Tíminn - 23.08.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.08.1964, Blaðsíða 15
ÞÖRF Á DÝRALÆKNUM Framhald af 16. síðu. — Jú, það er erfítt, og margir þeirra eru alveg yfirkeyrðir. Sum umdæmin eru einnig mjög stór, t. d. er aðeins einn dýralæknir fyrir mestan hluta Þingeyjasýslna, og einn dýralæknir hefur báðar Múlasýslurnar. Þeir þurfa því að ferðast mikíð, og oft um ilífærar leiðir, t. d. að vetrinum. — Og jeppinn er aðalfarar- tæki þeirra? — Já, nú orðið ferðast þeir mest í jeppunum. — Sækir kvenfólkið mikið í dýralækningar? — Það er nú frekar lítið. Þó mun ein stúlka nú vera við nám erlendis. — Er of erfitt fyrir stúlkur, að vera dýralækanr úti á landi? — Ég held, að þær geti alveg eins valdið því starfi eins og karl mennirnir. Þær eru að mínu áliti jafn duglegar hvað ferðalög og annað, sem dýralæknisstarfínu fylgir, snertir og karlmennirnir, í það minnsta miðað við,_ hvemig karlmenn eru orðnir á fslandi í dag. STÖÐUGLEIKI SKIPA Framhald af 16. síðu. íku. Þessi lönd eiga fulltrúa í nefndinni: Danmörk, Sambandslýð veldið Þýzkaland, Finnland, Frakk land, ísland, Ítalía, Japan, Hol- land, Noregur, Pólland, Svíþjóð, Sovét-Rússland, Bretland og Bandaríki N.-Ameríku. Auk þessa sat fund nefndarinnar fulltrúi frá FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnun SÞ. Nefndin gerði á fyrsta fund- inum mjög ýtarlega starfsskrá í 13 átriðum og gekk frá fyrstu leið beiningum sínum til fiskimanna, þar sem fjallað er um nokkrar tillögur varðandi ráðstafanír, sem til gagns megi verða, og því rétt að fylgja til að hindra minnkun á stöðugleika fiskiskipa í notkun. Mörgum reyndum sjómönnum eru eftirtalin öryggisatriði eflaust þeg ar Ijós, en á þau verður að líta sem leiðbeiningar til bráðabirgða, sem endurbættar verða síðar. Jafnframt leggur nefndin til, að þessara atriða verði getið við kennslu í skipstjórn og sjó- mennsku fyrir fiskimenn. Vegna plássleysis í blaðinu í dag verða leiðbeiningar til sjómanna að bíða til þriðjudags. 25 ÁRA DOKTOR Framhald af 16. síðu. nám í Marburg í Þýzkalandi og var þar hálft ár. Fór þá til Göttingen og las þar stærð- fræði og eðlisfræði sem auka- grein í þrjú og hálft ár og lauk diplom-prófi. Að því loknu fór hann til Mainz, þar eð prófess orinn, Klingenberg, er hann hafði unnið mest með í Gött- ingen, tók þar við prófessors- stöðu. Lauk hann svo doktors- prófi við þann skóla í lok júlí í sumar, eins og áður segir. Doktorsritgerð Halldórs, sem innan tíðar verður gefin út í þýzku stærfræðitímariti, nefn- ist á þýzku: Úber die Anzahl geschlossener geodatischen in gewissen Riemennschen Man- nigfaltigkeiten og er um 40 síður í stóru broti. Fjallar- rit- gerðin um efni, sem eru ofar- lega á baugi meðal stærðfræð- inga í heiminum, en spurning- arnar, sem glímt er við í dokt- orsritgerðinni, eru þó ekki nýj- ar af nálinni. Komu þær fram um síðustu aldamót, en nú fyrst eru stærðfræðingar að komast á sporið varðandi lausn þeirra. Segir Halldór að fræði- legi grundvöllurinn á þessu sviði stærðfræðinnar hafi ver- ið ófullkominn, en sér hafi tekizt að auka við hann og leysa ýmis dæmi, sem áður voru óleyst. Enda þótt Halldór vilji ekki gera mikið úr því, höfum við fregnað, að ritgerð hans sé mikilvægur grundvöllur fyrir frekari rannsóknir og má í því sambandi nefna, að pró- fessor Klingenberg, sem lét Halldór fá verkefnið, er dokt- orsritgerðin fjallar um, dvelur' nú í Bandaríkjunum til að halda áfram rannsóknum á þessu sviði. Segist Halldór hafa mikinn áhuga á að fara til Bandaríkjanna til að halda áfram rannsóknum sínum, en muni þó dvelja heima þennan vetur við kennslu. Sem dæmi um, hve mikils álits Halldór nýtur nú þegar, má nefna, að í sumar flutti hann fyrirlestur um doktorsritgerð sína. á al- .