Tíminn - 12.09.1964, Side 3

Tíminn - 12.09.1964, Side 3
HEIMA OG HEIMAN Hinn mikli harmleikur í Varsjá haustið 1944 ÞEGAR PÓLSKU ANDSPYRNU- HREYFINGUNNI BLÆDDI ÚT Margar þjóðir hafa minnzt þess undanfarfö, að 20 ár eru liðin frá freisun þeirra úr höndum þýzku nazist- anna. Margar biðu þjóöir þessar hroðalegt afhroð í síöustu heimsstyrjöld og eiga enn um sárt aö hinda, vegna giæpa nazistanna. Eitt þessara ríkja er Pól- iand. Þar skeði einn mesti harmleikur styrjaidarinn- ar og hetjuleg barátta pórsku andspyrnuhreyfingar- innar viS ofureflið mun seint glevmast. Hér veröur lítillega sagt frá harmleiknum mikla í Varsjá er pólsku andspyrnuhreyfingunni „bðæddi gjörsamlega út“ og fjóröungur allra borgarbúa lá í vainum, en borgin í rúst. Þjóðin barðist ein gegn hinni býzku stríðsvél og 2,6 millj. pólskra Gyðinga var útrýmt í hinum hræðilegu fangabúðum nazssta. Um þessar mundir eru liðin 20 ár síðan pólska andspyrnuhreyf- ingin var moluð undir járnhæl nazista í blóðbaðinu í Varsjá. Raunverulega urðu örlög hennar þessí fyrir þá sök, að Stalín, ein ræðisherra Sovétríkjanna, vildi hana feiga. Árið 1944 voru 280.000 manns í neðanjarðarhreyfingunni. Hún var raunar kölluð hinn pólski heimavamarher og var stjórnað af útlagastjórninni í Lundúnum. Aðalforystumaður hreyfingar- innar og skípuleggjari starfsemi hennar var Bor Komorowski, hers höfðingi. Vopnabúnaður and- spyrnuhreyfingarinnar var í fyrstu ekki upp á marga fiska, en brátt barst henni sæmilegur herbúnað- ur, aðallega vopn, sem varpað var til jarðar í stöðvum hreyfingar innar úr brezkum flugvélum. Sumarið 1944 var þýzkí herinn á miklu undanhaldi á austurvígstöðv unum og rússneski herinn var kom inn í júli að Weichselfljóti. Nú áleit pólska útlagastjórnin rétta tímann vera upprunninn fyr ir andspyrnuhreyfinguna að breyta skæruhernaði sínum í op ið stríð gegn þýzku hersveitun- um. Útvarpsstöðvar bæði í Lundún- um og Moskvu sendu hvatningar- boðskap til stöðva hinna pólsku frelsishetja og lofuðu þeim full- tingi í baráttunni. Moskvuútvarp ið hvatti andspyrnuhreyfinguna tíl að hefja þegar í stað beina og opna bardaga á götum Varsjár, „til að flýta fyrir hinni endanlegu frelsun borgarinnar og bjarga lífi bræðra vorra,“ eins og sagt var. Pólska andspyrnuhreyfingin var andkommúnistísk í þeím skilningi, að hún barðist eingöngu fyrir frjálsu og sjálfstæðu Póllandi, en leit þó á rússneska herinn sem bandamann í sameiginlegri bar- áttu gegn þýzku herjunum. Hinn 1. ágúst kom skipunin frá Bor hershöfðingja í Lundúnum^ „Til höfúðborgarinnar hermenn! í dag hefi ég gefið út þá skipun, sem þið hafið öll svo lengi beðið eftir, þ. e. skipun um opið stríð gegn þýzku árásarherjunum." Eftir nær fimm ára skæruhern að og neðanjarðaraðgerðir gríp ið þíð nú til vopna og skorið þýzka herinn á hólm til þess að endurheimt? frelsi lands okkar og til að refsa hinum þýzku glæpa mönnum fyrir hryðjuverk og alla þá grimmd, sem þeir hafa sýnt innan landamæra okkar." Klukkan fimm síðdegis hinn 1. ágúst 1944 hófst skothríðin í Var sjá. Vélbyssuskothríðin á götum, úr húsagörðum og af húsþökum kom Þjóðverjum fyrst í opna skjöldu og biðu þeir mikið afhroð, en er bardagar höfðu staðið lát- laust í nokkra daga hófu þýzku hersveitirnar skipulega gagnsókn. Hinar fimm herdeildir þeirra, sem voru í borgínni fengu lið- styrk þriggja óbreyttra hersveita. ... SÖGULEG MYND frá hlnni hetjulegu frelsisbaráttu í Varsjá: Beita nú Þjóðverjarnir eldvörpum lr< pólskir hermenn úr heimavarnarliSinu bfða komu býzku og skriðdrekum og brátt logar drekanna með benzín-handsprengjur einar a3 vopnl. Ung- skrlðí Framhald á síðu 13 A FÖRNUM VEGI w- STEINDÓR bannar reykingar í rútubílum sínum og verndar þá sem reykja ekki fyrir tóbaksreyk á leiðinni til Keflavíkur eða aust- ur yfir fjall. Hvort Steindór gerir þetta til að undirstrlka skaðsemi tóbaksreykinga, nf umhyggju fyr Ir farþegum sem reykja ekki, til að spara sér að hella úr öskubökk um eða til að koma í.veg fyrir að farþegarnir brenni áklæði á sæt- unum, er ekki kunnugt, en sonni- legt má telja, að þetta allt hafi vakað fyrir Steindóri, þegar hann bannaðl reykingar. Bannið grund- vallast á þelrri ágætu reglu, að þeir