Tíminn - 10.09.1964, Qupperneq 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastióri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson íáb). Andrés Kristiánsson. Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstiómar: Tómas Karlsson Frétta
stjóri: Jónas Kristiánsson. Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason.
Ritstiórnarskrifstofur l Eddu-húsinu. simar 18300—18305 Skril
stofur Bankastr 7 " Afgr.sfmi 12323 Augl. simi 19523 Aðrar
skrifstofur. sími 18300 Áskriftargjald kr 90,00 á mán Innan
lands — t lausasölu kr 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.l
Þjóðaratkvæði
í GREIN eftir Ólaf Jóhannesson prófessor, sem ný-
lega birtist hér í blaðinu, ræddi hann nauðsyn þess. að
athugað væri hvort ekki væri rétt að setja löggjöf eða
stjórnarskrárákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í mikil-
vægum Iöggjafarmálefnum.
f grein sinni taldi Ólafur, að þjóðaratkvæðagreiðsl-
ar væru tíðkaðar í ýmsum löndum. í sumum löndum
væru þær lögboðnar í stjórnarskránni undir sérstökum
kringumstæðum. Annars væru reglur um þær nokkuð
mismunandi og t. d. væru þær ýmist bindandi eða ráð-
gefandi.
Ólafi fórust síðan orð á þessa leið:
„Þjóðaratkvæði er lýðræðisleg leið til að kanna
hug kjósenda til mikilvægra þjóðmála. Skilorðsbundin
heimild til þjóðaratkvæðagreiðslu gæti veitt þingmönn-
um þýðingarmikið aðhald. Óbilgjarn þingmeirihluti hefði
gott af þvílíku aðhaldi. Sum mikilvæg skref í milliríkja-
skiptum, t. d. varðandi aðild að valdamiklum bandalög-
um, ætti alls ekki að stíga, nema vílji landsmanna þar
um hefði áður verið rækilega kannaður. En 1 sambandi
við spurningu um aukna notkun þjóðaratkvæðagreiðslu
þarf margs að gæta. Það þarf m. a. að kynna sér löggiöf
og reynslu annarra þjóða í þessu efni. Það þarf að átta
sig á, hvort heppilegra sé, að þjóðaratkvæði sé bindandi
eða ráðgefandi. Enn fremur er spurningin, hvaða aðilar
ættu að eiga rétt á að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu. —
Vitaskuld þarf einnig að hafa í huga þá ágalla, sem þjóð-
aratkvæði fylgja, svo sem fyrirhöfn, kostnað, dreifing
ábyrgðar o. fl. Áður en horfið væri að aukinni notkun
þjóðaratkvæðagreiðslu þyrfti því rækileg rannsókn að
fara fram. En sú rannsókn á fullan rétt á sér.“
Að lokum segir Ólafur:
„Lýðræðislegir stjórnarhættir krefjast áhuga og
sjálfstæðrar hugsunar af hálfu kjósenda. Að slíku væri
stuðlað með beinni þátttöku kjósenda í löggjaiarstarfi,
enda þótt slíkt kæmi aðeins til greina í undantekningar-
tilfellum eða þegar sérstaklega stæði á. Tómlæti borg-
aranna er versti óvinur lýðræðisins“.
111 örlög
UM ÞESSAR MUNDIR er að verið að vinna að
nýrri verðlagningu landbúnaðarvara. eins og venja er.
Það er talið af öllum, sem til þekkja, m. a. ladbúnaðar-
ráðherra, að bændur eiga rétt á verulegum leiðrétting-
um á verðlagsgrundvellinum,
En eitt blað vill þó ekki viðurkenna þetta. Það er
Alþýðublaðið. Það krefst þess, að verðlagi landbúnaðar-
vara verði haldið niðri, hvað sem afkomu bændanna
líður.
Fátt sýnir betur, hve langt Alþýðuflokkurinn er
kominn frá uppruna sínum. Stofnendur hans lögðu á-
herzlu á, að góð samvinna væri milli vinnandi fólks í
sveitum og kaupstöðum. Nú vinna hms vegar ýmsir for
ystumenn Alþýðuflokksins skipulega að því að auka kala
kaupstaðafólks til bænda og reyna að fá það til að trúa
því, að allar ófarirnar í dýrtíðarmálunum séu sök iand-
búnaðarins.
