftir skipti ríkisins, Og stundum hefir þetta tekizt fyrir fullt og allt, eins og með „villutrúar- menn“ á miðöldum Hvítir Suður-Afríkubúar við- halda í dag sínum lögum og sínum yfirráðum yfir kraum- andi mergð svartra Afríkubúa. En þegar um er að ræða Bandaríkin á síðari helmingi tuttugustu aldar, getum við ekki látið okkur dreyma um að sívaxandi andmæli banda- rískra negra verði þögguð nið- ur eða brotin á bak aftur með H valdi. Fyrst er á það að líta, að minnihluti negranna er of stór til þess að unnt sé að bæla hann niður. í öðru lagi eru umkvörtunarefni negranna of sönn og málstaður þeirra of réttmætur til þess að hinn mikli meirihluti láti sér lynda þær ógnir og þá grimmd, sem þyrfti til þess að þagga niður í þeim. EF VIÐ viðhöfum hin lítil- mótlegustu hugtök og snið- göngum allar hugleiðingar um rétt eða rangt, heiðarleika og manngæzku, þá er bandaríska þjóðin of mönnuð — eða of viðkvæm og lingeðja, ef menn vilja heldur aðhyllast það orðalag, — til þess að leyfa andstæðingum jafnréttisins að brjóta hinn óánægða minni- hluta á bak aftur með harðri hendi. Allur þorri bandarísku þjóðarinnar, er mótfallinn lög regluhundum, rafmögnuðum pískum, leyniskyttum, sprengju varpi á börn í sunnudagaskól- um og íkveikjum kirkna Það er mikill og voldugur sannleikur að Bandaríkja- menn eru andhverfir beitingu ógna til þess að kveða rétt- lætið niður Á þeirri stað- reynd getum við byggt þá sann færingu okkar að við munum aldrei grundvalla ríkisstjórn á hatri og aftökum eins og nazistarnir gerðu ÞETTA ræður úrslitum um það, að bandaríska þjóðin er af innsta eðli knúin til hinnar sáttfúsu íhaldssemi Burkes Samt sem áður hlýtur hver og Framnald á síðu 13 B ------ HMINN, sunnudaginn 23. ágúst 1964 — 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.