Tíminn - 11.09.1964, Qupperneq 14
— Ég er ekki viss um, hvaða
ðryggi það er, sagði hún.
— Ég verð að gera upp við
mig, hvort ég get notað þig, eða
ekki, svaraði ég.
Þetta var að kvöldi fjórða dags
eftir komu Esru.
Orðið „Overlord“ hélt áfram að
koma fram í skjölunum, sem ég
tók myndír af. Það var lítill vafi
á því, að hér var um dulnefni
að ræða fyrir aðrar vígstöðvar,
sem Rússar voru að reyna að fá
bandamenn sína til þess að koma
upp — það er að segja, innrásin
f Normandí.
Það var farið að vera hægt að
greina í sundur áætlanir Roose-
velts, Stalins og Churchills.
Churchill vildi, að Tyrkland
tæki þátt í styrjöldinni. Hann
áætlaði innrás í Grikkland, hann
vildi taka Saloniki með aðstoð
Tyrkja og ráðast síðan inn á
Balkanskagann, svo að Vestur-
veldin jafnt sem Rússar fengju
fótfestu þar.
En Tyrkir hikuðu við að ger-
ast raunhæfir þátttakendur víð
hlið Breta. Þeir sögðu, að þeir
myndu ekki skerast í leikinn fyrr
en eftir að innrásin í Frakkland
hefði heppnazt fullkomlega. Bret-
ar vildu að Tyrkir tæku þátt í
styrjöldinni, og sömuleiðis að inn
rásin í Grikkland ætti sér stað,
áður en ráðizt yrði inn í Frakk-
land. Þetta var lauslega það, sem
ég hafði fengið út úr því að lesa
skjölin, sem ég var að mynda.
Spumingin var, hvort Bretar og
ásókn þeirra eða hik Tyrkja yrðl
yfirsterkara í þessari baráttu.
Esra skildi fljótlega um hvað
var að ræða. Daginn eftir öku-
ferð okkar til snæviþaktra hæð-
anna kom hún til herbergis míns.
— Sir Hughe er farinn út til
hádegisverðar, sagði hú
Ég gat ekki annað en brosað,
því auðvitað vissi ég þetta sjálfur.
— Hvernig veiztu það, sagði ég.
— Ég sá hann aka burtu. Man-
oli sagði mér, að hann myrtdi
borða útí.
Hún þagnaði. Ég hafði unrtið
hana svo fullkamlega á mitt band,
að hana langaði til þess að koma
mér að óvörum.
Einkaritarinn hans er líka far-
inn út, sagði hún.
Ég reis á fætur.
— Hún hefur ef til vill aðeins
farið út í stutta gönguferð, sagði
ég.
Esra hristi höfuðið.
— Þú lézt mig fara til hár-
greiðslukonunnar'......
Ég tók eftir nýju hárgreiðsl-
unni hennar í fyrsta skipti. Ég
leit athugull á hana.
..........og þegar ég kom
út gekk hún þangað inn. Það tek-
ur langan tíma að vera hjá hár-
greiðslukonunni.
Hafði ég aðeins \erið að monta
mig innra með sjálfum mér síð-
ustu dagana? Var óttinn að ná
tökum á mér aftur, nú þegar
ákvörðunín beið eftir því að verða
tekin varðandi það, hvort opna
skyldi skápinn eða ekki, skápinn,
sem búinn var viðvörunarbjöll-
unni?
Ég brosti. Ég lét ekki Esru sjá,
hvað mér bjó í brjósti.
— Allt í lagi, sagði ég rólega.
— Taktu öryggíð úr.
Ég gat séð, hve æst hún var.
Ég gat séð spennuna í andliti
hennar. En henni tókst samt
að brosa til mín.
— Það er ekki þörf á því,
sagði hún. — Ég er þegar búin
að því.
SJÖUNDI KAFLI.
Það var eins og ég endurfædd-
ist á þessari stundu. Mér varð
ljós raunveruleg ástæða mín fyr-
ir því, að vilja fá Esru til sendi-
ráðsins. Ég vildi ekki hafa hana
þar sem aðstoðarmann heldur sem
áheyranda.
Á sínum tíma hafði Mara þjón-
að þessu sama hlutverki. Hvatinn,
sem hafði rekið mig áfram hafði
verið óttinn og skjálftinn og að-
dáunin, sem ég vakti hjá henni.