sem hafa vanið sig á eltthvað, sem bakar öðrum óþægindi, láti ' það ógert meðan hinir eru f nám- unda við þá og komast ekki undan. En það er fleira, sem veldur ó- þægindum í rútubílum en tóbaks reykingar. í flestum rútubílum er útvarpstæki í sambandi við hátal- arakerfi bílanna og það er sett í gang um leið og bílllnn fer af stað. Á leiðinnl er útvarpsefnið lát ið skarka í eyrum farþeganna, óskalagaþættir elnkum og sérílagi, með fullum kraftl úr mörgum há- tölurum, sem liggja i röðum sitt hvoru megin í endilöngu bílþakinu. Því virðist sem sagt slegið föstu, að farþegar séu ástriðufullir hlust endur ríklsútvarpsins og þurfi að heyra hvað eina, sem kemur frá þeirri stofnun. Um leið virðist því slegið föstu, að þeir sem ferðast með rútubílum séu heyrnardaufir í meira lagi, og ennfremur að þeir þurfi ekki að tala saman. Fyrir- komulagið virðist því miðaðviðþarf ir ástriðufullra og heyrnarlítilla út varpsneytenda, og alls ekkl farið eftir þeirri reglu, að sá, sem hef- ur vanlð slg á eltthvað, sem veldur öðrum óþægindum, láti það ógert meðan hinir eru i námunda og komast ekki undan. Eða er þetta kannski bílstjórum til skemmtun- ar? Burtséð frá því, hvort er meira heilsuspillandi, tóbaksreykingar eða öskrandi hávaði útvarpsins í rútubílum, vlrðist ekki nema sann gjarnt, að þeir, sem hafa vanið sig á annað hvort beygi sig unz komið er á leiðarenda. — B.Ó. Göngur hefjast í Þessa dagana er gott veður I víðast hvar á landinu, kyrrlátt Í og sæmilega bjart en nætup B frost hafa verið allhörð. Haust- kuldarnir eru snemma á f .rð. IÞessa dagana eru gangnamenn- irnir að leggja af stað í þær leitir, sem lengstar eru. Er von- andi, að góðviðrin haldist næstu viku að minnsta kosti, svo að gapgnamemi fái sæmi- legt gangnaveður. Þáð er mjög mikilvægt, ekki aðeins vegna mannanna sjálfra heldur og fjárins, því að dilkar rýrna mjög, ef þeir velkjast illa í göngum og réttum. í áhlaupinu, sem gerði síð- ari hluta ágúst, leitaði fé tölu- vert niður af afrétti og hefur ef til vill legið við girðingar eða verið hleypt niður í heima- haga. Er hætt við, að það hafi dregið úr þroska dilka, en góðviðrið síðan ef til vill nokk- uð bætt úr. Enn eru þeir margir, sem vUja helzt ekki missa af því að fara í göngur. Eiga þar sam- merkt þeir, sem eru á ferm- ingaraldrinum eða Iitlu eldri og eiga ævintýrið fyrir höndum í fyrsta sinn og hinir, sem þrá að endurlífga þessa dýrðar- daga yngri ára. Virðulegur og önnum kafimn læknir í Reykja- vík bregður sér til dæmis á hverjui hausti úr hvíta læknis- sloppnum og heldur upp í sveit, bar sem hann er fastráð>inn gangnamaður hjá bónda á hverju hausti. Svn mun vera um fleiri. Göngurnar eru eitt af því- fáa, sem lítt hefur breytzt í íslenzkum búskap síð- ustu áratugi. Þar er enn treyst á hest og hund, og sami ævin- týraljóminn er yfir þeim. Síldveiði fram í október Ýmsir eru að spá því, að nú B vehði síldveiði fram í október. Enn virðist töluvert af sfld á K miðum, og aflamenn segja, að 1« nóg síld sé í sjónum á vísum É stöðum, ef veður hamli ekki p vciði. Ný tækni hefur gerbreytt jjjj síldveiðunum, svo að þær ná í1. saman allan ársins hring og hrmginn í kringum Iandið, og er þó lielzt svo að sjá, sem hin gömlu og hefðbundnu stór- síldarmið fyrir Norðurlandi séu nú helzt síldarlaus. „Furðufregn'' Mogga „Þýzk furðufregn um land- helgi íslands“. Þetta var all- stór fréttafyrirsögn í Morgun- blaðinu s.l. miðvikudag. Og hver var þá þessi „furðufregn“ að dómi Mogga? Hún var sú, að „vestur-þýzki fiskiðnaðurinn hefði gert heyrin kunnugt, að Island hyggðist á næstunni færa enn út fiskveiðitakmörk sín, þannig að þau næðu yfir allt landgrunnið“, eins og segir í frétt Mogga. Þarna birtist ásjóna íhalds- stjórnarinnar í landhelgismál- inu, lifandi kómin. Þegar fregn- ir birtast erlendis um að ís- lendingar muni ætla að stækka fiskveiðilandhelgina, lætur Moggi sér ekki nægja að hún sé úr Iausu lofti gripia. Nei, slíkt og þvílíkt er „furðufrétt“ í augum Mogga, svipað og heimsókn frá Marz. íslendingar hafa þó marglýst yfir, að þeir ætli að helga sér landgrunnið Framh á 15 síðu TÍMINN, laugardasinn 12. septomber 1964 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.