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins kunna vel að not-
færa sér þetta. Þau litlu áhrif, sem þeir lofa Alþýðu-
flokknum að hafa, eru helzt þau að brengja hlut hænda
Þannig er komið örlögum þess Hokks. er á sinifrr
tíma var stofnaður til að vinna að bættum hag alþýðu
jafnt til lands og sjávar.
T í M I N N, fimmtudaginn 10. september 1964
Þeir þurfa ad læra af fordæmi de Gaulle í Aisírdeilunni.
ATHYGLI manna að undan-
förnu hefur mjög beinzt að á-
tökunum um Kýpur, enda hef-
ur hvað eftir annað vofað yfir,
að þau leiddu til styrjaldar
milli Tyrkja og Grikkja. Enn
er málið á því stigi, að það get-
ur leitt til styrjaldar hvenær
sem er. Það, sem gerir deiluna
örðugasta viðfangs, er framar
öðru hinn mikli þjóðernislegi
metnaður Tyrkja, sem stendur
í vegi þess að þeir fallist á
þá lausn, sem eðlilegust er.
Fyrir þá, sem standa álengd-
ar, er ekki erfitt að sjá hver
sé hin eðlilega lausn deilunnar.
Hún er sú, að veita Kýputbúum
fullan sjálfsákvörðunarrétt, en
af því myndi vafalítið leiða, að
þeir myndu kjósa sameiningu
við Grikkland, þar sem rúm
80% íbúanna eru af grískum
ættum og sameining við Grikk-
land hefur lengi verið krafa
þeirra. Jafnhliða þessu þyrfti
svo að tryggja eðlilegan rétt
tyrkneska minnihlutans á Kýp-
ur, t.d. undir umsjá Samein-
uðu þjóðanna.
Fyrir vesturveldin væri
þetta mjög heppileg lausn.
Kýpur, sem nú er hlutlaust
land, kæmist þá undir umdæmi
Atlanshafsbandalagsins í sad
bandi við Þýzkalandsmálin
væri það mikill styrkur, ef
sjálfsákvörðunarréttur Kýpur-
búa yrði viðurkenndur, því að
það er einmitt sá réttur, sem
vesturveldin leggja á aðal-
áherzlu í sambandi við lausn
Þýzkalandsmálsins.
ÞAÐ hefði verið hyggilega
haldið á málum, ef Bretar
hefðu unnið að lausn Kýpur-
deilunnar á þennan veg á þeim
tíma, sem þeir létu af yfirráð-
um á Kýpur. Það strandaði þá
bæði á þeim og Tyrkjum, að
sú leið væri farin. 1 stað þess
var valin sú vandræðalausn,
sem enginn Kýpurbúi hafði þá
raunverulega óskað eftir, að
Kýpur var gert að sjálfstæðu
ríki, og jafnframt valið það
stjórnarforim, að tyrkneski
minnihlutinn var gerður jafn
valdamikill í málum ríkisins
og gríski meirihlutinn, þar sem
hann fékk neitunarvald á
mörgum sviðum. Þessu valdi
hafa forvígismenn hans beitt
þannig, að stjórn Kýpurs hef-
ur reynzt meira og minna ó-
starfhæf, enda mátti alltaf bú
ast við því, að svo færi. Vegna
þeirrar reynslu, hafa stjórnir
Kýpurs og Grikklands lýst
samninginn, sem gerður var
um þetta efni á sínum tíma,
úr gildi fallinn, og verður þeim
vart láð það, eins og allt hef-
ur verið í pottinn búið.
ÞAÐ varð niðurstaðan á síð-
astl. vori, þegar ljóst var orðið.
að deiluaðilar sjálfir gætu ekki
komið sér saman, að málinu
var skotið til Sameinuðu þjóð-
anna. Fyrstu viðbrögð S.Þ
voru að senda varðlið til Kýp-
ur til að hindra frekari átök
milli þjóðarbrotanna, sem
höfðu oft leitt til blóðugra á
rekstra seinuStu mánuðina á
undan. Siðan þetta varðlið kom
til Kýpur. hafa vopnaðir á
rekstrar orðið miklu minni en
áður Jafnframt þessu skipuðu
Inönu, forsætisráðherra Tyrklands.