En það var búið að glata töfra-
mætti sínum að framkvæma hættu
verk fyrir hana, og þess vegna
var Esra svo velkomin nú. Ég
var eins og leikari í nýjum bæ
fyrir framan nýjan hóp gagnrýn-
inna áheyrenda, sem ég varð að
vínna á mitt band og til þess
varð ég fyrst að vinna til lófa-
klapps þeirra. Þörf mín til þess
að hafa áhrif var sterkari óttan-
um, óttinn gat hreint og beint
ekki keppt við hana.
Mér leið eins og hetjunni í
njósnaleíkritinu, Esra var áðdáun
arfullur áhorfandi í stúkunni,
sem á eftir myndi fara fram á
að fá eiginhandaráritun mína.
— Bíddu fyrir framan herberg-
ið mitt.
Ég leit á hana kaldur og róleg-
ur.
— Já, hvíslaði hún.
Bið hennar þar hafði enga
tæknilega þýðingu, en það var
hluti af njósnaleiknum, sem ég
var að leika. Hvernig gat Esra
orðið mér til hjálpar með því
að bíða i ganginum? Hvaða gagn
væri að því, ef hún hrópaði:
— Gættu þín, einhver er
að koma! Ég vildi hafa hanaþarna
til þess að sýna henni, hve kald-
ur rólegur ég var, á meðan ég
var að framkvæma þetta áhættu-
sama verk. Glampandí augu henn-
ar hvöttu mig áfram. Léki ég, að
ég gerði þetta með köldu blóði
og af öryggi varð það til þess,
að þannig gerði ég það.
Eg fann að lnin horfði á mig,
þegar ég gekk upp stigann að
herberginu, þar sem skápurinn
var.
Hvað gat komið fyrir míg? Sir
Hughe var í opinberum hádegis-
verði. Louise, einkaritari hans, var
hjá hárgreiðslukonunni, lafði
Knatchbull-Hugessen hafði ekki
látið sjá sig allan cnorguninn.
Hún hélt sig í svefnherbergi sínu,
þar sem hún var kvefuð og reyndi
að lækna kvefið með einhverjum
ósköpum af tei.
Ég gekk inn i herbergið án
32
þess að líta í kringum mig. Ég
opnaði skápinn án þess að hika.
Ég tók skjölin úr rauðu töskunní,
lokaði skápnum, og fór aftur til
herbergis míns, flautandi lagið Jé
suis seul ce soir.
Esra starði tómum augum á
mig, þegar ég fór fram hjá henni.
Ég lét sem ég sæi hana ekki.
Ég tók myndirnar.
Skjölin voru leiðbeiningar ut-
anríkisráðun. sem gefa skyldi tyrk-
nesku stjórninni í sambandi við
hernaðaráætlanir bandamanna fyr
ir árið 1944. Ég komst að því, að
áætlun var í bígerð um aðgerðír
gegn Þjóðverjum á Balkanskag-
anum, það er að segja innrás í
Grikkland:
— Stungið er upp á því, að
brezkar sprengjuflugvélar og or-
ustudeildir fái leyfi til þess að
taka land 15. febrúar á Izmir
flugvellinum til þess að tryggja
nægilegan stuðning við aðgerðírn
ar gegn Saloniki frá þessari flug-
stöð. Það verður að gera tyrk-
nesku stjórninni það Ijóst,
að hún hlýtur að samþykkja þess-
ar aðgerðir og hjálpa til að fram-
kvæma þær.
Þetta táknaði tyrkneska íhlut-
un, Tyrkland myndi flækjast inn
í styrjöldina. En það, sem var
mér þýðíngarmeira á þessu augna
bliki, voru aðdáunarorð hinnar
sautján ára gömlu stúlku, þegar
ég kæmi til hennar með alvitur-
leik minn.
Ég varð að halda á myndavél-
inni í höndunum til þess að taka
þessar myndir. Ég hafði skilið
„þrífótinn“ minn eftir með pen-
ingunum í „Villu Cicero,“ litla
húsinu úti á milli Kavaklidere-
hæðanna, sem ég var svo stoltur
af.
Ég faldi skjölin undir einkenn-
isjakkanum mínum.
