Tíminn - 23.08.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.08.1964, Blaðsíða 2
GRÆNLANDSFARAR . . FFaiphald aí X. síðu. - möguleika Grænlands sem ferðamannalands og þegar fram í sækti myndi Syðri- Straumfjörður verða aðal- áfangastaður ferðamanna til Grænlands. Þangað lögðu þeir féiagar fyrst leið sína, en héldu síðan áfram flugleiðis til Jakobs-hafnar. Diskó- eyjar, Góðvonarhöfða og Egede- minde. Acker skýrði og frá því, að er þeir voru á leið til baka til Straum fjarðar, eftir stutta ferð til Kulu- suk og Angmagssalik, hefðu þeir lent á innlandsísnum og þá hitzt svo skemmtilega á, að íslenzk flugvél var þar nýlent með ís- lenzka, svissneska og franska ferða menn. Sagði Acker, að þetta hefði vakið mikla athygli sína og við eftirgrennslan hefði komið í ljós, að íslendingar hefðu skipu- lagt 7 „lúxusferðir“ frá Reykjavík til Kulusuk og þær gefizt mjög vel. Væri farið snernma að morgni frá íslandi og aftur heim um kvöldið, eftir 6 klukkustunda ferðalög uim nágrenni bæjarins. Um möguleika Grænlands sem ferðamannalands almennt sagði Acker, að þeir væru góðir. SJÓNVARP EÉ'TIR 2 AR Framhald af 1. síðu. Snæfellsness. Stofnkostnaður þeirrar endurvarpsstöðvar er áætl- aður 9 milljónir króna. Tíminn fagnar því, að ríkis- stjórnin hefur nú tekið af skarið 1 þessu máli, en hins vegar verð- ur að harma það, að ríkisstjórnin virðist ekki ætla að fara að áætl- unum sjónvarpsnefndarinnar um sjónverpingu landsins. T.d. telur menntamálaráðherrann, að líða þurfi „nokkur ár“ þar til endur- varpsstöð verður reist á Skála- fellí, þótt hún kosti ekki nema 9 milljónir, en reksturskostnaður sjónvarpsins, sem er áætlaður 20 milljónir króna á ári miðað við 2—3 stunda útsendingu, myndi sáralítið aukast við tilkomu henn- ar og annarra endurvarpsstöðva, sem nauðsynlegt er að reisa til að sjónverpa allt landið. FÉ OG HROSS í BYGGÐ Framhald af 1. síðu. heiðum ofan og auk þess margt hrossa, enda væri eflaust mikill snjór til fjalla. — Þetta er það fyrsta, sem ég man eftir svona veðri héma, sagði bóndinn í Stafni. Á Mýri í Bárðardal fengum við þær upplýsingar, að töluvert bæri á því, að fé kæmi niður í byggð, en þar væri nú enginn snjór, heldur mjög mikil rigning og hvassviðri. MEIRI VÉLAKOSTUR Framnald af 1. síðu. (105) mykjudreifarar, 226 (184) áburðardreifarar, 565 (375) á-jbjuggu. Þar ólst Eyjólfur upp og Á grýttum vegum Það bíður margur vegar- tálmi á vegum ferðamanns. Það finna þeir, sem ferðast um öræfi íslands og vegleysur lítt numinna landa. En samt eru þær vegar- þrautir ekki síður erfiðar, sem verða á vegi örlaganna í vega- slóð kynslóðanna. Og því var það, sem meistarinn mikli sagði: „Eg er vegurinn“. Og ekki telur hann breiða og slétta veginn heppilegastan mannlegum þroska og full- komnun. Það mætti álíta, að honum hefði verið grýtta og þrönga brautin hugstæðust. Og úr sögu hans er Via Dolorosa1 þjáningabrautin frægust allra brauta. „Gata grjóti nokkru stráð, gerir fótvissan vegfara ungan“, — sagði ásjjnögur íslands forð- um, og tekur