Tíminn - 23.08.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.08.1964, Blaðsíða 8
SSB*W*!! I AUSTAN RANGA OG VESTAN Íslenzkír torfbæir eru það sjaldgæfir, að þeir reisuleg- legustu, sem eftir standa hafa hlotið sérstaka vernd. Svo er um Glaumbæ og Grenjaðar- stað, en þar eru byggðasöfn. Gamli bærinn á Keldum er friðlýstur af þjóðminjaverði, og Metúsalem á Bustar- felli hefur ákveðið að skilja við húsin sem byggðasafn. Bustarfell er eini staðurinn af fjórum upptöldum, þar sem lifandi fólk býr í hinum gömlu húsakynnum. Nok'krir fleiri gamlir torf- bæir munu enn við lýði. Á Suðurlandi má nefna bæinn að Húsum í Ásahreppi, og mikill fjöldí íslendinga, sem nokkuð eru komnir til aldurs mun einhvers staðar hafa séð gamla baðstofu. En hvað skyldu þeir vera margir, sem þekkja fjós með helluflór og hlöðubás í gaflaði? Mér segir hugur um, að kunnugleiki af slíkum fjós- um tilheyri eldri kynslóðinni að mestu. Fjós úr torfi og grjótí hafa verið í notkun til skamms tíma, en helluflórinn hvarf um leið og steinsteypan kom til sögunnar, víðast hvar. Sízt af öllu bauð mér í grun, að slíkt fjós væri í notkun á Suðurlandi og varð því næsta undrandi, þegar ég kom í það. Þetta er tvístætt fjós með básrými fyrir fjórar kýr og hlöðubás í gafli, og þar er fjós- glugginn. Flórinn var hreinn og vandlega skafið af hellun- um. Tvær kýr stóðu á básum, og liðið að mjaltatíma. Hinum megin var tarfur á grind og lét sítla niður. Það var dimmt í fjósinu og sérkennilegur ilm- ur af mold og grjóti og skepn- um. Þetta fjós er að Þingskálum á Rangárvöllum, en þar er fleira merkilegt en fjósið eitt. Sunnan og vestan við húsin eru búðatóftir, menjar um þinghaldið forna. Brynjúlfur frá Minna-Núpi kom að Þing- skálum sumarið 1893, og „taldi þar yfir fjörutíu búðatóftir, sem flestar liggja eins og í belti yfir þvert túníð og niður með því að vestan,“ segir Brynjúlfur í Árbók Fornleifa- félagsins 1894. „Sumar eru þó ofar eða neðar. Gil hefur brot- ið sumar burt að mestu, og traðirnar liggja gegnum sum- ar. Búðir Njáls og Gunnars eru sýndar fyrir neðan bæinn, og búð Marðar Gígju á að hafa verið þar, sem bærinn er. Dóm hringurinn á að hafa verið, þar sem bærinn Kaldbak er, og þar í túninu eru fáeinar búðatóft- ir. „Blótsteinn" er sýndur í bæjarvegg á Þingskálum. Hann er úr „breccie" og því án efa aðfluttur," segir Brynjúlfur frá Minna-Núpi. Haiih getur þess, að Sigurðitr Vigfúáson hafi rannsakað Þingskálaþíngstað 1883. Jón Guðmundsson minnist^ á höggstein á Þingskálum í Ár- bók Fornleifafélagsins, en það mun vera steinninn, sem Brynjúlfur ræðir um. Jón seg- ir, að steinninn vegi um 500 pund og sé úr annarri berg- tegund en þeím, sem finnast nálægt, likast til úr Bjólfelli. Þetta er nú hestasteinn, og til þess hefur verið borað gegn um hann. Ofan við gatið er laut eða skarð í steininum, og sagt er, að þeir, sem voru höggnir á honum, hafi lagt hök una í skarðið. Undirritaður kom að Þingskálum með Stein þóri Runólfssyni og Guðjóni Þorsteinssyni á Hellu, og þá bundum við hesta okkar við steininn, þar sem hann gegnir friðsamlegu hlutverki í hlað- varpanum. Við gengum niður traðirnar, sem Brynjúlfur mínnist á. Þær liggja niður brekkuna suðvest- ur frá húsunum, uppgrónar og meir en mannhæðardjúpar neðst í túnfætinum. Þetta er bæjarprýði. Njálsbúð er vest- an við traðirnar og búð Gunn- ars þar hjá, en heiman við Njálsbúð