S.Þ. sérstakan sáttasemjara til
að vinna að lausn deilunnar
og varð finnskur stjórnmála-
maður fyrir valinu. Um líkt
leyti fólu Bandaríkin Dean
Acheson, fyrrv. utanríkisráð-
herra, að fylgjast með sátta
umleitunum. Um skeið virtist
nokkuð þokast í samkomulags-
átt, en vonir um skjóta lausn
dvínuðu þó fljótlega. Það, sem
gerði deiluna svo iilleysanlega,
voru gamlir þjóðernislegir á-
rekstrar milli Tyrkja og
Grikkja. Tyrkir hafa ekki getað
hugsað til, að Kýpur samein-
aðist Grikklandi nema þá með
skilyrðum, sem meginþorri
Kýpurbúa telur óaðgengileg.
Niðurstaðan er því sú, að sátta-
umleitanir hafa engan árangur
borið. Seinustu vikurnar hafa
þær líka legið niðri að mestu
vegna veikinda finnska sátta
semjarans, en þau hafa reynzt
svo alvarleg, að hann hefur
sagt starfinu af sér. U Thant
vinnur nú að því að finna nýj-
an sáttasemjara.
ESNI OG nú standa sakir,
virðast horfur um samkomulag
jafnvel minni en nokkru sinni
fyrr. Tyrkir gripu til þess ó-
heillaráðs fyrir nokkrum vik-
um, að gera loftárás á bæki-
stöð grískra Kýpurbúa með
þeim afleiðingum, að fjand
skapur gegn þeim magnaðist
um allan helming meðal grísk-
ættaðra manna á Kýpur Jafn-
framt varð þetta til þess, að
Kýpurstjórn fór að leita eftir
nýjum stuðningi og hefur í
þeim efnum snúið sér til Rússa
og ýmissa hlutlausra þjóða,
m.a. Egypta.
Rússar hafa farið sér furðu
hægt i þessari deilu, enda eiga
þeir að ýmsu leyti óhæga að-
stöðu. Þeir vilja ógjarnan láta
þetta mál leiða til verulegra á-
taka við vesturveldin, en þeir
vilja heldur ekki liggja undir
ámæli Kínverja um linlega
framgöngu. Þeir hafa því með
hálfgerðum dræmingi svarað
jákvætt beiðni Kýpurstjómar
um aðstoð, ef ráðizt væri á
Kýpur. Kýpurstjórn virðist nú
sækja á um það, að náriara
verði samið um þessa aðstoð
Jafnframt hefur hún óskað
eftir, að allsherjarþing S.Þ.
ræði þetta mál, þegar þar að
kemur, en talið er, að hún eigi
þar vissan stuðning meirihluta
þátttökuríkjanna.
ÞAÐ, sem veldur mestum
erfiðleikum i þessum málum,
er tvímælalaust sú afstaða
Tyrkja að vilja ekki fallast á
þá eðlilegu lausn, að Kýpurbú-
ar fái sjálfsákvörðunarrétJ og
sameinist Grikklandi. Tyrkir
hafa bersýnilegá enn ekki öðl-
azt sama skilning og Frakkar,
þegar þeir drógu sig frá Alsír
og gáfu upp sérréttindi franska
minnihlutans þar. Þetta var
vitanlega á margan hátt erfitt
fyrir Frakka, en þó hið eina
rétta, eins og komið var Von-
andi öðlast Tyrkir einnig
þann skilning Samstarfsþjóðir
þeirra þurfa að vinna að því.
að þeir taki endanlega jafn
skynsamlega afstöðu í Kýpur
málinu og Frakkar í Alsírmál
inu Ef Tyrkir fást ekki til að
taka þessa afstöð.u. getur vel
svo farið. að deilan leiði til
styrjaldar eða að Kýpur færist
undir yfirráð kommúnista. þótt
meirihluti grísku íbúanna sé
áreiðanlega andkommúnistisk-
ur nú, m.a. vegna sterkra á
hrífa grísk-rómversku irirki
unnar. Þ.Þ. *
/