þar í sama streng. Fátt verður því með meira glæsibrag en brautryðjandinn, sá, sem ryður grýttu brautirn- ar, brýtur öðrum veg um önd- vegi og klif og fyrir enni brattra fjalla og múla, sem voru lengi hin versta töf. Sú saga er sögð, að voldugur austurlenzkur konungur lét setja voldugan stein á miðjan þjóðveg þann, er lá til sjálfrar höfuðborgar landsins. En sjálf- ur gerði hann sér aðsetur ekki fjarri þessum stað og athugaði viðbrögð ferðafólksins. Flestir lögðu leið sína til hlið ar við steininn mikla, og mynd uðu þannig smámsaman nýja krókaleið. Sumir námu staðar og reyndu að velta bjarginu frá, en bifuðu því ekki. Þá gáfust þeir upp og létu þeim, sem eftir komu, að bjargast sem bezt gat orðið. Að síðustu kom maður, sem fann að steinn þessi var ekki einungis í vegi fyrir honum heldur hlaut hann að verða öllum plága, sem um þennan stað þurftu að fara og þeim mun fleiri þar sem þetta var á alfaraleið. Með mikilli fyrirhöfn, erfiði og aflraunum, gat hann loks fjarlægt klettinn. Og eins og gerist í ævintýrum, þá fann siguvegarinn, brautryðjandinn, fagran fjársjóð úr gulli undir steininum. Konungur þessi hafði ákveð- inn tilgang með þessu uppá- tæki sínu. Hann ætlaði að kynna sér skapgerð þegna sinna, prófa, hvernig þeir tækju erfiðleikunum á lífsvegi sínum. En ekki bendir sagan þó á þá leið, sem varð skáld- inu, sem áður er vitnað í hug- stæðu, þegar hann orti: „Sterkur fór um veg þá var steini þungum lokuð leið fyrir.“ Þar komu til greina samtök til að velta hindruninni úr vegi. En hér í þessu forna, tákn- ræna dæmi er aðeins um einn að ræða. Og auðvitað varðar mestu um foringjann. Og þegar þessí dæmisaga er yfirfærð á sjálfa iífsbraut okk ar, þá kemur í ljós, að þar er mörgum björgum burt að velta. Og þar kemur óneitan- lega fyrst og fremst til greina fórnarlund og starfsfýsi þeirra, sem um veginn fara. Flestir ganga fram hjá. Reyna í lengstu lög að hliðra sér hjá erfiðleikunum. Og oft verða mestir erfiðleikarnir eín mitt við það að hjálpa þeim sem liggja særðir við veginn. Það verða þyngstu björgin að lyfta þeim upp á sína eigin eik og hefja hjálparstarfið. Og það sem undarlegast er, að þetta verður oft erfiðast vegna þess að hinn særði streytist á móti. Hann gæti verið eftirlátari við ræningjana heldur en hína, sem ætla að styðja og styrkja. Þannig er margt gamalt fólk, sem stundum er meðal hinna særðu við veginn, sem við göngum. Þannig eru drykkju- sjúklingar, eiturlyfjaneytendur og geðveikt fólk. En það und- arlegasta er samt, að þannig erum við sjálf. Þegar okkar eiginlega „ég“, persónuleikinn sjálfur, skynsemin eða hvað það nú nefnist, krefst breyt- ingar, hreyfingar, og þess að steininum sé velt frá á vegi lífsins í okkar eigin sál, lífs- venjum og störfum, þá segjum við nei, eínhver illur andi ger ir björgin jarðföst á leið til hamingjulandsins, og við göng- um fremur aftur á bak en velta burtu björgum fordóma, þröng sýni, ástriðna eða lasta. Og þannig getur orðið með heilar félagsheildír meira að segja kirkjan sjálf