Tíminn - 23.08.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.08.1964, Blaðsíða 16
r r^zrrarasasnsssæa Sunnudagur 23. ágúst 1964. 190. tbl. 48. árg. I£2 Rannsakaður verður stöðugleiki skipa HF-Reykjavík, 22. ágúst. Hjálmar R. Bárðarson, skipa- skoðunarstjóri, hefur verið kjör- inn formaður sérnefndar innan IMCO,, Siglingamálastofnunar Sþ, sem rannsaka á allt í sambandi við stöðugleika fiskiskipa og finna mælikvarða til að dæma eftir stöð ugleika. Fyrsti fundur þessarar sérfræðinganefndar var haldinn í London, þar hefur Siglingamála- stofnunin aðsetur sitt, dagana 13. —-17. júlí síðastliðinn og mættu þar fulltrúar 14 landa. Á þess um fundi skiptu þátttökuþjóðir með sér verkum í sambandi við ýmsar rannsóknir, og verður árangri af þeim skilað á næsta fundi, sem verður í janúar 1965. Eins og áður er sagt, var Hjálm ar R. Bárðarson, skipaskoðunar- Héraðsmót í Strandasýslu Héraðsmót Fram sóknarmanna í Stramdasýslu verður haldið að | Sævangi, laugar- daginn 29. ágúst, og hefst það kl. 20.30. Ræðu flyt- ur Sigurvin Ein- arsson, alþingis- maður. Erlingur Vigfússon, óperusöngvari, syngur og leikari skemmtir. Hljómsveit Jóhanrnesar Péturssonar leikur fyrir dansi. stjóri kjörinn formaður nefndar- innar á fyrsta fundinum, en vara formaður var kjörinn G. C. Nick- um, fulltrúi Bandaríkja N.-Amer- Framh. á 15. síðu Mynd þessi sýnir sérfræð- ing athuga endurvarpshnöttinn, Syncom-3, á Cape Kennedy- höfða í gær. Hnetti þessum var skotið á loft í dag með alveg nýrri eldflaugartegund og heppnaðist skotið mjög vel. Hefur hnettinum verið komið fyrir á braut yfir Kyrra hafinu og þar á hann að gegna því hlutverki, að enthirvarpa sjónvarpsmyndum af Olymp- íuleikunum í Japan yfir til Bandaríkjanna. »ii r-r' - Sigurvhn Héraðsmot a8 Bif- röst í BorgarfirSi Framsóknarmenn i Mýrasýslu halda héraðsmót að Bifröst > Borgarfirði sunnudaginn 30. ágúst og hefst það kl. 21.30. Fjölbreytt dagskrá. Nánar auglýst síðar. á mun íieiri útlærðum dýralæknum EJ-Reykjavík, 21. ágúst. Nokkur dýralæknisumdæmi eru enn þá laus hér á landi og fást engir dýralæknar til starfa þar eins og er. Aftur á móti eru nokkrir við nám í dýralækningum erlendis, og munu einhverjir þeirra hefja störf hér að námi loknu, að því er Páll A. Páls- son, yfirdýralæknir, tjáði blað- inu í dag. Þrátt fyrir vöntun á dýralæknum, hefur tala þeirra þrefaldazt á þeim 30 árum, sem Dýralæknafélag fslands hefur starfað. Dýralæknafélagið hélt aðal- fund sinn dagana 15.—16. ágúst s. 1. að Bifröst í Borgarfirði, og var aðalmál fundarins umræður um gjaldskrá fyrir dýralækna og spunnust ura þau mál allmiklar umræður. Önnur mál, sem fund urinn tók til meðferðar, voru júgurbólguvandræðin, varnir og lækningar, sauðfjárveikivarnir og fleira. Margar skýrslur voru fluttar og haldið var 30 ára af- mælíshóf í sambandi við aðal- fundinn, sem kaus Guðbrand Hlíð ar sem formann félagsins, Jón 25 ára doktor meS ,magna cum laude' Halldór Elíasson BG-Reykjavík, 20. ágúst. Hinn 28. júlí s.l. Iauk ung- ur, íslenzkur námsmaður, Hall- dór Elíasson, doktorsprófi