Tíminn - 11.09.1964, Qupperneq 5
RITSTJÖRI OLGA 'AG'ÚSTSDÖTTIR
TÍMINN, föstudaglnn 11. september 1964
Um hjónaskiinað;
Skipting
eigna
í sambandi við fjármálin
dettur mér annað í hug sem
oftast kemur fram strax í byrj
un umræðna um skilnað, og
það er hvernig á að bregðast
við því, þegar annað hjóna
misbýður hinu freklega með
framferði sínu. Móðganir geta
verið mjög margskonar. Sucnt
er sprottið af skapbrestum eða
taugaveiklun, sumt af nízku,
eða aðsjálni með peninga, enn-
fremur getur móðgun verið
fólgin í drykkjuskap og flæk-
ingi utan heimilisins ásamt
eyðslu á því fé, sem ætlað
er heimilinu til framfærslu og
svo það sem talin er mesta
móðgunin, framhjáhald og hjú-
skaparbrot.
Það cr auðvitað mjög oft,
sem fólk kemur sært út af
framferði maka síns á einu
sviði eða öðru, og langar til
þess að fá leiöbeiningu mála
sinna tilsvarandi við þær þján
ingar og bágindi, sem það sjálft
hefir liðið. En þá koma í ljós
miklir erfiðleikar sem liggja í
því að þótt krafizt sé bóta fyrir
særðar tilfinningar, þá er aldr
ei hægt að fá þær á annan hátt
en með fébótum frá hinu hjóna
við skipti á búi, og sjaldan
virðist sú hugmynd falla í góð-
an jarðveg.
Það er nú þannig, að fólk
á erfitt með að reikna ást sína
og lífshamingju í krónum. Enn
fremur er það þannig, að jafn
vel þótt einhver vildi fara inn
á þessa braut, þá er oft erfitt
að sanna það, sem sanna þarf
til þess að dómstólarnir taki
bótakröfu til greina.
Það eina, sem er auðvelt í
þessu sambandi er að fá leyfi
til skilnaðar frá maka sínum,
og er þá alveg sama, hvort
skilnaðar er krafizt af eðlileg-
um orsökum, eða þá að krafan
um skilnað er til orðin að
ástæðulausu eða ástæðulitlu.
í þessu sambandi má geta
þess, sem ef til vili hefði átt
að segja fyrr. að hjúskapar-
brot getur í daglega lífinu haft
þá þýðingu, að hlaupið sé yfir
fyrra stig skilnaðarins, þ. e.
skilnað að borði og sæng, og
farið beint í lögskilnað, ég
segi getur, vegna þess, að þótt
t. d. kona viti utn hjúskapar-
brot mannsins, getur hún af
þeim sökum þvi aðeins fengið
lögskilnað, vegna þess hve erf
itt er um lögfullar sannanir
i þessum málum, að maðurinn
játi hjúskaparbrotið fyrir rétti,
þegar konan ber það á hann.
Það þarf töluvert samkomulag
til þess, að hægt sé að fara
beint í lögskilnað þ. e. að mað
urinn samþykki fyrirfram að
játa á sig brotið, því annars
þýðir ek'kert fyrir konuna, að
bera brotið á hann.
Hitt er svo annað mál, að ef
farið er eftir bókstaf laganna,
Pramhald 4 -iðu 13
Merimekko
•
Finnskir kjólar, sem vída hafa ruff sér fil rúms,
og nýlega hafa einnig borizt tii isiands
Það var fyrir fjórum áratugum að nokkrum listakonum í Finn-
landi ofbauð hve föt konunnar voru háð breytingum tízkunnar. Ef
kona vildi vera eins og allar hinar varð hún að kaupa sér nýjan
kjól eftir því hvað duttlunugum tízkunnar þóknaðist, en gat alls
ekki farið eftir því hvað klæddi hana sjálfa bezt. Bæði konunni,
sem vinnur utan heimilisins og þeirri sem gætir bús og barna átti
að gefa kost á að kaupa fatnað, sem hentaði þeim. Eftir nokkrar
íbollaleggingar og tilraunir setta listakonurnar á stofn vefstofu
og saumastofu sem framleiðir Marimekko. En orðið marimekko
þýðir kjóll fyrir Maríu. Efnið sem er notað í kiól^auminn er
framleitt af þeim sjálfum enn þann dag í dag og þykir bæði slit-
sterkt og fallegt.