hefur tafizt þann ig á vegj fullkomnunar og fram þróunar, af því að hún viður- kenndi ekki björgin, vegartálm ana á sinni eigin leið. En konungur konunganna, hann, sem er vegurlnn til hinn ar sönnu hamingju, hefur tek- ið sér stöðu við veg þann, sem liggur milli Jerúsalem og Jerikó, fæðingar og dauða. Hann dæmir leikinn. Hann sér hvort við sláum sífellt undan örðugleikunum, göngum fram hjá, án þess að snerta björðin í götunni minnsta fingri. Hann veit hvort við trúum á tilgang þess að hjálpa hinum særðu, sem jafn- vel streytast á móti í lengstu lög, eða við sláum undan í efa og vantrú á mannlegt gull í mannsorpinu og hugsum: „Hér get ég ekkert. Þessum steini bifar enginn. Þessum manni getur enginn hjálpað. Þessi kona er alveg „háblaus" alveg örvænt með allt.“ En .þetta var synd .prestsins og Levítans, sem gengu fram hjá. Og þeim fannst sér ekkert koma það við, að greiða götu annarra. Það var hjartakuld- inn, kæruleysið, sjálfselskan, sem gagntók þá. En eigir þú hjartahlýju og sjálfgleymi, þá gengur þú ekki fram hjá heldur átt þann kraft, sem veltir úr vegi hinum þyngstu björgum. Þar gildir að hjálpa þeim, sem eru í sárustu neyð. En til þess þarf oft að fórna kröftum, tíma og pening- um. En engin gleði jafnast á við sigurgleði brautryðjand- ans. Hún er gullsjóðurinn und- ir grettistakinu. Árelíus Níelsson. Sextugur á morgun: Eyjólfur Kristjánsson fyrrv. forseti bæjarstjórnar í Kópavogi Eyjólfur Kristjánsson, á Brúar- ósi í Kópavogi, fyrrverandi for- seti bæjarstjórnar Kópavogskaup- staðar, verður sextugur á morg- un, mánudaginn 24. ágúst. Eyj- ólfur er fæddur að Holtastöðum í Reyðarfirði 24. ágúst 1904, sonur Aðalbjargar Kristjánsdóttur og Krýtjáns Eyjólfssonar, sem þar moksturstæki, 332 (242) sláttu-j dvaldist í Reyðarfirði fram á full- vélar, 621 (796) múgavélar og 176, orðinsár. Árið 1935 kvæntist hann (164) heyblásarar svo að eitthvað‘ágætri konu, Guðrúnu Emilsdótt- sé nefnt. | ur, Tómassonar. Er Emil lands- Skurðgröftur með skurðgröf-1 kunnur maður fyrir hraustleik um Vclasjóðs varð 1.5—1.6 millj-,sinn, góðar gáfur og traustleik í ón rúmmetrar á s.l. ári. Var sá’hvívetna. Dvelst hann nú háaldr-j háttur sums staðar hafður á, að aður hjá þeim Guðrúnu og Eyj- bændur greiddu gröfumönnum að- ólfi og er ern vel. Þau Guðrún og eins þann hluta kostnaðar, sem þeim endanlega ber að greiða, þ.e. 35% af heildarkostnaði við gröft- Eyjólfur eiga tvo syni upp komna hina efnilegustu menn. Eru þeir Kristján, sem nemur nú læknis- inn, og þótti bændum þetta mikið fdæði og Emil, sem er sendikenn- hagræði, segir í skýrslunni. Lok- ari í París. ræsaplógurinn, sem fluttur varj Þau Eyjólfur og Guðrún flutt- inn 1962 og kenndur er við pró- ust nýgift til Reykjavíkur, þar fessor Pentti Kaitera í Helsinki, j sem Eyjólfur stundaði ýmis var notaður allmikið í Ásahreppi. störf um skeið, en fluttust síðan og Holtahreppi í Rangárvallasýslu, í Kópavog, þar sem þau byggðu og virðist framræsla af slíku tagi og settust að á Brúarósi og hafa geta hentað vel víða á beitilönd-! átt þar heima síðan. Kópavogur tim og jafnvel ræktunarlandi. Slík jvar á þeim árum að byggjast og ræsla er mun ódýrari og auk þess, breytast úr fámennu hreppsfélagi verða spildurnar stærri og heppi-!