þjóðlegu stærðfræðingamóti í Obervvolfach í Þýzkalandi, og var fyrirlestri hans mjög vel tekið og mikill áhugi sýndur á verkefni hans. Var þetta eitt stærsta stærðfræðiþing, sem haldið hefur verið í Þýzka- landi. Aðspurður um framtíðar- áform segir Halldór, að að- staða til stærðfæðilegra rann- sókna hér á landi sé ekki góð og því sé ekki hægt að segja með fullri vissu, hvað hann geri í framtíðinni, þótt hann hafi fullan hug á að dvelja hér heima. Kjarfan sýnir Kjartan ö. Bjarnason er nú að leggja upp í kvikmyndasýningar- ferðalag um allt land. Mun hann sýna myndir úr Öræfaferð' með Guðmundi Jónassyni, m. a.: heimsókn Philíps prins, feg- urðarsamkeppninni 1964 og Surts- ey og vertíð í Eyjum. Fyrstu sýn- íngar verða á þriðjudaginn kem- ur á Patreksfirði, en alls mun Kjartan sýna á 80—90 stöðum á landinu. Aðaifundur F.U.F. Félg ungra Framsóknarmanna í Strandasýslu heldur aðalfund sinn laugardaginn 29. ágúst að Sævangi og hefst hann kl. 6. e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf og kosning fulltrúa á 10. þing Sambands ungra Framsóknar manna. JARÐAKAUP Höfum kaupendur að góð- um fjárjörðum á Suður- og Vesturlandi. SKIPA- OG VERÐBRÉFA- SALAN SKIPA- . LEIGA VESTURGÖTU5 Sími 13339. HUNDA- KðNSTIR Morgunblaðið, sem hefur komizt upp í að birta átta myndir af Bjarna Benedikts syni, forsætisráðherra, í einu og sama eintaki, gefur ferðamálastofnuninni við Lækjartorg heldur betur illt vottorð í fréttaþjónustu af títt reisandi ráðherrum. Af gömlum kæk kennir Mbl. Tímanum um, að litlar fréttir hafi birzt af heim- sókn forsætisráðherra til Washington. Sannleikurinn er sá, að þær opinberu frétt ir, sem Tímanum bárust af þessari vesturför forsætis- ráðherra, sem alls góðs er maklegur, hefðu vart getað verið minni, þótt hann hefði verið á reisu til Timbúktú. Tíminn fékk t.d. ekkert að vita um hundaná fyrr en í Morgunblaðinu. WlSELET Kúaklippur Eigum oftast fyrirliggjandi loftknúnar kúaklippur sem tengdar eru mjaltavéla- lögninm. ADNI GESTS SON Vatnsstig 3 — Sími .11555 Dúnhreínsunin Stykkishólmi er fiutt að Belgsholti, Melasveit. Þeir, sem vildu láta hreinsa dún nafi samband /ið Sigurð Jónasson, Stykkishólmi, eða Magnús ól- afsson, Belgsholti, sími um Akranes. Elínborg Jónasdóttir. NÝR SAAB 1965 GBæsileg útlitsbreyting Aukin hestorka ★ Fullkomnara kælikerfi ★ Hljóð- minna útblástiu*skerfi ★ Nýir stuðarar ★ Vökva- kúpling ★ Nýjar afturluktir ★ Minni beygjurad- ius ★ Nýtt litaval ★ Endurbætt miðstöðvarkerfi ★ Ný gerð eldsneytisdælu ★ auk margra annarra nýjunga. Verð kr. 162.050.00. Kynnið yður SAAB 1965 hjá umboðinu SVEINN BJÖRNSSON & CO. Garðastræti 35 — Reykjavík. Börn sem dvöldu á vegum Sjómannadagsráðs að Lauga landi, Holtum, koma til bæjarins að Hrafnistu, þriðjudaginn 25. ágúst kl. 11.30—12. Tekið við greiðslu dvalarkostaðar á skrifstofu ráðsins sama dag kl. 10—12. Sjómannadagsráð. Bílaeigendur athugið Ef orkan minnkar, en eyðslan eykst, eru óþéttir ventlar númer eitt. Okkar sérfag eru ventlaslípingar. Leggjum áherzlu á góða þjónustu. BIFVÉLAVERKSTÆÐIÐ QDÍl 1 ^■■■■■■■« ... m HL-W VENIILU SÍMI 35313 ■ T í MIN Nf, tfíiikudaginn 23. ágúst 1964 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.