er vatnsbólið og göm úl brunnvinda með keðju. Bóndi og synir hans voru að galta vestur á túninu, en orf þeirra lágu í teígnum. Þjóð- minjavörður hefur friðlýst búðasvæðið, en það er stór hluti af túninu, sem verður að slá með orfum. Við fengum að ghíþa í órf, ög bóndi sagði ökk- 1 úr, að við mættum slá sem allra mest. Hann horfði á aðfarirn- ar meðan við slóum eina brýnu eða tvær, brosti góðlátlega, en lét ekkí á neinu bera. Þá leyst- um við hestana frá höggstein- inum og riðum frá Þingskál- um, þar sem búið er við tvær kýr og þrír feðgar standa við orfaslátt. — Var einhver að hugsa um „framleiðni“ eða spyrja sem svo, af hverju Þing Þingskálar. — Þar réðu menn ráðum sínum í fyrri daga, og þar voru sakamenn rétt- aðir. Sumir voru hengdir í gili fyrir austan bæinn og öðrum drekkt í þar til kjörn- um pytti. Heima við bæinn er blótsteinn eða höggsteinn. I honum er skarð sem mælt er að þeir sem höggnir voru hafi Iagt hökna í. Þetta er nú hestasteinn. Myndin er tekin í tröðunum, en þær eru meir en mannhæðardjúpar neðst í túnfætinum. Brynjúlfur frá Minna-Núpi taldi yfir fjörutíu búðatóft- ir á Þingskálum sumarið 1893. Djúpar traðir, sjá mynd hér að neðan, liggja gegnum sumar þeirra. Búðir Njáls og Gunnars eru sýndar fyrir vestan traðirnar, fram und- an bænum, en búð Marðar Gígju á að hafa verið þar sem bærinn stendur. Myndin er af Njálsbúð. Steinþór Runólfsson situr á búðarveggnum. skálabóndi hefði ekki byggt fjós með rimlaflór og mjaltá- kerfi fyrir þrjátíu kýr? Því einu er til að svara, að ég veit það ekki. Einhvern tíma var sagt, að vel mætti una við „sal taugreftan og höðnur tvær,“ og meðan ekki er sann- að, að hamingjan sé fólgin í ákveðnum tekjustofni, dettur mér ekki í hug að rengja það. Leiðin frá Þingskálum upp með Rangá liggur skammt frá Aftökugili, en þar er talið, að sakamenn hafi verið hengdir á gálga milli hamra. Annar af- tökustaður, Drekkingarpyttur, er skammt frá Þingskálum, en þar mun kvenfólk hafa verið réttað eins og tíðkaðist til forna. Bærinn Kaldbak klúkir vinalegur á eystri bakka árinn- ar, en vestan hennar standa Hrólfstaðahellir og Húsagarð- ur. Við áðum hjá rústunum í Bolholti, en sá bær er nýlega farinn í eyði. Hestarnir tóku niður í varpanum og bitu kring um vellagaðan stein, sem kvað hafa verið notaður til að berja harðfisk á. Austurbakki Rangár frá Bol- holti hálfa leið upp undir Rétta nes er einhver yndislegasti reiðvegur, sem hugsast getur, slétt vallendi með víðiflákum, þar sem hestarnir rekja sig á milli hólmanna. Við fórum hægt yfir og nutum þess að láta hestana tölta á slíkum vegi. Steinþór reið jörpum harðskeyttum fjörhesti og hafði leirljósan fimm vetra skrautgrip tíl skiptanna, en þriðji snillingurinn, sem hann var með er brúnn þrettán vetra, frekviljugur og ferðmik- ill töltari. Við Guðjón vorum einnig vel ríðandi og þruftum ekki að kvarta. Síðasta spölinn Brunvindan á Þingskáium. — Gamli tíminn heldur velli. upp undir Réttanes er farið á grófum sandi og sveigt niður að ánni skammt fyrii neðan Svínhaga, beint móti Landrétt- um. Rangá var ekki þykkju- þung, eins og segir í vísunni: Rangá var mér þykkjuþung, þröng mér sýndust dauðans göng. Lygn og tær streymir áín fyrir nesið, og þar er farið yf- ir hana á góðu vaði. Við sprett um af hjá réttunum og Guðjón 8 T Í MIN N, sunnudaginn 23. ágúst 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.