í kaupstað. Eyjólfur hefur verið legri til þess að fara um þær með virkur þátttakandi í þeirri upp- vélum. _________ ibyggingu, og ýmis trúnaðarstörf fyrir byggðarlagið hlóðust að hon- um, enda ágætlega til þess fallinn, greindur vel, athugull og ekki flas- fenginn, tillögugóður í bezta lagi og velviljaður. Hann átti sæti í hreppsnefnd og bæjarstjórn Kópa- vogs um langt skeið og var árum saman forseti bæjarstjórnar. í ýmsum nefndum bæjarins hefur hann át sæti, fyrr og síðar, t.d. mjög lengi í fræðsluráði, og á þar sæti enn. Eyjólfur hefur oft gegnt verk- stjórastörfum fyrir Kópavogsbæ, annazt um skólagarða og ungl- ingavinnu og urn skeið var hann heilbrigðisfulltrúi bæjarins. Á síðustu árum hefur hann nær eingöngu stundað eigin búrekstur á Brúarósi. Eyjólfur Kristjánsson er á marg an hátt óvenjulegur maður og búinn góðum kostum. Glögg- skyggni hans og næmur skilning- ur á kjörum manna hefur aflað honum verðugra vinsælda. Hann athugar mál jafnan af rólegri yfir- vegun og leggur ætíð gott til. Tillögur hans eru ætíð jákvæðar, og manngreinarálit og hlutdrægni er honum fjarri. Hann er ekki fljótur til dóma, en þegar hann segir álit sitt, er það fastmótað og byggt á gaumgæfni og góðri yfirsýn. Ég veit, að margir telja sig eiga Eyjólfi góða samleið að þakka á liðnum árum og senda honum hlýjar óskir á þessum afmælis degi. Kópavogur er ungur bær, þó að frumbýlingsárin séu að baki. Fyrir einum áratug, er þar var að myndast sjálfstætt byggðarfélag, var við margan vanda að etja. En frumbýlingarnir þar tóku höndum saman hvar í flokki, sem þeir stóðu og áttu með sér heilt sam- starf á þessum fyrstu árum. Það skilaði þessu unga og fátæka byggðarlagi yfir margan örðugan hjalla á fyrstu göngu. Eyjólfur átti mikinn þátt í þessu samstarfi og þar kom fram heilsteypt skap- gerð hans og festa. í samskiptum við menn hafa þessir kostir jafnan ráðið gerðum hans. — Ég þakka Eyjólfi góð kynni, sem ég hef jafnan metið mikils, og ekki sízt samstarf í fræðslu- ráði Kópavogs um nokkurt árabil. Hygg ég, að undir þá kveðju muni allir þeir taká, sem þar hafa unn- ið með honum. — AK SllDAR- AFIINN Síldarfréttir laugardaginn 22. ág. Sæmilegt veður var á Reyðar- fjarðarýpi s.l. sólarhring og fengu þar 7 skip lítilsháttar veiði. 2 skip fengu síld 130 m. austur að norðri frá Langanesi, en þar er nú óhagstætt veður. Samtals fengu 8 skip 3.660 mál og túnnur. Sigurpáll GK 1000 mál, Gunnar SU 90 tn., Guðbjartur Kristján IS 200, Guðbjörg OF 100, Snæfell EA 600, Hrafn Sveinbj. III GK 370, Ásbjörn RE 500, Helga Guðm. BA 800 mál. Handbókband bókamenn, bókasöfn. Munið handbókbandið á Framnesvegi 40. Mikið úrval af 1. flokks efni, vönduð vínna. Reynið við skiptin. TÍMINN, sunnudaginn 23. ágúst 1964 — 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.