Tízkan segir okkur hvernig kon
an á að vera í útliti á hverjum
tíma — á hún að vera grönn —
vera með mitti — brjóstalaus —
svartklædd.
Finnarnir hafa ekki fyrir því að
svara þessu, heldur framleiða
kjólana beina og með tilliti til
Tvískiptur,
kjóll.
röndóttur Marimekko-
notagildis. Þeir hafa sett á stofn
! verzlun þar sem viðskiptavinirnir
. geta valið sjálfir beinan kjól og
ilátið sauma á hann aukavasa, föll
| eða haft önur áhrif á útlit kjóls-
ins, eins og hverri og einni hentar
bezt og klæðir viðkomandi ein-
stakling.
Þær, sem framleiða Marimekko
kjólana sjá sjálfar um allar lita-
samsetningar og gætir þar mik-
illar litagleði. Oftast eru efnin
röndótt eða doppótt, en upp á síð-
kastið gætir blómamynstra og virð
ast listakonurnar mótast af lands-
laginu, því sjá má eftirlíkingar af
eplatrjám og vorblómum. Mynstr-
ið er þrykkt á efnið.
Þessir kjólar ná oftast upp í
háls og eru tölurnar venjulegar
buxnatölur eða látúnshnappar,
sem ekki brotna og er auðvelt
að hneppa. Skyrtukjóllinn svo-
kallaði, hefur unnið sér fastan
sess í þessari framleiðslu og nýtur
stöðugra vinsældar.
Nú er svo komið að í Finnlandi
þekkja allar konur Marimekko-
ikjólana og það hafa verið opnaðar
, verzlanir í Norður- og Suður-
! Ameríku, Ástralíu og jafnvel
Afríku, framleiðslan er talin nema
70.000 Marimekko-kjólum á ári.
Það er því auðséð að þessum
finnsku listakonum hefur orðið
að ósk sinni og tekizt að skapa
kjól til þess að vera í.
En þær hafa ekki látið staðar
numið við kjólana, framleiðsla er
einnig .hafin á marglitum snýrti-
og samkvæmistöskum, höttum og
jáfnvel inniskóm Skórnir éru
með svo langri totu, að þeir minna
á skó soldánsins í Þúsund og einni
nótt. Hálfsíðir samkvæmiskjólar
úr ull er það nýjasta í framleiðsl-
unni, og er það einkenni á þeim
eins og öðrum kjólum í þessum
stíl, að þeir eru mittislausir og
algerlega beinir.
Til íslands hafa Marimekko-
kjólarnir nýlega borizt. Það er
verzlunin Dimmalimm á Skóla-
vörðustígnum. sem þær stöllurn-
| ar Sigrún Gunnlaugsdóttir og Þór-
unn Egilson, veita forstöðu. Við
I hittum Sigrúnu snöggvast að máli,
þar sem hún er önnum kafin við
| að taka upp sendingu af strá-
^saumakörfum frá Póllandi.
— Við fengum fyrir skömmu
^sendingu af Marimekko kjólum,
siegir Sigrún, og gengur salan vel.
Þó eru það vissar týpur sem
kaupa kjólana, almenningur þekk-
ir þá ekki og hefur ekki lært að
! meta þá enn sem komið er. Ég
. er samt á þeirri skoðun að þessir
I kjólar henti mjög vel hér á landi,
þar sem við höfum hvorki sumar
Rabarbarakaka.