Úti á ganginum sagði ég við
Esru: — Settu öryggin í aftur eft-
33
_ Hvað hefurðu eiginlega elsk
að margar stúlkur? spurði hún.
— Eða talið þig elska? Skemmtí-
legi, glæsilegi læknirinn, eftirlæt
islæknir hverrar konu.
Hann greip um úlnlið hennar
og hélt henni svo fast, að hún sár-
kenndi tll.
— Af hverju segirðu þetta?
Hvers vegna trúirðu mér ekki,
þegar ég segist elska þig?
_ Nei, hvíslaði hún og reyndi
að losa sig. — Þú getur ekki sagt
mér það. Ég trúi því ekkl. Mig
langar ekki til að trúa því.
_ Vegna þess, að þú ímyndar
iþér, að þú sért ástfangin af þess-
um Kóreumanni. En eins og ég
sagði þér í Leynigarðinum, þá er
ég á þeirri skoðun, að þér standi
okki á sama um mig. Þú hefur
svarað atlotum mínum, þegar ég
hef faðmað þig og kysst.
Hún færði síg fjær honum. Hún
óttaðist það, sem hann kynni að
segja næst. Hún var eiginkona
John. Hún mátti ekki hlusta á
svona tal.
— Góða nótt, Davíð, sagði hun
snögglega. — Ég er þreytt. Eg
ætla að fara beint í rúmið.
Reiðisvipurinn þurrkaðist af
andlíti hans. Hann brosti sínu
töfrandi brosi.
— Þú vilt ekki koma út að
borða með rpér?
_ Ekki í kvöld, sagði hún og
óætti við, — og yfirleitt alls ekki
Davíð.
— Ég trúi þér ekki, sagði hann.
— Ég trúl þér ekki. Og ég ætla
ekki að gefast upp og sætta mig
við, að þú eigir þennan Kóreu-
mann.
Hún hefði getað sagt honum,
að hún væri þegar gift honum, en
þau höfðu öll verið sammála um
að halda giftingunni leyndri
ÖRLÖG I AUSTURLÖNDUM
EFTIR MAYSIE GREIG
fyrst um sinn.
— Góða nótt, sagði hún aftur.
Og síðan tók hún til fótanna og
hljóp rakleitt inn í hjúkrunar-
kvennabústaðinn.
16. KAFLI
Dagarnir liðu. Hún var önnum
kafin, því að hún vann frá morgni
til kvölds á skurðstofunni og slysa
varðstofunni. Hún hafði ekki
heyrt neitt frá John eða bróður
hans. Hún var mjög áhyggjufull
út af honum. Hún sá Davíð mjög
lítið, sjaldnast nema á skurðstof-
unni og var bæði særð og fegin
yfir því, að hann tók ekki leng-
ur eftir henni. Þegar þau hitt-
ust, var hann alltaf kurteis, en
fjarlægur, eins og hún skípti hann
engu máli lengur. Hún grét oft
beisklega yfir framkomu hans, en
fann jafnframt til auðmýkingar
yfir, að hún gerði það. Hið hræði-
lega var þó, að hann var að stíga
í vænginn við Mary Henry, hjúkr
unarkonu, sem var ein af þessum
aðlaðandi, dökkhærðu stúlkum,
vel vaxín, með stór brún augu.
Foreldrar hennar voru frá Eng-
landi, en bjuggu um þessar mund-
ir í Seoul, og sá orðrómur var
kominn upp, að Davíð borðaði
þar oft og færi svo út með Mary.
Jæja, hann var frjáls. Hún gat
ekki gert neitt tilkall til hans,
en í hvert skipti, sem hún heyrði
slúðrið, varð hún mjög særð,
fann sting í hjartanu yfir því, að
hann ætti svo aaðvelt með að
finna sér nýja.
Við matarborðið sat hún við
hlið matrónunnar og eitt sinn
spurði hún rosknu konuna, hvað
henni fyndist um trúarbrögð
Shaminista.
Matrónan varð mjög reið. „Það
eru heiðin trúarbrögð“, sagði
hún., — Þessir svokölluðu prestar
hafa gert sjúkum börnum svo mik
ið illt að ég get ekki fengið af
mér að segja frá því.
— Hvernig gera þeir þeim illt?