í stærðfræði við háskólann í Mainz í Þýzkalandi með glæsi- legum árangri. Hlaut hann vitnisburðiuin Magna cum laude fyrir ritgerð sína, og er það hæsta einkunn, sem gefin er. Halldór mun kenna stærð- fræði og eðlisfræði við Memita skólann í Reykjavík í vetur, en fer að öllum líkindum þar- næsta velur vestur um haf til Bauidaríkjanna til framhalds- rannsókna í stærðfræði. Af tilefni af þessum glæsi- lega námsárangri og ekki síður vegna fyrri námsferils hans, átti Tíminn stutt viðtal við hann í dag. Halldór er aðeins 25 ára að aldri og lauk því doktorsprófi á fimm árum. Hann er sonur hjónanna Guð- nýjar Jónasdóttur og Elíasar Ingimarssonar, sem búsett eru í Reykjavík. Varð stúdent úr stærðfræðideild M.A. árið 1959 og má geta þess, að þar fékk hann 10 bæði í stærðfræði og eðlisfræði. Hann hlaut 5 ára styrk Menntamálaráðs og hóf Framh. á 15. síðu Guðbrandsson, ritara, og Ásgeir Einarsson, gjaldkera. Blaðið hringdi dag Pál A. Pálsson, yfirdýralæknir, og sagði hann, að nokkur dýralæknisum- dæmi úti á landi væru laus: — Meðal þeírra umdæma, sem laus eru, má nefna Snæfellsnes- söslu, Barðastrandasýslu, ísa- fjarðarsýslu og báðar Skaftafells- sýslurnar. Við höfum því miður ekki fengið neina dýralækna til þess að starfa í þessum umdæm- um enn sem komiö er. — En eru margir við dýralækn inganám um þessar mundir? — Já, það munu vera 7—8 nem endur við nám erlendis núna, að- allega Noregi, Danmörku og Þýzkalandi. En það tekur jú sínn tíma, því að námstíminn er sex ár. Við vonum að sjálfsögðu, að eitt hvað af þessum verðandi dýralækn um komi hingað til starfa að námi loknu. — Er ekki erfitt starf að vera dýralæknir úti á landsbyggðinni? Framhald ó 15 síðu NEITAR STÖÐUGT KJ-Reykjavík 22. ágúst. Maðurinn sem kærður var fyr- ir nauðgun í fyrrakvöld, neitar stöðugt að hér hafi verið um nauðgun að ræða, heldur hafi allt átt sér stað með eðlilegum hætti. Lögreglurannsókn er lokið í máli þessu, og hefur það verið sent til afgreiðslu. Stúlkan sem hér um ræðir er 18 ára gömul en maðurinn 35 ára. Höfðu þau verið ásamt fleira fólki í viðkomandi húsi, og orðið að lokum tvö ein eftir. Þjóhrinn játar á sig fieiri þjéfnaði KJ-Reykjavík 22. ágúst. Stöðugar yfirheyrslur voru í gær yfir þjófnum sem handlek- inn var á Grettisgötunni í fyrra- dag. Hefur hann nú játað á sig fleiri þjófnaði í viðbót við þá fjóra, sem hann viðurkenndi strax við • fyrstu yfirlieyrslur. í vetur, og raunar allt fram á þennan dag hefur mikið borið á þjófnuðum úr ólæstum íbúðum um allan bæinn, og í sumum til- fellunum hefur heimilisfólkið ver ið heima þegar þjófnaðurinn var framinn. Eru slíkír þjófnaðir orðn ir allt að fimmtíu í allt, og hef- ur nú tekizt að upplýsa nokkra þeirra. í öll skiptin var farið inn í ólæstar ibúðir, og jgripið það sem hendi var næst, sér- lega þó handtöskur og veski í von um peninga. Þessi einhleypi mað- ur um fertugt sem handtekinn var í fyrradag, situr nú í gæzluvarð- haldi, og er ekki að vita nema hann hafi fleiri þjófnaði á sam- vizkunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.