1 kg. rabarbari
Sykur
125 gr. tvíbökur
25 gr smjör
50 gr. sykur
Va 1. rjómi.
Rabarbarinn afhýddur og skor
inn í smábita. Lagður í pott
með sykri. Soðið í mauk Sykur
látinn í eftir geðþótta Kælt
Tvíbökurnar saxaðar (eða
brauðmylsna) brúnað í smjöri
með sykrinum. Fyrst er brún
aða brauðið látið á fat, þá rab-
arbarinn, svo brúnaða brauðið
o.s.frv. Skreytt með þeyttum
rjóma og haft með kaffi.
Fyllt hvítkálshöfuð.
1 hvítkálshöfuð
kjötdeig eins og
í hvítkálsböggla
Yztu blöðin eru tekin aí hvít
kálinu og sneið skorin neðan
af því Skorið innan úi kál
höfðinu, svo að myndist hæfi
lega stór hola fyrir kjötdeigið
Það þarf að vera rúmt um það,
svo að það geti lyft sér. Lokið
er bundið yfir og soðið í salt-
vatni 1%—2 klst. Gott er að
hafa rist í botninum á pott-
inum, svo að brenni síður við
Borðað með sósu eins og hvít
kálsbögglar, eða með bræddu
smjöri. Gott er að nota kálið,
sem borað er innan úr höfð
inu, í brúnkál, hvítkálsjafning
eða súpur.
Blómkál með eggjuni
og tómötum.
1 blómkálshöfuð
vatn og salt
3 egg
3 tómatar
30 gr. smjör
söxuð steinselja
Blómkálið soðið i saltvatni eða
gufu, þar til það er meyrt, sett
á gatasigti, svo vatnið sígi vel
af því, kælt Eggin eru harð
soðin. flys.iuð skorin í tvennt
Tómatarnii þvegnir og einnig
skornir í cvennt Dúkur er lát
inn á kringlótt fat og á það
er blómkáúð sett Eggjunum
jg tómötunum er raðað til
skiptis í kringum það og græn-
um salatblöðum. Smjörið brætt.
Út í það er söxuð steinselja
sett og hellt yfir blómkálið. —
Þennan rétt má bera fram kald-
an á kvöldborðið. Einnig má
hann vera heitur og borðaður
sem fyrsti réttur til miðdegis-
eða kvöldverðar.
Finnskt kaffibrauð.
100 gr, hveiti
125 gr smjörlíki
75 gr. sykur
5—6 möndlur
egg og sykur.
Hveitið er sáldað á borð
Smjörlíkinu er blandað saman
við það með hníf, þar til það
er vel jafnt. Síðan mulið gæti-
lega með möndlunum, og sykui
inn látinn saman við. Hnoðað
fljótt saman. Búnir til sívalir
strönglar. serr flattir eru með
breiðum hníf Möndlurnar eru
afhýddar, saxaðar og blandað
saman við steyttan sykur Deig
ið er smurt með egginu op
skorið á ská í jafna bita Bit
unum ei dýfi í möndlurnar op
svkurinn, op látnir á hreina
plötu. sem ekki er smurð
Brauðin eru bökuð ljósbrún
við góðan hita
né vetur, kjólarnii eru ekki of
| heitir til þess að vinna í þeim
inni, þeir eru víðir og gott að
hreyfa sig í þeim, það má liafa
þá með belti eða beltislausa og
svo er gott að þvo þá
— Þórunn segir að það séu
mest ungai stúlkur, sem hafa á-
huga fyrir þeim, en við höfum
líka hálfsíða innikjóla í stórum
númerum, sem henta vel til iheim-
ilisstarfa. Við erum bjartsýnar á,
að þessir kjólar nái sömu vinsæld
um hér og i öðrum löndum
O.a.
Hálfsíður samkvæmiskjóll úr handof-
innl ull. Teiknaður af Liisa Suvanto.