Tíminn - 11.09.1964, Qupperneq 1
206. tbl. — Föstudagur 11. september — 48. árg.
er
I.G.Þ., H.F., Reykjavfb 10. sept.
Frú Dóra Þórhallsdóttir, forsetairú, andaðist klukkan ellefu í kvöld í Landsspítal-
anum í Reykjavík eftir stutta sjúkdómslegu þar á spítalanum. Hún var iögð á sjúkra-
hús 30. ágúst síðastliðinn. Bananiein hennar var hvítblæði. Tíminn vottar forsetan-
um, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, börnum þeirra hjóna og öðrum aðstandendum lýpstu
samúð á þessari sorgarstundu, er þjóðin sér á bak mikilhæfri konu, sem skipaði
æðsta sæti við hlið manns síns með mikium glæsibrag og vann hugi og hjövtu allra
landsmanna með ljúfmannlegri framkomu og göfugmennsku.
Frú Dóra Þórhallsdóttir, forsetafrú
fæddist í Reykjavík hinn 23. febrúar ár-
ið 1893. Hún var því sjötíu og eins árs
er hún andaðist. Foreldrar hennar vorú
Þórhallur Bjarnason, biskup, og kona
hans, Valgerður Jónsdóttir frá Bjarnar
stöðum í Bárðardal. Þau áttu þrjú börn
fyrir utan frú Dóru, Tryggva Þórhallsson,
forsætisráðherra, er giftist önnu Klemenz
dóttur, Svövu, er giftist Halldóri Vil-
hjálmssyni, skólastjóra Bændaskólans á
Hvanneyri og Björn, sem lézt í Noregi
árið 1916. Frú Dóra var yngst sinna systk
ina.
Frú Dóra ólst upp hjá foreldrum sín-
um að Laufási við Laufásveg hér í Reykja-
vík. Er foreldrar hennar komu fyrst hing-
að til borgarinnar bjuggu þau í húsi
Steingríms Thorsteinssonar, par sem nú
er Landssímahúsið og síðan í Helgesen-
húsinu, þar sem nú er Hótel Skjaldbreið.
Laufáshúsið var byggt árið 1896 og voru
því öll systkinin fædd, þegar þau fluttu
í Laufás. Þar var fjölskyldunni búið ynd-
islegt heimili og bjó forsetafrúin alla ævi
að þeim áhrifum, sem hún varð fyrir í
uppeldinu frá fjölmenntuðum föður og gáf
aðri og ástríkri móður. Forsetafrú Dóra
missti móðir sína árið 1913 og tók hún
þá við stjórn heimilisins og stýrði bvi í
fjögur ár. Árið 1917 giftist hún herra Ás-
geiri Ásgeirssyni, forseta, og bjuggu bau
fram til ársins 1932 í Laufási, er maður
hennar varð forsætisráðherra. Þá fluttust
þau í ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu.
Frú Dóra vandist snemma á að stýra fjöl-
mennu heimili og gestkvæmu og kom það
sér vel síðar. Herra Ásgeir Ásgeirsson tók
við forsetaembættinu árið 1952. Frú Dóra
gerðist þá verðugur fultrúi hinnar ís-
lenzku kvenþjóðar á forsetaheimiíinu og
utan þess. Áhugamál forsetafrúarinnar
voru margvísleg. Hún var í stjórn Lestrar
félags kvenna og starfaði mikið fyr-
ir það félag. Hún átti lengi sæti í skóla-
nefnd Kvennaskola Reykjavíkur og sokn-
arnefnd Dómkirkjusafnaðarins. Frú Dóra
var því mjög fylgjandi, að konur ættu
sér hugðarefni utan heimilanna, svo fram-
arlega sem tími þeirra leyfði Þá hafði
hún mikinn áhuga á kirkjumálum og var
umhugað um, að meiri rækt yrði lögð við
söngkennslu í skólum. Frú Dóra var mik-
ill snillingur við hannyrðir og lætur eftir
sig marga fallega muni, sem bera hand-
bragði hennar gott vitni. Þrátt fyrir anna
söm skyldustörf út á við einkum hin síð-
ari ár, bjó hún fjölskyldu sinni mikið
fyrirmyndarheimili og fórnaði því heiztu
kröftum sínum. Þar bjó hún f jölskyldunni
öruggt og ánægjulegt athvarf.
Frú Dora hefur sjálf lýst heimilinu í
Laufási, sem veitti henni bezta veganestið
á lífsleiðinni. í Laufási var sameinað
margt hið ágætasta úr íslenzkri bænda-
menningu og það, sem menntunarskilyrði
fjölbýlisins veittu. Á uppvaxtarárum frú
Dóru hófst vöxtur ungmennafélagshrcvf-
ingarinnar og þangað sótti hún ásamt
systkinum sínum marga ánægjuslund.
Þjóðlegt uppeldi sem einkenndist af víð-
sýni og menntun urðu frú Dóru stvrkast-
ar stoðir á lífsleiðinni og kom það fram
með ýinsu móti. Forsetafrúin kom oft
fram opinberlega klædd íslenzka
þjóðbúningnum sem bún bar með inikl-
um glæsibrag, og með ýmsu öðru móti
sýndi hún virðingu sína fyrir þjóðlegum
verðmætum.
Börn frú Dóru og herra Ásgeirs 4s-
geirssonar eru Þórhallur, ráðuneytisstjóri
í Reykjavík, giftur Lily Ásgeirsson. Vala,
gift Gunnari Thoroddsen, fjármálaráð
herra og Björg, gift Páli Ásgeiri Tryggva-
syni, sendiráðsfulltrúa. Barnabörnin eru
þrettán.
Fru Dora Þorhallsdóttir var ovenju
glæsileg kona. Hún bar hróður lands síns
víða með rólegri og virðulegri framkomu
sinni, sem vissulega hæfði stóðu hennar
Á meðal erlendra þjóðhöfðingja hér
heima og annars staðar bar nún svip göf
ugmennsku og reisnar og mátti sjá að þar
fór íslenzk kona.
látin