— Þegar barn er veikt, stofna
þeir til bænasamkundu, sem eru j
kallaðar Moo-dongs, til þess að'
reka djöfullinn, sem þeir trúa, að j
orsaki veikindi barnsins út. Ef for
eldrarnir eru efnuð, hafa þeir:
margar Moo-dongs. Foreldrarnir
missa peningana sína, og barninu
versnar, deyr jafnvel oft, en stund
um koma þeir með það nógu fljótt,
til þess að við getum bjargað því.
Prestar þeirra eru lítið skárri held
ur en töframenn fornaldarinnar.
En hvernig stendur á því, að þú
hefur svona mikinn áhuga á þessu,
Rakel? Hefur þú komizt í kynni
við Shaministatrúarbrögðín?
— Þegar ég var uppi í sveit,
heyrði ég um þá, tautaði hún.
— Þessi trúarbrögð eru algeng
í Kóreu, einkum meðal bændanna.
En til allra hamingju hefur
kristnin nú náð undirtökunum í
Kóreu.
— Mundí Shaminista hjóna-
band vera löglegt í Kóreu, spurði
Rakel.
— Ég þori ekki að fullyrða það,
það gæti ef til vill verið löglegt
í Kóreu, en fá önnur lönd mundu
samþykkja það. Til þess að gift-
ing sé lögleg, verður sérhver amer
ísk eða ensk stúlka að giftast í
sendiráði lands síns, jafnvel þó
að einhver trúarleg athöfn sé á
eftír, — en hvers vegna ertu að
spyrja allra þessara spurninga?
— É — Eg hef bara áhuga á
því, muldraði Rakel, og sneri blóð
rjóðu andliti sínu undan.
Hafði matrónan rétt fyrir sér?
Var hún löglega gift John? Mundi
nokkur utan Kóreu samþykkja
Shamipistagiftinguna? Þegar hún
hitti John aftur, varð hún að
segja honum, að þau yrðu að gifta
sig í brezka sendiráðinu. En
hvernig væri það mögulegt fyrir
flóttamann eins og hann? Hún
var ánægð yfir, að vinnan á spítal-
anum var svo spennandi, glöð yf-
ir, að hún hafði lítínn tíma til að
hugsa.
Hún fór nokkrum sinnum út
með Richard Carver, lækni, en
hún hafði enga ánægju af því.
Hann reyndi alltaf að kyssa hana,
en hún kærði sig alls ekki um
kossa hans. Henni geðjaðist að
honum, en var ekki á nokkurn
hátt heilluð af honum. Að lokum
gafst hann upp á að bjóða henní
út og hún var frekar fegin því.
Dag nokkurn ákvað hún að fara
til madame Chong, og spyrja
hana, hvort hún hefði frétt nokk-
uð af John. Síðast, þegar þær hitt-
ust, hafði madame Chong látið
Rakel fá heimilisfang sitt. Þar
sem hún var óvön umferðinni í
Seoul, náði hún í leigubíl.
Hún hringdi dyrabjöllunni og
þjónn kom samstundis til dyra og
spurði um erindi hennar. Hún
bað um að fá að hitta madame
Chong að máli. Fáeinum mínútum
síðar var henni hleypt inn og mad
ame Chong fagnaði henni vel.
— Þér óskuðuð að hitta mig,
barníð_ mitt.
— Ég hélt, að þér gætuð ef til
vill sagt mér einhverjar fréttir af
John.
— Ég veit ekki, hvar hann er
staddur þessa stundina. Það er
hyggilegast að vita ekkert. En ég
veit að minnsta kosti, að hann
hefur ekki verið handtekinn aftur.
Ef honum tækist að komast til
Japan og fá hæli þar, væri hon-
um borgið í bráð. Við eigum góða
vini í Japan. En hún hristi höfuð-
ið. — Ég efast um, að hann fari.
Hann er sannfærður um, að hann
verði að vera hér um kyrrt og
berjast fyrir málstað sínum. John
er mikill föðurlandsvinur. En ég
býst við, að þér hafið hitt hann
nýveríð?
Vissi madame Chong um gift-
ingarathöfnina? Ef til vill. Ef hún
hafði skilið allt rétt, hafði hún
átt uppástunguna að hinni skyndi-
legu gíftingu.
Rakel ákvað að vera hreinskilin
við harid.
— Ég var vígð John samkvæmt
TÍMINN, fösfudaíjlnn 11. september 196A
14