Tíminn - 23.08.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.08.1964, Blaðsíða 3
í SPEGLITÍMANS Ursula Andress leikur um þessar mundir í kvikmynd, ,£em Hammersimth Seven Arts er að láta taka í London, og kall- ast kvikmyndin „Hún“. Á MYNDINNI sjáum við Ursulu ásamt meðleikara henaiar í kvikmyndinni, áður óþekktum leikara, sem John Ricliardson heitir. * Minni hinnar öldnu kvík- myndasljörnu Bette Davis er augsýnilega ekki í sem beztu lagi. í minningum sínum „Ein mana líf“, segir hún m. a. frá sjálfsmorði einnar vinkonu sinnar, Claudía Dells. Og nú hefur frú Dells, sem ennþá lifir góðu lífi, höfðað mál á hend ur kvikmyndastjörnunni. ★ Einn hinna vinsælu „bobb- ya“, þ. e. lögreglumanna, í London, P. C. Heáth, hefur fengið viðurnefnið „Salomon konungur". Hánn fékk þetta nafn á Leicester Square nýlega, en það vakti athygli hversu fljótt og auðveldlega honum tókst að ráða þar harða deilu. Tveir bílstjórar komu hver á móti öðrum og ætluðu báðir að leggja bíl sínum í sama bíla stæðið, sem jafnframt var hið eina, sem laust var. Hvorug ur vildi víkja, og öll umferð stöðvaðist. Heath kom þarna að, og hvað átti hann nú að gera? — Hann var ekki lengi að finna lausnina. Hann gekk til bílstjóranna tveggja og sagði: — „Við köstum upp um þetta, drengir. Fram með pen inginn!“ Þeir sættust þegar á þetta, sigurvegarinn fékk bíla stæðið, en sá, sem tapaði, ók ánægður á braut og veifaði til lögreglumannsins um leið. — „Hann er betri en Salomon konungur" — sagði einn bíl- stjórinn, og þar með hafði Heath fengið nýtt nafn. Ferðalög vestrænna manna til austantjaldslandanna eru alltaf að aukast. Samkvæmt upplýsingum þeim, sem Janos Kadgr, forsætisráðherra Ung- verjalands, gefur í blaðinu „Figyeloe" í Búdapest, er búizt við að erlendir ferðamenn gefi landínu um 300 milljónir í er- lendum gjaldeyri þetta árið. Og búizt er við mikilli aukningu næstu árin. M. a. á að reisa 19 ný hótel með 10.000 rúmum í Búdapest og við Balaton-vatnið. ★ Ný alda gengur yfir Banda- ríkin þessa dagana. Ungar stúlkur gera nú hvað þær geta til þess að setja ný met í að svippa! Sem stenchir segjast þrjár stúlkur í Oxnard í Kali- forníu eiga metið, því að þær hafa saman svippað stanzlaust í 11 klukkustundir og 30 mín- útur. Dóttir danska dómsmálaráð- herrans, Hans Hækkerups, trú- lofaðist nýlega bandarískum froskmanni, Ross Smith að nafni, og fékk samstundis mik- inn áhuga á froskmennsku. Þau dvelja um þessar mundir í Eilat í ísrael, og á MYNDINNI t.v. sjást þau saman fyrir fram- am hótelið, en t.v. sést Eva Hækkerup í fullum herklæðum á leið í hafið. Hátíðanefnd brezkra námu- verkamanna reið á vaðið í Bret landi síðast liðinn sunnudag og hélt fyrstu fegurðarsam- keppni kvenna í topplausum klæðnaði! Fegurðardísirnar gengu út á 50 feta langan pall við Langold Lake rétt hjá Worksop og 14.000 námu- verkamenn frá Notthingham og Yorkshire komu ásamt konum sínum og börnum til þess að horfa á dýrðina. Hátíðarnefnd in átti í miklum erfiðleikum með að finna dómara, því að enginn karlmaður vildi gefa kost á sér, svo að nefndin varð að lokum að fá konu í dómara embættið. Sigurvegarinn hlaut síðan titilinn: Drottning hinna topplausu! Amor hefur ekkí verið iðju- laus í menntaskólanum í Wey mouth, Dorset í Englandi, held ur ráðizt af hörku mikilli á kennaralið skólans. Landa fræðikennarinn, Jack Morgan, kvæntist leikfimikennaran um, Edith Snell. Trúarbragða kennarinn, John Clark kvænt- ist stærðfræðikennaranum Anne Knight. Og síðan skelltu sögukennarinn Ralph Painter, og vísindakennarinn, Diane Champniss, sér í það heilaga. Geri aðrir skólar betur! ★ Þrír þekktustu blaðamenn Lundúna, Monica Furlong, Olga Franklin og Bernard Lev- in, hafa myndað með sér sam tök, sem hafa það takmark að útrýma The Beatles. Félags- skapur þessi kallast FFL, eftir fyrsta bókstafnum í ættarnöfn um þeirra þremenninganna. Þau segja hafa liðið nógu lengi undir þessari landplágu, og nú sé kominn tími til þess að kveða ,,drauginn“ niður. En það verður ekki létt verk. Bítlarnir eru ekki að- eins óhemju vinsælir, heldur hafa þeir einnig sterka formæl- endur meðal ráðamanna í Bret landi. Brezka blaðið „Time“ er á þeirra bandi, konungsfjöl- skyldan einnig, með Philip prins fremstan í fylkingu, og margir háttsettir menn innan kirkjunnar eru þeim eínnig hlýnntir, því að þeir segja, að æskan gæti fengið langtum verri hetjur til að tilbiðja, en Bítlana. En blaðamennirn- ir hafa einnig fengið marga stuðningsmenn, m. a. hinn fræga Noel Coward. Á mánudaginn hefst flokks- strönd rétt fyrir neðan- fundar- og er 22 ára gamall nemandi í þing bandaríska demókrata- húsið. Stúlkan, sem heldur á University of Indiana. Hún flokksins í Atlantic City. áróðursspjaldi fyrir Johnson ætlar bæði að vera viðstödd MYNDIN er tekin á sa«id- forseta, heitir Sacha Ordway flokksþingið og njóta sólar Bandaríska söngkonau Con- nie Franeis, 26 ára, hetur gift sig í fyrsta sinn og sÉst hún hér á MYNDINNI ás-anU brúð- ..... arkökucmi og hinum hamingju sama, Richard Kanellis. Hann er 33 ára gamall, og er þetta annað hjónaband hans. J 'TÍMINN, sunnudaginn 23. ágúst 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.